Vísir.is


Göngu­leið A að gos­stöðvunum lokað

Gönguleið A að gosstöðvunum á Fagradalsfjalli hefur verið lokað í öryggisskyni.

73 nem­endur Öldu­sels­skóla í sótt­kví

73 nemendur í þriðja og fjórða bekk Ölduselsskóla í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að samnemendur greindust með Covid-19 í gær. Þá eru fimm starfsmenn skólans komnir í sóttkví.

Grá Esja minnti á að veturinn nálgast

Sjá mátti ótvíræð merki þess að haust væri gengið í garð í morgun þegar snjór var kominn í hæsta hluta Esjunnar.

Norskur ráð­herra: Segir af sér vegna skattak­landurs

Kjell Ingolf Ropstad, barna-. fjölskyldu og kirkjumálaráðherra og formaður Kristilega þjóðarflokksins (KrF) í Noregi, sagði af sér á blaðamannafundi í morgun eftir að fjölmiðlar höfðu flett ofan af skattamisferli hans.

Hraun gæti farið hratt af stað ef leiðigarðarnir halda ekki

Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í kjöraðstæðum í gær, enda var sjónarspilið mikið þegar rökkva tók. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að hraunið fari að flæða yfir leiðigarðana en þá getur skapast mikil hætta.

Þau bjóða fram krafta sína í Suður­kjör­dæmi

Tíu flokkar bjóða fram til Alþingis í Suðurkjördæmi að þessu sinni og eru í heildina tvö hundruð manns á listum flokkanna. Listana í heild má sjá hér að neðan.

Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald

Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi.

Sekt og til­kynning til barna­verndar vegna ó­full­nægjandi öryggis unga­barns í bíl

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 300 bifreiðar á leið suður Reykjanesbraut í morgun. Tilgangurinn var eftirlit með ástandi og réttindum ökumanna.

Fólk spennt fyrir Öskju­gosi sem lætur bíða eftir sér

Ó­lík­legt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Land­ris á svæðinu gæti þó verið upp­hafið að langri at­burða­rás sem endar með gosi.

Þing­húsið girt af vegna fyrir­hugaðra mót­mæla í dag

Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl.

Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan

Stjórn Talibana í Afganistan tilkynnti í gær að miðskólar yrðu opnaðir á ný eftir mánaðarlangt hlé. Hvergi er minnst á stúlkur í yfirlýsingunni og er talið að stjórnarliðar vilji þar með banna stelpum að sækja miðskóla í landinu.

Vil­­borg Dag­bjarts­dótt­ir látin

Vil­borg Dag­bjarts­dótt­ir, skáld­kona og kenn­ari, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans, hinn 16. sept­em­ber síðastliðinn, 91 árs að aldri. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

Boðið upp á Co­vid-at­kvæða­greiðslu í öllum sýslu­manns­um­dæmum

Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum.

Heimilis­of­beldi og hópslags­mál á borði lög­reglu

Tæplega hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 til 05 í nótt. Karlmaður var handtekinn í Laugardal sakaður um líkamsárás og heimilisofbeldi. Var sá vistaður í fangaklefa.

Svona vilja flokkarnir draga úr losun og standa við lofts­lags­skuld­bindingar Ís­lands

Orkuskipti og endurheimt votlendis er á meðal þess sem nær allir flokkar í framboði til Alþingis nefna sem helstu loftslagsaðgerðir sínar. Flestir þeirra vilja einnig taka upp einhvers konar hvata og skatta til að styðja grænar lausnir.

Mælan­leg vinstri sveifla viku fyrir kosningar

Greinilega sveiflu til vinstri má sjá í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem gerð var í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Eykst fylgi Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Sósíalista milli kannanna á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar töluvert.

Auð­kýfingurinn Robert Durst sak­felldur fyrir að myrða bestu vin­konu sína

Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“

Bandaríkjaher játar mistök vegna drónaárásar í Kabúl

Þann 29. ágúst síðastliðinn framkvæmdi Bandaríkjaher drónaárás í Kabúl sem grandaði tíu almennum borgurum, þar af sjö börnum úr sömu fjölskyldu. Hershöfðinginn Kenneth McKenzie sagði á upplýsingafundi í dag að hann telji nú að þau sem létust í árásinni hafi ekki tengst Ríki Íslams né verið hættuleg hermönnum á flugvellinum í Kabúl.

Greiðir 300 þúsund krónur fyrir hótun um að senda nektarmyndir

Karlmaður var í dag dæmdur til 45 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa hótað að senda nektarmyndir af fyrrverandi sambúðarkonu sinni á yfirmann hennar.

Mieszkańcy Islandii będą mieć dostęp do bezpłatnych szybkich testów

Od 20 września, zakład ubezpieczeń / Sjúkratryggingar Íslands będzie partycypować w kosztach wykonania szybkich testów. Wraz ze zmianą możliwe będzie bezpłatne wykonanie szybkiego testu, niezależnie od celu pobrania próbki.

MK bannar böll vegna viðbjóðslegrar umgengni

Nemendur við Menntaskólann í Kópavogi eru vonsviknir og horfa öfundaraugum til annarra framhaldsskóla, sem fá loks að halda böll. Í MK eru böllin enn þá bönnuð. Ástæðan er ekki lengur sóttvarnir, heldur eru skólastjórnendur að refsa nemendum fyrir yfirgengilega slæma umgengni nýnema.

Úti­lokar ekki að mögu­legt eld­gos á Kanarí­eyjum sé sér að kenna

Yfir­völd á Kanarí­eyjum hafa varað við mögu­legu eld­gosi á einni eyjanna. Sam­skipta­stjóri al­manna­varna telur að hún gæti mögu­lega borið á­byrgð á á­standinu en vonar að eld­gos sem hafi fylgt henni í störfum sínum láti sig í friði í fríinu.

Grunur um að eldur hafi kviknað út frá raf­hlaupa­hjóli

Búið er að slökkva eld sem kom upp í íbúð að Bríetartúni 9 til 11.

Stíflur hafa myndast í göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminn

Í sumar hafa stíflur myndast í einbreiðu göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminnn vegna mikillar umferðar. Heimamenn vilja ný göng á dagskrá sem fyrst.

Skurðstofur rifnar niður hjá HSS og hæð breytt í legudeild

Skurðstofur og önnur aðstaða á heilli hæð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem aldrei hafa verið notaðar fyrir samfélagið í Reykjanesbæ síðast liðinn áratug hafa verið rifnar niður. Húsnæðið verður nýtt til að tvöfalda legurými á spítalanum og bráðamóttakan verður stækkuð mikið.

Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi

Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30.

Bjór og mjöður, desertvín og sterkt á Bessastöðum

Skrifstofa forsetaembættsins hefur gefið út upplýsingar um núverandi birgðir forsetaembættisins af áfengum drykkjum. Um tveimur milljónum er varið að meðaltali árlega í áfengiskaup fyrir forsetaembættið.

SI gapandi hissa vegna milljarða staf­ræns verk­efnis borgarinnar

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir borgina þramma með yfirgengilega freklegum hætti inn á viðkvæman samkeppnismarkað.

UNICEF afhjúpar táknræna útstillingu fyrir tapaðar skólastundir barna

Börn á skólaaldri um allan heim hafa samanlagt orðið af alls 1,8 billjón klukkustundum af kennslu.

Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra

Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt.

Þau bjóða fram krafta sína í Reykja­víkur­kjör­dæmi norður

Ellefu flokkar bjóða fram til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmi norður að þessu sinni og eru í heildina 242 manns á listum flokkanna. Listana í heild má sjá hér að neðan.

Co­vid-sýktir bíl­eig­endur fá að kjósa á Skarfa­bakka

Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi.

Réttar­höld hafin í milljóna króna skaða­bóta­máli vegna Ischgl

Réttarhöld hófust í dag í Vín þar sem til skoðunar er hve seint austurrísk yfirvöld brögðust við útbreiðslu kórónuveirunnar í skíðabæjum á borð við Ischgl. Málshefjendur segja hæg viðbrögð hafa orðið til þess að fjöldi fólks fékk Covid-19 og lét í sumum tilfellum lífið.

Ný stjórn ungmennaráðs UN Women

Hlutverk ungmennaráðs er að fræða og efla ungmenni um málefni kvenna og jafnréttis á í fátækari löndum og á átakasvæðum.

Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu

Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir.

Breyta reglunum vegna fjörugs ástarlífs Madsen í fangelsi

Dönsk stjórnvöld hyggjast banna sakamönnum sem sitja í lífstíðarfangelsi að hefja ný ástarsambönd á meðan þeir dúsa í fangelsi. Frumvarp þess efnis var lagt fram eftir að í ljós kom að sautján ára gömul stúlka féll fyrir Peter Madsen, morðingja blaðakonunnar Kim Wall, þrátt fyrir að hann væri í fangelsi.

Risafjárveiting á að draga úr slagsmálum og eiturlyfjum á Litla-Hrauni

Dómsmálaráðuneytið steig í dag eitt af þremur stærstu skrefum sem stigin hafa verið í sögu fangelsismála hér á landi að sögn fangelsismálastjóra. Tæplega tveggja milljarða króna fjármögnun hefur verið tryggð til að ráðast í löngu tímabærar endurbætur á Litla-Hrauni.

Hættir á þingi og segir „eitraða hreyfingu“ innan Repúblikanaflokksins

Fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að kæra Donald Trump fyrir embættisbrot í vetur ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann vísar meðal annars til „eitraðrar hreyfingar“ innan Repúblikanaflokksins.

Einungis um annar hver kjósandi kynnt sér frambjóðendur að ráði

Nú þegar um vika er í kosningar hefur um annar hver kjósandi varla kynnt sér frambjóðendur samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Þeir sem hyggjast kjósa Samfylkinguna telja sig hafa kynnt sér frambjóðendur best.

Allir fá aðgang að endurgjaldslausum hraðprófum

Sjúkratryggingar munu taka þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá og með 20. september. Með breytingunni verður hægt að taka hraðpróf án tilkostnaðar óháð tilgangi sýnatökunnar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um gagnrýni fjögurra yfirlækna á Landspítalanum sem eru ekki sáttir við hönnunina á nýju rannsóknarhúsi spítalans.

Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heima­ey

Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör.

Tuttugu og fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær

Tuttugu og fimm greindust með kórónuveiruna SARS-CoV-19 í gær.354 eru nú í einangrun og 765 í sóttkví.

Stjóri gjald­eyris­sjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína

Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum.

Bein út­sending: Heil­brigði 2025

BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélag Íslands standa fyrir pallborðsumræðum undir heitinu Heilbrigði 2025 í dag.

Hefur á­hyggjur af sprengingu í stofni hnúð­laxa

Hnúðlaxinn hefur gert sig heimakominn á Íslandi og er gríðarlegur vöxtur í stofninum á milli ára. Sérfræðingur hefur áhyggjur af áhrifum tegundarinnar á íslenska náttúru.

Mögu­legt nýtt eld­gos reyndist vera tunglið

Næturvakt Veðurstofunnar fékk töluvert af tilkynningum í gærkvöld um að mögulegt væri annað eldgos hafið á Reykjanesskaga, nú austan við Fagradalsfjall.

Allir á vinnumarkaði verða að framvísa „grænum passa“

Allir einstaklingar á vinnumarkaði á Ítalíu verða að sýna fram á bólusetningu, neikvætt Covid-próf eða vottorð um fyrri sýkingu til að mega mæta til vinnu. Um er að ræða einar hörðustu reglur sinnar tegundar í heiminum.

Hús­næðis­skorturinn verði vonandi úr sögunni strax á næsta ári

Lýðskólinn á Flateyri hefur þurft að vísa frá umsækjendum vegna húsnæðisskorts í bænum. Ráða á bót á húsnæðisvandanum með byggingu nemendagarða, fyrstu íbúðarhúsum sem byggð verða í bænum í 25 ár.

Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit

Bæði Google og Apple, tvö af stærstu tæknifyrirtækjum heims, hafa orðið við kröfum rússneskra stjórnvalda og fjarlægt snjallforrit Alexeis Navalní sem átti að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur til að kjósa sem gætu skákað stjórnarflokki Pútín forseta.

Litlar líkur á breytingum þegar Rússar ganga að kjör­borðinu

Rússar ganga að kjörborðinu í dag þar sem kosið verður um 450 sæti á rússneska þinginu, Dúmunni. Allar líkur eru á að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland muni þar vinna sigur, þó að flokkurinn hafi aldrei mælst minni í könnunum.

Afstaða efast um lögmæti þess að fangelsa menn á reynslulausn vegna meintra brota

Afstaða, félag fanga, hefur kvartað til Umboðsmanns Alþingis fyrir hönd skjólstæðings síns en málið varðar meðal annars efasemdir félagsins um lögmæti þess að senda menn á reynslulausn aftur í fangelsi vegna nýrra brota sem lögregla hefur til rannsóknar.

Stjórnar­flokkarnir með sam­tals 44 prósenta fylgi

Ríkisstjórnarflokkarnir – Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsókn – fá samtals 44 prósenta fylgi í nýrri könnun Prósents sem unnin var fyrir Fréttablaðið.

Lægð nálgast úr suð­austri

Landsmenn mega reikna með vestan- og norðvestan golu í dag og sums staðar vætu, einkum fyrir austan, en þurrt að kalla á suðvestanverðu landinu. Hiti veður sjö til fjórtán stig yfir daginn, hlýjast austantil og svalast á Vestfjörðum.

Kaupa fjögur tonn af berjum af harð­duglegum Vest­firðingum

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin.

Lucid Air dregur opinberlega 836 kílómetra

Rafbíllinn Lucid Air Dream Edition hefur fengið formlega drægni mælingu upp á 836 km. Það er rúmlega 180 km meira en sú Tesla sem lengst dregur á einni hleðslu. Afhendingar á Lucid Air eiga að hefjast í lok árs.

Hyggjast vefja „hershöfðingjann“ í eldvarnateppi

Slökkviliðsmenn í Kalíforníu hafa brugðið á það ráð að vefja stærsta tré heims inn í eldvarnateppi til að freista þess að forða því frá skógareldum sem geisa í nágrenninu.

Kynja­skráning liðin tíð en hægt að velja úr átta per­sónu­forn­öfnum

Framhaldsskólarnir eru hættir að skrá kyn nemenda og geta þeir nú valið á milli átta persónufornafna í nemendakerfinu Innu. Að sögn konrektors Menntaskólans við Hamrahlíð er aðeins hægt að velja eitt fornafn eins og stendur en þessu verður breytt.

Handtóku Covid-smitaðan mann í mjög annarlegu ástandi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að sóttvarnarhúsi í nótt og handtók þar mann í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en hann er grunaður um líkamsárás og eignarspjöll.

Fær­eysk fisk­eldis­fyrir­tæki for­dæma leiftur­sdrápin

Havbúnaðarfelagið, samtök stærstu fiskeldisfyrirtækja Færeyja fordæmdi stórfellt dráp á leiftrum, hvölum af ætt höfrunga, sem átti sér stað í Skálafirði um síðustu helgi. Þar voru 1.428 dýr drepin. Atburðurinn hefur vakið mikla reiði utanlands sem innan, en landsstjórnin í Færeyjum hyggst taka reglur um höfrungaveiðar til gagngerrar endurskoðunar.

Norður-Kórea kynnti færanlegan lestarskotpall

Spenna fer vaxandi á Kóreu-skaga eftir að bæði Suður- og Norður-Kórea hafa sýnt mátt sinn með því að skjóta eldflaugum á loft. Myndband sýnir að Norður-Kórea hefur nú þróað færanlegan eldflaugaskotpall. Elflaugunum er skotið af lestarvagni.

Pure North Re­cycling hlaut Blá­skelina

Endurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling hlaut í dag Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi lausn í plastmálefnum.

Hljóðfæraleikarar hittust varla utan sviðsins um tíma

Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði í dag í fyrsta sinn fyrir nær fullum Eldborgarsal í Hörpu síðan í mars 2020. Samkomutakmarkanir hafa haft mikil áhrif á starf hljómsveitarinnar á meðan á kórónuveirufaraldrinum hefur staðið.

101 árs humar­veiði­kempa hvergi nærri hætt

Virginia Oliver lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að vera orðin 101 árs gömul og rær enn til humarveiða undan ströndum Maine-ríkis í Bandaríkjunum, ásamt syni sínum, Max að nafni, sem er 78 ára.

Loksins undið ofan af mis­munun barna með fæðinga­galla

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti á dögunum bráðabirgðaákvæði inn í reglugerð um greiðsluþátttöku til kostnaðar vegna nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga. Með ákvæðinu eru tekin af öll tvímæli um að öllum börnum með skarð í efri tannboga eða klofinn góm, harða eða mjúka, sé tryggð 95% endurgreiðsla vegna tannlækninga eða tannréttinga.

Stjórnmálamenn ekki allir jafnduglegir að styðja við aðeins öðruvísi fólk

Stjórnmálamenn mættu huga betur að málefnum barna með fötlun og 16 ára og eldri ættu alla vega að fá að kjósa í sveitarstjórnarkosningu, enda eru mörg þeirra farin að borga skatta. Þessar kröfur voru á meðal þeirra sem börn settu fram á kosningafundi með frambjóðendum allra flokka í Hörpu í dag.

Árs­hluta­reikningur Akur­eyrar­bæjar: Af­koma 369 milljónum betri en á­ætlað var

Afkoma samstæðu Akureyrarbæjar á fyrri hluta ársins var nokkru betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Iðnó verður hús fólksins: Opið frá morgni til kvölds alla daga

Iðnó verður opnað aftur á laugardaginn eftir eins og hálfs árs lokun. Í fyrsta sinn í langan tíma mega borgarbúar búast við að dyrnar standi þeim opnar frá morgni til kvölds. Og forsalurinn hefur verið tekinn í gegn, að því marki sem hrófla má við heilögu innra byrði þessa sögulega húss.

Dregur úr vilja til ferðalaga til Íslands

Dregið hefur úr áhuga á ferðalögum til Íslands eftir að allir farþegar voru skyldaðir í lok júlí til að framvísa neikvæðu PCR eða hraðprófi á brottfararstað, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki. Mest munar um Bandaríkjamenn í fjölgun farþega í sumar sem leið.

Vonar að takist að ná utan um hópsmit eftir að fimmtungur bæjarbúa fór í skimun

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar vonar að niðurstöður skimana sem um fimmtungur Reyðfyrðinga fór í í dag veiti einhvers konar heildarmynd á umfang hópsmits sem þar er komið upp.

Þrjátíu og tveimur bjargað úr rútu sem festist

Fyrr í dag voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út að Akstaðaá á Þórsmerkurleið.

Tveggja ára drengurinn kominn af gjörgæslu

Tveggja ára drengur, sem lagður var inn á gjörgæslu vegna Covid, er á batavegi. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm en fékk bakteríusýkingu ofan í Covid-sýkinguna. Barnalæknir segir málið eðlilega vekja óhug hjá foreldrum en börn séu þó ekki í meiri hættu en áður.

Pi­ers Morgan til Fox

Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan gekk í dag til liðs við Rupert Murdoch og félög hans, News Corp og Fox News Media. Morgan mun framleiða efni þvert á miðla News Corp sem mun birtast um allan heim.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tveggja ára drengur, sem lagður var inn á gjörgæslu vegna Covid, er á batavegi. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm en fékk bakteríusýkingu ofan í Covid-sýkinguna. Barnalæknir segir málið eðlilega vekja óhug hjá foreldrum en börn séu þó ekki í meiri hættu en áður.

Uppsagnir flugmanna Bláfugls dæmdar ólögmætar

Félagsdómur staðfesti í dag ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). FÍA fagnar niðurstöðunni en félagið höfðaði mál á hendur Samtökum atvinnulífsins sem Bláfugl heyrir undir.

Einkasonur lagði eiginmann móður í dramatísku erfðamáli

Hæstiréttur hefur fallist á kröfu einkasonar um að dánarbú móður hans verði tekið til opinberra skipta. Málið hafði flakkað úr héraði í Landsrétt og fékk áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem sonur konunnar hafði betur eftir margra ára baráttu við eftirlifandi eiginmann móður hans.

Ólafía heiðruð fyrir baráttu sína fyrir náttúruvernd

Ólafía Jakobsdóttir hlaut í dag náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Umhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson veitti Ólafíu verðlaunin í dag. Er þetta í tólfta sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent að því er segir í tilkynningu.

Frakk­ar reið­ir og líkj­a Bid­en við Trump

Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta.

Boða byltingu með nýju flugskýli fyrir Gæsluna

Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæslu Íslands hefst í vetur. Með nýju flugskýli verður bylting í aðbúnaði flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Hið nýja flugskýli verður 2822 fermetrar að stærð og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið um mitt ár 2022 að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Má loksins tjá sig og hvatti til sameiningar

Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, segir að lítil sveitarfélög ráði orðið illa við þau verkefni sem þeim hefur verið falið. Þetta sagði Tryggvi á fundi um mögulega samningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi á Hellu í gærkvöldi.

Álf­rún Gunn­laugs­dóttir fallin frá

Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur og fyrsti kennari í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands er látin 83 ára að aldri. Gauti Kristmannsson, prófessor við hugvísindasvið HÍ og vinur Álfrúnar, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni.

Bein út­sending: Ferða­þjónustu­daginn 2021

Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir Ferðaþjónustudeginum 2021 í Silfurbergi í Hörpu klukkan 14 í dag. Yfirskrift Ferðaþjónustudagsins er Viðspyrna í ferðaþjónustu – samtal við stjórnmálin.

Najdłuższa erupcja stulecia

Erupcja w Fagradalsfjall stała się dziś najdłużej trwającą erupcją na Islandii w XXI wieku. Erupcja rozpoczęła się 181 dni temu.

Ný framkvæmdastýra UN Women frá Jórdaníu

Sima hefur áratuga langa reynslu af stjórnunarstörfum á alþjóðavettvangi.

Vilja láta rannsaka hvort brögð séu í tafli hjá útgerðunum

Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að flytja þær út og því geti vantað um 20 milljarða króna inn í íslenskt hagkerfi. Skýrslu um málið hafi verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu.

Leikjaiðnaðurinn skuldbindur sig til að tryggja kynferðislegt öryggi

Leiðandi aðilar á íslenskum tölvuleikjamarkaði undirrituðu sérstakan sáttmála í dag þar sem þeir skuldbinda sig til að líða ekki kynferðislega áreitni eða kynbundið ofbeldi af neinu tagi innan sinna vinnustaða. Slíka óæskilega hegðun verði reynt að stöðva og koma í veg fyrir að hún endurtaki sig ef hún á sér stað.

