Vísir.is


Breytingar á skimunum muni hafa jákvæð áhrif á ferðavilja

Ferðamálastjóri segir ákvörðun um að hætta að skima bólusetta á landamærunum vafalaust eiga eftir að auka ferðavilja erlendra ferðamanna til landsins. Hvers kyns takmarkanir hafi óhjákvæmilega áhrif.

Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið

„Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Aldrei hafa fleiri konur verið í forystu í Sjálfstæðislokknum og nú. Þær leiða í helmingi kjördæma eftir sigur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi í gær. Við ræðum við ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Silja Dögg afþakkar þriðja sætið

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar fyrsta sæti lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.

Lík­fundur í Belgíu: Talið vera af hættu­lega her­manninum

Lík fannst í Belgíu í dag. Það er talið vera af hermanninum Jurgen Conings sem hvarf í Belgíu fyrir mánuði síðan, eftir að hafa stolið talsvert mikið af vopnum. Talið var að Conings hafi farið inn í skóg í felur.

Gagn­rýnir að­komu Boga Nils að aug­lýsingu Kvenn­réttinda­fé­lagsins

Sólveig Anna Jónsdóttir gagnrýnir aðkomu Boga Nils Bogasonar að auglýsingu Kvenréttindafélags Íslands. Hún sakar hann um að hafa leitt aðför gegn kvennastétt fyrir ári síðan.

Astra-dagur verður líklega að Janssen-degi

Fyrirhugaðri bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á fimmtudag verður líklega frestað fram í vikuna á eftir, þar sem útlit er fyrir að efnið berist ekki til landsins í tæka tíð. Stefnt er að því að bólusetja í það minnsta tuttugu þúsund með bóluefnum Janssen og Pfizer á þriðjudag og miðvikudag – og mögulega verður bætt við Janssen-degi á fimmtudag.

Slasaði svif­vængjamaðurinn fluttur á brott með þyrlu

Allar björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag vegna slasaðs svifvængjamanns á Búrfelli í Þjórsárdal. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang á þriðja tímanum og hlúðu að konunni, sem flutt var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala í Fossvogi.

Fannst látin eftir að hafa sest upp í bíl með ó­kunnugum

Lík bandarískrar konu fannst um helgina í skógi austan við Moskvu í Rússlandi. Konan hvarf þann 15. júní síðastliðinn eftir að hafa sest upp í bíl með ókunnugum. Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið karlmann vegna málsins.

Fagnar góðu gengi kvenna í prófkjörum flokksins

Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna fagnar góðum árangri kvenna í prófkjörum flokksins fyrir komandi kosningar. Kynjahlutföll oddvitanna í kjördæmunum sex eru jöfn og útlit er fyrir að sjö konur muni taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn á næsta kjörtímabili, haldi flokkurinn fylgi sínu.

Eldfjallateppi heklað sem rúmteppi á 280 klukkutímum

Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sem býr í Luton í Bretlandi er ótrúlega manneskja þegar kemur að handverki en hún var að ljúka við að hekla rúmteppi með myndum af gosinu á Reykjanesi. Ragnheiður er fædd og uppalinn á Snæfellsnesi en flutti í Breiðholti á unglingsárum og flutti svo til Bretlands þar sem hún býr í dag.

Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna

Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum.

Ætlar að hjóla 400 kíló­metra með höndunum

Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson hyggst hjóla 400 kílómetra á innan við sólarhring í næstu viku. Tilgangurinn með afrekinu er að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og að safna fyrir fjórum rafmagnsfjallahjólum fyrir hreyfihamlaða.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar ferðumst við til Norðvesturkjördæmis en prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, og jafnframt því síðasta í flokknum, lauk með sigri ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í gær. Konur leiða nú lista flokksins í þremur kjördæmum.

Tyggjók­lessu­hreinsari Reyk­víkingur ársins

Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum.

Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu

Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist.

Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir sam­særis­kenningar

Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið.

Sprengi­sandur: MeT­oo, upp­sagnir á Akur­eyri og hræðsla við Kína

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Hildi Fjólu Antonsdóttur, doktor í réttarfélagsfræði, til að ræða MeToo og rannsóknir sínar á stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum.

Nýr olíu­akur ógnar lífi 130 þúsund fíla

Tugir þúsunda afrískra fíla eru í hættu vegna áforma um að bora fyrir olíu á svæði sem talið er meðal síðustu ósnertu svæða í álfunni. Ætlunin er að olíuakurinn teygi sig frá Namibíu yfir til Botnsvana, sem myndi koma öllu lífríki, og samfélögum, á svæðinu úr jafnvægi.

Þúsundir tóku þátt í gleði­göngu í Pól­landi

Þúsundir gengu í gleðigöngu í Varsjá í gær og var þetta stærsti hinseginviðburður í sögu Póllands. Gangan er talið merki um andstöðu gegn yfirvöldum en hinseginréttindum hefur farið mikið aftur undanfarin ár.

Einn lést í gleðigöngu í Flórída

Einn er látinn og annar særður eftir að pallbíl var ekið inn í hóp fólks sem tók þátt í gleðigöngu í Flórída í gærkvöld. Bíllin var hluti af gleðigöngunni og búið var að skreyta hann með regnbogafánum.

Þór­dís Kol­brún bar sigur úr býtum í próf­kjörinu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, sem einnig sóttist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu, hafnaði í öðru sæti.

Eftirför, líkamsárásir og vegabréfaþjófnaður

Lögregla átti í eftirför á áttunda tímanum í gærkvöldi eftir að ökumaður bifreiðar stansaði ekki þegar lögregla gaf merki um það með bláum ljósum og hljóðmerkum. Bílnum var ekið yfir gras og eftir gangstéttum en stoppaði að lokum og reyndi þá ökumaðurinn að hlaupa af vettvangi. Ökumaðurinn, sem er ung kona, var handtekin og er hún grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Renault Zoe - eins og félagsheimilið í Með allt á hreinu

Renault Zoe er fimm manna rafdrifinn borgarbíll. Hann er smekklega hannaður og staða ökumanns er afburðagóð. Drægnin er í ofanálag mjög fín. Zoe er meiri bíll en svo að hægt sé að kalla hann borgarsnattara, eins og flokkunin gefur til kynna. Hann er þéttur og góður og því vel hæfur til langkeyrslu.

Haraldur fer upp um sæti sam­kvæmt nýjustu tölum

Nýjustu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi voru birtar nú rétt í þessu. Haraldur Benediktsson er nú í öðru sæti, en samkvæmt fyrstu tölum var hann í því þriðja.

Lúxussnekkjan kveður Ísland

Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar.

Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur

Fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið birtar. Þórdís Kolbrún er með flest atkvæði.

Lést vegna öku­níðinga á rafs­kútu

Ung kona lést á miðvikudaginn í París eftir að tvær konur keyrðu á hana á rafskútu. Lögreglan í París leitar nú að konunum tveimur.

Saumar þjóðbúninga á færibandi á Hvolsvelli

Ragnhildur Birna Jónsdóttir á Hvolsvelli er engin venjulega kona þegar kemur að saumaskap því hún hefur saumað á annan tug þjóðbúninga á sitt fólk. Hún segir saumaskap veita sér hugarró.

Varnarvirki í bígerð til að verja Grindavíkurbæ

Unnið er að hönnun varnarvirkja ef ske kynni að hraun úr Geldingadölum færi í átt að Grindavíkurbæ eða Reykjanesbraut. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir missi af Suðurstrandarvegi en að það hefði orðið of kostnaðarsamt að verja hann.

Telur sig heppna að vera á lífi eftir að hafa misst aleiguna í eldsvoða

Íslensk kona búsett í New York segist heppin að vera á lífi eftir að hún missti aleiguna í eldsvoða aðfaranótt sautjánda júní.

Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta

Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Prófessor í ónæmisfræði gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hætta að skima bólusetta á landamærum. Enn sé hætta sé á öðrum faraldri.

Kven­sjúk­dóma­læknar gagn­rýna skýrslu um skimanir

Stjórn Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hefur gefið úr tilkynningu þar sem hún gagnrýnir skýrslu sem Haraldur Breim vann fyrir heilbrigðisráðherra um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini.

Forsetahundurinn Champ er allur

Í tilkynningu frá forsetahjónum Bandaríkjanna kemur fram að hundurinn Champ sé látinn.

Eitrað fyrir öðrum ketti í Heiðargerði

Eigandi kattar sem eitrað var fyrir í vikunni segir annan kattaeigenda hafa tilkynnt sér um eitrun.

Sex ára fangelsi fyrir manndráp með samúræjasverði

Þýskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að svipta kærustu sína lífi með samúræjasverði.

Enn langt í að jafnrétti verði náð að fullu

Hundrað og fimm ár eru í dag frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir mikilvægt að fagna þessum degi en bendir á að enn sé langt í að jafnrétti sé að fullu náð.

Ekki hissa á hópuppsögnum á hjúkrunarheimilum

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, kallar eftir því að Akureyrarbær taki við rekstri öldrunarheimila í bæjarfélaginu. Hann segir það hafa verið fyrirséð að fólki yrði sagt upp þegar einkarekna fyrirtækið Heilsuvernd tók við rekstri hjúkrunarheimila í apríl og telur eðlilegt að þjónusta af þessu tagi sé á forræði ríkis og sveitarfélaga. Tæplega þrjátíu starfsmenn Heilsuverndar hafa misst vinnuna á undanförnum dögum

Hrútur olli miklum skemmdum á Þingvöllum

Mannýgur hrútur olli miklu tjóni á Þingvöllum í vikunni þegar hann stangaði rúðu á gestastofunni á Þingvöllum. Morgunblaðið greindi frá atvikinu í morgun.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður meðal annars fjallað um hópuppsagnir á hjúkrunarheimilum á Akureyri og brautskráningar kandídata.

Hart barist um oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lýkur í dag. Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gefa bæði kost á sér í oddvitasætið.

Raisi sigurvegari í Íran

Ebrahim Raisi bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Íran. Níutíu prósent atkvæða hafa verið talin og Raisi hefur hlotið rúmlega helming þeirra.

Bein út­sending: Met­fjöldi út­skrifast úr HÍ og HR í dag

Aldrei hafa fleiri kandídatar útskrifast úr Háskóla Íslands en í dag. Meira en 2.500 munu taka við grunn- eða framhaldsprófsskírteinum sínum í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag. Eins er metfjöldi kandídata að útskrifast úr Háskólanum í Reykjavík, eða 700 manns.

Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði

Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum.

Palestínu­menn af­þakka bólu­efni frá Ísrael

Palestínsk yfirvöld hafa dregið sig út úr samningi við Ísrael en samkvæmt honum átti Palestína að fá minnst milljón skammta af Covid-19 bóluefni. Palestínumenn segja Pfizer-skammtana of nálægt því að renna út.

Sam­einuðu þjóðirnar kalla eftir vopna­sölu­banni á Mjanmar

Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs.

Hundi rænt fyrir utan verslun í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Ung kona var handtekin í nótt grunuð um að hafa rænt hundi, hvers eigandi hafði bundið hann fyrir utan búð í Breiðholti sem hann var að versla í. Konan var vistuð í fangageymslu fyrir rannsókn málsins í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Til­laga um Pál í heiðurs­sætið var felld

Til­laga um að Páll Magnús­son tæki heiðurs­sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi fyrir komandi þing­kosningar var felld með yfir­gnæfandi meiri­hluta á kjör­dæmis­ráði flokksins síðasta laugar­dag.

Bóluefnið sem brást

Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots.

Fær um níu milljónir frá Arion banka

Landsréttur hefur dæmt Arion banka til að greiða fyrrverandi starfsmanni bankans um níu milljónir króna vegna fyrirvaralausrar uppsagnar árið 2016. Uppsögnin var að mati starfsmannsins ólögmæt og meiðandi í hans garð, en bankinn taldi starfsmanninn hafa brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum.

Perlugestir geta tekið flugið niður í Öskjuhlíð

Gestir Perlunnar munu geta ferðast á allt að fimmtíu kílómetra hraða niður í Öskjuhlíð þegar svokölluð fluglína verður tekin þar í notkun.

Langreyndir starfsmenn látnir fara í hópuppsögn eftir einkavæðingu

Heilsuvernd ehf., einkafyrirtæki sem tók við rekstri hjúkrunarheimila fyrir Sjúkratryggingar Íslands á Akureyri í aprílmánuði, hefur á undanförnum dögum sagt upp á þriðja tug starfsmanna öldunarheimilanna.