Czerwony Krzyż poszukuje wolontariuszy do pomocy uchodźcom

Czerwony Krzyż poszukuje kolejnych wolontariuszy do pomocy uchodźcom, którzy właśnie przybyli na Islandię i dla tych, którzy są w drodze do kraju.

Orðið lengsta gos aldarinnar: „Það má bara búast við öllu“

Eldgosið í Fagradalsfjalli varð í dag langlífasta eldgos á Íslandi á 21. öldinni en gosið hefur nú staðið í 181 dag.

Felldu leiðtoga ISIS í Sahel

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn.

Tveggja ára barn á gjörgæslu með Covid-19

Tvö börn liggja nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Tveggja ára barn er á gjörgæslu og unglingsdrengur á Covid-göngudeild en bæði lögðust inn á spítalann í gær.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum en nú liggja tvö börn á spítala með Covid-19 og er annað þeirra á gjörgæslu.

Faldi sig inni í herbergi af ótta við Angjelin

Spænskur vinur Antons Kristins Þórarinssonar segist hafa verið hræddur við Angjelin Sterkaj. Hann hefði falið sig inni í herbergi í íbúð þangað sem Angjelin mætti daginn eftir morðið, af ótta við Angjelin.

Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt

Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina.

37 greindust innan­lands

Alls greindust 37 með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst á einum degi síðan 8. september. Fjórtán þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 23 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent.

Þór­hildur lýsir kvöldinu af­drifa­ríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5.

Grímuskylda í leikskólum borgarinnar að minnsta kosti fram að mánaðamótum

Ákveðið var á fundi hjá Reykjavíkurborg í morgun að viðhalda og ítreka grímuskyldu í leik- og grunnskólum borgarinnar fram að mánaðamótum. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að flestir þeir sem sæta einangrun þessa dagana eru börn á yngsta og miðstigi grunnskóla.

Tíu greindust smitaðir á Reyðar­firði og skólum lokað

Alls greindust tíu manns með kórónuveiruna á Reyðarfirði eftir fjöldasýnatöku gærdagsins sem ráðist var í eftir að grunur kom upp um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Skólum verður áfram lokað í dag á meðan smitrakning stendur yfir.

Bein út­sending: Hjúkrunar­fræðingar í heims­far­aldri

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stendur fyrir rafrænu málþingi í dag milli klukkan 9 og 16.

Duterte hafnar samvinnu í rannsókn á fíkniefnastríði hans

Stjórnvöld á Filippseyjum ætla ekki vinna með fulltrúum Alþjóðsakamáladómstólsins (ICC) á hvort að þau hafi framið glæpi gegn mannkyninu í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn fíkniefnagengjum.

Slag­orða­smiður Fram­sóknar­ taldi hið lúmska slag­orð falla vel að þeirri heild sem her­ferðin er

Sigtryggur Magnason aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins er sá sem hitti naglann beint á höfuðið þegar hann mætti á heilaspunafund kosningaráðsins og sló fram „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“

Umsvifamesti miðlari grófs barnaníðsefnis dæmdur í 27 ára fangelsi

Eric Eoin Marques, 36 ára, hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að setja upp og reka vefþjóna sem hýstu 8,5 milljónir mynda og myndskeiða af barnaníð. Þarlend yfirvöld segja Marques umsvifamesta miðlara barnakláms sem sögur fara af.

Pétur Markan tekur við sem biskups­ritari

Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn nýr biskupsritari. Pétur, sem hefur gegnt stöðu samskiptastjóra Biskupsstofu, tekur við starfinu af Þorvaldi Víðisyni sem nýverið var ráðinn prestur í Fossvogsprestakalli.

Allt að sau­tján stiga hiti fyrir norðan

Landsmenn mega búast við suðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu og víða rigningu, en úrkomlítið á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu tíu til sautján stig, hlýjast fyrir norðan.

Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn

Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn.

Hafnar orðrómi um ósætti og segir talíbana bundna sterkum böndum

Aðstoðarforsætisráðherra talíbana í Afganistan og einn valdamesti maður landsins, Mullah Abdul Ghani Baradar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar algjörlega sögusögnum um mikið ósætti á milli helstu leiðtoga talíbana.

Garðabær gefur grænt ljós á bálstofu og athafnahús sem verður opið öllum

Fyrirtækið Tré lífsins hefur fengið heimild hjá Garðabæ til að byggja allt að 1.500 fermetra byggingu norðan við Vífilsstaðavatn, með salarkynnum fyrir athafnir á borð við skírnir, hjónavígslur og útfarir, auk bálstofu.

Ekið á barn og þvotti stolið úr sameiginlegu þvottahúsi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í gær um árekstur í Kópavogi. Í öðru tilvikinu var ekið á barn á rafmagnshlaupahjóli en samkvæmt tilkynningu lögreglu virðist barnið hafa sloppið ómeitt.

Þrí­höfða sam­komu­lag til höfuðs Kína á Kyrra­hafi

Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum.

Blása á bábiljur Nicki Minaj um bóluefni og bólgin eistu

Heilbrigðisráðherra Trínidad og Tóbagó er hreint ekki ánægður með bandarísku tónlistarkonuna Nicki Minaj, eftir að hún tísti um að frændi hennar í Trínidad hefð hætt við að láta bólusetja sig vegna þess að vinur hans sagðist vera getulaus eftir bólusetningu gegn Covid-19. Ráðherrann segir ekkert til í sögunni.

Óska eftir sjálf­boða­liðum til að­stoðar flótta­fólki

Rauði krossinn óskar eftir fleiri sjálfboðaliðum til að aðstoða flóttafólk sem er nýkomið og væntanlegt til landsins.

Það var ég eða hann segir lögreglumaður sem skaut kollega sinn eftir rifrildi

Réttarhöld eru hafin yfir kanadískum lögreglumanni sem var skotinn af öðrum lögreglumanni eftir rifrildi þeirra á milli úti á vettvangi. Lögreglumaðurinn sem var skotinn er ákærður fyrir mótþróa við handtöku, líkamsárás með vopni og árás á lögregluþjón. Sá sem skaut segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða.

Far­sóttar­húsinu í Foss­hótel Reykja­vík lokað

Farsóttarhúsinu í Fosshótel Reykjavík var lokað í dag, en þar gistu um og yfir 300 manns þegar mest lét. Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við Vísi.

Heilbrigðismálin muni ekki skipta sköpum þegar fólk gerir upp hug sinn

Stjórnmálafræðiprófessor segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli í komandi kosningum. Það velti síðan á Katrínu Jakobsdóttur hvort samstarfinu verði haldið áfram ef meirihlutinn heldur.

Guðlaugur um sam­starf við Sví­þjóð í öryggis- og varnar­málum: „Höfum mikið fram að færa“

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um samstarf Íslands og Svíþjóðar í öryggis- og varnarmálum.

Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar

Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok.

Simone Biles fyrir þing­nefnd: Á­telur níðinginn og kerfið í heild

Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins.

Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“

Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð

Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina.

Stigmagnandi spenna vegna eldflaugaæfinga á Kóreuskaga

Eldflaugatilraunir stjórnvalda í Norður Kóreu hafa valdið vaxandi spennu í samskiptum Kóreuríkjanna. Kínverjar, Japanir og Bandaríkjamenn hafa einnig lýst áhyggjum af þróun mála.

Lögreglan með viðveru við héraðsdóm vegna Rauðagerðismálsins

Rauðagerðismálið þykir afar sérstætt á íslenskan mælikvarða og til marks um það þá hefur lögreglan haft talsverðan viðbúnað Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Björgunarsveitarmenn þurftu að forða sér þegar hraunstraumur tók óvænt að renna hratt niður í Nátthaga. Svæðið var rýmt og Landhelgisgæslan þurfti að koma göngufólki til bjargar.

„Ég þekki þessa hluti, þetta eru ekki mann­eskjur“

Góðvinur og samstarfsmaður Armando Beqirai var harðorður í garð sakborninga í Rauðagerðismálinu svokallaða þegar hann bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sagði sakborningana fjóra ekki manneskjur heldur hluti.

Stórslasaðar á gjörgæslu en ekki í lífshættu

Eiginmaður konu sem slasaðist alvarlega þegar króna féll úr pálmatré á veitingastað á Tenerife á sunnudaginn segir eiginkonu sína og vinkonu hennar enn á gjörgæslu. Konurnar séu ekki í lífshættu en mikið slasaðar.

Zatwierdzono nowe imiona w Islandii

Na nowej liście imion znalazły się m.in. imiona Blake, Drómi, Sasi, Skúmur, Vopna i Úlfgrímur.

Sóttu tvo göngumenn sem gengu yfir nýja hraunið

Tveir göngumenn voru sóttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Gónhól í Geldingadölum eftir hádegið í dag. Lögregla minnir á að blátt bann er við því að ganga yfir nýtt hraun á svæðinu.

Ewakuacja w dolinie Nátt­hagi

Niespodziany wzrost aktywności wulkanu i strumienie szybko płynącej lawy doprowadziły do ewakuacji w dolinie Nátt­haga

Johnson hreinsar út úr ráðuneytum

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gerði í dag talsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni. Meðal annars vék hann Dominic Raab úr embætti utanríkisráðherra og gerði hann í staðinn að dómsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra.

Ellen segir fjöl­skyldunni sundrað vegna Rauða­gerðis­málsins

Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons Kristins Þórarinssonar, sagði fyrir dómi í dag að fjölskyldu hennar hefði verið sundrað í tengslum við Rauðagerðismálið.

Umboðsmaður leggur til gjafsókn fyrir foreldra Heklu Lindar

Umboðsmaður Alþingi hefur lagt til við dómsmálaráðherra að foreldrum Heklu Lindar Jónsdóttur verði veitt gjafsókn í skaðabótamáli gegn íslenska ríkinu vegna andláts dóttur þeirra í kjölfar afskipta lögreglu af henni.

„Trén hafa virkilega miklar tilfinningar“

Bæjarfulltrúi minni hlutans í Árborg undrast mjög aðgerðir bæjaryfirvalda í gærkvöldi þegar níu aspir við þjóðveg eitt, á Austurvegi á Selfossi, voru felldar. Bæjarstjórinn segir málið snúast fyrst og fremst um umferðaröryggi og um ósk Vegagerðarinnar að trén yrðu felld.

Skúmur, Sverð, Vopna og Villiljós fært á mannanafnaskrá

Blake, Drómi, Sasi, Skúmur, Vopna og Úlfgrímur eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á fundi mannanafnanefndar þann 9. september og færð á mannanafnaskrá.

Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð

Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum.

Anton Kristinn segir ekkert til í fullyrðingu um 50 milljóna króna sekt

Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það.

Fór í heimildarleysi inn til konu sem sakaði hann um nauðgun

Karlmaður um fimmtugt hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að hafa farið óboðinn inn á heimili á Siglufirði að morgni dags í maí fyrir rúmu ári.

Skarðshlíðarleikskóli lokaður í dag vegna smits meðal nemenda

Skarðshlíðarleikskóli í Hafnarfjarðarbæ var lokaður í dag vegna Covid-19 smits. Um er að ræða eitt barn af um 80 sem skráð eru á fjögurra deilda leikskólann.

Grunn­skólanum lokað vegna gruns um smit

Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits.

Fangelsi verði ekki heljarvist

Mikilvægt er að gera umbætur á Litla-Hrauni og bæta menntun fanga. Þetta er á meðal þess sem stýrihópur um málefni fanga leggur til í nýrri skýrslu.

Sérfræðingur segir öryggi minna eftir að aspirnar voru felldar

Níu aspir voru felldar á Selfossi í gærkvöldi við fámenn mótmæli viðstaddra. Einn bæjarbúi faðmaði ösp í varnarskyni í skamma stund en fékk henni ekki bjargað. Konan er tekin tali í frétt hér að neðan.

Sagði ekkert „persónulegt“ við hryðjuverkin í París

Eini eftirlifandi liðsmaður Ríkis íslams úr hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 sagði þau ekki hafa haft neitt persónulegt gegn þeim 130 manns sem þau myrtu. Fyrir dómi í Frakklandi sagði hann hryðjuverkin hafa verið hefnd fyrir loftárásir Frakka í Sýrlandi og Írak.

Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu

Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar.

Barn lagt inn á sjúkra­hús með Covid-19 í fyrsta sinn

Unglingsdrengur var í gær lagður inn á Landspítalann vegna Covid-19. Þetta er í fyrsta skipti sem barn er lagt inn á spítala hérlendis með sjúkdóminn eftir að faraldurinn hófst.

Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu

Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu.

Flúðu hitann frá nýja hraun­straumnum: „Þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu“

Gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað vegna óvænts hraunstraums sem rennur nú á miklum hraða í Nátthaga. Gífurlegur hiti er við hraunstrauminn og hafa björgunarsveitarmenn þurft að hörfa undan honum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýjustu vendingar á gosstöðvunum í Geldingadölum en almannavarnir rýma nú svæðið í ljósi þess að hraun tók skyndilega að renna á miklum hraða í Nátthaga.

Rýma svæðið eftir að hraun­straumur fór ó­vænt að renna hratt í Nátt­haga

Lögregla á Suðurnesjum og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna suður Geldingadali og í Nátthaga.

Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði

Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru.

26 greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær

Alls greindust 26 með kórónuveiruna innanlands í gær. Átján þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 69 prósent. Átta voru utan sóttkvíar, eða 31 prósent.

Ekkert mál um horfið vín úr kjallara Bessa­staða til skoðunar

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sett fram alvarlegar ásakanir þess efnis að starfsmaður forsetaembættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og haft þaðan verulegt magn víns til einkanota. Embættið segir ekkert slíkt mál til skoðunar.

Rauði krossinn fagnar komu kvótaflóttafólks til landsins

Sex fjölskyldur komu til landsins frá Líbanon. Von er á þremur fjölskyldum þaðan til viðbótar.

Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn

Ríkissaksóknari Haítí var rekinn í skyndi eftir að hann fór fram á að forsætisráðherra landsins yrðu ákærður í tengslum við rannsókn á morði fyrrverandi forseta landsins. Sérfræðingar segja brottreksturinn sjónarspil og að ástandið í Haítí sé ruglingslegt vegna baktjaldamakks.

Kölluð út vegna göngu­fólks í sjálf­heldu á Bola­fjalli

Björgunarsveit í Bolungarvík var kölluð út vegna göngufólks í sjálfheldu í Bolafjalli ofan við Skálavík um klukkan 22 í gærkvöldi.

Fjórir handteknir vegna morðs á norðurírskri blaðakonu

Lögreglan á Norður-Írlandi handtók fjóra karlmenn í tengslum við morðið á blaðakonunni Lyru McKee í morgun. McKee var skotin til bana þegar hún fylgdist með óeirðum í Londonderry árið 2019.

Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð

Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu.

Gaf sig fram eftir 29 ár á flótta

Maður sem flúði úr áströlsku fangelsi fyrir nærri þrjátíu árum hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hann missti heimili sitt í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar.

Fremur leiðin­leg kosninga­bar­átta og lit­lausir fram­bjóð­endur

Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa.

Bandarískir háskólar hyggjast rannsaka tengslin milli bólusetninga og breytinga á tíðahring kvenna

Rannsakendur við fimm bandarískir háskólar hyggjast nú gera langtíma rannsókn á mögulegum tengslum bólusetninga og breytinga á tíðahring kvenna. Margar konur hafa greint frá breytingum í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19 en enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á að um orsakasamband sé að ræða.

Vetrarbrautin verr blönduð en talið var

Samsetning Vetrarbrautarinnar okkar er ekki eins einsleit og vísindamenn hafa talið til þessa. Niðurstöður rannsóknar stjarneðlisfræðings sem nam við Háskóla Íslands benda til þess að endurskoða þurfi líkön um myndun og þróun vetrarbrauta.

Kvista­borgar­börn í Safa­mýrar­skóla næstu mánuði vegna raka­skemmda

Starfsemi leikskólans Kvistaborg í Fossvogi færist tímabundið í Safamýrarskóla næstu mánuði vegna framkvæmda sem framundan eru í húsnæði leikskólans vegna rakaskemmda og uppfærslu á húsnæði leikskólans.

Vætu­samir dagar fram­undan

Fremur vætusamt verður næstu daga og mun rigna í öllum landshlutum, þó mismikið og ekkert endilega á sama tíma heldur og eins munu koma kaflar þar sem dagpartar verða alveg þurrir.

Norðurkóreumenn sagðir hafa gert tilraun með sprengjuflaug

Norðurkóreumenn virðast enn og aftur hafa skotið flugskeytum í tilraunaskyni og nú virðist sem um sprengjuflaug hafi verið að ræða, að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu. Undir þetta taka stjórnvöld í Japan.

Askja og bílaframleiðandinn smart hefja samstarf

Á IAA Mobility 2021 bílasýningunni í Munich, frumsýndi smart Concept #1 rafbílinn en um er að ræða rafmagnsbíl í flokki borgarjepplinga. Bíllinn sem er fjórhjóladrifinn er hannaður af Mercedes-Benz og framleiddur í nýrri verksmiðju smart í Kína.

Newsom stendur af sér áhlaupið í Kaliforníu

Repúblikönum í Kalíforníu hefur mistekist að hrekja ríkisstjórann Gavin Newsom úr embætti. Kosið var í ríkinu um hvort Newsom ætti að víkja en mikill meirihluti þáttakenda í kjörinu var á því að Newsom ætti að sitja áfram.

Yngjandi undravatn í pottunum í Stykkishólmi

Einstakt vatn rennur í heitu pottana í Stykkishólmi en það er blandað náttúrulegum efnum sem finnast hvergi annars staðar á landinu. Forstöðumaðurinn líkir vatninu við undravatn, segir það yngjandi og geta ráðið bug á ýmsum húðsjúkdómum.

Þrír handteknir og tveir fluttir á sjúkrahús í kjölfar líkamsárásar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar um ölvun og grunsamlegar mannaferðir í gærkvöldi. Í tilkynningu kemur ekki fram nákvæmlega hvar en allar heyrðu þær undir umdæmið Austurbær, Miðbær, Vesturbær og Seltjarnarnes.

Tilkynnt um líkamsárás í kjölfar dyraats

Frá 19 í gærkvöldi til 5 í morgun voru 45 mál skráð í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá gista fimm einstaklingar fangageymslur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Sprengjuþoturnar flognar frá Íslandi

Bandarísku sprengjuþoturnar þrjár, hinar torséðu B-2 Spirit, eru farnar frá Íslandi. Þetta var í fyrsta sinn sem Keflavíkurflugvöllur var nýttur sem bækistöð fyrir B-2 sprengjuþotur en áður hafði aðeins ein flugvél slíkrar gerðar komið til landsins til stuttrar eldsneytismillilendingar.

Faðmaði öspina áður en hún var felld

Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld.

Hitti móður sína aftur eftir 14 ára að­skilnað

Ung kona frá Flórída í Bandaríkjunum hitti móður sína í gær, í fyrsta sinn í 14 ár. Faðir hennar er sagður hafa rænt henni og farið með hana til Mexíkó árið 2007. Hún hafði samband við móður sína í gegnum Facebook á dögunum.

Leið­togar Tali­bana sagðir hafa hnakk­rifist í for­seta­höllinni

Leiðtogar Talibana eru sagðir hafa hnakkrifist yfir því hvernig ný bráðabirgðaríkisstjórn þeirra í Afganistan er skipuð. Hávaðarifrildi er sagt hafa brotist út í forsetahöllinni í Kabúl.

Nýjar tak­markanir fá mis­jafnar við­tökur: Mennt­skælingar í skýjunum en hár­greiðslu­menn brjálaðir

Nýjar samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti leggjast misjafnlega í fólk. Hárgreiðslufólk skilur ekkert í því að þurfa áfram að bera grímur á meðan menntaskólanemar geta ekki beðið eftir að komast aftur á skólaböll.

Reykjavíkurmódelið gæti myndað ríkisstjórn

Flokkarnir sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur gætu myndað fjögurra floka ríkisstjórn að loknum kosningum samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Núverandi stjórnarmeirihluti er kolfallinn samkvæmt könnuninni.

Fjöldi utan­kjör­fundar­at­kvæða geti haft á­hrif á kosninga­nótt

Fleiri hafa kosið utan kjörfundar nú en á sama tíma fyrir síðustu Alþingiskosningar. Fyrir fjórum árum höfðu um 4.700 greitt atkvæði á þessum tíma, en nú hafa um 9.500 manns greitt atkvæði utan kjörfundar. Sú staðreynd gæti haft áhrif á framvinduna á kosninganótt.

Grínistinn Norm MacDonald látinn

Kanadíski grínistinn Norm MacDonald er látinn eftir níu ára glímu við krabbamein. McDonald var 61 árs gamall. Hann er helst þekktur fyrir árin sem hann var hluti af leikaraliði Saturday Night Live, auk þess sem hann var mikilsvirtur uppistandari.

Of hátt veggjald vinni gegn tilgangi nýrrar Ölfusárbrúar

Áhyggjur eru af því að hátt veggjald yfir nýja Ölfusárbrú muni komi í veg fyrir að hún dragi úr umferð þeirra inn á Selfoss sem eiga ekki erindi þangað. Forseti bæjarstjórnar bindur vonir við að veggjaldið verði ekki hærra en 200 krónur.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nýjar samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti leggjast misjafnlega í fólk. Hárgreiðslufólk skilur ekkert í því að þurfa áfram að bera grímur á meðan menntaskólanemar geta ekki beðið eftir að komast aftur á skólaböll.

Synjun um fram­boðs­lista Á­byrgrar fram­tíðar stað­fest

Landskjörstjórn hefur staðfest úrskurð yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis um að framboðslista sem Ábyrg framtíð skilaði inn yrði hafnað. Grundvöllur úrskurðarins var sá að tilskyldum meðmælafjölda var ekki náð.

Kosninga­pall­borðið: „Nú heyrist þessi fagri söngur í kosninga­bar­áttunni“

Fulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna tókust á í bráðfjörugum umræðum um pólitík í útsendingarstúdíói Vísis.

Hættur að styðja ríkis­stjórnina ef það væri ekki svona stutt í kosningar

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur með að umhverfisráðherra friðlýsi svæði hægri vinstri á meðan þing er í fríi. Við aðrar kringumstæður væri hann hættur stuðningi við ríkisstjórnina.

Finnbogi Jónsson er látinn

Finnbogi Jónsson verkfræðingur og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja lést þann níunda september síðastliðinn í Vancouver í Kanada. Finnbogi lét mjög að sér kveða í íslensku atvinnulífi og sat í stjórn fjölmargra félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Greint er frá andláti Finnboga á vefsíðu Samherja.