Ætla að búa saman í Nornahúsi einungis ætluðu konum á besta aldri

Fimm vinkonur ætla að búa saman í svokölluðu Nornahúsi sem mun rísa í stað hússins sem brann á Bræðraborgarstíg í fyrra. 25 íbúðir verða í húsinu og geta því fleiri bæst í hópinn en íbúðirnar verða einungis seldar konum yfir sextugt.

Af­létting sótt­varna­reglna á landa­mærum metin í lok mánaðar

Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin.

Ferða­mennirnir miður sín og í far­sóttar­húsi

Ferðamenn sem greindust með Delta-afbrigði kórónuveirunnar í vikunni eru miður sín, að sögn yfirlæknis. Þá beri að hafa í huga fyrir veisluhöld helgarinnar að stór hluti yngri aldurshópa sé aðeins hálfvarinn.

Sagt upp 64 ára eftir 20 ár í starfi

Sextíu og fjögurra ára gamalli konu með 20 ára starfsreynslu var sagt upp störfum á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri á dögunum, en ætla má að uppsögnin sé liður í hagræðingaraðgerðum nýrra rekstraraðila heimilisins, sem tóku við fyrir skemmstu.

„Menn eru búnir að reyna þetta mjög lengi“

Líkan Íslenskrar erfðagreiningar, sem spáir fyrir um það hversu langt fólk á eftir ólifað, er nákvæmara en öll önnur sambærileg líkön, að sögn forstjóra. Líkanið hafi þó talsvert meira forspárgildi hjá þeim eldri en yngri.

Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg

Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá fyrirhuguðum áætlunum yfirvalda vegna hraunflæðis sem stefnir að Suðurstrandavegi. Yfirvöld hafa valið að leyfa hrauninu að flæða yfir Suðurstrandaveg en ætla að reyna að verja Grindavíkurbæ, Grindavíkurveg og Reykjanesbraut.

Björn særði fjögur í Japan

Villtur skógarbjörn gekk laus í Sapporo, í norður Japan, í dag. Björninn særði fjóra áður en hann var skotinn til bana.

Landsréttur lækkar bætur í Shaken Baby-máli

Landsréttur hefur staðfest skaðabótaskyldu Reykjavíkurborgar gagnvart fjögurra manna fjölskyldu í máli sem hefur verið kennt við Shaken Baby-heilkenni. Fjölskyldunni hafði verið dæmdar samtals átta milljónir króna í skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur ákvað að lækka skaðabæturnar í samtals fjórar milljónir króna.

Skipstjóri sviptur skipstjórnarréttindum vegna siglingar undir áhrifum fíkniefna

Landsréttur staðfesti í dag sakfellingardóm yfir skipstjóra sem gerðist sekur um að stýra fiskiskipi undir áhrifum tetrahýdrókannabínóls og metýlfenídats.

Sýknaður í Landsrétti eftir sextán ára dóm í héraði

Lithái á sextugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru fyrir að hafa banað landa sínum á svipuðu reki í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Karlmaðurinn, Arturas Leimontas, var sakfelldur fyrir manndráp í héraðsdómi í janúar og dæmdur í sextán ára fangelsi.

Sex mánaða fangelsi fyrir að stinga kærasta fyrrverandi kærustu

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fíkniefnabrot.

Akcja ratunkowa na jeziorze Þingvallavatn

Trzy młode dziewczyny znalazły się w niebezpieczeństwie, kiedy ich łódź zaczęła nabierać wody.

Imprezowy weekend, na który wszyscy czekają

Gdy ograniczenia dotyczące spotkań zostały znacznie złagodzone, a szczepienia postępują dobrze, nadszedł czas na organizowanie długowyczekiwanych przyjęć.

Enginn stuðningur fylgir samþykkt þings um aukna sálfræðiþjónustu

Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, veltir því fyrir sér hvort einróma samþykktir Alþingis um greiðsluþátttöku ríkisins sé sýndargjörningur.

Borgar­byggð er sýkn af 60 milljóna króna kröfu brott­rekins sveitar­stjóra

Héraðsdómur Vesturlands kvað í dag upp dóm þess efnis að Borgarbyggð væri sýkn af öllum kröfum Gunnlaugs Auðuns Júlíussonar.

Flutningsskipið sem strandaði komið til hafnar

Flutningsskip Eimskip sem strandaði í Álasundi í Noregi í gær er komið til hafnar. Níu manns voru um borð en enginn slasaðist.

Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið

Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér.

Þjóðgarðsvörður segir stúlkurnar heppnar að vera enn á lífi

Stúlkurnar þrjár sem komust í hann krappann á uppblásnum báti á Þingvallavatni snemma í morgun eru heppnar að vera enn á lífi, segir þjóðgarðsvörður. Þingvallavatn sé stórhættulegt og það beri að varast á hvaða árstíma sem er.

Skelfilegt ástand í málefnum flóttafólks

Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en nú. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Sviðstjóri hjá Rauða krossinum segir stöðuna skelfilega.

Fara fram á gæslu­varð­hald til næsta föstu­dags vegna hnífs­tungunnar

Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum en enginn greindist innanlands í gær.

Inga Sæland segist glöð auglýsa á Facebook

Formaður Flokks fólksins, hélt þrumuræðu yfir stuðningsmönnum sínum á 17. júní hátíð flokksins.

Enginn greindist innan­lands á 17. júní

Enginn greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum.

Móður veitt forsjá í forsjárdeilu

Hæstiréttur dæmdi í fyrradag móður fullt forræði dóttur sinnar. Í dóminum kemur fram að hún hafi tálmað umgengni barnsins við föður þess allt frá því að hún sakaði hann um kynferðisbrot gegn barninu.

Flóttafólki heldur áfram að fjölga þrátt fyrir heimsfaraldur

Uum 82,4 milljónir manna voru á flótta í heiminum á síðasta ári.

Partýsprengja um helgina

Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu.

Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum

Fjöldi þeirra sem þurftu að flýja heimili sín á síðasta ári jókst um rúmar ellefu milljónir manna sem er enn meiri aukning en var árið 2019.

Búa sig undir við­ræður og átök við Banda­ríkin

Kim Jong-un, leið­togi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði sam­tal og í á­tökum við Banda­ríkin á næstunni. Hann lagði þó sér­staka á­herslu á mögu­leg átök.

Mikill við­búnaður við Þing­valla­vatn vegna þriggja stúlkna í neyð

Mikill viðbúnaður var upp úr klukkan sjö í morgun eftir að tilkynning barst Neyðarlínu um þrjár stúlkur í vandræðum á bát í Þingvallavatni.

Fyrsti forseti Sambíu fallinn frá

Kenneth Kaunda, sem var fyrstur til að gegna embætti forseta Afríkuríkisins Sambíu, er látinn, 97 ára að aldri. Hann var einn síðasti eftirlifandi af þeirri kynslóð leiðtoga Afríkuríkja sem hafði barðist gegn nýlendustefnu Evrópuríkja.

Spennan magnast á Gasa eftir loft­á­rásir í nótt

Ísraels­menn vörpuðu sprengjum á Gasa­svæðið í nótt í annað sinn frá því að vopna­hlés­samningur var gerður í lok síðasta mánaðar eftir ellefu daga hörð átök á svæðinu.

Þurfum að bíða í all­nokkra daga eftir hlýja loftinu

Farið er að sjá fyrir endann á kalda loftinu sem legið hefur yfir landinu að undanförnu og gera spár ráð fyrir að það hörfi strax eftir helgi. Sýna þurfi smá þolinmæði þar sem það muni taka allnokkra daga í viðbót að koma hlýju lofti að landinu.

BMW prófar vetnis-hlaðinn X5

BMW hefur hafið prófanir á „næstum staðal útgáfu“ af X5 sem er knúinn áfram með rafmangi, unnu úr vetni. Hann verður prófaður í Evrópu í „raunverulegum aðstæðum“ en BMW ætlar að koma FCEV bíl á markað jafnvel á árinu 2025.

Dagurinn sem markar enda­lok þræla­halds orðinn lög­boðinn frí­dagur

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skrifað undir lög þess efnis að 19. júní verði héðan í frá einn af lögboðnum frídögum Bandaríkjamanna.

Íranir ganga að kjör­borðinu

Forsetakosningar fara fram í Íran í dag þar sem allir þeir fjórir sem til greina koma sem arftaki Hassan Rouhani eru taldir vera harðlínumenn.

Þrjár líkams­á­rásir og ofur­ölvi par á veitinga­stað með barn

Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt og þurfti lögregla á höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af nokkrum fjölda fólks vegna ölvunar.

Höfða mál á hendur klámri­sa vegna mynd­banda án sam­þykkis

Á fjórða tug kvenna hafa höfðað hópmál gegn fyrirtækinu Mindgeek, sem á og rekur klámsíðuna Pornhub. Konurnar segja vefsíðuna hýsa myndbönd af þeim, sem var hlaðið upp án þeirra samþykkis.

Evrópa grænkar á Co­vid-kortinu

Það er orðið nokkuð grænt um að lítast á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir sjónrænt stöðu kórónuveirufaraldursins víðs vegar um Evrópu.

Fyrr­verandi upp­lýsinga­full­trúi fer fram á 23 milljónir

Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna.

Sænska ríkis­stjórnin gæti fallið á mánu­dag

Sænska þingið mun greiða atkvæði um vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á ríkisstjórn Stefan Löfven á mánudag.

Sverði Vig­dísar ætlað að verja vísindi og þekkingu

Sýning helguð forsetatíð og störfum Vigdísar Finnbogadóttir, fyrrum forseta Íslands, verður sett upp í Loftskeytastöðinni. Persónulegir munir Vigdísar verða til sýnis, en hún afhenti Háskóla Íslands munina við hátíðlega athöfn í morgun. Þeirra á meðal er sverð sem hún fékk gefins í Finnlandi.

Dansað á Miklatúni í tilefni dagsins

Forsætisráðherra flutti hátíðlegt ávarp á Austurvelli í dag þegar þjóðhátíðardegi Íslendinga var fagnað. Fjórtán voru sæmdir fálkaorðunni en hátíðarhöld voru hófleg vegna samkomutakmarkanna.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á Stöð 2 segjum við frá þjóðhátíðarfögnuði Íslendinga. Við komum víða við, förum á Bessastaði, í Höfða, Hveragerði og Miðbæinn.

Látin eftir slys í Hval­firði

Konan sem féll í skriðu í Hvalfirði síðastliðið þriðjudagskvöld lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í morgun. Hún hét Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir og var fædd árið 1977.

Al­var­legt fjór­hjóla­slys í Borgar­firði

Þyrla Land­helgis­gæslunnar sótti mann í dag sem hafði lent í fjór­hjóla­slysi í ná­grenni Borgar­ness. Slysið var al­var­legt að sögn lög­reglunnar á Vestur­landi.

Lög­regla stoppaði veg­far­endur og bauð þeim far í bólu­­­setningu

Mikið kapp var lagt í að koma út öllum bólu­efna­skömmtum sem heilsu­gæslan á Húsa­vík hafði til um­ráða í gær eftir heldur dræma mætingu í bólu­setningu. Lög­reglan á Húsa­vík lagði þar hönd á plóg, fór á rúntinn, fann óbólu­sett fólk og kippti því með sér á bólu­setningar­stöðina.

Fyrr­verandi seðla­banka­stjóri meðal 14 fálka­orðu­hafa

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í dag. Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, var á meðal þeirra sem hlaut orðuna.

Flutninga­skip Eim­skips strandaði í Noregi

Flutninga­skip Eim­skips strandaði í Ála­sundi í Noregi í dag. Níu menn eru um borð í skipinu en enginn þeirra slasaðist.

Til­kynnti rangan sigur­vegara í Morfís: „Mér líður ömur­lega“

Bæði keppnis­lið á úr­­­slita­­­kvöldi MORFÍS í gær komust í sigur­vímu og bæði upp­­­lifðu hræði­­­lega von­brigða­til­finningu þess sem tapar í úr­­­slita­­­keppni. Sigur­gleði Flens­borgar­skólans entist þó skemur en Verslunar­skólans því odda­­­dómari keppninnar til­­­kynnti þar rang­lega að Flens­borg hefði unnið áður en hann leið­rétti sig nokkru síðar.

Fjall­konan í ár er Hanna María

Hanna María Karls­dóttir leik­kona er fjall­konan í ár. Hún flutti á­varp á há­tíðar­at­höfn á Austur­velli í dag.

„Kannski gerði far­aldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hún telur að heimsfaraldurinn hafi skapað mikla samstöðu meðal Íslendinga og jafnvel gert þá að meiri þjóð en þeir hafa lengi verið.

Mannréttindadómstóllinn vísaði kæru Ólafs frá

Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun kæru Ólafs Ólafssonar frá dómi.

Hátíðarhöld um allt land

Í dag fagna Íslendingar þjóðhátíðardegi sínum og fjölbreytt dagskrá verður um allt land. Dagskráin litast að nokkru leiti af þeim samkomutakmörkunum sem enn eru í gildi.

Slydda fyrir norðan

Þjóð­há­tíðar­veðrið verður ekki sér­lega fýsi­legt á norðan­verðu landinu í dag. Þar hefur verið fremur kalt og má búast við að beri á slyddu­éljum.

Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil

Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki.

Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran

Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi.

Þrettán ára stúlkur keyrðu á vegg

Lögregla var kölluð til í nótt vegna umferðaróhapps í Hafnarfirði þegar bifreið var ekið á vegg.

Sjötíu ára ráðgáta leyst um endanlegan hvíldarstað Tojo

Japanskur prófessor hefur fundið lausnina við 70 ára ráðgátu; hvíldarstað jarðneskra leifa Hideki Tojo, forsætisráðherra Japans í seinni heimstyrjöldinni. Samkvæmt gögnum í bandaríska þjóðskjalasafninu var ösku hans dreift á Kyrrahafinu að lokinni aftöku.

Vig­dís í aðal­hlut­verki á há­tíðar­sam­komu Há­skóla Ís­lands

Háskóli Íslands efnir til hátíðarsamkomu í Hátíðarsal Aðalbyggingar klukkan níu. Í dag eru 110 ár liðin frá stofnun skólans. Vegna samkomutakmarka er viðburðurinn lokaður en hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi.

Taldi ráð­herra í eigin ríkis­stjórn von­lausan með öllu

Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“

Eldur úr mótor­hjóli barst í í­búða­blokk

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í blokk í Jórufelli í Breiðholti.

Biden á­nægður með fundinn en hóf­lega bjart­sýnn

Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag.

Fötluð kona blaut og köld á bakkanum í sjö mínútur

Björk Vilhelmsdóttir segir aðgengismál í Breiðholtslaug til háborinnar skammar.

„Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina“

Eigendur læðu sem nýlega eignaðist kettlinga telja að eitrað hafi verið fyrir henni með því að gefa henni frostlög. Þeir segja önnur svipuð tilvik hafa komið upp í nágrenninu, nánar tiltekið smáíbúðahverfinu.

Svíunum þótti bólu­setningar­fyrir­komu­lag Ís­lendinga stór­merki­legt

Fjöldabólusetning Íslendinga hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Erlendir sérfræðingar gerðu sér ferð til landsins á dögunum, gagngert til að skoða fyrirkomulagið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kom þar upp.Viðfjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Lágstemmd hátíðarhöld á morgun

Hátíðarhöld verða lágstemmd í miðborginni á þjóðhátíðardegi Íslendinga á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til að forðast hópamyndanir.

Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“

Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost.

Kallar eftir af­sögn dóms­mála­ráð­herra

Skaða- og miskabótamál verður höfðað gegn Útlendingastofnun fyrir að hafa svipt flóttamenn þjónustu og húsnæði. Samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála var það óheimilt og lögmaður telur að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér vegna málsins.

Fundur forsetanna laus við „fjandskap“

Enginn fjandskapur var í viðræðum Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag, að sögn rússneska forsetans. Búist hafði verið við því að fundurinn gæti staðið yfir í allt að fimm tíma en honum lauk fyrr en áætlað var.

Mikla­torg nýtt hjarta Hlíðanna í til­lögum um Miklu­braut í stokk

Fimm tillögur að uppbyggingu á og við Miklubrautarstokk voru kynntar á opnum fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær. Tillögurnar fela allar í sér mikla uppbyggingu byggðar á og við stokkana.

Upp­hlaup vegna afar­kosta Haralds skerpa línur í Sjálf­stæðis­flokknum

Áhugamenn um stjórnmál og þar með innyfli Sjálfstæðisflokksins hafa komist í feitt í upphlaupinu í tengslum við afarkosti Haraldar Benediktssonar vegna komandi prófkjörs í Norðvesturkjördæmi.

Átta mánaða fangelsi fyrir kyn­­ferðis­brot gegn ein­hverfum manni

Karlmaður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en huti refsingarinnar er skilorðsbundinn. Hann er dæmdur fyrir að hafa nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart manni með þroskahömlun og brotið á honum kynferðislega. Þá er honum gert að greiða brotþola 800 þúsund krónur í miskabætur.

Lög­reglan lýsir enn eftir Mantas

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Mantas Telvikas, sem er fjörutíu ára gamall. Lýst var eftir honum fyrst þann 9. júní síðastliðinn fyrir viku síðan.

Borgin greiði fötluðum manni miskabætur

Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna.

Rykský skyggði á reginrisann Betelgás

Stjörnufræðingar telja sig nú hafa leyst ráðgátuna um hvers vegna risastjarnan Betelgás dofnaði svo á næturhimninum að það var greinanlegt með berum augum. Rykský sem stjarnan sjálf spýtti frá sér skyggði á hana frá jörðinni séð.

Sjálfsvígum kvenna fjölgaði mikið á Covid-árinu 2020

Á síðasta ári sviptu 47 sig lífi á Ísland. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Landlæknisembættið birti í dag en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 hafa orðið 39 sjálfsvíg hér á landi. Sjálfsvígin voru 15 á meðal kvenna og 32 á meðal karla í fyrra.

Hæstiréttur þyngir verulega dóm tveggja fyrir nauðgun

Hæstiréttur hefur dæmt Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku í heimahúsi í Reykjavík í febrúar 2017. Þá var mönnunum tveimur gert að greiða stúlkunni 1,8 milljónir króna hvor í miskabætur.

Dæmdur fyrir að hafa sent á­fram nektar­myndir af fyrr­verandi kærustu sinni

Karlmaður var á dögunum dæmdur brotlegur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir brot í nánu sambandi. Maðurinn hafði meðal annars hótað fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður ítrekað, og sent nektarmyndir af henni áfram á fleiri aðila. Maðurinn mun ekki sæta refsingu en honum er gert að greiða allan málskostnað.

Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans

Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans.

Þór­dís og Haraldur etja kappi í Norð­vestur­kjör­dæmi

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og því lýkur á laugardaginn, 19. júní. Fyrri dagur prófkjörs er í dag en Norðvesturkjördæmi er síðasta kjördæmið til þess að halda prófkjör fyrir komandi Alþingiskosningar.

Viður­kennir bóta­skyldu vegna sjúk­lings sem slasaðist í sturtu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu úr ábyrgðartryggingu SÁÁ hjá tryggingafélaginu TM vegna slyss sem kona varð fyrir þegar hún rann í sturtu á sjúkrahúsinu Vogi í ágúst 2017.

Aukin vernd þolenda mansals

Eitt síðustu verka Alþingis á kjörtímabilinu sem leið var að samþykkja breytingu á ákvæði almennra hegningarlaga um mansal.

Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir

Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini.

Klukku­stunda langur fundur Biden og Pútín í Genf hafinn

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti skiptust á kurteisisheitum þegar þeir hittust til fundar á sveitasetri við Genf í Sviss í dag. Búist er við því að fundur þeirra standi yfir í allt að fimm klukkustundir og þeir fari yfir breitt svið umræðuefna.

Nuuk ein­angruð næstu vikuna

Landsstjórn Grænlands hefur bannað allar ferðir frá höfuðborginni Nuuk og til annarra staða í landinu í tilraun til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í höfuðborginni. Þó er kannað hvort mögulegt sé að opna á ferðir frá Nuuk og til Danmerkur.

Ísland ekki með í fyrstu tilnefningum Biden til sendiherra

Fyrstu tilnefningar Joes Biden Bandaríkjaforseta til sendiherraembætta voru gerðar opinberar á þriðjudag en sendiherraefni fyrir Ísland er ekki á meðal þeirra. Biden tilnefnir meðal annars flughetju sem fulltrúa sinn gagnvar Alþjóðaflugmálastofnuninni.

Skoða nú hvort hinn bíl­bruninn tengist árásinni við Ingólfs­torg

Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu.

Erfiðast að fá fólk milli fer­tugs og fimm­tugs í bólu­setningu

Allir sextán ára og eldri hafa nú verið boðaðir í bólusetningu á Suðurnesjum og Vestfjörðum. Á Suðurnesjum hefur gengið hvað erfiðast að fá fólk milli fertugs og fimmtugs í bólusetningu og á Vestfjörðum hefur borið á því að fólk geri upp á milli bóluefna.

Með kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um síðastliðna helgi erlendan karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að grunur vaknaði hjá tollvörðum að viðkomandi hefði fíkniefni meðferðis.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra en gríðarleg eftirspurn varð eftir bréfum í Íslandsbanka.

Magnað sjónarspil af glóandi hraunvegg í Nátthaga

Feðginin Una Rós Gísladóttir og Gísli Reynisson voru á meðal þeirra sem urðu vitni að miklu sjónarspili 14. júní þegar rauðglóandi hraunið rann niður hlíðina í Nátthaga.

Græni passinn tekinn í gagnið

Samevrópska bólusetningarvottorðið Græni passinn var tekið í gagnið hér á landi í gær.

Tveir greindust utan sótt­kvíar

Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar.

Haraldur hissa á við­brögðum Sjálf­stæðis­kvenna

Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni.

Evrópsk lögregluyfirvöld handtaka 73 í tengslum við mansal

Lögregluyfirvöld í Evrópu hafa handtekið 73 einstaklinga fyrir mansal og telja sig hafa fundið 630 möguleg fórnarlömb mansals og misnotkunar af ýmsu tagi. Tuttugu og þrjú ríki tóku þátt í umræddum aðgerðum.

Castillo lýsir yfir sigri í Perú

Pedro Castillo hefur lýst yfir sigri í forsetakosningum í Perú. Andstæðingur Castillo, Keiko Fujimori, hefur sakað hann um kosningasvindl.

Verk­ferlar endur­skoðaðir og eftir­lit hert í Barna­landi

Verkferlar í kring um innritun barna í Barnaland í Smáralind verða endurskoðaðir, eftirlit hert og starfsþjálfun tekin til endurskoðunar eftir að fjögurra ára gömul stúlka hvarf úr Barnalandi á sunnudag án þess að starfsmenn tækju eftir því.

Drífa yfirheyrir Bjarna Ben

Drífa Snædal, forseti ASÍ, tekur á móti Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, klukkan tíu í dag.

Fyrirbyggjandi meðferð minnkar líkurnar á endurkomu um 42 prósent

Fyrirbyggjandi meðferð með krabbameinslyfinu olaparib minnkar áhættuna á endurkomu brjóstakrabbameins um 42 prósent hjá arfberum BRCA1 og BRCA2 stökkbreytinga.

Ný mótefnameðferð gegn Covid-19 gefur góða raun

Vísindamenn segja nýja mótefnameðferð munu bjarga lífi sex af hverjum hundrað sem fá meðferð vegna alvarlegs sjúkdóms af völdum kórónuveirunnar, SARS-CoV-2.

Bein útsending: Hvert stefnir Ísland í alþjóðasamvinnu?

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Norræna húsið og utanríkisráðuneytið í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Vestnorræna ráðið standa nú í fjórða sinn fyrir ráðstefnu um alþjóðamál, að þessu sinni í dag klukkan 9 í Norræna húsinu.

Þrjár tegundir bætast á lista yfir bannaða hunda

Til stendur að bæta þremur tegundum á bannlista yfir hunda sem ekki má flytja til landsins. Félag ábyrgra hundaeigenda gagnrýnir nálgunina, sem formaður félagsins segir skapa „falskt öryggi“.

Dóms­mála­ráð­herra stendur vörð um djammið

Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum.

Norð­austan­átt og dregur svo úr vindi í nótt

Veðurstofan spáir svipuðu veðri í dag og var í gær og fyrradag. Norðaustanátt, átta til fimmtán metrar á sekúndu og lítilsháttar rigning suðaustanlands en skúrir eða slydduél norðaustantil. Annars bjart með köflum og þurrt.

Hófstilltar væntingar um árangur fundar Biden og Pútín

Joe Biden Bandaríkjaforseti hittir í dag kollega sinn Vladimír Pútín Rússlandsforseta á fundi í svissnesku borginni Genf.

Myndband: Tesla Model S Plaid á Laguna Seca

Tesla Model S Plaid sést á myndbandinu fara fram úr Porsche Cayman GT4. Vissulega er Model S Plaid eintakið sem er notað strípað og sérstaklega lagaða að brautarakstri.