Urðu undir hundruð kílóa trjátoppi á meðan þær skoðuðu matseðilinn

Ein íslensku kvennanna sem varð undir hluta af pálmatré á spænsku eyjunni Tenerife segir að toppur trésins hafi hrunið fyrirvaralaust á þær á meðan þær skoðuðu matseðilinn. Tvær þeirra liggja nú á gjörgæslu.

UNICEF hvetur þjóðarleiðtoga til að aðstoða í Afganistan

Á fundinum fengu ráðherrar meðal annars að heyra hvernig tíu milljónir afganskra barna þurfi á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af.

Minister ogłosiła złagodzenie obowiązujących ograniczeń

Po porannym spotkaniu rządu, minister zdrowia Svandís Svavarsdóttir ogłosiła wprowadzenie złagodzeń w ograniczeniach krajowych.

Kínverskir námsmenn reiðir yfir því að vera bendlaðir við njósnir

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa meinað hundruðum kínverskra nemenda um vegabréfsáritun eða rift þeim að undanförnu. Það hefur verið gert á grundvelli stefnu frá stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem ætlað var að gera Kínverjum erfiðara að stunda njósnir í Bandaríkjunum.

Najnowsza ankieta pokazuje spadek poparcia dla rządu

Jak mogłyby wyglądać wybory, gdyby odbyły się dziś?

Af­létta ó­vissu­stigi vegna Skaft­ár­hlaups

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Hlaupið er yfirstaðið.

Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu

Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík.

Fella níu aspir á Austur­vegi á Sel­fossi: „Það er eðli­legt að fólki bregði“

Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni.

Íslendingur á leið á norska Stórþingið

Rauði flokkurinn sem er lengst til vinstri í norskum stjórnmálum vann stórsigur í þingkosningunum í Noregi í gær. Flokkurinn fékk átta menn kjörna en fékk einn í síðustu kosningum. Meðal þeirra sem var kosinn í gær er hálfíslenskur karlmaður búsettur í Stafangri.

Hefði viljað ganga lengra í dag

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað ganga lengra í tilslökunum á sóttvarnatakmörkunum innanlands. Hún hefði meðal annars vilja afnema grímuskyldu.

Bein útsending: Heilbrigðismál sem kosningamál

„Heilbrigðismál eru kosningamál,“ bergmálar í fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda Alþingiskosninga. Heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum mikla þolraun á síðustu misserum. En jafnvel þótt heimsfaraldrinum linni er krísa heilbrigðisþjónustunnar langt í frá í baksýnisspeglinum.

Inga Sæland, Guðmundur Ingi og Hanna Katrín tókust á í Pallborðinu

Fulltúar Vinstri grænna, Viðreisnar og Flokks fólksins mættu í beina útsendingu hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi í dag. Þetta er fjórða og síðasta pallborðsumræðan með fulltrúum flokka sem bjóða fram til Alþingis í næstu viku.

Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando

Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu.

Íslensk þekking nýtt í orkuskiptum á Kómorum

Ráðherra segir fagnaðarefni að íslenskt hugvit og sérfræðiþekking nýtist til uppbyggingar lagaramma um endurnýjanlega orku í einu fátækasta ríki Afríku.

Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu

Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn.

Ný reglugerð tekur gildi á miðnætti: 500 mega koma saman og opnunar­tími lengdur

Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir en samkvæmt henni munu 500 geta komið saman án takmarkana og opnunartími skemmtistaða verður lengdur um klukkustund, það er að segja að staðirnir mega hleypa gestum inn til miðnættis en verða að vera búnir að loka klukkan eitt.

Inga keypti íbúðina af leigufélagi öryrkja

Hússjóður Öryrkjabandalagsins seldi Ingu Sæland, formanni og þingmanni Flokks fólksins, íbúð sem hún hefur leigt undanfarin ár í febrúar. Á þriðja hundrað manns bíða enn eftir að leigja íbúð af sjóðnum en ekki hefur verið tekið við nýjum umsóknum í um þrjú ár.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um væntanlegar tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum hér innanlands en ríkisstjórnin situr nú á fundi og ræðir minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Aldrei séð skotvopn á heimilinu í Rauðagerði

Ekkja Armando Beqirai, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í febrúar, segir að ekkert skotvopn hafi verið geymt á heimili þeirra, þrátt fyrir staðhæfingu Angjelins Sterkaj um það fyrir dómi í gær. Þetta kom fram þegar hún vitnaði fyrir dómi í morgun við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur

29 greindust innan­lands

Alls greindust 29 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sautján þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 59 prósent. Tólf voru utan sóttkvíar, eða 41 prósent.

Bein útsending: Ráðherra ræðir tilslakanir innanlands

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er mætt á reglulegan þriðjudagsfund ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði

Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang.

Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V.

Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife

Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra.

Lögmaður Andrésar segir samkomulag Giuffre og Epstein fría prinsinn ábyrgð

Lögmaður Andrésar, hertogans af York, segir kæru Virginiu Giuffre á hendur prinsinum rakalausa og óframfylgjanlega. Hann segir sátt Giuffre við Jeffrey Epstein leysa Andrés undan allri ábyrgð og þá hafi honum ekki verið birt stefna með réttum hætti.

Móðir breska for­sætis­ráð­herrans látin

Charlotte Johnson Wahl, móðir breska forsætisráðherrans Boris Johnson, er látin, 79 ára að aldri.

Suð­vestan­átt og skúrir en strekkings­vindur á köflum

Reikna má með suðvestanátt og skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu í dag, með strekkingsvindi á köflum, en allvíða bjartviðri norðaustantil.

Hafa áhyggjur af vetrinum og auglýsa eftir hlýjum fatnaði og skóm

„Þetta hefur gengið mjög vel upp á síðkastið. Við höfum áhyggjur af vetrinum en það hefur ekki stoppað hurðin og síminn síðan ég setti þetta inn áðan,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, þegar Vísir ræddi við hana í gærmorgun.

Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Af­gan­istan

Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót.

Fjöldi daga þar sem hitinn nær 50 gráðum hefur tvöfaldast

Fjöldi þeirra daga þar sem hitastigið nær 50 gráðum eða meira einhversstaðar á jörðinni hefur tvöfaldast frá 9. áratugi síðustu aldar. Þetta sýnir ný rannsókn sem breska ríkisútvarpið lét vinna á heimsvísu.

Tíu ára fangelsi fyrir að sprauta ókunnuga konu með sæði

Thomas Stemen var í síðustu viku dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir að ráðast á konu í matvöruverslun í fyrra og sprauta sæði í hana. Stemen stakk Katie Peters í rassinn með sprautu sem innihélt sæði úr honum og sprautaði í hana.

Hand­tekinn með sveðju og byssusting ná­lægt þing­húsinu

Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna handtók í dag mann sem var með fjölda hnífa í bíl sínum. Hann var með ýmis pólitísk tákn máluð á bíl sinn, sem sum teljast til haturstákna.

Sigurreifur Gahr Støre: „Við getum loksins sagt að okkur tókst það“

Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkin í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í norsku þingkosningunum í kvöld. Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins hefur viðurkennt ósigur.

Breska leikkonan fannst heil á húfi

Breska leikkonan Tanya Fear er fundin, heil á húfi. Lögreglan í Los Angeles mun ekki aðhafast meira vegna málsins.

Niðurstöðurnar sláandi og mikilvægt að hækka lífeyri

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að niðurstöður nýrrar spurningakönnunar um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi vera sláandi. Könnunin dragi það skýrt fram að fatlað fólk lifi ekki af örorkulífeyri frá TR, mikilvægt sé að hækka hann.

Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við

Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn.

„Það var bara allt kreisí“

Netglæpir verða sífellt algengari og telur lögreglufulltrúi tímabært að skýra ýmis atriði í löggjöfinni. Mikið álag var á verslunarmönnum um helgina vegna netárása á greiðslumiðlunarfyrirtæki.

Þrjár ís­lenskar konur slösuðust þegar pálma­tré féll á þær

Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær.

Fyrstu tölur benda til þess að átta ára valdatíð Solberg sé á enda

Fyrstu tölur í þingkosningunum í Noregi benda til þess að Verkamannaflokkur Jonasar Gahr Støre verði stærsti flokkurinn á þingi. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Ernu Solbergs forsætisráðherra muni falla.

500 megi koma saman og opnunar­­tími skemmti­­staða lengist

Sótt­varna­læknir leggur til tals­verðar til­slakanir á öllum sam­komu­tak­mörkunum innan­lands í minnis­blaði sem hann skilaði til heil­brigðis­ráð­herra í gær. Þar leggur hann til að 500 megi koma saman og að skemmti- og veitinga­staðir fái að hafa opið lengur.

Bíll Unnar Aspar fundinn eftir tveggja sólar­hringa „standandi partí“

Bíll leikkonunnar Unnar Aspar Stefánsdóttur, sem var stolið fyrir utan vinnustað hennar Þjóðleikhúsið síðastliðinn laugardag, er kominn í leitirnar. Bílinn var illa farinn og fullur af alls konar munum eftir tveggja daga „standandi partí,“ eins og leikkonan orðar það í samtali við fréttastofu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Von er á talsverðum afléttingum á nánast öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands. Fjallað verður tillögur í minnisblaði sóttvarnalæknis í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum

Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana.

Breskrar leik­konu leitað í Los Angeles

Bresku leikkonunnar Tönyu Fear er leitað í Los Angeles í Kaliforníu en síðast sást til hennar á fimmtudag að sögn vina hennar og fjölskyldu. Hún var skráð sem týnd manneskja hjá lögreglunni í Los Angeles á fimmtudag, 9. september.

Sólin gæti sest á forsætisráðherratíð Solberg

Skoðanakannanir benda til þess að dagar Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs gætu verið taldir. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en loftslagsbreytingar og ójöfnuður í samfélaginu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni.

Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna

„Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn.

Sakar for­seta­hjónin um ger­enda­með­virkni og hræsni

Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, hefur sakað forsetahjón Íslands um að hafa hylmt yfir með starfsmanni forsetaembættisins sem hefur verið kærður fyrir kynferðislega áreitni á vinnustaðnum.

Stefn­a á tím­a­mót­a­g­eims­kot á mið­vik­u­dags­kvöld­ið

SpaceX stefnir að því að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu á miðvikudagskvöld. Búið er að koma Falcon 9 eldflaug og Crew Dragon geimfari fyrir á skotpalli og virðist allt tilbúið fyrir geimskotið, sem er það fyrsta sinnar tegundar.

Banaslysið við Stigá: Með rangan hjálm og á alltof miklum hraða

Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í bifhjólaslysi við Stigá í Austur-Skaftafellssýslu í fyrrasumar var ekki með hjálm sem ætlaður er til notkunar við akstur bifhjóls þegar hann lést. Þá hafi hann ekið of hratt. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngunefndar um slysið.

Börn fatlaðs fólk verða af næringaríkum mat og tómstundum

Tæplega átta af hverjum tíu í flokki fatlaðs fólks eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Sex af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þetta er meðal niðurstaðna spurningakönnunar Vörðu fyrir Öryrkjabandalag Íslands þar sem staða fatlaðs fólks á Íslandi var könnuð.

Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður

Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum.

Áframhaldandi stuðningur við uppbyggingu leirkeraverkstæðis í Freetown

Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð.

Guðni biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að vera ekki fávitar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur beðist afsökunar á að hafa notað orðið fáviti í umræðu um kynferðisofbeldismál. Hann segir það ekki hafa gert neinum gott og allra síst honum sjálfum.

Vill slaka á eins og mögu­­legt er með mið af fyrri bylgjum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tilefni til að slaka á takmörkunum innanlands í ljósi þess hve staðan í faraldrinum er góð. Þar eru allar takmarkanir undir. Faraldurinn virðist kominn í mikla rénun hér á landi og greindust afar fáir smitaðir af veirunni um helgina; 14 á laugardaginn og 26 í gær.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við af vitnaleiðslunum sem hófust í Rauðagerðismálinu svokallaða í morgun en aðalmeðferð er hafin í þessu óhugnanlega morðmáli þar sem fjögur eru ákærð.

26 greindust smitaðir innan­lands

Að minnsta kosti 26 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þrettán voru í sóttkví við greiningu og þrettán utan sóttkvíar.

Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni

Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni.

Sómalíland: Rauði krossinn á Íslandi tryggir sálrænan stuðning fyrir íbúa

Flóttafólk innan Sómalílands glímir ekki einungis við náttúruhamfarir og óöryggi heldur líka sjúkdóma og faraldra.

Örlög ríkisstjóra Kaliforníu ráðast á morgun

Kosningu um hvort að Gavin Newsom verði settur af sem ríkisstjóri Kaliforníu lýkur á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að Newsom haldi embættinu en 46 manns sem vilja taka við af honum eru á kjörseðlinum.

Slasaðist við að brjótast inn í Fimm­vörðu­skála í snældu­vit­lausu veðri

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út vegna tveggja ferðamanna sem höfðu lent í hrakningum í snælduvitlausu veðri þegar þeir voru á göngu yfir Fimmvörðuháls síðdegis í gær.

Bílvelta á Keilisbraut og kannabislykt í Njarðvík

Bíll valt við Keilisbraut um klukkan tvö í nótt. Atvik voru þannig að ökumaðurinn hugðist snúa bifreið sinni við en bakkaði ofan í skurð með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Tveir voru í bílnum og sluppu heilir á húfi en ökumaðurinn er grunaður um ölvun.

Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí

Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum.

Gerðu til­raunir með nýja gerð lang­drægrar stýri­flaugar

Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðust í morgun hafa prófað nýja gerð nokkuð landrægrar stýriflaugar sem ógnar stærstum hluta Japans.

Þurftu að festa niður báru­járns­plötur í rokinu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti að fara í tvö verkefni tengd rokinu og rigningunni sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt og sem í raun enn eimir af í borginni.

Heilu þorpin rýmd vegna skógar­elda í Anda­lúsíu

Um tvö þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Andalúsíu á Spáni eftir að skógareldar kviknuðu þar í síðustu viku.

Skýrslutaka í Rauðagerðismálinu hefst í héraðsdómi í dag

Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og munu skýrslutökur standa yfir fram á fimmtudag. Málflutningur fer fram fimmudaginn 23. september næstkomandi.

Dregur úr fylgi Sjálf­stæðis­flokksins í nýrri könnun

Töluvert dregur úr fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýrri könnun sem MMR gerir fyrir Morgunblaðið og greint er frá í blaði dagsins.

Minnkandi sunnan­átt og skúrir seinni partinn

Búast má við heldur minnkandi sunnanátt í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndu og skúrir seinni partinn en þurrt að kalla norðaustanlands.

9 sæta Peugeot e-Traveller kominn í forsölu

Brimborg kynnir, langdrægan Peugeot e-Traveller 9 sæta 100% rafbíl með 75 kWh drifrafhlöðu með allt að 330 km drægni á 100% hreinu rafmagni. Peugeot e-Traveller er fáanlegur 9 sæta í Business eða Allure útfærslu í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Segir gæðamálin komin í lag og búið sé að tryggja mönnun til lengri tíma

Tölvukerfið sem notað er við úrlestur brjóstamynda styður tvíblindan úrlestur og þá hefur Landspítalinn gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja að gæðamál séu í lagi á Brjóstamiðstöðinni sem nú er starfrækt við Eiríksgötu.

Hæg­fara lægðin muni stjórna veðrinu fram í miðja viku

Útlit er fyrir að lægðin sem gengur nú yfir landið hafi náð hámarki, en hennar mun áfram gæta í nótt og inn í morgundaginn. Líklegt er að hún muni stjórna veðrinu hér á landi næstu daga.

Falla frá á­formum um „bólu­setningar­vega­bréf“

Stjórnvöld í Bretlandi eru hætt við að taka í notkun svokölluð bólusetningarvegabréf, líkt og til stóð að gera í lok þessa mánaðar. Vegabréfinu var ætlað að gera bólusettum kleift að sýna fram á bólusetningu, til þess að fá að fara á skemmtistaði og mannmarga viðburði.

Ýmsum ráðum beitt til að tryggja viðskiptavinum bílaleigubíla

Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir sumarið hafa verið framar vonum í útleigu bíla. Eftirspurnin hefur verið svo svo mikil að grípa hefur þurft til ýmissa ráða til að redda bílum fyrir viðskiptavini.

Skrautlegar ruslatunnur í Vestmannaeyjum

Vestmanneyingar dóu ekki ráðalausir í byrjun sumars þegar þeir fóru að skoða ruslaföturnar í bænum og fannst eitthvað vanta upp útlit þeirra á ljósastaurunum. Þeir brugðu því á það ráð að myndskreyta allar ruslatunnur bæjarins í sumar.

Á­fram truflanir á þjónustu Valitor í kvöld

Truflanir voru á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor á sjöunda tímanum í kvöld. Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi vegna netárásar.

Búast megi við fleiri net­á­rásum í fram­tíðinni

Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ung kona sem slapp naumlega eftir að eldur kom upp í íbúð hennar segir magnað að hún sé á lífi. Við ræðum við hana í kvöldfréttatímanum klukkan 18:30.

Væri mögu­lega ekki á lífi hefði ná­granninn ekki komið heim í tæka tíð

Ung kona sem slapp naumlega eftir að eldur kom upp í íbúð hennar á föstudaginn segir magnað að hún sé á lífi. Hún var sofandi þegar nágranni hennar kom óvænt heim og varð eldsins var.

Tali­banar að­skilja há­skóla­nema eftir kyni

Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar.

Formaður Ábyrgrar framtíðar um synjun framboðslista: „Ef þetta er ó­lög­legt, þá gætu kosningarnar í heild sinni orðið ó­lög­legar“

Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, lýsir yfir mikilli óánægju með að lista framboðsins hafi verið hafnað af yfirkjörstjórn í suðurkjördæmi í gær. Grundvöllur úrskurðarins var sá að tilskyldum meðmælafjölda var ekki náð og því býður flokkurinn aðeins fram í einu kjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður.

Íranar leyfa aftur eftir­lit með kjarn­orku­fram­leiðslu

Stjórnvöld í Íran samþykktu í dag að heimila eftirlitsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að hefja eftirlitsupptökur að nýju í kjarnorkurannsóknarstöðvum landsins.

Leið­togi Al Qa­eda: Birti á­varp 11. septem­ber

Hryðjuverkasamtökin Al Qaeda birtu í gær myndbandsávarp frá leiðtoga sínum Ayman al-Zawahri. Ávarpið er birt á sama degi og 20 ár voru liðin frá árásum samtakanna á Tvíburaturnana í New York og Pentagon, þar sem um 3.000 manns létust.

Loka leiðinni að gos­stöðvunum vegna veðurs

Leiðinni að gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað vegna veðurs. Gul veðurviðvörun tekur gildi á stórum hluta landsins síðdegis í dag.

Borgar­stjóri Parísar blandar sér í for­seta­slaginn

Borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, lýsti yfir framboði til frönsku forsetakosninganna í dag. Hidalgo, sem er fyrsta konan til að gegna embætti borgarstjóra í París, bíður ærið verkefni þar sem flokkur hennar, sósíalistaflokkurinn, hefur staðið höllum fæti á landsvísu síðustu ár.

Til­slakanir í kortunum

Sóttvarnarlæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun minnisblað með tillögum í Covid-sóttvörnum. Þetta staðfestir ráðherra í samtali við fréttastofu, en segist ekki hafa lesið minnisblaðið í þaula, en þar sé að finna tillögur um tilslakanir í sóttvarnaraðgerðum.

Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása

Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi.

Krefjast samnings­fundar fyrir kosningar

Félag talmeinafræðinga á Íslandi hefur krafist þess að Sjúkratryggingar Íslands gangi að samningsborðinu við félagið fyrir Alþingiskosningar 25. september næstkomandi. Félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Sjúkratrygginga við félagið.

Starfsmenn Marels „ganga“ í kringum jörðina

Tæplega sjö þúsund starfsmenn Marels í þrjátíu löndum eru nú að „ganga“, sem svarar hringnum í kringum jörðina í þeim tilgangi að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið stórkostlegt.

Tómas Guð­bjarts­son skurð­læknir: „Fá­rán­legt“ að senda sjúk­linga utan í að­gerðir sem mætti gera hér á landi utan LSH

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítala (LSH), segir að „borin von“ sé að spítalinn geti sinnt öllum verkefnum sínum miðað við núverandi fjárveitingar og telur að ýmsar valkvæðar aðgerðir, líkt og mjaðma- og hnéskiptaðagerðir, ættu að geta farið fram annarsstaðar en á LSH. Þá gæfist meira svigrúm til að sinna þar sérhæfðari þjónustu.

Styrkja Píeta samtökin til þriggja ára

Píeta samtökin og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hafa gert samning um að ríkið styrki starfsemi samtakanna í forvörnum gegn sjálfsvígum. Samningurinn er til þriggja ára og fá Píeta samtökin 25 milljónir króna á ári samkvæmt honum.

Gosið heldur sínu striki, en gasgildi mælast há

Gosvirkni í eldstöðinni í Fagradalsfjalli á Reykjanesi hélt sínu striki í gærkvöldi og í nótt eftir að hafa risið úr vikudvala í gær. Að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, hefur virknin haldist við það sama, en þó sé erfitt að spá um hvort gosið muni fara í sama far og áður, þ.e. virkni með hléum á milli.

Fjórtán greindust smitaðir

Fjórtán greindust smitaði af Covid-19 innanlands í gær. Níu þeirra voru fullbólusettir og níu voru í sóttkví. Sex eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu.

Gylfi ekki í hópi Everton fyrir veturinn

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópi Everton fyrir tímabilið í Úrvalsdeildinni í vetur. Liðin sem keppa í deildinni skiluðu í gær listum yfir þá leikmenn sem mega keppa í vetur og Gylfi er ekki einn af þeim 24 sem Rafa Benitez, þjálfari Everton valdi.

Ekkert ferða­veður í kvöld

Gul viðvörun tekur gildi víðast hvar á landinu síðdegis í dag. Búast má við hvössum vindum og mikilli úrkomu í þessari fyrstu haustlægð og fólk er hvatt til að huga vel að lausamunum utanhúss áður en veðrið skellur á af fullum krafti.

Þing­húsið í Was­hington: Herða öryggi fyrir sam­komu til stuðnings róstur­seggja

Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman.

FBI opinberar fyrsta skjalið um árásirnar 2001

Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) svipti í gær leyndarhulunni af fyrsta skjalinu í tengslum við árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í september 2001. Skjalið snýr að aðstoð sem tveir hryðjuverkamenn frá Sádi-Arabíu fengu í aðdraganda árásanna.

Sprengisandur: Heilbrigðiskerfið, næsta kjörtímabil og áhrif árásinnar á Tvíburaturnanna

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá frá klukkan tíu til tólf í dag. Fyrstu gestir Kristjáns eru þeir Kristján Guy Burgess, sérfræðingur í alþjóðamálum, og Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.