Borgarstjóri segir ekki standa til að viðhalda styttri opnunartíma

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ekki standa til að viðhalda styttri opnunartíma skemmtistaða í miðborginni. Hann segist hins vegar myndu fagna því ef fólk byrjaði fyrr á kvöldin að skemmta sér og færi þá sömuleiðis fyrr heim.

Þyrla Gæslunnar sótti slasaða konu við Flekkudalsfoss

Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið var kallað á vettvang í gær eftir að tilkynnt var að kona hefði fallið á göngu við Flekkudalsfoss. Konan var slösuð og flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans.

Milljarða­­mæringur fjár­­festir í veiði­húsum á Ís­landi

Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe ætlar að fjárfesta fyrir fjóra milljarða í verkefni sem ætlað er að vernda laxastofninn á Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að snúa við hnignun Norður-Atlantshafslaxstofnsins.

Ísraels­menn varpa aftur sprengjum á Gasa

Ísraels­menn gerðu loft­á­rás á Gasa-svæðið í kvöld eftir að í­kveikju­sprengjur voru sendar með blöðrum frá svæðinu til Ísraels. BBC greinir frá þessu.

„Getur Haraldur Bene­dikts­­son ekki keppt við konu án hótana?“

Yfir­lýsingar Haralds Bene­dikts­sonar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans.

Tveggja bíla árekstur við Ártúnsbrekku

Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Höfðabakka og Ártúnsbrekku rétt eftir klukkan níu í kvöld.

Telur ekki sitt hlut­verk að fella dóm yfir stjórn­endum Land­spítala

Landlæknir segir það ekki vera sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítalans vegna hópsýkingar á Landakoti. Hlutverk embættisins sé einungis að finna hvað hefði mátt fara betur.

„Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“

Birgir Gunnars­son, bæjar­stjóri Ísa­fjarðar­bæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðru­vísi í máli Sifjar Huldar Alberts­dóttur, sem sagði af sér sem bæjar­full­trúi í gær. Hún hefur krafið bæjar­fé­lagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um ein­elti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfs­manns Ísa­fjarðar­bæjar.

Fögnuðu fyrstu útskriftinni með oddaflugi yfir eldgosið

Fyrsta svokallaða oddaflugið yfir eldgosið í Geldingadölum var farið í gærkvöld, þegar flugkennarar Flugakademíu Íslands fylktu liði frá Reykjavíkurflugvelli. Rúmlega þrjátíu manns útskrifuðust frá skólanum í vikunni.

„Alls ekki óþekkt að svona staða komi upp“

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta.

Strauk úr sótt­varna­húsinu og gekk í skrokk á fyrr­verandi

Karlmaður var í gær dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir og brot á nálgunarbanni gegn fyrrverandi kærustu sinni og brot á sóttvarnarlögum.

Konur standast helst ekki áttatíu kíló í bekkpressu

Til stendur að endurskoða inntökuskilyrði í sérsveitina í ljósi þess að engin kona hefur komist í sveitina. Ríkislögreglustjóri segir að konur verði hvattar til að gefa kost á sér.

Kviknaði í bíl á Arnar­nes­brú

Eldur kom upp í bíl á Arnar­nes­brúnni í Garða­bæ rétt eftir klukkan sex í kvöld. Slökkvi­lið var kallað út og er búið að slökkva eldinn í bílnum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dökk skýrsla Landlæknisembættisins sýnir að ófullkomin hólfaskipting á Landakoti og skortur á aðgerðastjórn og sýnatöku orsakaði umfangsmestu hópsýkingu hér á landi. Við ræðum skýrsluna við Ölmu Möller landlækni í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar odd­vita­slagnum

Haraldur Bene­dikts­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjör­dæminu ef hann tapar bar­áttunni um odd­vita­sætið við Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur í próf­kjöri flokksins um næstu helgi.

78% ónæmi náð: Um tvær vikur í afléttingu allra takmarkana

Hlutfall fullorðinna Íslendinga sem eru ónæmir fyrir Covid-19 er komið upp í 78,1%, þ.e. þeirra sem eru annaðhvort komnir með fyrsta skammt bóluefnis eða ónæmi vegna sýkingar.

Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik

Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum.

Fengu til­kynningu um mann fastan undir vöru­bíl

Lögreglunni á Suðurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um að vörubíll hefði oltið út af vegi á Grímsnesi og að maður væri þar fastur undir.

Beinin sem fundust í Húna­vatns­sýslu ekki úr manni

Bein sem fundust í fjöru á Skaga í Húnavatnssýslu síðdegis í gær reyndust ekki vera mannabein. Talið var að um bein úr handleggi manns væri að ræða en svo reyndist ekki. Þetta staðfestir Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

Hælis­leit­endur sem neituðu að fara í Co­vid-próf fá þjónustu á ný

Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands.

Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti

Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu.

„Guð forði okkur frá því að verði byggt þarna“

Ný landfylling í Sundahöfn er mikið deilumál og eru íbúar í Laugarnesi ekki parsáttir við það að verið sé að bæta í fyllinguna þessa dagana. Áætlanir eru uppi um að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þar sem verið er að koma landfyllingunni niður og eru íbúar á svæðinu áhyggjufullir um að náttúru- og útsýnisspjöll fylgi þessari uppbyggingu.

Bólu­setning á pari og engir auka­skammtar í dag

Ekki verður hægt að mæta í Laugardalshöll í dag og fá bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni án þess að vera með boðun.

Loka á alla flug- og skipa­um­ferð frá Nuuk vegna fimm nýrra smita

Fimm hafa greinst með kórónuveiruna í grænlensku höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt. Búið er að loka á allt flug frá Nuuk vegna smitanna.

Mætingin ræður því hvort Pfizer-af­­gangar verða boðnir öllum

Búið er að bólusetja yfir sjö þúsund manns með bóluefni Pfizer í Laugardalshöll í dag en til stendur að bólusetja með alls níu þúsund skömmtum í dag.

Næst­ráðandi hættir vegna ör­laga­ríks golf­hrings

Næstráðandi innan kanadíska hersins, undirhershöfðinginn Mike Rouleau, hefur ákveðið að láta af störfum eftir að hann spilaði golf með fyrrverandi yfirmanni kanadíska hersins sem nú sætir rannsókn vegna ásakana um kynferðislegt misferli.

Lato zdradza Islandczyków

Nadchodzące lato będzie niestety chłodniejsze niż się tego spodziewamy.

Engir upp­lýsinga­fundir næstu vikur og upp­færa Co­vid.is sjaldnar

Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur.

Od dziś obowiązują łagodniejsze obostrzenia

Limit osób mogących się spotykać i gromadzić zwiększa się ze 150 do 300.

Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni.

Suðurkóreskur dómstóll segir munnmök tveggja karla jaðra við nauðgun

Suðurkóreskur herdómstóll hefur dæmt tvo menn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stundað munnmök. Mennirnir eru sagðir hafa brotið gegn ákvæðum herlaga, sem banna endaþarmsmök og aðrar „ósæmilegar“ athafnir.

Telja raunhæft að flytja út vetni til Rotterdam

Allt að 200 til 500 megavött orku gætu verið flutt úr landi í formi fljótandi vetnis til Hollands á síðari hluta þessa áratugar. Forskoðun Landsvirkjunar og Rotterdam-hafnar leiddi í ljós að verkefni væri ábatasamt og að tæknin væri fyrir hendi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um tillögur Hafrannsóknarstofnunar um að þorskkvótinn minnki um þrettán prósent og fáum álit sjávarútvegsráðherra á tillögunum.

Masowe naruszenia prawa podatkowego

Wielu Islandczyków korzystających z serwisu Airbnb, nie płaci podatków za wynajm lokali dla turystów.

Lilja í tíma­bundið leyfi frá störfum

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun að læknisráði fara í tímabundið veikindaleyfi.

Upp­ljóstrari hjá þjóðar­öryggis­stofnun laus úr fangelsi

Ung kona sem vann fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var sakfelld fyrir að leka leynilegum upplýsingum til fjölmiðla árið 2018 er laus úr fangelsi. Lögmaður hennar segir að henni hafi verið sleppt vegna góðrar hegðunar.

Könnun MMR: Sjálfstæðisflokkur mælist með 27 prósent fylgi

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 27,0 prósent í nýrri könnun MMR, rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu könnun sem lögð var fyrir síðustu vikuna í maí.

Enginn greindist innan­lands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær.

Manna­bein fundust í fjöru í Húna­vatns­sýslu

Íbúi á Skaga í Húnavatnssýslu fann eftir hádegi í gær bein sem talin eru vera úr manni. Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar til og fór ítarleg leit fram á svæðinu í kring en ekkert fleira fannst sem talið er geta tengst beininu.

Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum

Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga.

Sumarið svíkur Íslendinga

Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

„Afar ólíklegt“ að Biden fengi að skipa hæstaréttardómara 2024

Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta bandarísku öldungadeildarinnar, segir afar ólíklegt að hann myndi gera Joe Biden Bandaríkjaforseta kleift að skipa nýjan hæstaréttardómara árið 2024 ef repúblikanar næðu aftur meirihluta.

Bein út­sending: Mikla­braut og Sæ­braut í stokk

Opinn fundur Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra í Reykjavík, um tillögur um Miklubrautarstokk og Vogabyggðarstokk hefst í dag klukkan 9 og stendur til klukkan 11.

Erfðabreytt E coli umbreytir plastflöskunum í vanillubragðefni

Vísindamönnum hefur tekist að framleiða vanillubragðefni úr endurunnum plastflöskum með aðstoð erfðabreyttra baktería.

Tveir til við­bótar smitaðir á Græn­landi

Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í grænlensku höfuðborginni Nuuk í gærkvöldi. Báðir þeir sem smituðust tengjast fyrra hópsmiti í tengslum við verktakafyrirtækið Munck sem stendur að framkvæmdum á flugvellinum í Nuuk.

Bjart í mörgum lands­hlutum framan af degi

Veðurstofan gerir ráð fyrir björgum degi í mörgum landshlutum framan af degi, en annars skýjað með köflum. Austlæg eða norðaustlæg átt fimm til þrettán metrar á sekúndu, en hvassara með suðausturströndinni síðdegis.

Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag

Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu.

Gekk berserksgang í sameign fjölbýlishúss

Töluvert annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt, meðal annars vegna óspekta bæði innan- og utandyra.

Gunnar Birgisson er látinn

Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjar- og sveitarstjóri, er látinn. Samkvæmt andlátstilkynningu í Morgunblaðinu lést Gunnar á heimili sínu í gær. Hann var 73 ára.

Ólíkir ráð­herrar saman á fundi NATO fyrir hönd Ís­lands

Leið­togar At­lants­hafs­banda­lagsins (NATO) funduðu í höfuð­stöðvum þess í Brussel í dag. Tveir ráðherrar Íslands sátu fundinn en þeir hafa nokkuð misjafna sýn á hlutverk bandalagsins og hvort Ísland eigi í raun heima þar.

Að­för Sam­herja eins­dæmi á Norður­löndum

Norrænir fjölmiðlar virðast flestir kannast við hótanir, of­beldi og hatur í sinn garð, sem stórt vanda­mál. Enginn þeirra hefur þó heyrt af eins al­var­legum á­rásum fyrir­tækis á hendur fjöl­miðla­fólki og þeim sem Sam­herji réðst í eftir um­fjöllun frétta­skýringa­þáttarins Kveiks um Namibíu­málið.

Fresta afléttingum um mánuð

Loka­skrefi í af­léttingar­á­ætlun Eng­lendinga hefur verið frestað til 19. júlí. Allar sam­komu­tak­markanir átti að af­nema þann 21. júní en vegna bak­slags í far­aldrinum var tekin ákvörðun um að bíða með það í heilan mánuð.

Síðasta ár sýni á­vinning af styttri opnunar­tíma skemmti­staða

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar.

Milljörðum lykilorða lekið á netið

Milljörðum lykilorða var lekið í umfangsmiklum gagnaleka í síðustu viku. Sérfræðingur í netöryggismálum segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær fólk lendi í að gögnum tengdum þeim verði lekið.

Hvetur for­eldra til að ýta við ung­mennum fæddum 2003 og 2004

Erfiðlega gekk að koma út bóluefni Janssen í dag. Til að tryggja að skammtar eyðilegðust ekki var öllum boðið að mæta.

„Ömurlegt að ár eftir ár geti þessi maður haldið ótrauður áfram“

Ung kona, sem lýsir því hvernig hún varð fyrir stöðugu áreiti eldri manns þegar hún var barn, segir kerfið taka þátt í ofbeldinu með því að líta í aðra átt. Sami maður fái að halda ótrauður áfram að áreita barnungar stúlkur.