Fólk hvatt til að huga að lausamunum

Veðurfræðingar búast við allt að 35 til 40 m/s vindhviðum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Búið er að gefa út gular viðvaranir vegna hvassrar suðvestanáttar sem skella mun á seinni partinn.

Líkt­i band­a­rísk­um öfg­a­mönn­um við hryðj­u­verk­a­menn­in­a frá 2001

George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti ofbeldisfullum bandarískum öfgaöflum við hryðjuverkamennina sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna 11. september 2001. Hann sagði að heimaræktaðir hryðjuverkamenn gætu ógnað Bandaríkjunum eins og erlendir hryðjuverkamenn.

Reyndi að stöðva slagsmál í bænum en var skorinn

Lögreglunni barst í nótt tilkynning um líkamsárás í miðbænum þar sem maður hlaut áverka á hendi eftir eggvopn. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn sagðist hafa fengið áverkana við að stöðva slagsmál tveggja manna sem hann þekkti ekki.

Mercedes-Benz EQE frumsýndur í München

Mercedes-Benz EQE verður frumsýndur á bílasýningunni í München sem nú er hafin. EQE verður fyrsti stóri alrafdrifni fólksbílinn frá þýskum bílaframleiðanda og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu eins og gefur að skilja enda hefur forverinn Mercedes-Benz E-Class verið mjög vinsæll sem lúxusbíll í gegnum árin. Nýr EQE mun koma á markað á næsta ári.

Ekkert ferðaveður á morgun: Gul viðvörun í gildi víða næstu daga

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna hvassrar suðvestanáttar sem mun herja á landsmenn á suður og vesturhluta landsins annað kvöld og fram á mánudag.

Hanna Björg fer í framboð

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands.

Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn

Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum.

Umhverfissráðherra friðlýsir Gerpissvæðið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Gerpissvæðisins.

Um 100 húsbílar í Þorlákshöfn um helgina

Um eitt hundrað húsbílar og eigendur þeirra eru nú staddir í Þorlákshöfn þar sem síðasta sumar útilega Félags húsbílaeigenda fer fram. Elsti félaginn, sem er að verða 99 ára fór á húsbílnum sínum í tíu daga ferð um Norðurland í sumar með félaginu.

Haldlögðu kókaín að andvirði tæplega þrjátíu milljarða króna

Sex menn voru handteknir um borð í snekkju við strendur Englands á fimmtudag. Um borð í snekkjunni voru ríflega tvö tonn af kókaíni.

Bíl Unnar Aspar stolið fyrir utan Þjóðleikhúsið

Leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir varð fyrir óláni í gær þegar bíl hennar var stolið fyrir utan vinnustað hennar Þjóðleikhúsið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttast er að riða hafi náð að breiðast út í Skagafirði. Riðuveiki greindist á bænum Syðra-Skörðugili í gær og þarf að skera allt féð niður.

Ábyrg framtíð fékk ekki tilskilinn meðmælafjölda í Suðurkjördæmi

Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi úrskurðaði síðdegis að framboðlista sem Ábyrg framtíð skilaði inn yrði hafnað. Grundvöllur úrskurðarins var sá að tilskyldum meðmælafjölda var ekki náð.

Kvika flæðir undan gömlu hrauni í Geldinga­dölum

Fólk fjölmennti að gosstöðvunum í dag þegar ljóst var að kvika væri farin að láta sjá sig. Mikil virkni virðist í Geldingadölum þessa stundina.

Konur hlupu saman í 32. sinn á Íslandi og í útlöndum

Fjöldi kvenna hljóp í 32. Kvennahlaupi ÍSÍ og Sjóvá í dag. Mikil og góð stemning var hjá þátttakendum, ungum sem öldnum og gleði og kátína skein úr hverju andliti.

Megi vænta þess að gosið komist í sama gír eftir viku hlé

Eldfjallafræðingur segir líklegt að eldgosið í Geldingadölum fari að ná sér á fyrra strik eftir að hafa verið í dvala í rúma viku. Í morgun sást til glóandi kviku í gosgígnum eftir að nokkur órói mældist við eldstöðina.

Upp­lifun íbúa New York 11. septem­ber 2001: „Ógnar­á­stand og fólk var lengi að jafna sig“

„Þetta var eins fallegur haustdagur og gerist í New York. Blár himinn og haust í lofti,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson aðspurður um morguninn örlagaríka, 11. september 2001. Hann var þá, sem nú, búsettur í New York með fjölskyldu sinni.

Munu þurfa að skera niður allt fé á Syðra-Skörðu­gili vegna riðu

Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði verður skorið niður eftir að riða greindist á bænum. Ráðist verður í mikið skimunarátak fyrir riðu í Skagafirði í haust.

Hraun­kvika rennur á ný í Geldinga­dölum

Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju.

31 greindist smitaður

31 greindist smitaður af Covid-19 hér á landi í gær. Sex eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu. Nítján þeirra sem greindust voru óbólusettir og rúmur helmingur var í sóttkví.

Al­þjóða­kerfið eftir 11. septem­ber 2001: Banda­ríkin grófu undan eigin stöðu með við­brögðunum

Strax að kvöldi 11. september 2001 voru George W. Bush og hans fólk viss um að Al-Qaeda stæði bak við árásirnar mannskæðu. Þjóðaröryggisráðið kom saman, en þar var einhugur um að Bandaríkin þyrftu að svara fyrir sig. Al-Qaeda og Osama Bin Laden hefðu skákað í skjóli Talibana í Afganistan í áraraðir en nú yrði gripið til aðgerða. Enginn greinarmunur yrði gerður á milli Al-Qaeda og Talibana og önnur ríki skyldu láta sér það að kenningu verða.

Síðasta drónaárásin í Kabúl: Sjö börn úr sömu fjölskyldunni dóu

Síðasta eldflaugin sem vitað er að Bandaríkjamenn skutu í Afganistan grandaði ekki ISIS-liða eins og ráðamenn hafa haldið fram. Þess í stað lenti hún á bíl manns sem hefur starfað fyrir bandarísk hjálparsamtök sem var að skutla vinnufélögum sínum til og frá vinnu.

Lögðu mat á stefnu flokkanna í mál­efnum há­lendisins

Stefna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins þegar kemur að stofnun Hálendisþjóðgarðs hlýtur ekki náð fyrir augum fulltrúa náttúruverndarsamtaka, á meðan stefnur Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins fá grænt ljós.

Óbólusettir ellefu sinnum líklegri til að deyja

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir óbólusetta vera ellefu sinnum líklegri til að deyja vegna Covid-19 en þeir sem hafa verið bólusettir. Þetta kemur fram í nýjum rannsóknum sem stofnunin opinberaði í gær og sýna að bóluefnin draga verulega úr alvarlegum veikindum og koma í veg fyrir dauðsföll.

Reyndi að stinga af á bíl og tveimur jafnfljótum

Lögregluþjónar veittu ökumanni sem neitaði að stöðva bíl sinn eftirför í nótt. Upprunalega var reynt að stöðva manninn í Kópavogi en hann stöðvaði þó skömmu síðar. Þá reyndi hann að flýja hlaupandi en var stöðvaður og handtekinn.

20 ár frá 11. septem­ber 2001: Dagurinn sem allt breyttist

Sum andartök eru þess eðlis að tilvera þess sem upplifir þau verður aldrei söm á eftir. Fá hafa þó skekið heimsbyggðina jafn skyndilega og jafn afgerandi og þegar tvær farþegaþotur skullu á Tvíburaturnunum við World Trade Center á Manhattan á heiðskírum þriðjudagsmorgni fyrir réttum 20 árum, hinn 11. september árið 2001.

Jón Sigurðsson látinn

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Seðlabankastjóri og ráðherra, er látinn, 75 ára að aldri.

MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för

Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar.

Rannsaka hvort viðbrögð fyrrverandi ráðherra í upphafi faraldursins hafi verið saknæm

Sérstakur rannsóknarréttur franska lýðveldisins rannsakar nú hvort sækja eigi Agnès Buzyn, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Frakklands, til saka vegna viðbragða hennar í upphafi kórónuveirufaraldursins.

Siglfirðingar með fótinn á gjöfinni þegar kemur að ferðaþjónustunni

Siglufjörður hefur komist rækilega á kortið sem áfangastaður ferðamanna undanfarin ár. Þar á bæ er stefnt á enn frekari uppbyggingu fyrir ferðamenn.

Hólmurum fjölgar hratt: „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum”

Íbúum í Stykkishólmi hefur fjölgað um ríflega hundrað á síðustu fjórum árum, og munar þar mest um barnafjölskyldur. Aðfluttur fjölskyldufaðir í bænum segist njóta lífsins mun betur í kyrrðinni.

Kona hætt komin í bruna við Týsgötu

Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Tilviljun réði því að nágranni á næstu hæð var heima og sá reyk leggja frá íbúðinni.

Rozpoczęła się powódź na rzece w Skagafjörður

Wraz z podniesionym poziomem wody pojawić się może zapach siarki i ludzie są przestrzegani przed przebywaniem w pobliżu rzeki.

„Þú gleymir aldrei“

Kona sem átti bæði föður og bróður sem sviptu sig lífi með fimm ára millibili segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Þá eigi ekki að vera tabú að ræða tilfinningar og vandamál. Ungt fólk með sjálfsvígshugsanir leitar í auknum mæli til Pieta-samtakanna.

Czy homoseksualni mężczyźni będą mogli oddawać krew?

Islandia jest jednym z niewielu krajów europejskich, w których homoseksualnym mężczyznom całkowicie zabrania się oddawania krwi. Jednak ulegnie to zmianie po wprowadzeniu proponowanej nowelizacji.

Allir framboðslistar endanlega staðfestir á morgun

Tíu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar og Ábyrg framtíð býður að auki fram í tveimur kjördæmum. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi í dag.

Nýtt tilfelli riðu í Skagafirði

Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1.500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Tæpt ár er síðan riða greindist á fimm bæjum í Skagafirði, sem þó tilheyra öðru varnarhólfi en bærinn þar sem riðan hefur komið upp nú.

Vinnur við að plata fólk og komast yfir verðmæti

Hún vinnur sem innbrotsþjófur og leikur á fólk til að komast yfir verðmætar upplýsingar. Hún segir fyrirtæki stöðugt þurfa að halda öryggismálum að starfsfólki sínu til að halda í við glæpamenn sem vilji komast í peninganna þeirra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ragna Bergmann missti föður sinn og bróður með fimm ára millibili eftir að þeir sviptu sig lífi. Hún segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Í kvöldfréttatímanum klukkan 18:30 ræðum við við Rögnu um missinn en alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag.

Hlaup hafið í Vestari-Jökuls­á í Skaga­firði

Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan norðanverðum Hofsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Íbúi á Úlfsstöðum nærri Varmahlíð segist ekki muna eftir haustflóðum í sinni tíð.

Skipu­leggj­endur minningar­at­hafnar á­kærðir fyrir að ógna þjóðar­öryggi

Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong.

Stefna fimm flokka í orku­­­skipta­­­málum standast ekki kröfur full­­trúa náttúru­verndar­­­sam­­­taka

Þrenn náttúruverndarsamtök gefa fimm þeirra flokka sem bjóða fram til þings falleinkunn hvað varðar stefnu þeirra þegar kemur að orkuskiptum.

Sví­þjóðardemó­krati hand­tekinn grunaður um morð

Karlmaður hefur verið handtekinn í Svíþjóð grunaður um að hafa myrt konu í suðurhluta Vestur-Gautlands í síðustu viku. Maðurinn er sagður stjórnmálamaður í flokki Svíþjóðardemókrata og sinnir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

Dæmdur fyrir að hárreyta og stugga við dóttur sinni

Faðir nokkur á Austfjörðum hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita fjórtán ára dóttur sína ofbeldi. Þá þarf hann að greiða henni 350 þúsund krónur í miskabætur.

Eyðsla í próf­kjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun

Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun.

Skaust óvænt heim og kom nágranna sínum til bjargar

„Grannar, allir þurfa góða granna,“ segir í frægu lagi í sjónvarpsþáttunum Nágrannar og sú var sannarlega raunin á Týsgötu í Reykjavík í dag þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð á öðrum tímanum.

Tru­deau í kröppum dansi í sjón­varps­kapp­ræðum

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lenti í harðri sennu í sjónvarpskappræðum flokksformanna í gær, en þingkosningar fara fram þar í landi eftir tíu daga. Trudeau, sem hefur setið í stóli forsætisráðherra í sex ár, rauf óvænt þing í síðasta mánuði og boðaði til kosninga tveimur árum fyrr en ráðgert var. Þetta gerði hann í ljósi góðrar stöðu hans og Frjálslynda flokksins í skoðanakönnunum.

Af­létta hættu­stigi vegna Skaft­ár­hlaups

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá.

Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum

Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni.

Eldur í íbúð við Týsgötu

Einn náði að flýja út úr íbúð við Týsgötu í Þingholtunum í Reykjavík rétt fyrir klukkan tvö í dag þegar eldur kom upp.

Gular við­varnir gefnar út vegna leifa felli­bylsins Larry

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna hvassrar suðvestanáttar sem mun herja á landsmenn á suður og vesturhluta landsins á sunnudagskvöld og fram á mánudag.

Ný ríkis­stjórn loks tekin við í Líbanon

Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020.

Notaði eigin saur í baráttunni við öryggisvörð og lögreglu

Karlmaður var handtekinn í Smáralind eftir hádegið í gær eftir að hafa gengið úr verslun með vörur án þess að greiða fyrir. Í átökum við öryggisvörð og lögreglu notaði hann eigin saur.

Opið í hrað­próf og við­burða­haldarar hvattir til að láta vita

Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann.

Hótel, verslanir og líkamsrækt gætu litið dagsins ljós á Langasandi

Útivistarperlan Langisandur mun taka á sig breytta mynd á næstu misserum, þegar hugmyndir íbúa um nýtt skipulag líta dagsins ljós í lok mánaðar. Hótel, verslanir og margs konar þjónusta er því mögulega það sem koma skal á svæðinu.

Heil­brigðis­ráð­herra lætur kanna mögu­leika á nýrri geð­deildar­byggingu

Heilbrigðisráðherra hefur falið þeim sem sjá um byggingu á nýjum Landspítala að gera úttekt á núverandi húsnæði geðþjónustunnar og kanna möguleika á að byggja nýtt húsnæði fyrir þjónustuna. Hún útilokar ekki að nýtt húsnæði fyrir geðsviðið rísi á næstu árum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra en mikil umræða hefur skapast síðustu daga um vöntun á framtíðarhúsnæði fyrir geðsvið Landspítalans. Við heyrum álit ráðherra á því máli.

Himin­lifandi með boðaða breytingu Svan­dísar

Formaður Samtakanna 78 fagnar boðuðum breytingum á lögum um blóðgjafir, sem heimila karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum að gefa blóð. Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna, sem telja núverandi lög úrelt og ómannúðleg.

Ragnar Þór lætur staðar numið hjá Kennara­sam­bandinu

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sækist ekki eftir endurkjöri sem formaður sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.

25 greindust innan­lands

Alls greindust 25 með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrettán þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 52 prósent. Tólf voru utan sóttkvíar, eða 48 prósent.

CLF á Íslandi: Áframhaldandi uppbygging í Úganda í þágu stúlkna

Skólinn býður ungum stúlkum sem eiga erfitt uppdráttar upp á nám þar sem áhersla er lögð á öruggt umhverfi, sálrænan stuðning og valdeflingu.

Varði á fimmtu milljón króna úr eigin vasa í baráttuna við Áslaugu Örnu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra varði rúmum ellefu milljónum króna í baráttunni um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Þar hafði hann betur eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.

Enn tíðindalaust frá gosstöðvum

Nóttin var tíðindalaus í eldstöðinni við Fagradalsfjall líkt og hefur verið síðustu viku. Sérfræðingur á Veðurstofu sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ástandið væri óbreytt.

Tvö vinnuslys á Suðurnesjum og stúlka týnd við gosstöðvarnar

Slys varð í fiskverkunarfyrirtæki í Grindavík í gær þegar starfsmaður var að skipta um hnífa í flökunarvél skarst á hendi. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem skurðurinn var saumaður saman.

Hangandi nashyrningar og bakteríuflóra götutyggjós

Hvernig er best að flytja nashyrning? Getur fullnæging dregið úr nefstíflum? Breytist líkamslykt áhorfenda í kvikmyndahúsum eftir því hvað verið er að horfa á? Þetta eru nokkrar þeirra spurninga sem handhafar Ig Nóbelsverðlaunanna freistuðu þess að svara.

Búið að af­létta öllum tak­mörkunum í Dan­mörku

Öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar var aflétt í Danmörku á miðnætti. Markar það endalok átján mánaða tímabils samkomutakmarkana í landinu. Ekki er útilokað að skólum í landinu verði lokað fari svo að faraldurinn fari á flug á ný.

Samfylkingin skorar hæst á kvarða Samtakanna '78 en þrír flokkar fá engin stig

Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn fá 0 stig af 115 mögulegum í einkunnagjöf Samtakann '78 þegar kemur að áherslum stjórnmálaflokkanna í málefnum hinsegin fólks.

Lítils­háttar skúrir víða um land

Spáð er suðvestan og vestan fimm til tíu metrum á sekúndu í dag og lítilsháttar skúrir víða um land. Suðaustantil á landinu verður hins vegar yfirleitt þurrt og bjart, og það léttir einnig til á Vestfjörðum með morgninum.

Tuttugu hafa tapað 73 milljónum í ástarsvikum á þremur árum

Á síðustu þremur árum hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 20 tilkynningar um svokölluð ástarsvik, þar af 14 frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fjárhagslegt tjón svikamálanna nemur samtals um 73 milljónum króna.

BL frumsýnir nýjan Nissan Qashqai

Þriðja kynslóð vinsælas jepplingsins, Nissan Qashqai, er komin í sýningarsal BL við Sævarhöfða og verður hann kynntur formlega á morgun, laugardaginn 11. september milli kl. 12 og 16. Eins og áður er Qashqai í boði með vali um annað hvort framjóladrif eða fjórhjóladrif, en þar líkur má segja samanburðinum við fráfarandi kynslóð enda hefur bíllinn tekið talsverðum breytingum frá fyrri kynslóð. Það á við hvort heldur sem er við útlit bílsins, farþegarými eða tæknibúnað.

Yfir 100 manns flogið frá Kabúl til Katar

Fyrsta vélin til að yfirgefa Kabúl í Afganistan með útlendinga innanborðs eftir að talíbanar tóku þar öll völd hóf sig til flugs í gærkvöldi.

Katrín á Selfossi vissi ekki að hún væri listamaður

Það kom Katrínu Þorsteinsdóttur á Selfossi í opna skjöldu fyrir ári síðan þegar hún uppgötvaði að hún gæti málað málverk eins og alvöru listamaður. Hún segist losa alla streitu úr líkamanum þegar hún gleymir sér með málningarpenslana.

Hækka Sjálfstæðisflokkinn í 21 stig og biðjast afsökunar á mistökum

Ungir umhverfissinnar hafa hækkað stigafjölda Sjálfstæðisflokksins á kvarða sínum um stefnumál í umhverfismálum úr 5,3 í 21 stig af 100 mögulegum eftir að ábendingar bárust um að gögn hefðu ekki verið metin með réttum hætti.

Ó­trú­legt og rán­dýrt lista­verka­safn á upp­boð vegna hat­rammrar skilnaðar­deilu

Uppboðshaldarinn Sotheby's mun í vetur og á næsta ári halda uppboð á einstöku listaverkasafni sem sett var á sölu að skipan dómara í hatrammri skilnaðardeilu aldraðra milljarðamæringa. Selja á bestu bitana úr safninu svo hægt sé að ljúka deilunni.

Gamla brúin hangir enn uppi og stóðst þriðja stórhlaupið

Verulega hefur dregið úr hlaupinu í Skaftá í dag og er minni hætta talin á því að vatn flæði yfir hringveginn. Mesta furðu vekur að gamla brúin yfir Eldvatn skuli enn hanga uppi.

Ætlar að skylda ríkis­starfs­menn í bólu­setningu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, stefnir á að skylda alla starfsmenn sem starfa fyrir alríkisstjórn Bandaríkjanna í bólusetningu.

Pólitískur skrípaleikur komi í veg fyrir nýtingu umhverfisvænnar orku

Bæjarstjóri Ölfuss segir pólitískan skrípaleik koma í veg fyrir að ráðast megi í risastór atvinnuskapandi og loftslagsvæn verkefni. Ölfus sé eitt orkuríkasta sveitarfélag landsins en verndun lands komi í veg fyrir nýtingu á grænni orku.

Dóms­mála­ráðu­neytið fer í hart við Texas vegna „hjart­sláttar­laganna“

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur stefnt yfirvöldum í Texas-ríki Bandaríkjanna vegna umdeildra laga um þungunarrof sem nýlega tóku gildi í ríkinu. Ráðuneytið segir lögin vera andstæð stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“

Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar.

Fyrsta almenna farþegaflugið frá Kabul í langan tíma

Fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi kom til Kabul höfuðborgar Afganistans í dag. Talsmaður Talibana vonar að flugvöllurinn verði tilbúinn fyrir venjubundið farþgaflug innan tíðar.

Borgarfulltrúar óttaslegnir: Maðurinn sem hafði í hótunum hvorki verið handtekinn né yfirheyrður

Maður, sem skaut á bíl borgarstjóra fyrr á árinu og hafði í hótunum við varaborgarfulltrúa fyrr í vikunni, hefur hvorki verið handtekinn né yfirheyrður.

Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga

Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjallað hefur verið um alvarlegar hótanir, í fjölmiðlum í dag, sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hefur sætt. Hann segist óttasleginn í viðtali við Kristínu Ólafsdóttur og borgarfulltrúar telja ástæðu til að hafa áhyggjur af öryggi sínu, en maðurinn var ekki handtekinn. Kristín rýnir í málið og upplýsir okkur um stöðu þess.

Dregur úr líkum á því að hlaupvatn flæði yfir þjóðveg 1

Áfram hefur dregur úr rennsli Skaftár í dag. Talið er að minni líkur séu á því að hlaupvatn nái að flæða yfir þjóðveg 1, þó að ekki sé hægt að útiloka að hlaupvatnið nái þangað.

Hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Dr. Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sama sviði við Landspítala hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs í dag.

Bein útsending: Hinsegin Alþingi 2021

Samtökin '78 efna til fundar í dag með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis. Yfirskriftin er „Hinsegin Alþingi 2021“ og að loknum framsögum mun þátttakendum gefast kostur á að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr.

Óvissustig vegna landriss í Öskju

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda.