Partý út um allt og veislusalir að bókast upp

Viðburðafyrirtæki hafa vart undan við að skipuleggja samkomur fyrir hópa og fyrirtæki og viðlíka sala hefur varla sést síðan fyrir bankahrun. Salir eru að bókast upp og síminn stoppar varla hjá tónlistarfólki landsins, að sögn skipuleggjanda.

Full­bólu­sett for­seta­frú með regn­boga­grímu

Eliza Jean Reid for­seta­frú var bólu­sett með bólu­efni Jan­sen í Laugar­dals­höll í dag. Hún var nokkuð seinni til að fá bólu­setningu en eigin­maður sinn Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, en hann var bólu­settur með fyrri sprautu AstraZene­ca fyrir rúmum mánuði síðan.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Erfiðlega gekk að koma út bóluefni Janssen í dag. Til að tryggja að skammtar eyðilegðust ekki var öllum boðið að mæta. Við ræðum málið við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Ó­raun­veru­legt að horfa á bílinn sinn brenna úti á plani

Silja Ragnarsdóttir, sem lenti í þeirri sjaldgæfu en jafnframt leiðinlegu lífsreynslu að kveikt var í bílnum hennar aðfaranótt sunnudags, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa á bílinn sinn í ljósum logum fyrir utan heimili hennar.

Hættir sem bæjar­full­trúi og krefst bóta vegna ein­eltis

Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins.

Fjögurra metra hár leiði­garður settur upp syðst í Geldinga­dölum

Almannavarnir, Grindavíkurbær og aðgerðastjórn vegna eldgossins í Geldingadölum hafa ákveðið að ráðast í gerð leiðigarðs syðst í Geldingadölum og varnargarðs til að minnka líkur á að hraun renni niður í Nátthagakrika.

Bólu­setningum lokið í dag

Bólusetningu með bóluefni Janssen við kórónuveirunni er lokið á höfuðborgarsvæðinu í dag, en síðustu skammtarnir kláruðust nú fyrir skömmu. Bólusetningarballið er því búið í bili, eða þangað til á morgun.

Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega

Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega.

Fær loks réttar­gæslu­mann vegna líkams­á­rásar, frelsis­sviptingar og hótana

Landsréttur úrskurðaði 10. júní síðastliðinn að karlmaður á fimmtugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og hótunum, fái réttargæslumann til að gæta hagsmuna hans í málinu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra sem taldi manninn ekki eiga rétt á réttargæslumanni.

Lögregla ítrekar beiðni til fólks með upplýsingar að stíga fram

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborg Reykjavíkur til skoðunar í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás fyrir utan Fjallkonuna aðfaranótt sunnudag.

Ákærður fyrir hryðjuverk vegna árásarinnar í Ontario

Ríkissaksóknari Kanada hefur gefið út ákæru vegna hryðjuverka á hendur tvítugum karlmanni sem drap fernt þegar hann ók vísvitandi á fólkið í Ontario í síðustu viku. Lögregla telur að maðurinn hafi ráðist á fólkið sem tilheyrði allt sömu fjölskyldu vegna þess að það var múslimar.

Um 70 skammtar eftir

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að krefja fólk ekki um boðun í bólusetningu vilji það koma og láta bólusetja sig með bóluefni Janssen í dag. Bólusetning er því opin öllum, utan yngstu árganga og barnshafandi.

Leggur til að öryggis­mynda­vélar verði settar upp á leik­völlum borgarinnar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði það til á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borgarinnar í síðustu viku að settar verði upp myndavélar á öllum leikvöllum borgarinnar. Þetta lagði hún til í kjölfar fregna um að tilraun hafi verið gerð til að nema unga stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í síðustu viku.

Barnaþrælkun færist í aukana á nýjanleik

Samkvæmt Alþjóða vinnumálastofnuninni (ILO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) eru alls 160 milljónir barna í nauðungarvinnu.

Hálendið vaknar af vetrardvala

Fátt hefur minnt á sumar víðast hvar á landinu fyrri hluta júní. Kalt hefur verið víða og hafa bændur norðan heiða áhyggjur af fé á fjöllum í kuldakastinu.

Missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussa­tjakki

Maður missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki við að ferma vörubifreið í Þorlákshöfn síðastliðinn miðvikudag.

Rasísk merki og húðflúr gerð óheimil eftir fánamálið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur hert reglur um einkennisfatnað íslenskra lögreglumanna.

Segir Banda­ríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu

Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins.

Otwarto szlak B prowadzący na wulkan

Szlaki turystyczne A i B prowadzące do miejsca erupcji w Geldingadalur zostały wczoraj zamknięte po tym, jak lawa przepłynęła przez część szlaku turystycznego A.

Um­sóknir um vega­bréf hafa sex­faldast á síðustu vikum

Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

G7-ríkin héldu að sér höndum um kolabruna

Engin ákvörðun var tekin um hvenær bruna á kolum verður alfarið hætt á fundi sjö helstu iðnríkja heims sem lauk í gær. Ríkið sammæltust aðeins um að hætta fjármögnun nýrra kolaorkuvera sem búa ekki yfir tækni til að binda kolefni.

NATO kvartar undan Kínverjum sem skjóta til baka á „lítil bandalög“ sem vilja ráða öllu

Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerði aukin umsvif Kínverja að umtalsefni við upphaf leiðtogafundar NATO í Brussel í dag.

Dræm mæting í bólu­setningu og fleiri hópar boðaðir

Tveir hópar sem ekki stóð til að bólusetja í dag hafa verið boðaðir í bólusetningu heilsugæslunnar með bóluefni Janssen í Laugardalshöll.

Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífs­hættu en honum haldið sofandi

Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Maðurinn á bak við „stærstu fjölskyldu heims“ látinn

Ziona Chana, maðurinn á bakvið eina stærstu fjölskyldu heims, er látinn. Chana, sem er sagður hafa átt 38 konur, 89 börn og 36 barnabörn, var 76 ára.

Útför Johns Snorra í næstu viku

Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður þriðjudaginn 22. júní. Lína Móey eiginkona hans greinir frá þessu í færslu á Facebook.

Ísland stærsti stuðningsaðili UNICEF á heimsvísu miðað við höfðatölu

Tekjur UNICEF á Íslandi námu tæpum 800 milljónum á síðasta ári en yfir 80% stuðnings við samtökin kemur frá Heimsforeldrum.

Szybkie testy COVID-19 dostępne w kraju

Testy będą tańsze od stosowanych do tej pory testów PCR i mają na celu usprawnienie pracy i odciążenie służby zdrowia z powodu wzrostu liczby turystów.

Leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel hófst á tólfta tímanum. Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkja.

Suu Kyi dregin fyrir dóm

Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi.

Erfiðari gönguleiðin opin í dag

Önnur gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum verður opin almenningi í dag, en þær voru báðar lokaðar í gær eftir að hraun tók að streyma yfir aðra þeirra. Leiðin er lengri og talsvert erfiðari yfirferðar, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum.

Ætla að kæra Barna­land til lög­reglu

Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni.

Von á til­kynningu frá lög­reglu vegna hnífs­tungu­á­rásar

Karlmaður um tvítugt, sem ráðist var á með hnífi í miðbæ Reykjavíkur á aðfaranótt sunnudags, er enn á sjúkrahúsi. Ástand hans var talið lífshættulegt í gær en lögregla hefur ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu hans í dag, það sem af er degi. Von er á tilkynningu eftir hádegið vegna málsins.

Bein út­­sending: Fjöl­­miðla­­frelsi á Ís­landi og Norður­löndunum

Blaðamannafélag Íslands og sendiráð Norðurlandanna á Íslandi standa fyrir málþingi um fjölmiðlafrelsi í dag.

Her­ferð Or­tega gegn stjórnar­and­stöðunni heldur á­fram

Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu.

Tveir greindust innan­­lands og annar utan sótt­kvíar

Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var utan sóttkvíar, en hinn var í sóttkví.

Segir ríkið færa Pétri í Eykt fúlgur fjár á silfurfati

Ríkiseignir hafa gert leigusamning til þrjátíu ára við Íþöku; um húsnæði sem á að hýsa starfsemi Skattsins og Fjársýslu ríkisins.

Wasabi krýndur verðugastur voffa á Westminster-hundasýningunni

Smáhundurinn Wasabi var krýndur verðugastur allra hunda á Westminster-hundasýningunni í Bandaríkjunum í gær. Um er að ræða virtustu hundasýningu heims og titillinn afar eftirsóttur.

Vitorðsmenn í flótta Ghosn játa sig seka

Tveir Bandaríkjamenn játuðu sig seka um að hafa hjálpað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja Japan árið 2019. Mennirnir, sem eru feðgar, voru framseldir frá Bandaríkjunum í vor og gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.

Barna­landi í Smára­lind lokað eftir að barn týndist

Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina.

Vilja geta bannað ráðherrum að sinna hagsmunagæslu í allt að fimm ár

Ein af siðanefndum breska þingsins hefur lagt til að hægt verði að banna ráðherrum að sinna hagsmunagæslu fyrir einkaaðila í allt að fimm ár eftir að þeir hafa hætt í stjórnmálum.

Reykur barst úr gámi um borð í Brúar­fossi

Dæla þurfti vatni inn í gám um borð í Brúarfossi, skipi Eimskips, eftir að reyk tók að berast úr honum þegar skipið var á siglingu til Þórshafnar í Færeyjum síðdegis í gær.

Pottaplanta selst á 2,3 milljónir króna

Níu blaða pottaplanta seldist í gær á jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna á nýsjálenskri uppboðssíðu. Um er að ræða dýrustu inniplöntu sem selst hefur á síðunni.

Faraldurinn virðist í rénun... í bili

Kórónuveirufaraldurinn virðist nú í rénun víðast hvar í Bandaríkjunum en sérfræðingar eru engu að síður uggandi vegna þess hversu margir hyggjast ekki ætla að þiggja bólusetningu.

Von­brigði að þing hafi ekki tekið stjórnar­skrár­frum­varp til efnis­legrar um­ræðu

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Alþingi hafi ekki tekið frumvarp forsætisráðherra um stjórnarskrárbreytingar til efnislegrar umræðu áður en þingi var frestað.

Vikan hefst á norð­lægum áttum og svölu veðri

Vikan hefst á norðlægum áttum og svölu veðri þar sem reikna má með lítilsháttar slydduéljum eða skúrum norðanlands, en annars yfirleitt þurru veðri á Vesturlandi. Hiti verður frá þremur stigum í innsveitum norðaustanlands, og upp í ellefu stig suðvestantil.

Nýr forsætisráðherra heitir því að sameina þjóðina

Nýr forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, hét því í sinni fyrstu ræðu að sameina þjóðina eftir fernar kosningar á tveggja ára tímabili.

Telur upp­setningu öryggis­mynda­véla á leik­völlum var­huga­verða

47 tælingarmál hafa verið tilkynnt til lögreglu frá árinu 2019 til dagsins í dag. Deildarsérfræðingur í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að við skoðun á alvarleika þessara mála í gegnum tíðina hafi innan við 10% málanna verið flokkuð sem miðlungs alvarleg eða alvarleg.

Stór vika framundan í bólusetningum

Bólusett verður með þremur bóluefnum í Laugardalshöll í þessari viku; frá Janssen, Pfizer og Moderna. Bóluefnið frá AstraZeneca verður notað aðra hverja viku í sumar og verður bólusett með því í næstu viku.

Fresta afléttingu allra aðgerða vegna Delta afbrigðisins

Bresk yfirvöld hafa ákveðið að fresta boðuðum tilslökunum vegna kórónufaraldursins um fjórar vikur á Englandi.

Ungir ökumenn á ógnarhraða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gærkvöldi og nótt. Fimm ökumenn voru til að mynda stöðvaðir í Seljahverfi í kjölfar hraðamælingar en þeir reyndust á 83-89 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.

Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp

Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig.

Sagt að hypja sig úr landi og koma aldrei aftur

Bandaríkjamaðurinn Vincent Reynolds, maðurinn sem komst í fréttir hér á landi þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp síðan niður þegar hraun tók að streyma úr gígnum, segist ekki hafa ætlað að móðga nokkurn mann eða særa með athæfi sínu.

Segist vera „brjál­æðingurinn“ sem hljóp undan hrauninu

Maður að nafni Vincent Van Reynolds hefur stigið fram og segist vera maðurinn sem fjallað var um í íslenskum fjölmiðlum þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp svo niður þegar hraun rann í stríðum straumum niður úr gígnum.

Sælkerarölt í Reykholti í Biskupstungum í allt sumar

Heimagert konfekt, rúgbrauð bakað í hver og ný íslensk jarðarber, hindber og brómber er það sem gestir Sælkeraröltsins í Reykholti í Bláskógabyggð fá meðal annars að smakka á í göngu um þorpið alla föstudaga í sumar.

And­styggi­leg snjó­koma gerir Mý­vetningum lífið leitt

Bóndi í Mývatnssveit segir andstyggilegt að tekið hafi að snjóa í sveitinni nú þegar júnímánuður er að verða hálfnaður. Hann segir snjókomu og bleytu fara illa með fuglalíf og búfénað í sveitinni, að ógleymdum vondum áhrifum á lundarfar bænda og búenda.

„Birta yfir samfélaginu“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir efnahagssamdráttinn vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa verið minni hér á landi en spáð var. Tekið sé að birta yfir samfélaginu á ný og á hún von á snarpri viðspyrnu þegar faraldrinum lýkur.

Sam­þykktu myndun nýrrar ríkis­stjórnar án Netanja­hús

Ísraelska þingið samþykkti fyrir skemmstu myndun nýrrar ríkisstjórnar undi forystu Naftali Bennett og Jaír Lapíd. Benjamín Netanjahú, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra Ísraels síðustu tólf ár, er því á leið úr embætti.

Um­­­ferðar­tafir á Miklu­braut og Vestur­lands­vegi

Talsverðar umferðartafir eru nú á Vesturlandsvegi og Miklubraut til austurs, vegna framkvæmda sem standa þar yfir.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu, um hnífaárás sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í nótt.

Úr­skurðaður í gæslu­varð­hald til föstu­dags vegna hnífs­tungunnar

Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Vopnið ó­fundið: Maður um tví­tugt í lífs­hættu

Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun.

Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir heyra sögunni til

Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á barnaverndarlögum. Málið er liður í endurskoðun laga um þjónustu í þágu barna. Um er að ræða fyrri hluta heildarendurskoðunar barnaverndarlaga.

„Það beið mín bara lítill vetur um miðjan júní“

Nokkurra sentímetra snjólag beið Adolfs Inga Erlingssonar, ökuleiðsögumanns, þegar hann gekk út á pall í sumarbústað sínum á Vaðlaheiði í morgun.

Ekki staðið við loforð

Píratar eru ósáttir við að frumvarp um aflæpavæðingu neysluskammta hafi ekki náð fram að nýliðnu þingi líkt og þeim hafði verið lofað.

Kröfur vegna launa­þjófnaðar hjá ferða­þjónustunni hlaupa á hundruðum

ASÍ gaf út ályktun á dögunum um það að tími til þess að vanda til verka þegar ferðaþjónustan tæki við sér hafi ekki verið nýttur. Því væru uppi áhyggjur um aukna gerviverktöku, lægri laun og minni réttindum.

Þátttaka í prófkjörum miklu meiri nú en í langan tíma

Þingmaðurinn Jón Gunnarsson segir miklu meiri þátttöku í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins nú en í langan tíma og það gefi væntingar um gott gengi í komandi Alþingiskosningum. Hann bar sigur úr býtum í baráttunni um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um hnífsstunguárás í miðborg Reykjavíkur í nótt. Fórnarlamb árásinnar liggur þungt haldið á gjörgæsludeild en einn er í haldi lögreglu.

Lokað að gos­stöðvunum í dag

Hraun hefur runnið yfir hluta gönguleiðar A upp að gosstöðvunum í Geldingadölum og verður lokað inn á svæðið í dag af öryggisástæðum.

Einn greindist í sóttkví

Einn greindist með veiruna innanlands í gær en sá var í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Í lífs­hættu eftir hnífs­tungu­á­rás í mið­bænum í nótt

Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Breytingar á fíkniefnalögum samþykktar

Málefni iðnaðarhamps færast frá Lyfjastofnun til Matvælastofnunar eftir lagabreytingu sem samþykkt var í gær.

Gos­virknin breytt og göngu­leiðin búin að vera

Gosvirknin í eldgosinu í Geldingadölum breyttist nokkuð í morgun og er hraunflæðið nú orðið jafnara en það hefur verið. Strókavirknin er lítil sem engin en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki útilokað að strókarnir snúi aftur.

Sprengi­sandur: Endur­reisn ferða­þjónustunnar, breyti­legir vextir á lánum og dóm­stóll götunnar

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Höllu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra ASÍ, og Bjarnheiði Halldórsdóttur, formann SAF, um endurreisn ferðaþjónustunnar.

Atten­bor­ough fundar með leið­togum G7 í dag

Náttúruvísinda- og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough mun tala á fundi G7 ríkjanna í dag. Hann hefur þegar biðlað til leiðtoga ríkjanna að grípa til drastískra aðgerða ef forðast á náttúruhamfarir. Ríkin munu ræða umhverfismál á fundi sínum í dag.

Ör­lög Netanja­hús ráðast í dag

Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels.

Þingmenn á kafi í appi sem eiginlega enginn veit hvað er

Samskiptaforritið Signal er í töluverðri notkun hjá afmörkuðum hópi Íslendinga, þótt flestir hafi trúlega ekki heyrt á það minnst.

Þrjár líkams­á­rásir til­kynntar til lög­reglu í nótt

Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt og gærkvöldi. Þær gerðust allar í miðbænum og tvær fyrir utan skemmtistaði í hverfinu. Í tveimur árásanna voru grunaðir handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Jón Gunnarsson hreppti annað sætið að lokum

Nýjustu og jafnframt síðustu tölur liggja nú fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, hafnaði í fyrsta sæti, enda sóttist hann einn eftir því.

„Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi.

Bryn­dís í öðru sæti eftir nýjustu tölur

Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti.

Vonar að Biden verði ekki jafn hvat­vís og Trump

Vladímír Pútín Rússlandsforseti segist vona að kollegi hans, Joe Biden Bandaríkjaforseti, verði ekki jafn hvatvís og forveri þess síðarnefnda í starfi, Donald Trump.

Bjarni lang­efstur og Jón Gunnars­son í öðru sæti eftir fyrstu tölur

Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar.

Líklega fundað fram á nótt

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Átakanlegt atvik átti sér stað í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag þegar Christian Eriksen hné niður í miðjum leik. Við segjum frá þessu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Röð við kjör­stað þegar stutt er í lokun

Talsverð röð er fyrir utan félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, sem er einn af kjörstöðum í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Kjörstaðir loka klukkan nú klukkan sex en búist er við fyrstu tölum um klukkustund síðar.

Þórólfur óttast misskilning um lok faraldurs

Þórólfur Guðnason segir ótímabært að ráðast í mikla tilslökun á fjöldatakmörkunum en að slaka megi verulega á fjarlægðartakmörkunum.

Brautskráning úr Háskólagrunni HR

Sextíu nemendur brautskráðust úr Háskólagrunni Háskólans í Reykjavík við hátíðlega athöfn í gær.

Konur á Spáni mótmæla kynbundnu ofbeldi

Konur á Spáni hafa mótmælt á götum úti eftir að lík hinnar sex ára Oliviu fannst á sjávarbotni undan ströndum Tenerife í fyrradag.

3.155 hafa greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum

3155 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi klukkan 14:00 í dag. Kjörstaðir loka klukkan sex í kvöld en fyrstu tölur verða lesnar um klukkutíma síðar í beinu streymi á xd.is.

Þeir sem ekki treysta sér inn eru bólusettir í bílum sínum

Búist er við að allir sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu með AstraZeneca hér á landi fái hana í lok júní en þá er von á um tuttugu þúsundum skömmtum af bóluefninu.

Minnst 13 særðir eftir skot­á­rás í Texas

Minnst 13 særðust í skotárás í miðbæ Austin í Texas í nótt. Skotárásin var gerð í skemmtanahverfi í borginni þar sem mikill mannfjöldi var saman kominn. Enginn dó í árásinni en tveir eru alvarlega særðir.

Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn

Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina.

G7 ríkin mynda banda­lag gegn Kína

Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku.

Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili

Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Ný herferð Ljóssins lítur dagsins ljós

Eliza Reid forsetafrú ýtti nýrri auglýsingaherferð Ljóssins úr vör í gær við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum Ljóssins á Langholtsvegi.

Enginn greindist innanlands

Enginn greindist smitaður af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í pósti frá Almannavörnum en um er að ræða bráðabirgðatölur.

Dæmi um að fólk fari yfir lögregluborða á gossvæðinu

Eitthvað hefur verið um það að ferðamenn við eldgosið í Geldingadölum hafa farið út af merktum gönguleiðum og yfir lögregluborða.

Johns Snorra minnst á toppi Everest

Fjallagöngugarpurinn Colin O'Brady hélt í gær tilfinningaþrungna minningarathöfn til heiðurs fallinna félaga sinna.

Við dauðans dyr vegna drullunnar í Járnblendinu

Saga Barða Halldórssonar er mögnuð. Hann veiktist alvarlega, var við dauðans dyr og eru veikindin rakin til óbærilegra vinnuaðstæðna hjá Járnblendinu á Grundartanga. Hann tók slaginn við stórfyrirtækið og hafði sigur.

Hljóp upp að gígnum í Geldinga­dölum: „Þetta er kæru­laus hegðun“

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, fordæmir hegðun kærulausra eldgosgesta og segist vona að enginn muni láta lífið í Geldingadölum.

„Guð minn góður, ég er í gini hvals“

Bandarískur humarsjómaður lenti í því magnaða atviki að vera gleyptur af Hnúfubaki, sem virðist ekki hafa líkað bragðið og spýtti honum aftur út. Hann slapp vel þrátt fyrir martraðakennda sögu og virðist aðeins hafa farið úr öðrum hnjálið.

Lýð­ræðis­bar­áttu­kona leyst úr fangelsi

Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019.

Ung­lings­stúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verð­laun

Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar.

Sex­tán ára drengur hand­tekinn fyrir vopna­laga­brot

Sextán ára gamall drengur var handtekinn á öðrum tímanum í nótt í Breiðholti grunaður um hótanir, brot á vopnalögum og brot gegn opinberum starfsmanni. Hann er sagður hafa verið að hóta fólki með eggvopni og er málið nú unnið með aðkomu föður drengsins og fulltrúa Barnaverndar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Fyrirskipa förgun tuga milljóna skammta af bóluefni Janssen

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að fyrirtækið sem framleiðir bóluefni fyrir Janssen í Bandaríkjunum skuli farga fleiri milljónum skammta.

Ferðavagnar tókust á loft í Mosfellsbæ

Þónokkrir ferðavagnar tókust á loft af plani verslunar Útilegumannsins í Mosfellsbæ í kvöld.

Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok

Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt.

Ekki „skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi“

Forseti ASÍ telur að fara þurfi varlega í að bera saman kaupmátt nú og í fyrra þegar aðstæður eru allt aðrar. Samtökin muni áfram sækja kjarabætur í formi launahækkana fyrir félagsmenn þótt Samtök atvinnulífsins telji launahækkanir algjörlega óraunhæfar.

Ó­sátt við við­brögð borgarinnar eftir í­trekaðar kvartanir og milljónar­skemmdar­verk

Íbúar í miðbæ Reykjavíkur sem hafa ítrekað kvartað undan lélegum aðbúnaði í bílastæðahúsi og kenna aðgerðaleysi borgarinnar um milljónarskemmdarverk sem var unnið á bíl þeirra.

Sérsveitin kölluð út á sjó

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning þess efnis að báti hafi verið stolið í Kópavogshöfn.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir nýjust breytingar framundan á sóttvarnatakmörkunum og hvernig stefnir í að Ísland verði meðal fyrstu ríkja heims til að ná hjarðónæmi. Við heyrum í forráðamönnum íslensku flugfélaganna sem segja þessar breytingar hafa jákvæð áhrif á stöðu þeirra.

Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni

Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu.

Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur

Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í  leghálsi.

Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líkams­á­rás og hótanir

Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa tvívegis veist að fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ítrekað sent annarri fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður hótanir í gegn um samskiptaforrit. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi og honum gert að greiða konunum miskabætur.

Svíar óttast að fjórða bylgjan kunni að vera í uppsiglingu

Hópsýkingar svonefnda deltaafbrigðis kórónuveirunnar vekja nú áhyggjur sænskra heilbrigðisyfirvalda af því að fjórða bylgja faraldursins gæti verið í uppsiglingu þar. Hvetja þau landsmenn til að láta bólusetja sig sem fyrst.

Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk

Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum.

Dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana eigin­konu sinni

Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði og dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Maðurinn er sagður hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Landsréttur segir að um stórhættulega atlögu hafi verið að ræða og að maðurinn hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni.

„Stærsta kerfis­breyting í mála­flokki barna undan­farna ára­tugi“

Alþingi samþykkti í dag fjögur frumvörp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, sem tengjast málefnum barna. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi frumvörp feli í sér mestu breytingu sem gerð hafi verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi.

„Ég er orðinn einhver sérkapítuli í þessu landi“

Reynir Traustason segir dóm Landsréttar óskiljanlegan með öllu og vill áfrýja.

Boðar upp­byggingu múrs á landa­mærum Texas

Ríkisstjóri Texas hefur heitið því að reisa múr við landamæri Texas að Mexíkó. Hann hefur sett milljarð Bandaríkjadala, eða um 122 milljörðum íslenskra króna, í verkefnið.

Reyni gert að þola að vera sakaður um lyga­f­réttir og að fólk gráti úr sér augun þeirra vegna

Landsréttur snéri dómi sem féll í héraði og er nú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu saklaus af því að hafa látið meiðyrði falla um ritstjórann.

Verkjalyf eina sem virkar á flensueinkenni eftir bólusetningu

Sóttvarnalæknir segir fátt annað en verkjalyf á borð við Panodil slá á vægar aukaverkanir sem fylgja bólusetningu. Hátt í tíu þúsund voru bólusett með bóluefni frá fyrirtækinu Janssen í Laugardalshöll í gær og mátti sjá marga á samfélagsmiðlum kvarta yfir aukaverkunum í gærkvöldi eins og flensulík einkenni.

„Mikil ein­eltis­menning hefur ríkt í Ráð­húsinu“

„Mikil eineltismenning hefur ríkt í Ráðhúsinu allt frá árinu 2010 og spannar því þrjú kjörtímabil. Sá slæmi andi sem einkennt hefur störf borgarráðs og borgarstjórnar kom ekki í Ráðhúsið með þeim aðilum sem sitja í minnihluta nú.“

Leita að eins árs stúlku eftir að lík systur hennar fannst í sjónum undan ströndum Tenerife

Spænsk yfirvöld leita nú að eins árs gamalli stúlku eftir að lík sem er talið af sex ára gamalli systur hennar fannst í sjónum nærri bát föður þeirra undan ströndum Tenerife. Föðurins er einnig saknað en hann er grunaður um að hafa myrt dætur sínar.

Hafa gengið að rótum gígsins og flúið undan flæðandi hrauni

Lögreglu- og björgunarsveitarmenn í Grindavík hafa í dag hafa þurft að hafa afskipti af nokkrum einstaklingum sem hafa gengið út á nýstorknað hraunið, milli útsýnisstaða, og að rótum sjálfs stóra gígsins í Fagradalsfjalli.

Bólu­setning talin hafa valdið al­var­legri auka­verkun í einu til­felli

Ekki er talið líklegt að bólusetningar hafi leitt til andláts í fjórum af fimm tilfellum sem óháðir sérfræðingar höfðu til skoðunar. Í nær öllum tilvikum hafi verið hægt að rekja andlát eða blóðtappa til undirliggjandi sjúkdóma eða annarra áhættuþátta.

Nowe rozluźnienia od 15 czerwca

Zwiększona zostanie liczba osób mogących się spotykać i zasada jednego metra zastąpi zasadę dwóch metrów odległości.

Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur

Rússnesk yfirvöld lýsa nú eftir Ivan Zhdanov, nánum bandamanni Alexeis Navalní, í kjölfar þess að dómstóll úrskurðaði samtök Navalní gegn spillingu ólögleg öfgasamtök í vikunni. Zhdanov veitti sjóði Navalní foyrstu.

Akur­eyrar­bær hafði betur gegn á­minntum hjúkrunar­fræðingi

Akureyrarbær var í dag sýknaður af kröfu hjúkrunarfræðings, sem vann fyrir bæinn, um að áminning, sem henni var veitt fyrir brot í starfi, yrði felld úr gildi og að Akureyrarbær skyldi greiða henni 5 milljónir króna í miskabætur.

Fella niður þrjár ferðir til Lundúna

Flugfélagið Play hefur fellt niður þrjár ferðir til Lundúna í byrjun júlímánðar vegna þess að Bretar virðast orðnir hræddir við að ferðast eftir að hafa lent óvænt í sóttkví við heimkomuna frá öðrum löndum að sögn forstjóra félagsins.

Skítakuldi í kortum næstu þrjár vikurnar að minnsta kosti

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur veigrar sér ekki við því að bjóða upp á vont veður og segir kulda í kortum næstu vikurnar.

Telja fleiri en 350.000 manns líða hungur í Tigray

Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök áætla nú að fleiri en 350.000 líði hungur í stríðshrjáðu Tigray-héraði í Eþíópíu. Milljónir til viðbótar séu í hættu á hungursneyð sem er þegar sú versta í heiminum í áratug.

Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi.

Svan­dís sendi efa­semdar­mönnum sínum pillu

Heilbrigðisráðherra segir að 25. júní verði búið að bjóða öllum Íslendingum, 16 ára og eldri, að koma í bólusetningu.

Hætta að skima ból­usetta og börn um mánaða­mótin

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnarlæknis að halda óbreyttu fyrirkomulagi sóttvarnaraðgerða á landamærum til 1. júlí næstkomandi.

Sam­bæri­legar launa­hækkanir „ó­raun­hæfar með öllu“

Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um afléttingar á takmörkunum innanlands sem tilkynntar voru að loknum ríkisstjórnarfundi.

Ráðherrar duglegir að kaupa auglýsingar af Zuckerberg

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra keypti auglýsingar fyrir tæpar 800 þúsund krónur á Facebook vegna prófkjörsbaráttunnar.

Trump-stjórnin fékk aðgang að símagögnum demókrata

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í tíð Donalds Trump sem forseta fékk aðgang að upplýsingum úr fjarskiptatækjum að minnsta kosti tveggja þingmanna Demókrataflokksins þegar það rannsakaði leka á trúnaðarupplýsingum. Fáheyrt er sagt að saksóknarar sækist eftir slíkum upplýsingum um þingmenn.

Ís­land styrkir hlut­falls­lega mest

Ársfundur UNICEF á Íslandi fór fram í gær og tók Óttarr Proppé við sem stjórnarformaður landsnefndar. Þá kom fram á fundinum að hlutfallslega hæst framlög til baráttu UNICEF koma frá Íslandi.

Einn greindist smitaður af Covid-19

Einn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta kemur fram í nýjum tölum á covid.is

Svíar lána Íslendingum 24 þúsund skammta af Janssen

Ríkisstjórn Svíðþjóðar lánar Íslendingum 24 þúsund skammta af bóluefninu Janssen.

Þrjú hundruð manna sam­komu­tak­markanir og eins metra regla frá 15. júní

Sam­komu­tak­markanir munu miðast við þrjú hundruð manns frá 15. júní næstkomandi og þá kemur eins metra regla í stað tveggja metra reglu. Reglugerðin mun gilda í tvær vikur, til 29. júní, en stefnt er að því að búið verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands um næstu mánaðamót.

Bein út­sending: Minnis­blöð Þór­ólfs á borði ríkis­stjórnarinnar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblöðum með tillögum sínum um aðgerðir innanlands og á landamærum.

Öryggisráðið styður annað fimm ára tímabil Antonio Guterres

António Guterres var meðal annars forsætisráðherra Portúgals, formaður Alþjóðasambands jafnaðarmanna og forstjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR)

Stóru iðnríkin ætla að gefa milljarð bóluefnaskammta

Sjö helstu iðnríki heims ætla að tilkynna að þau muni gefa þróunarríkjum um allan heim að minnsta kosti milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Bandaríkin og Bretland ætla að leggja til meira en helming skammtanna.

Gríðarstór vatnspyttur stækkar og stækkar og ógnar bóndabæ

Stór vatnspyttur sem myndaðist skyndilega á jörð í ríkinu Puebla í Mexíkó í maí síðastliðnum hefur stækkað og stækkað og er nú á stærð við knattspyrnuvöll. Nú er svo komið að jarðvegur undir býlinu á jörðinni er farinn að láta undan.

„Við erum komin með gott hjarðó­næmi“

„Við erum komin með gott hjarðónæmi. Það er alveg klárt. En viðerum kannski ekki komin með fullkomið hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun.

Tölvuþrjótar segjast hafa komist yfir grunnkóða Electronic Arts

Tölvuþrjótar brutust inn í kerfi Electronic Arts, eins stærsta tölvuleikjaframleiðanda í heimi, og tókst að stela grunnkóða nokkurra leikja fyrirtækisins.

Ekkert bólar á skýrslu um skipulag og framkvæmd leghálskimana

Enn bólar ekkert á skýrslu um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi sem 26 þingmenn óskuðu eftir frá heilbrigðisráðherra.

Kalt loft færist yfir landið með norðan­átt í dag

Kalt loft færist yfir landið með norðanátt í dag, en von er á tíu til átján metrum á sekúndu með morgninum en heldur hægari norðvestanátt um austanvert landið þar til síðdegis. Yfirleitt rigning á láglendi um norðanvert landið en styttir upp og léttir til syðra.

Lang­tíma­at­vinnu­lausir fá ein­greiðslu á næstu vikum

Ein­greiðsla upp á hundrað þúsund krónur til þeirra sem hafa verið at­vinnu­lausir í 14 mánuði eða lengur verður greidd út fyrir miðjan júlí.

Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden

Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana.

Ekki haldið utan um tilkynningar um „fljúgandi fyrirbæri“

Engin skrá er til á Íslandi yfir fljúgandi fyrirbæri en öll óþekkt fyrirbæri sem koma inn á borð Landhelgisgæslunnar eru tilkynnt stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins (NATO).

Menn í annarlegu ástandi héldu lögreglu upptekinni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur tilkynningum í gærkvöldi og nótt vegna manna í annarlegu ástandi.

Bretland gefi 100 milljónir skammta bóluefnis

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, tilkynnti í dag að Bretland myndi gefa rúmlega 100 milljónir skammta bóluefnis til fátækari landa.

Dæmdur fyrir nauðgun eftir að játning náðist á upptöku

Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness. Refsing mannsins er skilorðsbundin til þriggja ára þar sem hann glímir við margþættan geðvanda.

Segir sénsana vera að klárast hjá Katrínu

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist líta svo á að koma þurfi frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá inn í þingsal til umræðu. Annars séu tækifæri hennar til að hafa áhrif í stjórnarskrármálinu upp urin.

Beðið með að fjarlægja byggingakrana af tillitsemi við hrafnsunga

Hrafnapar hefur hreiðrað um sig í byggingakrana við Naustavör í Kópavogi. Beðið hefur verið með að fjarlægja kranann af tillitsemi við hrafnana.

Óttast launaskerðingu með aukinni arðvæðingu

Forseti ASÍ hefur áhyggjur af því að aukin arðvæðing í öldrunarþjónustu hér á landi leiði til kjaraskerðingar starfsfólks. Dæmi frá Norðurlöndum ættu að vera Íslendingum víti til varnaðar.

Boða niður­stöður rann­sóknar á al­var­legum auka­verkunum

Óháðir rannsóknaraðilar sem Landlæknir, sóttvarnalæknir og Lyfjastofnun fengu til þess að rannsaka fimm andlátstilfelli og fimm tilfelli mögulega alvarlega aukaverkana í kjölfar bólusetninga við kórónuveirunni hafa lokið vinnu sinni og skilað af sér niðurstöðum.

Hringdi í Hótel Flatey í leit að leigubíl

Starfsmanni Hótels Flateyjar brá heldur í brún á dögunum þegar hringt var í hann og beðið um „bíl á Dillon“

Tólf frambjóðendur keppa um sex sæti í Kraganum

Tólf frambjóðendur sækjast eftir að skipa sex efstu sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem hófst síðdegis í dag og lýkur á laugardag.

Mikil­vægt fyrir vinnings­hafann að læra af reynslu annarra

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, segir auðveldara en það kann að virðast að brenna hratt í gegnum háar fjárhæðir, líkt og þá sem íslenskur lottóspilari vann í gær.

Orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen reyndist ekki á rökum reistur

Rúmlega kílómetra löng röð myndaðist við Laugardalshöll í dag þar sem bólusett var með Jansen bóluefninu. Aðeins helmings heimtur fengust úr boðun í morgun og var því gripið til skyndiboðunar til fleiri árganga.