Óljóst hvernig fólk í sótt­kví og ein­angrun fær að kjósa

Ekki er búið að útfæra hvernig fólki í sóttkví og einangrun verður gert kleift að kjósa í komandi alþingiskosningum. Til stendur að sérstök Covid-kosning hefjist fimm dögum fyrir kjördag sem fer fram 25. september.

Eyjafrýnan nú talin í útrýmingarhættu

Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) telja nú að eyjafrýnan, sem einnig er nefnd kómódódrekinn, sé í útrýmingarhættu. Spáð er að búsvæði þessarar stærstu eðlutegundar á jörðinni minnki um að minnsta kosti 30% á næstu 45 árum.

Gefa ríkis­stjórnar­flokkunum fall­ein­kunn í um­hverfis­vænni land­búnaðar­stefnu

Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra.

Hús­leit í þýskum ráðu­neytum vegna rann­sóknar á spillingar­deild

Saksóknarar gerður húsleit í fjármála- og dómsmálaráðuneytum Þýskalands í dag. Leitin er sögð hluti af rannsókn á opinberri stofnun sem rannsakar peningaþvætti en hún kemur á versta tíma fyrir fjármálaráðherrann sem stendur í harðri kosningabaráttu.

Þórólfur vill fara hægt í afléttingar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði innan fárra daga en varar við því að farið verði of geyst í slökun á sóttvarnaaðgerðum.

Tekur við sem for­maður Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar

Otti Rafn Sigmarsson var kosinn nýr formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar á aðalfundi félagsins um síðustu helgi.

Verkefni SOS framlengd í Eþíópíu og Sómalíu

Rúm­ar 44 millj­ón­ir styrkupp­hæð­ar­inn­ar renna í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS Barnaþorpanna í Tulu Moye í Eþí­óp­íu.

„Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“

Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi.

Lýsa eftir utan­bæjar­manni í tengslum við sprengju­til­ræði í Was­hington

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum (FBI) birti á vef sínum í gær myndband sem talið er sýna mann koma fyrir rörasprengjum við höfuðstöðvar Demókrata og Repúblikana í Washingtonborg að kvöldi 5. janúar síðastliðins.

Frjáls­lyndi lýð­ræðis­flokkurinn og Á­byrg fram­tíð tókust á í Pall­borðinu

Fulltrúar tveggja þeirra flokka sem stefna á framboð til Alþingis mættu í umræðuþáttinn Pallborðið á Vísi.

Skólalokanir auka ójöfnuð í Suður-Asíu að mati UNICEF

Lokanir á skólum hafa raskað námi 434 milljóna barna í Suður-Asíu.

Maður féll í sjóinn á Granda

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Granda í Reykjavík upp úr hádegi í dag eftir að tilkynning barst um mann sem hafði fallið í sjóinn.

Í fram­boði fyrir tvo flokka í sitt­hvoru kjör­dæminu

Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari í Norðuráli, er í öðru sæti á framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Ekki nóg með það heldur er hann einnig í fjórtánda sæti á framboðslista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, þrátt fyrir að vera búsettur á Akranesi og já, í framboði fyrir annan flokk.

Brugðið eftir alvarlegar hótanir

Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna.

Faðir barnsins segir Jakob Frímann aðeins hafa talið sig vera að hjálpa

Faðir barns segir að Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, hafi ekki vitað betur en hann væri að greiða fyrir málum þegar hann reit utanríkisráðuneytinu bréf og óskaði eftir liprunarbréfi til að barnið kæmist utan til föður síns.

Hóta stjórnar­slitum verði út­göngu­samningnum ekki breytt

Flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi hótar því að sprengja heimastjórnina þar verðir breytingar ekki gerðar á útgöngusamningi Bretland og Evrópusambandsins á næstu vikum. Bresk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að aðlögunartímabil yrði framlengt á Norður-Írlandi.

Getnaðar­varnir verða gjald­frjálsar fyrir franskar konur 25 ára og yngri

Franskar konur upp að 25 ára aldri munu ekki þurfa að greiða fyrir getnaðarvarnir þar í landi frá og með áramótum. Olivier Veran heilbrigðisráðherra tilkynnti þetta fyrr í dag, en fram kemur í frétt Reuters að áður hafi mörkin fyrir gjaldfrjálsar getnaðarvarnir verið dregin við átján ára aldur.

Bein útsending: Framtíð nýsköpunar

Fulltrúar fjölmiðla eru boðnir velkomnir á málþing sem Alvotech og Háskóli Íslands, í samstarfi við Aztiq, standa í dag. Málþingið fjallar um framtíð og nýsköpun á sviði líftækni lyfjaþróunar undir yfirskriftinni: Biotechnology: The importance of a relationship between research and industry.

Segir stjórn­mála­menn þjakaða af rang­hug­myndum um fjöl­miðla

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að oft hafi verið þörf en nú nauðsyn að vekja stjórnmálamenn til vitundar um að forsenda lýðræðis sé upplýst afstaða.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástand sem skapaðist í Ráðhúsi Reykjavíkur á þriðjudag þegar varaborgarfulltrúi Miðflokksins varð fyrir áreiti manns sem grunaður er um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu.

Norður­kóreskt varnar­lið marseraði í hlífðar­búningum

Norður-Kórea fagnaði því að 73 ár eru liðin frá stofnun ríkisins í nótt með skrúðgöngu. Athygli hefur vakið að allir þeirra sem tóku þátt í skrúðgöngunni voru klæddir í appelsínugula hlífðarbúninga en engin flugskeyti voru til sýnis, sem gjarnan eru sýnd á slíkum viðburðum í Norður-Kóreu.

44 greindust smitaðir af veirunni í gær

Að minnsta kosti 44 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Nítján voru í sóttkví við greiningu en 25 utan sóttkvíar.

Sló í brýnu milli Gunnars Smára og Sigurðar Hannessonar

Grunnt var á því góða milli Gunnars Smára Egilssonar frambjóðandi Sósíalistaflokksins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins á fundi í gær en ljóst mátti vera að þeir voru að nálgast viðfangsefnið úr sitthvorri áttinni.

Afturkölluðu liprunarbréf vegna ósanninda í umsókn

„Við höfum ítrekað viðurkennt að þarna voru gerð mistök og beðist afsökunar á því,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar utanríkisráðuneytisins, um svokallað „liprunarbréf“ sem ráðuneytið neyddist til að endurkalla.

Bein út­sending: Pall­borðs­um­ræður ASÍ með for­ystu­mönnum flokkanna

Alþýðusamband Íslands stendur fyrir pallborðsumræðum í dag þar sem rætt verður við forystufólk þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í komandi kosningum til Alþingis.

Sveitar­fé­lög greiði há­skóla­menntuðum 40 prósent lægri laun en fyrir­tæki

Háskólamenntaðir sérfræðingar fengu 40 prósent lægra tímakaup hjá sveitarfélögum en á almennum markaði og 15 prósentum lægra tímakaup en hjá ríkinu í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bandalagi háskólamanna.

Vilja styrkja frekar sam­bandið við Fær­eyjar

Margvísleg tækifæri eru til þess að efla tvíhliða tengsl og samstarf Íslands og Færeyja á hinum ýmsu sviðum, meðal annars hvað varðar viðskipti, heilbrigðismál og menntamál. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin er af starfshóp sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, skipaði.

Neyt­enda­sam­tökin um sellerís­kort: Styðjum bændur frekar en að reisa múra

Umtalaður sellerískortur í verslunum sem og annar vöruskortur sem kemur niður á íslenskum neytendum er, að mati Neytendasamtakanna, afsprengi „óviturlegs kerfis hamlandi og misskilinnar tollverndar“. Styðja þurfi innlenda bændur frekar en að reisa verndarmúra.

Reykur í Alþjóðlegu geimstöðinni

Viðvörunarkerfi í rússneska hluta Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu fór í gang þegar reykur greindist um borð. Geimfarar eru sagðir hafa ýmist séð reyk eða fundið lykt af brenndu plasti.

Að minnsta kosti tíu látnir í eldsvoða á Covid-19 spítala

Að minnsta kosti tíu hafa látið lífið í eldsvoða á bráðabirgðaspítala í Norður-Makedóníu fyrir einstaklinga sem hafa veikst alvarlega af Covid-19. Heilbrigðisráðherra landsins segir líkur á að fjöldi látinna muni hækka.

Hafa kynnt lista Flokks fólksins í Norð­vestur­kjör­dæmi

Eyjólfur Ármannsson skipar fyrsta sætið á framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, en flokkurinn hefur nú kynnt listann í heild.

Rennsli fer enn minnkandi við Sveins­­tind

Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli er í rénun við Sveinstind og við Eldvatn og hélt áfram að draga úr í nótt.

Kína skýtur á Bandaríkin og heitir neyðaraðstoð til handa Afganistan

Stjórnvöld í Kína hafa heitið 4 milljörðum króna í neyðaraðstoð til Afganistan, meðal annars í formi matarbirgða og bóluefna gegn Covid-19. Þá segjast þau reiðubúin til að eiga opið samtal við nýja stjórn talíbana.

Víða bjart en skýjað með köflum suð­vestan­til

Reikna má með suðvestlægri eða breytilegri átt í dag með golu eða kalda víða og björtu veðri, en skýjuðu með köflum um landið suðvestanvert.

Breska strandgæslan fær heimild til að snúa flóttamönnum við

Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur gefið bresku landamæragæslunni leyfi til að skipa bátum sem flytja flóttafólk yfir Ermarsund að snúa til baka til Frakklands.

Ráðhús Reykjavíkur vaktað

Lögreglan mun hafa vaktað Ráðhús Reykjavíkur á meðan á borgarstjórnarfundi stóð þar síðasta þriðjudag.

Sex tilkynningar um alvarleg atvik hjá 12 til 17 ára í kjölfar bólusetningar

Lyfjastofnun hafa borist sex tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar 12 til 17 ára barna gegn Covid-19, þar af þrjár vegna sjúkrahúsvistar.

Kveikti í ruslatunnu hjá Ingólfi og hugðist hita sviðakjamma

Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mann við styttuna af Ingólfi Arnarsyni. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var búinn að kveikja í ruslatunnu þar sem hann hugðist hita sviðakjamma.

Gætu annað 40% af raf­orku­þörf Banda­ríkjanna með sólar­orku

Mögulegt er að framleiða allt að 40% alls rafmagns í Bandaríkjunum með sólarorku innan fimmtán ára samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar. Til þess þyrfti þó meiriháttar fjárfestingu í raforkukerfinu.

Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals

Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt.

Stefna á að skjóta upp stærsta geim­sjón­auka heims fyrir jól

Geimstofnanir Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada hafa sammælst um að stefna að því að skjóta James Webb-geimsjónaukanum út í geim 18. desember. Hann verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni.

Fjarlægðu einn stærsta minnisvarðann um Suðurríkjaleiðtoga sem eftir var

Verkamenn fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja gömlu Suðurríkjanna, í höfuðborg Virginíuríkis í Bandaríkjunum í dag. Fögnuður braust út þegar styttunni var lyft af stalli sínum.

Meðstofnandi Nxivm á leið í fangelsi

Nancy Salzman, annar stofnandi kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi.

Setja Smokka­leikinn í loftið til að berjast gegn kyn­sjúk­dómum

Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá.

Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði

Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin.

„Ekki fallegt“ að selja hús sem var gjöf til Alzheimer-sjúklinga

Áform um að selja húsnæði vinsæls dagvistunarúrræðis fyrir heilabilunarsjúklinga mæta mótstöðu aðstandenda. Fríðuhús var gjöf til Alzheimer-samtakanna á sínum tíma, sem fyrrverandi starfsmaður segir „ekki fallegt“ að setja á sölu.

Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka

Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann.

Sjó­maður lagði Sjó­vá vegna spriklandi stór­þorsks sem skar hann á þumal

Tryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða sjómanni 5,1 milljón vegna slyss sem varð um borð í togara útgerðarfélagsins Brims árið 2018, þegar sjómaðurinn skarst illa á hendi þegar stórþorskur sem hann var að gera að, spriklaði í höndum hans með þeim afleiðingum að sjómaðurinn skarst illa á hendi.

Á­tján sýr­lenskir flótta­menn komu til landsins í dag

Síðdegis í dag komu átján sýrlenskir flóttamenn frá Líbanon til Íslands og er von á 21 til viðbótar á morgun. Um er að ræða hluta þess hóps sem átti upphaflega að koma í fyrra en tafir urðu móttöku þeirra vegna faraldursins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristján Már Unnarsson verður í beinni útsendingu frá Skaftárhlaupi sem hefur látið að sér kveða í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann ræðir við bændur og búalið um áhrifin af þessu hlaupi í ár og verður með einstakt myndefni af þessum hamförum.

Vilja halda samtali áfram þrátt fyrir viðræðuslit

Sjúkratryggingar Íslands munu leggja til að samtal haldi áfram á millu stofnunarinnar og Læknafélags Reykjavíkur þrátt fyrir að félagið líti svo á að viðræðum þess um samninga við sérfræðilækna sé slitið.

Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði

Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum.

Ekkja Bobbys vill ekki að morðinginn sleppi

Ethel Kennedy, ekkja Roberts F. Kennedy, sem var ráðinn af dögum í miðri kosningabaráttu árið 1968, segist andvíg því að banamanni eiginmanns hennar, Sirhan Sirhan, verði veitt reynslulausn. Yfirlýsing þess efnis birtist á Twittersíðu dóttur hennar, Kerry Kennedy, í gær.

Spítalinn af hættustigi: Sjö inniliggjandi og einn á gjörgæslu

Landspítalinn er kominn niður af hættu stig og á óvissustig samkvæmt ákvörðun farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar í dag. Óvissustig er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Liczba bezrobotnych szybko się zmniejsza

Dzięki kampanii Urzędu Pracy - Rozpocznij Pracę, pracę otrzymało około 6000 osób bezrobotnych.

Przedłużono godziny otwarcia punktów szczepień

W czwartek punkt szczepień przeciwko koronawirusowi, znajdujący się w Reykjaviku na ulicy Suðurlandsbraut 34, będzie otwarty dłużej niż zwykle.

Ekki kunnugt um nýja reglu­gerð og veiddu á bann­svæði

Skipi í eigu dótturfélags Síldarvinnslunnar var í gær gert að hætta veiðum og snúa til hafnar frá svæði þar sem bannað var að veiða með botnvörpu. Skipstjórinn segir að sér hafi ekki verið kunnugt um bannið.

Samstarfstækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í þróunarríkjum

Hlutverk Samstarfssjóðs utanríkisráðuneytisins við atvinnulífið er að hvetja til þátttöku og framlags til þróunarsamvinnu.

Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana

Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ó­­þægi­­leg stemmning eftir að Ólafur sneri aftur

Ólafur Guð­munds­son, vara­borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, hefur tekið aftur sæti sem vara­maður í ráðum sem hann sat í hjá borginni áður en hann vék úr þeim í byrjun árs vegna um­mæla sem hann lét falla um skot­á­rás á fjöl­skyldu­bíl Dags B. Eggerts­sonar borgar­stjóra. Borgar­full­trúi Pírata furðar sig á þessu og segir það hafa verið ó­þægi­legt að sitja fund með Ólafi í morgun.

Jonni Sig­mars og Lands­flokkurinn úr leik í komandi kosningum

Jóhann Sigmarsson, stofnandi Landsflokksins, sem ætíð er kallaður Jonni Sigmars, vandar stjórnvöldum og stjórnsýslu ekki kveðjurnar. Framboð hans hefur verið dæmt úr leik vegna skorts á undirskriftum.

Á­forma frið­lýsingar til verndar vot­lendis

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir koma sterklega til greina að gripið verði til friðlýsinga til verndar óraskaðs votlendis á næstu árum. Þar sé um forgangsatriði að ræða.

Atvinnuleysi á hraðri niðurleið

Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við.

Marel stendur fyrir átaki til styrktar alþjóðaverkefnum Rauða krossins

Fram til 20. september hvetur Marel starfsmenn sína að taka þátt í alþjóðlegu söfnunarátaki.

Stal bíl í morgunsárið en handtekinn eftir stuttan sprett

Karlmaður tók sig til og star bíl í miðbæ Akureyrar á tíunda tímanum í morgun. Ökumaður bílsins hafði skilið bílinn eftir í gangi meðan hann var að ferja inn vörur. Þegar ökumaðurinn kom út var bíllinn horfinn.

Flokkur fólksins kynnir lista sinn í Norð­austur­kjör­dæmi

Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og stofnandi Stuðmanna og Græna hersins, skipar efsta sæti lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar sem fram fara 25. september næstkomandi.

Guðlaugur Þór skilar ekki uppgjöri vegna prófkjörs

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, varði tæpum níu milljónum króna í prófkjörsbaráttu í sumar.

Slíta við­ræðum sérfræðilækna við sjúkra­tryggingar

Læknafélag Reykjavíkur hefur tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að félagið líti svo á að viðræðum þess um samninga við sérfræðilækna sé slitið.

Dóms­mála­ráð­herra gagn­rýnir Helga Magnús vara­ríkis­sak­sóknara

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gagnrýnir vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Hann megi ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi.

Skæð Covid-bylgja leikur óbólu­­setta Búlgara grátt

Neyðarástand vofir yfir heilbrigðiskerfi Búlgaríu þar sem skæð COVID-19 bylgja gengur nú yfir. Bólusetningar hafa gengið afar hægt í landinu þar sem einungis um fimmtungur landsmanna, sem telja 7 milljónir, hafa fengið sprautu og almennra efasemda virðist gæta.

Þór­ólfur segir Kára í jötun­móð og beina sverðinu að fóst­bróður sínum í far­aldrinum

Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid.

Þykir leitt að hafa gleymt sér á hár­greiðslu­stofunni

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa gleymt sér þegar hún fór í klippingu á mánudag án þess að bera sóttvarnagrímu. Hún birti mynd af sér í klippingunni á Story á Instagram en slíkar myndir hverfa eftir sólarhring.

Bíða þess að hlaupið nái há­marki við Þjóð­veginn

Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli.

Á­höfn tog­skips grunuð um ó­lög­legar veiðar

Íslenskt togskip var staðið að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðs svæðis austur af Glettingi um hádegisbil í gær.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um framhald sóttvarnaaðgerða en ráðherrar í ríkisstjórninni sögðust í gær vongóðir um að létt yrði á aðgerðum fyrr en seinna.

Rússneskur ráðherra dó við að stökkva eftir manni sem féll í vatn

Yevgeny Zinichev, neyðarmálaráðherra Rússlands, dó á æfingu á heimskautasvæði Rússlands í dag. Ráðherrann er sagður hafa dáið við að reyna að bjarga tökumanni sem féll ofan í vatn.

37 greindust með Covid-19 innanlands í gær

37 greindust með Covid-19 í gær. 544 eru í einangrun og 930 í sóttkví.

Réttar­höld vegna hryðju­verkanna í París hafin

Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina.

Foreldrar Þórhildar: „Báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn“

Foreldrar Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur segjast aldrei hafa beðið Guðna Bergsson, þáverandi formann Knattspyrnusambands Íslands, um að halda trúnað um fyrsta tölvupóstinn sem sendur var á sambandið vegna máls Þórhildar og Kolbeins Sigþórssonar landsliðsmanns.

Grunaður um að hafa lokkað dreng upp í bíl og brotið á honum

Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa í ágúst lokkað fjórtán ára dreng upp í bílinn sinn og brotið á honum. Karlmaðurinn var handtekinn sama dag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Meðal gagna málsins eru samskipti í farsíma þar sem umræður eru af kynferðislegum toga.

Þrettán í sótt­kví eftir smit hjá starfs­mönnum Heilsu­stofnunar í Hvera­gerði

Alls hafa þrettán verið sendir í sóttkví eftir að tveir starfsmenn Heilsustofnunar í Hveragerði greindust með Covid-19 í gær.

Mælaborð um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum

Tilgangur mælaborðsins er að veita yfirsýn yfir yfirgripsmikla vinnu stjórnvalda að framgangi heimsmarkmiðanna.

Hlaupið náð há­marki sínu en á eftir að skila sér í byggð

Dregið hefur úr rennsli Skaft­ár við Sveins­tind og mælist það nú um 1.100 rúm­metrar á sekúndu miðað við há­marks­rennsli í gæt upp á um 1.500 rúm­metra á sekúndu. Hlaup­vatn á enn eftir að skila sér niður far­veg Skaft­ár og á­hrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós.

Umhverfisstofnun varar við áhrifum innkirtlatruflandi efna

Verða sáðfrumur í karlmönnum horfnar eftir 20 ár? spyr Umhverfisstofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni þar sem fjallað er um innkirtlatruflandi efni í umhverfinu.

Greini­legt að kvika streymi enn úr eld­stöðinni

Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka.

Halda vitna­leiðslur yfir starfs­fólki Play vegna horfinna flug­rekstrar­hand­bóka WOW

Héraðs­dómur Reykja­ness hefur fallist á að halda vitna­leiðslur yfir fjórum ein­stak­lingum tengdu flug­fé­laginu Play vegna meintrar ó­heimilar notkunar Play á flug­rekstrar­hand­bókum WOW air.

Vopnað rán og eltingaleikur um hábjartan dag

Tveir menn eru í haldi lögreglu og fimm annarra er leitað eftir að vopnaðir þjófar réðust inn í verslun Bulgari í miðborg Parísar og höfðu á brott með sér skartgripi sem metnir eru á 1,5 milljarð króna.

Sautján sjúklingar létust þegar flæddi inn á sjúkrahús

Að minnsta kosti sautján sjúklingar létust þegar á flæddi inn í spítala í Hidalgo-héraði í Mexíkó í nótt. Áin sem rann í nágrenni sjúkrahússins flæddi yfir bakka sína og það leiddi til rafmagnsleysis á spítalanum.

Lengja opnunartímann í bólusetningu til klukkan 19 á morgun

Á morgun verður opið í bólusetningar frá kl. 10 til 19 á Suðurlandsbraut 34. Með þessu vonast Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu til að fleiri sjái sér fært að mæta.

Frysti í byggð í fyrsta skipti í tvo mánuði

Það gengur í strekkings suðvestanátt norðvestantil á landinu, en annars verður vindur hægari. Frekar þungbúið verður vestantil á landinu með lítilsháttar vætu öðru hverju, en léttara yfir fyrir austan og þurrt. Hiti verður á bilinu tíu til fimmtán stig að deginum.

Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af bráðabirgðastjórninni

Bandarísk stjórnvöld segjast hafa áhyggjur af nýskipaðri bráðabirgðastjórn í Afganistan sem talíbanar kynntu til sögunnar í gær.

Volkswagen staðfestir hraðskreiðan rafhlaðbak

Ralf Brandstätter, yfirmaður Volkswagen hefur staðfest að fyrirtækið hyggist framleiða ID.X sem er hraðskreiður rafhlaðbakur, væntanlegur á markað á næsta ári. Hann verður um 329 hestöfl.

Skilja ekkert í orðum Katrínar um Hvalár­virkjun

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að Hvalárvirkjun verði ekki að veruleika og segir framkvæmdina eins og hún líti út í dag umtalsvert stærri en þá sem var á teikniborðinu þegar hún var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar. Talsmenn VesturVerks skilja ekkert í orðum forsætisráðherrans.

Fyrr­verandi starfs­maður for­seta­em­bættisins kærir sam­starfs­mann fyrir kyn­ferðis­lega á­reitni

„Þessi mál hafa tekið gríðarlegan toll,“ segir fyrrverandi starfsmaður forsetaembættisins sem bjó á Bessastöðum en hefur nú kært kynferðislega áreitni af hálfu samstarfsmanns til lögreglu.

Fjölbreytt verkefni: Skemmdarverk, óspektir og ölvunarsvefn

Það er óhætt að segja að verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Í miðborginni var maður handtekinn vegna innbrots og þjófnaðar, kona handtekinn vegna óspekta og lögregla kölluð til eftir að ökumaður ók bifreið sinni á ljósastaur.

„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað.

Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum

Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum.

Glataðir boltar og léleg logsuða orsök mannskæðs brúarhruns

Sérfræðingar sem rannsaka mannskætt lestarslys sem varð í Mexíkóborg í Mexíkó í maí telja að glataðir boltar og léleg logsuða hafi á verið meðal orsaka þess að slysið varð. 26 létust þegar brú hrundi í þann mund sem lest ók á henni.

Þakkar lífsgæðum landsbyggðarinnar í túnfæti Reykjavíkur fyrir mikinn vöxt

Íbúum Hveragerðis hefur fjölgað um hátt í fimmtung á þremur árum og tvö hundruð íbúðir eru nú í byggingu til að mæta þeirri fjölgun. Bæjarstjórinn reiknar með að bæjarbúar verði orðnir fimm þúsund eftir tíu ár, en þeir voru 2.777 um áramótin síðustu.

Ekið á hjólreiðamann í miðborginni

Karlmaður um fimmtugt slasaðist þegar ekið var á hann á horni Tryggvagötu og Geirsgötu í miðborg Reykjavíkur síðdegis í dag.

Tvöföld ánægja: Afastrákurinn var íbúi númer tuttugu þúsund

Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, upplifði sannkallaðan tímamótadag fyrir skemmstu, þar sem hann eignaðist dótturson, sem síðar reyndist hafa verið tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar.

Um 104 þúsund fjár slátrað hjá SS á Selfossi

Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélagi Suðurland á Selfossi í morgun en um 104 þúsund fjár verður slátrað þar næstu vikurnar. Illa hefur gengið að fá fólk til starfa í sláturtíðinni.

Íranir halda áfram að auðga úran

Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að  fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári.

Höfnuðu eina tilboðinu og bjóða út flugstöðina á ný

Isavia hefur hafnað eina tilboðinu sem barst í viðbætur og breytingum á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Stefnt er á að bjóða út verkið á ný.

Vilja nýjan vara­ríkis­sak­sóknara eftir að hann líkaði við um­deilda Face­book-færslu

Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram.

Bjarni með pálmann í höndunum samkvæmt könnun

Formaður Sjálfstæðisflokksins er með pálmann í höndunum við myndun nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Ríkisstjórnin héldi velli og Miðflokkurinn næði ekki inn manni.

Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu

Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð.

Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur

Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku.

Fallið frá tvöföldun vanrækslugjalds

Ákvæði um tvöföldun svonefnds vanrækslugjalds óskoðaðra ökutækja hefur verið fellt úr reglugerð um skoðun ökutækja.Grunnfjárhæð gjaldsins verður óbreytt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renna út á föstudag í næstu viku. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Telja að brennuvargur hafi kveikt gróðurelda í Galisíu

Yfirvöld í Galisíu á norðvestanverðum Spáni telja að einhver hafi vísvitandi tendrað gróðurelda sem geisa nú í sjálfstjórnarhéraðinu. Eldurinn brennur enn stjórnlaust þrátt fyrir að fjöldi slökkviliðsmanna berjist við hann með hjálp flugvéla og þyrla.

Eitraðar pillur milli frambjóðenda

Pallborðsumræður frambjóðenda reyndust eldheitar og ljóst að skammt er í kosningar, spennustigið var hátt.

Milionowy test przeciwko koronawirusowi

Wczoraj w kraju poprano milionową próbkę wykorzystywaną do badań przesiewowych w celu wykrycia zakażeń wirusem SARS-CoV-2. Była to milionowa próbka od czasu wybuchu epidemii w Islandii.

Talibanar skipa bráðabirgðastjórn

Talibanar tilkynntu í dag að þeir hefðu skipað bráðabirgðaríkisstjórn í Afganistan. Þar eru fremstir í flokki margir af eldri forystumönnum samtakanna sem hafa leitt baráttuna gegn fjölþjóðaliðinu og kjörnum stjórnvöldum síðustu tvo áratugina.

Hækkar skatta vegna Covid-19

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag frumvarp um að leggja 1,25 prósenta skatt á Breta og bresk fyrirtæki. Þannig á að safna um 36 milljörðum punda (rúmum sex billjónum króna) á þremur árum sem verja á til heilbrigðis -og félagsmála.

Pożar na pokładzie promu Norræna

Straż pożarna oraz specjaliści sprawdzają stan maszynowni i oceniają uszkodzenia, kolejnym krokiem będzie zbadanie powodu wybuchu pożaru.

Fækkaði um þrjá í þjóðkirkjunni

Alls voru 229.714 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. september síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um þrjá einstaklinga frá 1. desember.

Vill efla frekar ­sam­starf Norður­landa í öryggis- og utan­ríkis­málum

Guðlaugur Þór Guðlaugsson utanríkisráðherra undirstrikaði á fjarfundi með norrænum kollegum sínum í gær mikilvægi þess að fylgja eftir tillögum um þróun samstarfs Norðurlandanna í utanríkis- og öryggismálum.

Eldur um borð í Norrænu við bryggju á Seyðisfirði

Eldur kviknaði um borð í vélarrúmi Norrænu sem liggur við bryggju á Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag. Áhöfnin í Norrænu slökktil eldinn áður en slökkviliðið á Seyðisfirði mætti á vettvang.

Teknir með Oxycontin við komuna til landsins

Tollverðir á Keflavíkurflugvelli stóðu þrjá erlenda karlmenn að tilraun til smygls á hátt í þrjú þúsund Oxycontin-töflum við komu á Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði.

Skutu að hópi mótmælenda í Kabúl

Sveitir Talibana leystu upp mótmæli í höfuðborginni Kabúl í dag og tóku marga blaðamenn höndum. Þetta eru talin fjölmennustu mótmælin sem fram hafa farið eftir að Talibanar tóku völdin í landinu í síðasta mánuði.

Skútu leitað sem hélt frá Eyjum fyrir um mánuði

Alþjóðleg leit stendur nú yfir að hollensku skútunni Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. Einn maður er um borð í skútunni.

Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði

Mikið hefur hægt á vexti  Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði  yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem  auki líklega útbreiðslu hlaupsins.

Birgir, Ás­mundur og Þór­hildur Sunna mættust í Kosninga­pall­borðinu

Reikna má með því að hart verði tekist á í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag þegar fulltrúar þriggja flokka sem bjóða fram til Alþingis koma saman.

Klúður að hafa regn­bogann ekki með í skipu­lagi nýs Skóla­vörðu­stígs

Mikil óánægja ríkir meðal hinsegin fólks um áætlun Reykjavíkurborgar að færa Regnbogafánann af Skólavörðustíg vegna áætlana um framkvæmdir á göngugötunni. Borgarfulltrúi meirihlutans segir það hafa verið mistök að hafa kynnt áætlanir án þess að hafa fundið Regnboganum nýtt heimili áður.

Stærstu samtök lækna standi varla undir því að teljast fagfélög

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir vesöld Landspítalans á ábyrgð þjóðar sem hafi kosið að velja sér leiðtoga sem hafi vanrækt heilbrigðiskerfið áratugum saman. Hann segir forstjóra Landspítalans gera það besta úr þeim spilum sem honum séu gefin. Stærstu samtök lækna í landinu standi varla undir því að teljast fagfélög enda sé áherslan á kjarabaráttu en ekki betri heilbrigðisþjónustu.

Aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks

Tæp 40% landsmanna eru þeirrar skoðunar að fleira flóttafólk ætti að fá hæli hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 35% svöruðu því til að fjöldi flóttafólks væri hæfilegur, en 26% þótti of margt flóttafólk fá hér hæli.

Mið­­flokkurinn aldrei staðið tæpar

Mið­flokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi sam­kvæmt nýrri Maskínu­könnun sem gerð var fyrir frétta­stofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíal­istar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi.

„Það vantar mikið upp á um­ræðu um utan­ríkis­mál hér á landi“

„Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“

Á von á minnisblaði: Ráðherra segir forsendur til að ráðast í tilslakanir

„Þetta gengur vel, þetta lítur bara mjög vel út; þróun faraldursins... og þessi bylgja er á öruggri niðurleið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í þessu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðu mála í Skaftárhlaupinu og heyrum í sérfræðingum um þau mál.

Mæta þörfum danska vinnu­markaðarins með fleiri eldri borgurum og há­skóla­stúdentum

Stjórnvöld í Danmörku vonast til þess að fjölga fólki á vinnumarkaði um rúm tíu þúsund á næstu níu árum. Mette Fredriksen forsætisráðherra og Nicolai Wammen fjármálaráðherra kynntu aðgerðapakka þar að lútandi í morgun, undir yfirskriftinni „Danmörk getur gert meira 1“.

Skaut fjölskyldu til bana: „Hann er illskan holdi klædd“

Maður sem skaut heila fjölskyldu til bana í Flórída um helgina hefur ekki sagt af hverju hann framdi ódæðið að öðru leyti en að guð hafi sagt honum að gera það. Bryan Riley er sakaður um að hafa myrt par, þriggja mánaða son þeirra og ömmu barnsins á sunnudagskvöldið.

Ný lög um þungunar­rof versta tegund kyn­bundinnar mis­mununar

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna á sviðið mannréttinda- og jafnréttismála fordæma harðlega ný lög um þungunarrof í Texas í Bandaríkjunum og segja þau meðal annars fela í sér verstu tegund kynbundinnar mismununar.

25 greindust innan­lands

Alls greindust 25 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sautján þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 68 prósent. Átta voru utan sóttkvíar, eða um 32 prósent.

Sjómenn slíta viðræðum: „Vilja eignast Ísland og auðlindir okkar án þess að greiða fyrir það“

Stéttarfélög sjómanna slitu í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viðræður hafa átt sér stað í nokkra mánuði en kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir frá því í lok 2019.

Hefur farið í 100 sýnatökur: „Get haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann“

Það væri heiður að vera sýnatökukóngur Íslands, segir leikarinn Jóhannes Haukur sem fór í sína eitt hundruðustu skimun á föstudag. Hann segist vanur sýnatökupinnanum og gæti haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann.

Þróunin bendir til að há­mark verði minna en bæði 2015 og 2018

Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018.

Gat ekki hugsað sér að slást við konuna sína

Karlmaður segir ofbeldi gagnvart körlum af hendi kvenna vera töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir. Hann deilir sögu af ofbeldissambandi sem hann var í með fyrrverandi konu sinni. Karlmaðurinn sagði sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun undir nafnleynd en hann segist ekki vilja persónugera árásina.

Bjóða fram tvo eins Borisa til að stela at­kvæðum frá þeim rétta

Boris Vis­hn­ev­sky, rúss­neskur fram­bjóðandi stjórnar­and­stöðu­flokks, sakar stjórnina um kosninga­svindl í komandi borgar­stjórnar­kosningum í Péturs­borg. Þegar listi yfir fram­bjóð­endur var birtur síðasta sunnu­dag mátti finna á honum tvo aðra sem báru sama nafn og Vis­hn­ev­sky og voru skugga­lega líkir honum.

Vilja að sett verði sér­stök lög um þjófnað á gælu­dýrum

Stjórnvöld á Englandi skoða nú að setja sérstök lög um þjófnað á gæludýrum eftir aukinn fjölda þjófnaðarmála í kórónuveirufaraldrinum. Eins og stendur er farið með þjófnað á gæludýrum eins og þjófnað á hverri annarri eign.

„Bara einhver götuskreyting“: Harma skeytingarleysi borgarinnar gagnvart regnboganum

Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um nýja umgjörð Skólavörðustígs og nærliggjandi gata en athygli vekur að nýtt skipulag og útlit gerir ekki ráð fyrir regnbogafánanum, sem prýðir götuna.

Smá­steinum kastað í Tru­deau

Smásteinum var kastað í kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau eftir heimsókn hans í brugghús í gær en hann stendur nú í miðri kosningabaráttu. Trudeau var á leið aftur í rútu sína þegar mótmælandur létu smásteina rigna yfir forsætisráðherrann.

Hiti að fimm­tán stigum og ró­legt veður í kortunum næstu daga

Rólegt veður er í kortunum næstu daga, með fremur hægum vindi, suðvestlægri eða breytilegri átt og lítilli úrkomu.

Milljón sýni tekin frá því að kórónu­veirufar­aldurinn hófst

Milljónasta sýnið vegna skimunar eftir SARS-CoV-2 var tekið í gær. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segist allt eins gera ráð fyrir því að milljón sýni verði tekin til viðbótar áður en yfir lýkur.

Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið

Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt.

Segjast nú hafa landið allt á valdi sínu en andspyrnan gefst ekki upp

Talíbanar hafa nú ítrekað þær fullyrðingar sínar að þeir hafi náð fullum yfirráðum yfir Panjshir-dal norður af Kabúl í Afganistan.

Handtóku mann sem veittist að fólki og skemmdi bíla

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um mann sem veittist að fólki og vann skemmdir á bifreiðum í Kópavogi/Breiðholti. Lögregla fann manninn og handtók en sá var í annarlegu ástandi.

Tekinn með hníf á lofti í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem tilkynnt var um að hefði verið með hníf á lofti í Hafnarfirði í dag. Hann var færður í fangaklefa.

Fjöl­miðla­mógúll mildar lofts­lag­s­af­neitun

Fjölmiðlar Ruperts Murdoch í heimalandinu Ástralíu er nú sagðir leggja drög að ritstjórnargreinum sem tala fyrir kolefnishlutleysi. Þeir hafa fram að þessu verið þekktir fyrir afneitun og að þyrla upp moðreyk um loftslagsmál.

Grunur um ölvun þegar bíll rann út í Nauthólsvík

Ökumaður bifreiðar sem rann út í sjó við Nauthólsvík er grunaður um ölvun við akstur. Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila var í Nauthólsvík en ökumanninum tókst sjálfum að komast á land.

Framlengja Brexit-aðlögun Norður-Írlands

Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að aðlögunartími fyrir innflutning til Norður-Írlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu verði enn framlengt. Frestinum er ætlað að veita Bretum og Evrópusambandinu meiri tíma til að komast að niðurstöðu um varanlega lausn.

Vilja að ráðherra skoði stöðu vararíkissaksóknara

Aðgerðasinnahópurinn Öfgar segir í ákalli til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að innan dómkerfisins finnist menn sem ítrekað hafi tekið stöðu gegn þolendum kynbundins ofbeldis.

Skaftá að komast í ham til að flæða yfir hringveginn

Rennsli í Skaftá fór hratt vaxandi við Sveinstind eftir hádegi og er verið að loka hálendisvegum á svæðinu og rýma fjallaskála. Búist er við að hlaupið nái hámarki í byggð eftir tvo sólarhringa og eru líkur taldar á að hringvegurinn í Eldhrauni geti lokast um tíma.

Þurfti að stöðva viðtal vegna umferðarlagabrots fyrir framan nefið á lögreglu

Það ríkir ákveðið stjórnleysi á göngugötunni á Laugavegi á milli Klapparstígs og Frakkastígs.

Rituungi í Eyjum sem neitar að fara að heiman

Fjölskylda í Vestmannaeyjum hefur tekið að sér rituunga, sem neitar að fara að heiman. Unganum finnst allra best að fá loðnu í matinn. Kötturinn og hundurinn á heimilinu eru bestu vinir ungans.

Mikill viðbúnaður þegar bifreið rann í sjóinn í Nauthólsvík

Tilkynnt var um bifreið sem runnið hafði í sjóinn í Nauthólsvík rétt í þessu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út ásamt almennri lögreglu og sjúkraliði.

Vilja ræða afléttingar á ríkisstjórnarfundi

Ráðherrar telja rétt að ræða afléttingar á samkomubanni í ljósi faraldursins á ríkisstjórnarfundi á morgun. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í tilslakanir.

Flokkar hefðu aðeins níu daga til að stilla upp listum eftir þing­rof

Ný kosningalög sem taka gildi á næsta ári gætu gert nýjum flokkum erfiðara fyrir að bjóða fram til þingkosninga. Ef þing yrði rofið hefðu flokkarnir ekki nema níu daga til að safna meðmælum og skila inn framboðslistum.

Akureyri verði „svæðisborg“

Flokka ætti Akureyri sem „svæðisborg“ með skilgreinda ábyrgð og skyldur til að þjóna íbúa og atvinnulíf í landshlutanum samkvæmt tillögu starfshóps á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Valda­ráns­menn í Gíneu boða nýja þjóð­stjórn

Leiðtogi valdaránsmanna sem steyptu Alpha Condé, forseta Gíneu, af stóli um helgina boðar að ný þjóðstjórn verði mynduð á næstu vikum. Condé er enn í haldi valdaránsmanna og ekki liggur fyrir hvað verður um hann.

Kári Stefánsson vill afnema allar fjöldatakmarkanir

Kári Stefánsson segir málum nú vera svo háttað að afnema eigi allar fjöldatakmarkanir enda séu núgildandi takmarkanir illverjanlegar.

Zamknięte drogi z powodu powodzi lodowcowej

Z powodu powodzi lodowcowej na rzece Skaftá, zamknięte dziś zostaną cztery drogi górskie znajdujące się najbliżej rzeki.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því að tveir ráðherrar ríkisstjórnar Íslands telja tíma til kominn að létta á aðgerðum innanlands. Sóttvarnalæknir er hins vegar ekki á sama máli. Faraldurinn er á hægri niðurleið og álagið á Landspítalann ekki í nánd því eins mikið og þegar verst lét í þessari bylgju.

Pięć nowych lokali wyborczych w Reykjaviku

W sobotę 25 września, w Islandii odbędą się wybory parlamentarne. Głosowanie będzie przeprowadzone w 23 lokalach wyborczych w Reykjaviku.

Blikur á lofti vegna fellibyljarins Larrys

Veruleg óvissa er í veðurkortum næstu daga vegna fellibyljarins Larrys suður í Atlantshafi. Líklegast er talið að hann gæti átt þátt í suðaustan hvassviðri á landinu í lok næstu helgar.

Loka vegum vegna Skaft­ár­hlaups

Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld.

Lofar andspyrnu gegn Talibönum

Þrátt fyrir fullyrðingar Talibana um að hafa náð síðasta héraðinu í Afganistan undir sína stjórn, segir talsmaður andspyrnuhreyfingarinnar NRF að baráttan í Panjshir-dal haldi áfram.

Til­búin með að­stöðu til að fram­kvæma hrað­próf fyrir smit­gát og stærri við­burði

Aðstaða til að framkvæma hraðpróf er nú tilbúin í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut 34. Enn þá er unnið að því að klára uppsetningu tölvukerfis og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið á morgun, 7. september.

Hlaup­vatnið komið undan jöklinum

Rennsli og vatnshæð í Skaftá við Sveinstind hefur vaxið hratt frá því um hádegisbilið. Rennslið var um klukkan 14 komið í um 613 rúmmetra á sekúndu en er nú, klukkan 15:20 komið upp í tæpa 740 rúmmetra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands.

Hattur með erfða­efni Napóleons til sölu

Hattur sem fannst nýlega og var í eigu franska keisarans Napóleons Bónaparte er nú til sýningar í uppboðshúsinu Bonhams í Hong Kong. Erfðaefni keisarans fannst inni í hattinum og er því talið nær öruggt að keisarinn hafi borið hattinn á höfði sér.

„Reynið að fá ykkur almennilega vinnu“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og rithöfundur, var fundarstjóri á málþingi Bandalags íslenskra listamanna um helgina. Og hún hundskammar nú ráðamenn fyrir að hafa skrópað.

Óttast að milljónir barna fái enga menntun

Samkvæmt nýrri skýrslu eru menntamál í ólestri í 48 þjóðríkjum

Sveik út vörur fyrir 2,3 milljónir króna með kredit­korti mömmu

Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa svikið út vörur frá hinum ýmsu fyrirtækjum vörur að andvirði rúmra tveggja milljóna króna, með því að hafa við kaupin notað kreditkort móður sinnar og þriggja annarra.

Sjálfstæðismenn séu að reyna að forðast umræðu um skatta

Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir sjálfstæðismenn vera að forðast efnislega umræðu um aukið framlag ríkasta fólksins til samfélagsins með málflutningi sínum um meint ólögmæti stóreignaskatts. Hún telur að legið hafi fyrir frá upphafi að áformin standist stjórnarskrá.

Hvít­rúss­neskir stjórnar­and­­­stæðingar fangelsaðir í ára­tug

Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum.

Gagn­rýna að settur for­stjóri Út­­lendinga­­stofnunar sé nú for­­maður eftir­­lits­­nefndar

Tólf félagasamtök gagnrýna harðlega skipun Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar útlendingamála og fara fram á að hann segi af sér vegna vanhæfis.

Páll hvetur Kára til að biðjast afsökunar

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hafa vegið ómaklega að starfsfólki spítalans í grein í Læknablaðinu í síðustu helgi. Hann hvetur Kára til að biðja starfsfólkið, hetjur þessa samfélags, afsökunar.

Þórólfur telur hægt að skoða tilslakanir en sér ekki fyrir víðtækar afléttingar

Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir á samkomubanni jafnvel þó harðar takmarkanir séu í gildi á landamærunum. Bylgjan er enn á niðurleið og enginn er á gjörgæslu.

Reiknað með stærra hlaupi en 2018

Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan  á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1.

Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G

Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður staðan tekin á hlaupinu í Skaftá en hættuástandi var lýst yfir á svæðinu í gær.

26 greindust innan­lands í gær

Alls greindust 26 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sextán þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent nýgreindra. Tíu voru utan sóttkvíar, eða um 38 prósent.

Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir

Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt.

Fimm nýir kjörstaðir í Reykjavík og breytt kjördæmamörkun

Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september næstkomandi. Kosið verður á 23 stöðum í Reykjavík og bætast fimm nýir kjörstaðir við í þessum kosningum. Þeir eru Frostaskjól (KR-heimilið), Höfðatorg, Álftamýrarskóli, Foldaskóli og Rimaskóli.

Lyftu líparíthaugum af veginum heim

Grjóhrun hindraði för hópa Ferðamannafélags Íslands en göngugarparnir gerðu sér lítið fyrir og ýttu grjóthnullungum frá og út í á.

Boðar áframhald aðgerða á landamærunum

Takmarkanir á landamærunum eru forsenda þess að hægt sé að slaka á innanlands. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann segir yfirstandandi bylgju á hægri niðurleið.

Björguðu týndum þriggja ára dreng eftir fjóra daga í skóginum

Þriggja ára drengur sem týndist í skógi í Ástralíu fyrir fjórum dögum fannst heill á húfi í morgun eftir umfangsmikla leit.

Hyggjast heimila varðveislu eggja, sæðis og fósturvísa í 55 ár

Til stendur að heimila varðveislu frosinna eggja, sæðis og fósturvísa í allt að 55 ár í Bretlandi. Hingað til hefur hámarks varðveislutíminn verið tíu ár en ráðamenn segja breytinguna munu veita einstaklingum meira val um það hvenær þeir stofna fjölskyldu.

Reikna með hlaup­vatni við Sveins­tind á allra næstu tímum

Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn.

Rigning, suð­lægir vindar og milt í dag

Landsmenn mega búast við rólegheitaveðri í byrjun annarrar viku septembermánaðar. Almennt hægir suðlægir vindar og milt í dag, dálítil rigning eða súld, einkum sunnan og vestan til, en vestlægari og styttir víða upp með kvöldinu.

Þrefalt toppsæti hjá Volvo vörubílum frá Velti

Volvo vörubílar eru þeir vinsælustu á Íslandi árið 2021 og hefur salan aukist meira en 240% það sem af er ári og trónir Volvo í þremur toppsætum á árinu. Volvo vörubílar eru mest seldir á heildarmarkaði vörubíla, mest seldir í flokki vörubíla yfir 16 tonn og Volvo FH16 er mest selda einstaka gerðin.

Taívanar kvarta yfir umferð kínverskra herþota

Yfirvöld í Taívan segja að nítján kínverskar herþotur hafi flogið inn fyrir skilgreint varnarsvæði Taívans í gær. Varnamálaráðuneyti landsins segir að þeirra á meðal hafi verið orrustuþotur og sprengjuflugvélar sem borið geti kjarnorkusprengjur.

Talíbanar segjast hafa náð yfirráðum yfir Panjshir

Talíbanar segjast nú hafa náð yfirráðum yfir Panjshir-dal, sem er síðasta vígi andstæðinga þeirra í Afganistan. Miklir bardagar hafa geisað á svæðinu síðustu daga en dalurinn er norður af höfuðborginni Kabúl.

Níu ná manni inn en aðeins fjórir fá yfir 10 prósent

Níu flokkar ná mönnum inn á Alþingi í komandi kosningum, ef marka má nýja skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Morgunblaðið og mbl.is. Aðeins fjórir fá meira en 10 prósent fylgi.

Sjö stöðvaðir við vímuefnaakstur

Um klukkan 19 í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um slagsmál á bar í póstnúmerinu 108. Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu og þolandinn fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.

Keppast við að finna uppruna olíuleka í Mexíkó-flóa

Hreinsunarteymi á vegum fyrirtækis sem á og rekur olíuleiðslur keppast nú við að komast að uppruna olíuleka sem sést hefur á gervihnattamyndum af Mexíkó-flóa.

Hefur ekki hitt eina konu sem styður lögin

Íslensk kona búsett í Texas hefur þungar áhyggjur af umdeildum lögum sem banna nær alfarið þungunarrof í ríkinu. Hún telur meirihluta Texasbúa andsnúna lögunum.

Berjaspretta með besta móti víða: „Bara að mæta í móann og byrja að tína“

Það er gósentíð í bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð þar sem berjasprettan í ár þykir vera góð. Ein helsta berjatínslukona landsins hvetur landsmenn alla til að drífa sig í berjamó.

Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun

Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur.

Skyndiákvörðun poppara um að bruna í bæinn varð hröktum ferðalöngum mögulega til lífs

Tveimur rúmenskum karlmönnum var bjargað eftir miklar hrakningar í vonskuveðri eftir að bifreið þeirra varð alelda á miðri Kleifaheiði í gærkvöldi. Ökumaður sem ákvað að drífa sig suður um kvöldið segir það mildi að hann hafi fundið þá hjálparlausa á heiðinni.

Talibanar sakaðir um að myrða ólétta lögreglukonu

Vígamenn Talibana í Afganistan hafa verið sakaðir um að hafa skotið ólétta lögreglukonu til bana. Konan er sögð hafa verið komin átta mánuði á leið.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttast er að vatnshæð í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur.

Sér­sveitin kölluð á Kefla­víkur­flug­völl

Lögreglan á Suðurnesjum og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð á Keflavíkurflugvöll í dag eftir að tilkynning barst flugstöðvardeild lögreglunnar um torkennilegan hlut sem fannst í handfarangri farþega við vopnaleit. Munurinn reyndist að endingu hættulaus.

Engin lífs­hætta nema fólk lendi í sér­stökum að­stæðum

Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu.

Bíl­velta á Reykja­nes­braut

Engan sakaði þegar bíll valt á Reykjanesbraut við Elliðaárdal í dag.

Bændum í Skaft­ár­hreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið

Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt.

Gosið í einni lengstu pásunni hingað til

Eldvirkni í Fagradalsfjalli hefur legið í láginni frá því á fimmtudaginn. Þetta er ein lengsta pása sem eldgosið hefur tekið sér frá því að það hófst í mars, en er ekki nauðsynlega til marks um að það sé að klárast.

Sauðfé fækkar og fækkar í landinu

Sauðfé hefur ekki verið jafnfátt og nú í 160 ár. Stofninn telur aðeins um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur. Ástæða fækkunarinnar er fyrst og fremst hrun á afurðaverði.

Vöknuðu af værum svefni í Hlíðunum við sjúkraflug

Íbúar í Hlíðunum vöknuðu af værum svefni við þyrluflug yfir hverfið í nótt. Þarna var þyrla Landhelgisgæslunnar á ferð. Þyrlunni TF-GNA var flogið af stað á öðrum tímanum í nótt til að sækja veikan aðila á Barðaströnd.

Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf

Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum.

Hlaup hafið í Eystri-Skaft­ár­katli

Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur fest kaup á mörg hundruð þúsund hraðprófum. Þau ættu að geta byrjað að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi í kringum næstu helgi. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

22 greindust innan­lands í gær

Alls greindust 22 með kórónuveiruna innanlands í gær. Tíu voru fullbólusettir og tólf óbólusettir. Fjórtán voru í sóttkví við greiningu en átta utan hennar.

Bíllinn al­elda og ferða­mennirnir blautir og kaldir

Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti.

Reynd­u leng­i að vísa á­rás­ar­mann­in­um úr land­i

Yfirvöld á Nýja-Sjálandi reyndu um árabil að vísa manninum sem stakk sjö í verslunarmiðstöð í Auckland í vikunni úr landi. Það var eftir að Ahamed Aathil Mohamed Samsudeen, sem er nú á fertugsaldri, kom frá Sri Lanka sem flóttamaður.

Straumar og stefnur kosninga­bar­áttunnar á Sprengi­sandi

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá frá klukkan tíu til tólf í dag. Fyrstu gestir eru Lilja Alfreðsdóttir, Daði Már Kristófersson og Gunnar Smári Egilsson sem ætla að freista þess að draga fram og skýra helstu strauma og stefnur í þessari kosningabaráttu sem yfir stendur.

Víða von á vætu í dag

Búast má við suðlægum áttum og vætu á landinu í dag og á morgun. Lengst af verður þó þurrt norðaustanlands og tiltölulega heitt. Þá er útlit fyrir að kólna muni fyrir norðan.

Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan

Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum.

Þrír réðust á einn og rændu hann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í miðbænum. Þrír einstaklingar réðust þar á mann, veittu honum áverka og rændu hann. Í dagbók lögreglu segir að málið sé til rannsóknar.

Skoda Enyaq iV - rafjepplingur fyrir fjölskyldur

Skoda Enyaq iV er fimm manna rafjepplingur sem er ætlað að virka fyrir fjölskyldufólk og vera umhverfisvænn á meðan. Bíllinn er smekklega hannaður og vel samsettur, auk þess sem hann er rúmgóður.

Leynd verður aflétt af rannsóknargögnum FBI vegna hryðjuverkanna 11. september 2001

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að leynd skuli aflétt af nær öllum rannsóknargögnum sem urðu til við upprunalega rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september árið 2001.

Finnskir táningar í fangelsi fyrir hrottafengið morð

Þrír finnskir drengir á táningsaldri hafa verið dæmdir til langrar fangelsisvistar eftir að þeir voru fundnir sekir um hrottafengið morð á kunningja þeirra.

Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi

Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni.

Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi

Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi.

Góð og skemmtileg stemming í Hrútatungurétt

Fyrstu fjárréttir haustsins hófust í dag, meðal annars í Hrútatungurétt í Hrútafirði. Þar voru um fjögur þúsund fjár og bændur voru ánægðir með hvað lömbin komu væn og falleg af fjalli.

Sprenging í ofbeldistilkynningum til Íþróttabandalagsins

Sprenging hefur orðið í tilkynningum um ofbeldismál til Íþróttabandalags Reykjavíkur í ár miðað við árin á undan. Bandalagið hefur tilkynnt alvarlegustu málin til lögreglu og barnaverndar.

Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt

Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sprenging hefur orðið í tilkynningum um ofbeldismál til Íþróttabandalags Reykjavíkur í ár en þau hafa rúmlega fjórfaldast milli ára. Alvarlegustu málin hafa verið tilkynnt til lögreglu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sau­tján ára brota­þoli í kyn­ferðis­brota­máli þarf að koma fyrir dóm

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að sautján ára brotaþoli í kynferðisbrotamáli þurfi að koma fyrir dóm sem vitni.

Segir brandara frambjóðanda Flokks fólksins um Pólverja smekklausan með öllu

Brandari sem Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis hefur farið fyrir brjóstið á netverjum, sem segja brandarann vera dæmi um hatursorðræðu í garð Pólverja. Formaður samtaka Pólverja á Íslandi segir brandarann vera smekklausan með öllu, ummælin dæmi sig sjálf. Formaður Flokks fólksins hafði ekki heyrt af málinu en trúir því ekki að brandarinn hafi verið illa meintur hjá oddvitanum.

Bleiki fíllinn og Öfgar þakka ÍR og Haukum sýndan stuðning við þolendur

Bleiki fíllinn forvarnarhópur og Öfgar þakka knattspyrnuliðum ÍR og Hauka fyrir að sýna þolendum kynferðisofbeldi stuðning þegar liðin gengu inn á völlinn fyrir leik þeirra sem er nú í gangi.

Sáttur við gildandi takmarkanir

Forstjóri Landspítala segir gildandi samkomutakmarkanir áfram viðeigandi um sinn. Spítalinn sé áfram á tánum, þrátt fyrir að enginn sé á gjörgæslu. Heilbrigðisráðherra talar fyrir varfærnum skrefum í tilslökunum á næstunni.

Þurftu að skilja tveggja mánaða barn eftir þegar þau flúðu frá Kabúl til Ís­lands

Hjónin Zeba Sultani og Khairullah Yosuf, sem flúðu nýverið frá Afganistan til Íslands, þurftu að skilja tveggja mánaða son þeirra eftir í Afganistan. Ungt barn þeirra dó næstum því í öngþveitinu við flugvöllinn í Kabúl, þegar verið var að flytja Afgana sem þykja í hættu vegna yfirtöku Talibana frá landinu.

Segir valdarán í Samfylkingunni hafa skorið undan lýðræðinu

Birgir Dýrfjörð, stjórnarmaður í flokksstjórn og stjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir hreinsanir á lista flokksins eftir síðustu áramót hafa valdið mestu um fylgistap Samfylkingarinnar í Reykjavík-Suður.

Wpadł w kłopoty korzystając z Google Maps

Mężczyzna korzystając z aplikacji wpisał adres hotelu i wybrał najkrótszą, ale za to bardzo wyboistą i szutrową drogę do celu.

Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19

Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni.

Zagrożenie pożarowe we wschodniej Islandii

Od kilku tygodni we wschodniej Islandii jest susza, co zwiększa ryzyko powstawania pożarów.

Matar og menningarhátíð á Stokkseyri

Stokkseyri mun iða af lífi um helgina því þar hefur verið blásið til uppskeruhátíðar matar og menningar. Bændur verða með brakandi ferskt grænmeti á staðnum og listamenn sýna það sem þeir eru að fást við, meðal annars kuklsetur.

Björgunarsveitir noti dróna þegar of langt er í þyrluna

Óvenjumikið hefur verið um dauðsföll af slysförum á fjallendi í sumar. Sveinn Zoëga, formaður svæðisstjórnar Björgunarsveita á Austurlandi segir björgunarsveitir á Austurlandi hafa farið í þrjú útköll sem hafa endað illa í sumar.

Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega

Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Vísbendingar eru um aukna skjálftavirkni á svæðinu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Ráðherra vísar ásökunum Persónuverndar á bug

Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ásakanir Persónuverndar, þess efnis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafi leynt upplýsingum eða notað Persónuvernd sem skálkaskjól, hreinan rógburð.

Var mættur heim til fyrrverandi og réðst þar á nágrannakonu

Karlmaður sem réðst á konu í fjölbýlishúsi í Laugardal skömmu eftir miðnætti í nótt er einnig grunaður um heimilisofbeldi. Hann var mættur á staðinn til að vitja fyrrverandi unnustu sinnar og lét ófriðlega, að sögn lögreglu.

52 greindust smitaðir í gær

52 greindust smitaðir af Covid-19 á Íslandi í gær. 36 þeirra voru í sóttkví og sextán voru utan sóttkvíar.

Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli

Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu.

Bein útsending: Seinni dagur Fundar fólksins

Fundur fólksins heldur áfram í Vatnsmýrinni í dag. Stærstur hluti fundarins fer fram í Norræna húsinu og Grósku og verður í beinu streymi hér á Vísi.

Ökumenn fari varlega í roki í kvöld

Búast má við hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi í dag og eru ökumenn hvattir til að fara varlega þar. Það sama gildir um ökumenn sem eiga leið undir Hafnarfjall og um Reykjanesbraut.

Lög­maður Kol­beins segir réttar­gæslu­mann Jóhönnu hafa lagt til 300 þúsund krónur

Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar segir að réttargæslumaður Jóhönnu Helgu Jensdóttur hafi lagt til að Kolbeinn greiddi Jóhönnu 300 þúsund krónur í miskabætur. Vísar hann til tölvupósts frá réttargæslumanninum hvað þetta varðar.

Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur

Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni.

Án matar frá ferðamönnum fara apar ránshendi um heimili

Apar á Balí í Indónesíu herja nú á þorpsbúa og fara ránshendi um heimili í leit að mat. Faraldur Nýju kórónuveirunnar hefur valdið því að engir ferðamenn er á svæðinu sem gefa öpum reglulega mat eins og banana og hnetur og því hafa aparnir þurft að leita á önnur mið.

Ferðamaður fylgdi Google Maps og lenti í ógöngum

Erlendur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ þurfti aðstoð lögreglu eftir að hafa lent í ógöngum sem meðal annars má rekja til Google Maps. Maðurinn hafði slegið áfangastað sinn inn í forritið og fengið upp styttri leið að hótelinu.

Kona skölluð og henni hrint á stigaganginum

Ráðist var á konu á stigagangi við heimili hennar í Laugardalnum skömmu eftir miðnætti í nótt. Henni var hrint og hún skölluð í andlitið svo gleraugu hennar brotnuðu og hún fékk áverka í andlitið.

Land rís við Öskju

Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021.

Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip

Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár.

Hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast

Nokkrir dagar liðu á milli þess sem dómsmálaráðuneytið heimilaði notkun stafrænna ökuskírteina á kjörstað og þess að farið var að sannreyna þau með því að skanna þau í sérstöku forriti. Í millitíðinni voru þau tekin gild án skannans.

Þrí­hrygg­brotinn eftir að hafa reynt Sveppa­dýfuna

Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi.

Dómsmálaráðherra vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum í næstu viku. Hún vill koma lífinu í eðlilegt horf til lengri tíma.

Karlvígið í Bjarnareyjarfélaginu í Eyjum fallið

Karlvígið í Bjarnareyjarfélaginu í Vestmannaeyjum er nú endanlega fallið eftir að fyrsta konan var tekin formlega inn í félagið. Konan segist vilja gera strákahluti.

Furða sig á að geð­deild verði ekki á nýjum Land­spítala

Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill.

Skyndilega fáklædd fyrir utan Glæsibæ

Starfsfólk Hreyfingar og slökkvilið sýndu mikið snarræði þegar eldur kom upp í kjallara líkamsræktarstöðvarinnar í stórhýsinu Glæsibæ í morgun. Hundruð manna voru inni í Hreyfingu og mikill fjöldi fólks á hæðum læknamiðstöðvarinnar þar fyrir ofan.

Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi

Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist.

Ellefu rannsóknastofur Landspítala sameinaðar á einum stað

Framkvæmdir hófust við næst stærstu byggingu nýs Landspítala í dag þar sem allar rannsóknarstofur hans munu sameinast undir einu þaki. Heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans segja nýbyggingar hans eiga eftir að valda byltingu í starfsemi hans.

Missti níu bjóra og sterkt í hendur lög­reglu en slapp við refsingu

Ungur maður var í dag sýknaður af kröfum ákæruvaldsins um refsingu vegna brots á áfengislögum. Hann var hins vegar dæmdur til að sæta upptöku á níu bjórum og einni flösku af sterku áfengi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum í næstu viku. Enginn er á gjörgæslu vegna Covid-19 og yfirstandandi bylgja er á niðurleið.

Víða hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga

Nýliðinn ágúst var víða hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga. Til dæmis hefur aldrei verið hlýrra á Akureyri, Stykkishólmi, Bolungarvík, Hveravöllum og Grímsey.

Á erfitt með að hafa sam­úð með þreyttum læknum Land­spítala

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, segir að eitt stærsta vanda­mál Land­spítalans sé hve illa gangi að halda þar uppi góðri stemmningu. Vanda­mál spítalans séu mörg þannig vaxin að ekki sé hægt að laga þau með auknu fjár­magni einu saman.

Tengja hlýnun á norðurskautinu við fjölgun kuldakasta

Hlýnun norðurskautsins sem eru hluti af loftslagsbreytingum af völdum manna hefur tvöfaldað tíðni svonefndra heimskautalægða sem ganga yfir Norður-Ameríku undanfarin fjörutíu ár.

Land­spítalinn hættir að nota hrað­próf

Far­sótta­nefnd Land­spítalans hefur á­kveðið að hætta að nota hr­að­greiningar­próf til að prófa starfs­menn sína, sem eru með væg ein­kenni, fyrir Co­vid-19 og taka PCR-próf al­farið í notkun í staðinn. Í til­kynningu nefndarinnar segir að hrað­prófin séu verri kostur en PCR-próf.

Rennslið fer minnkandi í Skaftá

Rennsli hefur farið hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind síðustu klukkustundir. Rennslið 412 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14.30 í dag. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu.

Nýr fram­kvæmdar­stjóri Banda­lags ís­lenskra skáta

Helga Þórey Júlíudóttir tók í dag við sem nýr framkvæmdastjóri hjá skátunum og mun hún leiða breytingar á starfsemi Skátamiðstöðvar til að renna styrkari stoðum undir fræðslu, stuðning við dagskrá, miðlun og þjónustu við skátafélögin í landinu.

Slökkvi­lið kallað út vegna elds í íbúð í Breið­holti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í íbúð við Austurberg 20 í Breðholti um klukkan 14 í dag.

Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna

Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki.

Tóku skóflu­stungu að rann­sókna­húsi Nýs Land­spítala

Fyrstu skóflustungurnar að nýju rannsóknahúsi Landspítala við Hringbraut voru teknar um klukkan 14 í dag. Stefnt er að því að nýtt rannsóknahús verði tekið í notkun 2026.

Nýsköpun í matvælaframleiðslu efst á baugi á ráðstefnu Íslands og Singapúr

Útlit er fyrir að matarþörf heimsins muni tvöfaldast fyrir árið 2050.

Fagnar með nokkrum bjórum eftir að hafa hlaupa­hjólað í kring um landið

Tuttugu og sex ára Breti kláraði hringferð um landið á hlaupahjóli í dag. Hann segist alsæll með ferðina og stefnir á að fá sér nokkra íslenska bjóra til að fagna árangrinum.

Loft­gæði bötnuðu tíma­bundið í kórónu­veirufar­aldrinum

Svifryksmengun minnkaði umtalsvert, sérstaklega í borgum, þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn hægði á hagkerf heimsins. Þrátt fyrir samdráttinn var loftmengun víða enn yfir heilsuverndarmörkum.

Ný eldflaug sprakk í loft upp í fyrsta geimskotinu

Alpha, ný eldflaug bandaríska fyrirtækisins Firefly Aerospace, sprakk í loft upp skömmu eftir flugtak frá Kaliforníu í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem eldflaug af þessari gerð er skotið á loft en fyrirtækið hefur unnið að þróun þeirra í nokkur ár.

Hefði verið auð­velt að fremja kosninga­svindl

Möguleikinn á kosningasvindli í komandi alþingiskosningum var fyrir hendi með notkun falsaðra stafrænna ökuskírteina. Tækni til að sannreyna skírteinin var ekki tekin í notkun við kjörstaði fyrr en í byrjun vikunnar en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 13. ágúst.

Ekki vitað hvort og hvar 279 börn á grunnskólaaldri stunda nám

Ekki er vitað hvort eða hvar að minnsta kosti 279 börn á skólaskyldualdri stunda nám. Flest þeirra eru af erlendum uppruna og sveitarfélögin telja líklegt að flest þeirra séu búsett erlendis jafnvel þótt þau séu skráð til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá.

Haítí: Skortur á hreinu vatni ógnar hálfri milljón barna

Í kjölfar jarðskjálftans á Haíti í ágúst hefur nærri 60 prósent almennings á þessum svæðum ekki aðgengi að hreinu vatni.

Of­beldis­maður á skil­orði grunaður um kyn­ferðis­brot í Eyjum

Karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði, þar sem hann afplánar nú fyrri dóm. Hann var í fyrra dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Karlmaður, sem grunaður er um kynferðisbrot í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags, var dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás gegn þáverandi kærustu í fyrra. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Lögmaður Kolbeins spyr: Á hann skilið að missa æruna og lífsviðurværið?

Kolbeinn Sigþórsson stendur frammi fyrir því að missa lífsviðurværi sitt og vera útskúfaður úr samfélaginu vegna atviks sem átti sér stað fyrir fjórum árum og hann hefur gert upp og beðist afsökunar á.

Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann

Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi.

Tekinn undir á­hrifum, án réttinda og á stolnum bíla­­leigu­bíl

Lögregla á Suðurnesjum handtók fyrr í vikunni ökumann sem reyndist vera undir áhrifum fíkniefna, án ökuréttinda auk þess sem hann ók stolnum bílaleigubíl.

Grunaður um morðið á hinni sau­tján ára Birgitte Tengs árið 1995

Karlmaður á sextugsaldri liggur nú undir skjalfestum grun fyrir morðið á hinni sautján ára Birgitte Tengs í Karmøy í Noregi árið 1995. Maðurinn er einnig grunaður um morð á annarri konu, hinni tvítugu Tinu Jørgensen, í Stafangri fimm árum síðar.

Níu þúsund einkamál höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt

Um 9.000 einkamál hafa verið höfðuð vegna kynferðisofbeldis eftir að löggjafinn í New York ákvað að opna tveggja ára glugga þar sem þolendur gætu sótt rétt sinn jafnvel þótt fyrningarfrestur mála þeirra væri liðinn.

43 greindust með kórónu­veiruna í gær

43 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 27 þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 63 prósent nýgreindra. Sextán voru utan sóttkvíar, eða um 37 prósent.

Mannúðaraðstoð og þróunarsamvinna í Afganistan rædd á ráðherrafundi

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sat fundinn.

Hafa birt lista Flokks fólksins í Reykja­vík suður

Inga Sæland, formaður og stofnandi Flokks fólksins, skipar efsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hefur nú birt listann í heild sinni

Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu

Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess.

Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins

Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verður settur í Norræna húsinu klukkan 11. Stærstur hluti fundarins fer fram í Norræna húsinu og Grósku og verður í beinu streymi hér á Vísi.

Gul við­vörun gefin út fyrir Breiða­fjörð

Veðurstofan hefur verið gefin út fyrir Breiðafjörð vegna sunnan- og suðaustanhvassviðris á morgun.

Er sama þótt hann nái ekki kjöri og kallar Þórhildi Sunnu „krakkafjanda“

Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segist alveg sama þótt fólk kjósi hann ekki í alþingiskosningunum; hann hafi nóg annað fyrir stafni. Þá sé honum í blóð borið að vera ekki eins og aðrir og því tali hann hreint út um hlutina.

Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum

Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum.

Telja ekki brýna þörf á að heilbrigðir fái örvunarskammt

Sóttvarnastofnun Evrópu, ECDC, og Lyfjastofnun Evrópu, EMA, telja að í flestum tilvikum sé ekki talin brýn þörf á á örvunarskammti hjá fullbólusettu fólki.

Ráðherra sker upp herör gegn neyslu glaðlofts

Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur greint frá því að hún hyggist láta rannsaka áhrif notkunar ungmenna á nituroxíði, sem einnig er kallað glaðloft eða hláturgas. Til greina kemur að gera notkunina ólöglega.

Suga hyggst hætta sem for­sætis­ráð­herra

Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem flokksformaður Frjálslynda flokksins á landsfundi síðar í mánuðinum. Hann mun því hætta sem forsætisráðherra eftir um ár í embættinu.

Von á lægð að landinu í nótt

Nokkur stöðugleiki hefur verið í veðrinu undanfarna daga en um helgina er útlit fyrir breytingar á því.

Kia mest nýskráði framleiðandinn í ágúst

Flestar nýskráningar í ágúst voru á bílar framleiddir af Kia eða 143, Toyota var í örðu sæti með 134 nýjar bifreiðar nýskráðar. Hyundai í þriðja sæti með 77 nýskráningar.

Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur

Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur.

„Ofbeldisfullur öfgamaður“ skotinn til bana eftir hnífaárás í stórmarkaði

Lögregla á Nýja Sjálandi skaut mann til bana sem gerði hnífaárás í stórmarkaði í borginni Auckland í dag. Jacinda Ardern forsætisráðherra lýsti manninum sem „ofbeldisfullum öfgamanni“ og sagði árásina hryðjuverk.

Fólk festist og drukknar í bifreiðum og kjöllurum

Að minnsta kosti 45 hafa látist í úrhellisrigningu og flóðum í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir þörf á sögulega umfangsmiklum fjárfestingum til að takast á við loftslagsvandann sem steðjar að heimsbyggðinni.

Fór inn um ólæstar dyr á heimili í Kópavogi

Um klukkan 2 í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hafði farið inn um ólæstar dyr á heimili í Kópavogi og stolið yfirhöfn og síma. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og munum skilað til eigenda.

Báðir ökumenn undir áhrifum við árekstur bifreiðar og rafhlaupahjóls

Laust fyrir miðnætti í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðarslys á gatnamótum í miðborginni. Í ljós kom að bifreið hafði verið ekið á rafhlaupahjól með þeim afleiðingum að ökumaður hjólsins lenti á framrúðu bílsins.

KSÍ-málið bætist við þétta dagskrá á Fundi fólksins

Fundur fólksins hefst í dag og segir verkefnastjóri fundarins fólk ekki eiga að missa af neinum viðburði. Síðasti viðburður á þétta dagskrá er umræður Kvenréttindafélags Íslands um menninguna í íþróttahreyfingunni sem ber yfirskriftina Rauða spjaldið: Kynjamisrétti og ofbeldi í íþróttahreyfingunni.

Göngumaðurinn fannst látinn

Göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði í dag fannst látinn í hlíðum Strandartinds á áttunda tímanum í kvöld. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum.

Slíta öll tengsl við þáttinn í kjölfar umdeildra ummæla

Domino‘s, Thule og Coca Cola hafa slitið samstarfi sínu við íþróttahlaðvarpið The Mike Show í kjölfar gagnrýni á orðræðu þáttastjórnenda. Varða athugasemdirnar meðal annars ummæli sem stjórnendur létu falla um mál KSÍ og ásakanir á hendur landsliðsmönnum.

Hafa litlar áhyggjur af Skaftá á meðan stóri ketill hleypur ekki

Hlaupið í Skaftá virðist hafa náð hámarki og veldur bændum í Skaftártungu litlum áhyggjum. Öðru máli gegnir um ef eystri sigketillinn í Skaftárjökli hleypur í kjölfarið.

Alger stakkaskipti á göngusvæðum í miðborginni

Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar.

Hátt í sjö­tíu björgunar­sveitar­menn leita fjall­göngu­manns á Aust­fjörðum

Leit stendur yfir af manni sem lagði af stað í fjallgöngu á Strandatindi á Seyðisfirði í morgun. Maðurinn er einn á ferð en óskað var eftir aðstoð lögreglu þegar félagar hans misstu við hann símasamband um hádegisbil.

Fjögur ný ABBA lög og plata í nóvember

Superbandið ABBA tilkynnti útkomu nýrrar plötu í dag eftir fjörtíu ára hlé og tónleika í leikvangi sem byggður verður sérstaklega fyrir ABBA í Lundúnum. Fyrsta lagið var frumflutt um allan heim á YouTube í dag.

Skyndifundur í Skaftártungu af ótta við þjóðgarðsstækkun

Bændur í Skaftártungu og Álftaveri fjölmenntu til skyndifundar í gærkvöldi af ótta við að umhverfisráðherra hyggist fyrir komandi kosningar stækka Vatnajökulsþjóðgarð yfir afréttarlönd þeirra í Skaftárhreppi. Þeir krefjast þess að málinu verði frestað.

Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“

Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið.

Krefjast að kyn­ferðis­af­brota­málum verði ekki pakkað ofan í skúffu

Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn og samtökin Öfgar efndu til samstöðufundar við Laugardalsvöll til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis í dag.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins - þar sem hann hafnar því að hafa beitt þær ofbeldi.

Vara við því að kveikja eld vegna þurrka

Almannavarnanefnd Austurlands hefur varað við því að opnir eldar verði kveiktir. Þá eru íbúar hvattir til að fara varlega í notkun gas- og kolagrilla auk verkfæra sem geta gefið frá sér neista.

Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman

KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi lands­leikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýska­landi þó reglu­gerð sem heimili að 500 manns komi saman á við­burðum taki gildi á morgun.

Herða tökin á sjónvarpsstöðvum og banna „kvenlega“ leikara

Yfirvöld í Kína hafa skipað sjónvarpsstöðvum þar í landi að ráða ekki listamenn sem þykja of kvenlegir og hafi rangar pólitískar skoðanir. Þau beri forsvarsmönnum sjónvarpsstöðvanna að byggja upp andrúmsloft sem ýti undir ættjarðarást.

Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili

Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir.

Minnst tuttugu og tveir látnir í New York og New Jersey

Minnst 22 eru látnir vegna gífurlegrar rigningar sem gengið hefur yfir New York og New Jersey á austurströnd Bandaríkjanna. Meðal hinna látnu er tveggja ára drengur.

Einn í haldi vegna kyn­ferðis­brots í heima­húsi í Eyjum

Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík.

Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum

Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns.

Ofsaveður sífellt algengari en mannskaði minnkar

Í skýrslunni er staðhæft að veðurfarslegar hörmungar hafi orðið að jafnaði hvern einasta dag á síðustu hálfri öld.

Mál Kristjáns Gunnars fellt niður endanlega

Ríkissaksóknari hefur endanlega fellt niður mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristján var hnepptur í gæsluvarðhald í lok árs 2019 vegna gruns um frelssisviptingu og brot gegn þremur konum.

Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig

Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum.

Bein út­sending: Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Ríkissaksóknari hefur endanlega fellt niður mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristján var hnepptur í gæsluvarðhald í lok árs 2019 vegna gruns um frelssisviptingu og brot gegn þremur konum. Fjallað er um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Meira en tvöfalt fleiri á móti sjókvíaeldi en með því

Almenningur er mun neikvæðari í viðhorfi sínu til laxeldis í sjókvíum við Ísland heldur en til landeldis. Ekki nema tæp 22 prósent segjast vera fremur eða mjög hlynnt sjókvíaeldi við strendur landsins.

„Ekki vírusinn sem er vanda­málið heldur stefnu­leysi yfir­valda“

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir það mikil vonbrigði fyrir íslenska tónlistariðnaðinn að samkomutakmarkanir séu enn svo strangar.

Hlaupið gæti hafa náð há­marki sínu

Ekki er ólíklegt að hlaupið í Skaftá hafi náð hámarki sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni en þar segir að rennslið hafi verið nokkuð stöðugt síðustu klukkustundir og mælist nú um 520 rúmmetrar á sekúndu.

Innflutningur á ivermectin tífaldast í Ástralíu og fleiri neita að svara um notkun þess

Sífellt fleiri viðskiptavinir neita að upplýsa lyfjafræðinga um það við hverju þeir fengu ávísað lyfjum sem innihalda ivermectin. Þetta segja samtök ástralskra lyfjafræðinga, sem hafa ráðlagt félögum sínum að fylgjast grannt með sölu ivermectin.

54 greindust smitaðir í gær

54 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands á síðasta sólarhring. Af þeim voru 29 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 25 voru utan sóttkvíar.

Bein út­sending: Mál­þing um að­gengi sál­fræði­þjónustu fyrir fram­halds­skóla­nema

MálþingSambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) stendur fyrir málþingi í dag um stöðu geðheilbrigðismála framhaldsskólanema. Málþingið hefst klukkan 10:30 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á spilara að neðan.

Iceland Airwaves frestað til ársins 2022

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hátíðin mun því fara fram dagana 2. til 5. nóvember 2022.

Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt

Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald.

Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku

Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman.

Þýskir Jafnaðar­menn á mikilli siglingu

Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi.

Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast

Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið.

Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta

Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin.

Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi.

Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum

Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum.

Fimmta kynslóð Kia Sportage hönnuð fyrir Evrópumarkað

Kia frumsýndi í gær fimmtu kynslóð hins vinsæla Sportage sem verið hefur einn söluhæsti bíll bílaframleiðandans undanfarin ár. Nýr Kia Sportage er sérstaklega hannaður fyrir Evrópumarkað því í fyrsta skipti í 28 ára sögu Sportage kemur sérstök Evrópu útfærsla af bílnum.

NASA leitar hugmynda um tungljeppa

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður.

Neyðarástand í New York vegna úrhellis og flóða

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York-borg vegna gríðarlegs úrhellis og flóða vegna hitabeltisstormsins Ídu, sem hefur fikrað sig norður austurströnd Bandaríkjanna síðustu daga.

Skýjað og súld sunnan- og vestan­lands

Reikna má með áframhaldandi hægum vindi og þurrki á norðausturhluta landsins en sunnan þrír til átta metrar á sekúndu, skýjað og súld með köflum sunnan- og vestanlands.

Hótelgestur réðst á starfsmann sem reyndi að koma honum til aðstoðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tvívegis kölluð til í nótt vegna einstaklinga í annarlegu ástandi. Um klukkan 23 var maður handtekinn í póstnúmerinu 108 fyrir að reyna að komast inn í bifreiðar. Þegar það gekk ekki sparkaði hann í bílana.

Eldur kviknaði í Hátúni

Eldur kviknaði í íbúðarhúsnæði í Hátúni í Reykjavík í kvöld. Gekk greiðlega að ná niðurlögum eldsins sem var bundinn við eitt herbergi.

Bíll valt á Reykjanesbraut

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut við Straumsvík í dag með þeim afleiðingum að bílinn valt.

Gætu lamað varnir Taívans í skyndi

Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans.

„Ég styð þolend­ur, alltaf allsstaðar“

Klara Bjartmarz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, segir að síðustu dagar hafi verið henni erfiðir. Enginn eigi að efast að hún standi ávallt við bakið á þolendum ofbeldis.

Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins

Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum.

Efasemdarmönnum gengur hægt að safna undirskriftum

Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19.

Heitt vatn flæddi upp úr götum í Hafnarfirði

Heitt vatn flæddi upp úr götum í Hafnarfirði þar sem leki hefur komið upp í heitavatnslögnum við Hlíðarberg, Vesturgötu og Öldugötu. Slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi en ekki sést lengur vatn á yfirborði.

Hafró geri ráð fyrir að allt að 72 þúsund eldis­laxar sleppi

Lax­eldis­fram­leiðsla á Ís­landi hefur meira en fjór­faldast á síðustu fimm árum. Stofnandi fisk­eldis­fyrir­tækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjó­kvíum.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hlaup er hafið í Skaftá og hafa almannavarnir lýst yfir óvissustigi vegna hættu á brennisteinsmengun. Kristján Már Unnarsson er kominn á vettvang og sýnir frá aðstæðum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ráðherra kannast ekki við vandamál hjá Brjóstamiðstöðinni

Svandís Svavarsdóttir segist ekki hafa haft upplýsingar um að 1.400 konur bíði nú niðurstaða eftir brjóstamyndatöku í ágústmánuði. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag mættu 280 af þeim konum í myndatöku vegna einkenna.

Harmar það að Kol­beinn saki hana um lygar

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist harma það að Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, saki hana um lygar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu.

Þórhildur Sunna telur Katrínu skreytta stolnum fjöðrum í baráttu gegn kynferðisbrotum

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, bera sína ábyrgð þegar kynferðisbrot eru annars vegar.

Kannast hvorki við að hafa beitt konurnar of­beldi né á­reitt

Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur borið á hann. Hann segist ekki kannast við að hafa áreitt hana eða vinkonu hennar og neitar sök. Hegðun hans hafi hins vegar ekki verið til fyrirmyndar og hann beðið konurnar afsökunar.

Norður-Kórea af­þakkar kínverskt bólu­efni

Norður-Kórea hefur afþakkað þrjár milljónir bóluefnaskammta gegn Covid-19 frá kínverska lyfjarisanum Sinovac. Norðurkóresk stjórnvöld segja að frekar eigi að senda bóluefnaskammtanna til landa þar sem staðan vegna veirunnar er alvarleg.N

KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar

BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið.

Telja tæpan þriðjung trjá­tegunda á jörðinni í út­rýmingar­hættu

Nærri því þriðja hver trjátegund á jörðinni er nú í hættu á að þurrkast út, fyrst og fremst vegna atgangs manna. Hundruð tegunda eru sögð í bráðri útrýmingarhættu í nýrri skýrslu breskra gróðurverndarsamtaka.

Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19

Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu.

Sac­kler fjöl­skyldan gæti misst Pur­du­e Pharma í dag

Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi.

Þrefalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík

Óhætt er að segja að veðurgæðunum hafi verið misskipt hér á landi þetta sumarið. Þannig hafa svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík verið þrefalt færri á tímabilinu maí-ágúst í ár en á Akureyri. Allir dagar í ágústmánuði nema einn náðu að uppfylla viðmið fyrir sumardag á Akureyri.

Ragn­hildur Helga­dóttir nýr rektor HR

Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár.

Tekist á um laxeldi í Pallborðinu

Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum.

Fanga­vörður á Litla-Hrauni greindist smitaður

Fangavörður á Litla-Hrauni greindist smitaður af kórónuveirunni í fyrrakvöld. Hann er nú í einangrun og hafa tveir fangaverðir til viðbótar verið sendir í sóttkví.

Al­manna­varnir lýsa yfir ó­vissu­stigi vegna Skaft­ár­hlaups

Vísbendingar eru um að hlaup sé hafið í Skaftá. Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo sólarhringa og vatnshæð árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Einnig hafa borist tilkynningar um brennisteinslykt í nágrenni Skaftár og Hverfisfljóts.

Ekkert lesið úr brjóstamyndum í ágúst: Íslensku læknarnir hættir og búið að semja við danskt fyrirtæki um úrlestur

Landspítalinn hefur samið við danska fyrirtækið Senologia ApS um heildarþjónustu í brjóstamyndgreiningu. Báðir íslensku læknarnir sem sinntu starfinu hættu í sumar vegna gæðamála og engin úrlestur fór fram í ágústmánuði.

Blýblandað bensín heyrir sögunni til

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) hefur verið í forystu í baráttunni fyrir blýlausu bensíni.

Arnþrúður og Reynir mætast í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs í máli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpskonu. Reynir fær því að áfrýja dómi Landsréttar í málinu.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Landspítala verður veitt aukið fjármagn til að ráða inn fleira starfsfólk á gjörgæsludeild. Forstöðumaður gjörgæslunnar fagnar því að stjórnvöld hafi hlustað á ákall spítalans og segir þetta hafa mikla þýðingu fyrir deildina.

Tóku þátt í her­ferð um fram­línu­fólk í heims­far­aldri en enduðu í sótt­kví

Allir sem tóku þátt í myndatöku fyrir nýja herferð Bandalags háskólamanna, Læknafélags Íslands og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga enduðu í sóttkví eftir að einn þátttakenda greindist smitaður af kórónuveirunni. Herferðinn fjallar um mikilvægi háskólamenntaðra í heimsfaraldri, fólks sem staðið hefur framlínuvakt á tímum Covid.

67 greindust smitaðir í gær

Síðasta sólarhringinn greindust 67 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 38 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 29 var utan sóttkvíar.

Tommi á Búllunni og Kol­brún leiða lista Flokks fólksins í Reykja­vík norður

Flokkur fólksins hefur kynnt framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Tómas A. Tómasson, eða Tommi kenndur við Búlluna, leiðir lista flokksins í kjördæminu. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og sálfræðingur, skipar annað sæti á listanum.

Páfi hafnar fréttum um að hann ætli að segja af sér

Frans páfi segir ekkert hæft í fréttum ítalskra fjölmiðla um að ætli að segja af sér á næstunni. Hann lifi nú fullkomulega eðlilegu lífi eftir ristilaðgerð sem hann gekkst undir í júlí.

Gat upp­götaðist á sjó­kví í Arnar­firði

Gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Haganes í Arnarfirði uppgötvaðist við neðansjávareftirlit síðastliðinn fimmtudag.

Á­kærður fyrir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot og peninga­þvætti

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann er ákærður fyrir að hafa meðal annars staðið að innflutningi tæpra 660 gramma af kókaíni, fyrir vörslu fíkniefna og peningaþvætti.

W Seyðisfjörður znaleziono relikty osady rybackiej

Wykopaliska archeologiczne prowadzone w Seyðisfjörður, są obecnie jednymi z największych tego typu projektów prowadzonych na Islandii.

Kemur Klöru til varnar og segir ÍTF „karlaklúbb“ í hagsmunabaráttu fyrir ríkustu félögin

Klara Bjartmarz er „femínisti, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa“.

Lárus Sigurður tekur við for­mennsku í Garð­yrkju­fé­laginu

Lárus Sigurður Lárusson var kjörinn nýr formaður Garðyrkjufélags Íslands á aðalfundi félagsins í gærkvöld.

Verðlaunaður fyrir „byltingarkennda nýjung“ í leit að fjarreikistjörnum

Guðmundur Kári Stefánsson, íslenskur stjarneðlisfræðingur, hefur verið sæmdur verðlaunum í Bandaríkjunum fyrir sinn þátt í að þróa nýja tækni sem gerir nákvæmar mælingar á fjarreikistjörnum frá jörðu niðri mögulegar. Nóbelsverðlaunahafi og yfirmaður stjarneðlisfræðideildar NASA eru á meðal þeirra sem hafa áður unnið verðlaunin.

Þungunar­rof ó­heimilt eftir um sex vikna með­göngu í Texas

Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum.

Biden ver ákvörðunina um að yfirgefa Afganistan

Joe Biden Bandaríkjaforseti varði þá ákvörðun að kalla alla hermenn heim frá Afganistan í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi.

Á­fram leika hlýjar suð­lægar áttir um landið

Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu.

Sífellt fleiri fórnar­lömb lands­liðs­manna leita til Þór­hildar sem vill að Klara víki

Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns.

Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón

Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast.

Glæru pokarnir til Per­sónu­verndar: Ó­nýtt kyn­lífs­leik­fang „flokkast bara sem raf­tæki“

Ónefndur einstaklingur hefur klagað Sorpu til Persónuverndar vegna nýrra regla sem kveða á um að skila verði óflokkuðum úrgangi, það er að segja úrgangi sem er urðaður, í glærum plastpokum.

Heimilisfaðir gengst við fíkniefnaræktun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem grunaður er um líkamsárás og brot á vopnalögum. Þolandinn er sagður hafa hlotið minniháttar áverka.