Taka hraðpróf í notkun á mánudag

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun á mánudag taka í notkun hraðpróf til að greina kórónuveiru í fólki. Hraðprófið er mun fljótvirkara og ódýrara en próf sem hafa verið notuð hingað til og er vonast til að það létti álagi á heilbrigðiskerfið sem ferðamannastraumurinn veldur.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir átökin á lokasprettinum á Alþingi fyrir kosningar þar sem tekist er á um líf einstakra mála og hótað að fara í málþóf ef sum þeirra verða ekki svæfð svefninum langa.

Marg­falt meiri lottósala eftir stóra vinninginn

Áskriftarsala á miðum í Vikinglottó er fjórfalt meiri í dag en hún var fyrir réttri viku síðan. Þetta staðfestir Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskrar getspár, í samtali við Vísi.

Bólu­setningum lokið í dag og ekkert fór til spillis

Löng biðröð myndaðist við Laugardalshöll í dag. Öllum bóluefnaskömmtum sem til stóð að nota var komið í gagnið og fór ekkert til spillis.

Telja Alþingi hafa brugðist með hálendisþjóðgarð

Náttúruverndarsamtökin Landvernd saka Alþingi um að hafa brugðist nú þegar tillaga liggur fyrir um að vísa frumvarpi um hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnarinnar. Komið hafi verið í veg fyrir að mikilvægur áfangi í íslenskri náttúruvernd næðist.

Aug­lýsa lang­mest allra flokka á Face­book

Flokkur fólksins er sá ís­lenski stjórn­mála­flokkur sem hefur eytt lang­mestu í aug­lýsingar hjá sam­fé­lags­miðlinum Face­book síðustu níu­tíu daga. Sam­tals hafa stjórn­mála­flokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í aug­lýsingar hjá Face­book á tíma­bilinu.

Von á Veg­vísi fyrir vetni og ra­f­elds­neyti

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að láta vinna Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti.

Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang

Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“.

Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti.

Vonast til að skila minnis­blaði fyrir helgi

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stefnir að því að skila minnisblaði um tillögu að breytingum á sóttvarnatakmörkunum til heilbrigðisráðherra fyrir helgi. Minnisblaðið snýr bæði að takmörkunum innanlands og á landamærum.

Lang­flest Afríku­ríki ná ekki bólu­setningar­mark­miði

Níu af hverjum tíu Afríkuríkjum ná ekki markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er nú í uppsiglingu víða í álfunni.

Stefna að 50 prósenta sam­drætti í losun gróður­húsa­loft­tegunda

Íslensk stjórnvöld ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi stefna í sameiningu að 50 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna olíunotkunar íslensks sjávarútvegs frá 2005 til 2030.

Ís­land fær fé­lags­skap í græna liðinu

Rúmenía flokkast nú sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu um stöðu faraldursins í álfunn. Ísland hefur verið flokkað grænt í nokkrar vikur og hefur verið nær eitt hingað til, auk Möltu sem var grænmerkt fyrir viku síðan.

Stjórn­völd koma hvergi ná­lægt nýrri skimunar­­stöð við flug­­völlinn

Ný einka­rekin skimunar­stöð fyrir Co­vid-19 hefur verið opnuð í Reykja­nes­bæ, skammt frá flugvellinum. Hún er sér­stak­lega hugsuð fyrir ferða­menn sem þurfa að fara í sýna­töku fyrir brott­för úr landinu. Þar verða notuð skyndi­próf sem gefa niður­stöðu á fimm­tán mínútum.

Rekordowa wygrana w Vikinglottó

W komunikacie z Íslensk getspá podano, że szczęśliwiec wygrał 1.270.806.970 koron.

Dæmd í 21 árs fangelsi í Noregi fyrir að myrða börnin sín

Dómstóll í Osló hefur dæmt 35 ára konu í 21 árs fangelsi fyrir að hafa drepið tvo syni sína, sjö og eins árs, í Lørenskog, austur af Osló, á síðasta ári.

Mesta lækkun at­vinnu­leysis síðan um alda­mót

Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra.

Skipuleggja bólusetningar barna með undirliggjandi sjúkdóma

Embætti sóttvarnalæknis vinnur nú að því að skipuleggja bólusetningar 12 til 15 ára gamalla barna með undirliggjandi sjúkdóma.

Doszło do uszkodzenia rampy w porcie

Z powodu uszkodzenia rampy w porcie pasażerowie mogą spodziewać się opóźnień.

Þrír þéttir karlar auk Bryndísar verja sín vígi í Kraganum

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, sem jafnan er kallað Kraginn, fyrir alþingiskosningar 2021 fer fram nú um helgina.

Vatns­þurrð í Gren­læk ógnar sjó­birtings­stofninum

Alvarlegt ástand hefur skapast í Grenlæk í Landbroti vegna þurrka. Við vettvangsskoðun Hafrannsóknarstofnunar þann 3. júní síðastliðinn að efstu ellefu kílómetrar lækjarins, á svæðinu fyrir ofan Stórafoss, eru þurrir.

Skipar Hlyn sem dómara

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Hlyn Jónsson lögmann í embætti dómara hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá og með 10. júní 2021.

Viðurkenna Suður-Íshafið sem heimshaf

Suður-Íshafið í kringum Suðurskautslandið verður nú skráð sem fimmta heimshafið á kortum Landafræðifélags Bandaríkjanna í fyrsta skipti í meira en hundrað ára sögu þess. Fram að þessu hefur óeining ríkt um fjölda heimshafanna og félagið hefur aðeins viðurkennt fjögur.

Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á

Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal.

Fjöl­skyldu­faðir á fer­tugs­aldri vann stóra vinninginn

Heppinn fjölskyldufaðir á fertugsaldri hefur gefið sig fram við Íslenska getspá eftir að hafa hreppt langstærsta lottóvinning Íslandssögunnar í gærkvöldi; rúmlega 1.270 milljónir króna.

Grípa til smá­aug­lýsinga vegna lítillar trúar á verk­færum þing­manna

Við­reisn birti smá­aug­lýsingu í Frétta­blaðinu í dag þar sem óskað var eftir skýrslu sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra um um­svif stærstu út­gerðar­fyrir­tækja landsins í ís­lensku at­vinnu­lífi. Þing­menn flestra flokka fóru fram á að skýrslan yrði gerð og var beiðnin sam­þykkt í þinginu fyrir jól.

Flestir rekast á falsfréttir á Facebook

Átta af hverjum tíu segjast hafa rekist á upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði sem þau hafi efast um að væru sannar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um falsfréttir og upplýsingaóreiðu.

Eiga í við­ræðum um seinkun á endur­greiðslu á AstraZene­ca-skömmtunum

Viðræður standa yfir á milli íslenskra og norskra yfirvalda um seinkun á endurgreiðslu á 16 þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca sem Íslendingar fengu lánaða frá Noregi í vor.

Saka Suu Kyi um spillingu í embætti

Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Enginn greindist með veiruna innanlands í gær en í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni um stöðuna á faraldrinum.

Boða fleiri ár­­ganga í bólu­setningu vegna einungis um 50 prósent mætingar

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur boðað þrjá hópa til viðbótar í bólusetningu í Laugardalshöll í dag þar sem einungis um helmingur af þeim sem hafði verið boðaður í morgun mætti á staðinn.

Glitti í sól­myrkvann á höfuð­borgar­svæðinu

Nokkrir heppnir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sáu glitta í sólina – og já, mánann í leiðinni – á milli skýjanna í morgun. Skýjað hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og var því viðbúið að Íslendingar fengju ekki að berja sólmyrkva augum.

Enginn greindist innan­lands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær.

Bíla­brú fyrir Herjólf skemmdist í Vest­manna­eyja­höfn

Einhverjar tafir verða á ferðum Herjólfs eftir að bílabrú skemmdist í Vestmannaeyjahöfn um klukkan níu í morgun.

Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt

Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað.

Kalla eftir viða­mikilli endur­skoðun á fjölda Co­vid-til­fella á Ind­landi

Hérað á Indlandi hefur hækkað tölu látinna vegna Covid-19 um nokkur þúsund manns eftir að í ljós kom að mörg þúsund tilfelli höfðu ekki verið skráð í gagnagrunni héraðsins. Breytingin er talin varpa skýru ljósi á það að fjöldi dáinna vegna plágunnar sé mun meiri en opinberar tölur sýna.

Ca­still­o lýsir yfir sigri en Fujimori vill ó­gilda fjölda at­kvæða

Talning atkvæða stendur en yfir eftir forsetakosningarnar í Perú. Mjög mjótt er á munum en vinstrimaðurinn Pedro Castillo hefur þegar lýst yfir sigri á meðan andstæðingur hans, hægrimaðurinn Keiko Fujimori, hefur farið fram á að hundruð þúsunda atkvæða verði úrskurðuð ógild.

Bestu myndir af Ganýmedes í áratugi

Myndir sem bandaríska geimfarið Juno tók af Ganýmedes, stærsta tungli Júpíters, og bárust til jarðar í vikunni eru þær skýrustu í áratugi. Geimfarið flaug þá nær tunglinu en nokkuð annað geimfar hefur gert frá því á síðustu öld.

Þurfum að skila Noregi 16 þúsund skömmtum af AstraZene­ca fyrir mánaðar­lok

Ísland þarf að skila Noregi 16 þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca fyrir mánaðarlok nema samið verði um annað. Tíu þúsund voru bólusettir með efninu í Laugardalshöll í gær.

Sjáðu sólmyrkvann í beinni

Skýjað og rigning er nú víða á landinu þegar deildarmyrkvi á sólu fer yfir fyrir hádegið. Myrkvinn sést þó víðar á norðurhveli og hægt er að fylgjast með honum í beinu streymi á Vísi.

Danir kveðja grímurnar nær al­farið eftir nýtt sam­komu­lag um til­­slakanir

Danskir þingmenn náðu seint í nótt – eftir um tólf tíma samningaviðræður sín á milli – samkomulagi um nýjar tilslakanir í landinu.

Er hægt að leysa loftslagsvandann með því að breyta sporbraut tunglsins um jörðu?

Væri hægt að leysa loftslagsvandann með því að breyta sporbraut tunglsins um jörðu eða sporbraut jarðar um sólu? Að þessu spurði Louie Gohmert, þingmaður Repúblikanaflokksins, á nefndarfundi á þriðjudag.

Vatn flæddi um gólf í í­þrótta­húsinu í Kapla­krika

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í íþróttahúsinu í Kaplakrika skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Þar hafði svokallaður sprinklerloki gefið sig og flæddi um gólf.

Hiti að fimm­tán stigum og hlýjast norð­austan­til

Lægð er nú stödd skammt suðvestur af Reykjanesi og er hún á hægri norðausturleið yfir landið. Víða má reikna með rigningu í fyrstu en þegar að lægðin nálgast, og skilin ganga yfir, breytist úrkoman í skúrir.

Stærsti kjötframleiðandi heims greiðir lausnargjald í kjölfar netárásar

Stærsti kjötframleiðandi í heimi, brasilíska stórfyrirtækið JBS, hefur neyðst til að greiða tölvuþrjótum lausnargjald upp á um 11 milljónir dollara.

Biden hittir Johnson, drottninguna og Pútín

Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur til Evrópu í sína fyrstu opinberu heimsókn eftir að hann tók við forsetaembættinu. Hann kom til London í gærkvöldi og hittir Boris Johnson forsætisráðherra í dag.

Sautján ára stúlkum veitt undanþága til að giftast 31 árs mönnum

Frá árinu 1998 hafa átján einstaklingar fengið undanþágu til að ganga í hjúskap þrátt fyrir að hafa ekki náð 18 ára aldri. Um er að ræða sautján stúlkur og einn dreng en mesta aldursbilið milli hjónaefna var fjórtán ár.

Með gjallarhorn í miðbænum

Lögregla var kölluð á vettvang í gærkvöldi vegna einstalings sem var að ónáða aðra hrópandi í gjallarhorn í miðbænum. Viðkomandi reyndist vera í annarlegu ástandi en lét af hegðun sinni eftir samtal við lögreglu.

Bók eftir Hitler og vopn á heimili annars hinna hand­teknu

Rannsóknarlögreglumenn fundu eggvopn, byssu og bók eftir Adolf Hitler á heimili annars tveggja manna sem handteknir voru í gær í tengslum við árás á Emmanuel Macron Frakklandsforseta.

Banda­rískir strandgæslu­liðar í þjálfun við höfn í Reykja­­vík

Tæplega tvö hundruð ungmenni eru í þjálfun til starfa hjá bandarísku strandgæslunni um borð í tæplega hundrað metra löngu seglskipi sem kom til hafnar í Reykjavík í morgun.

Vildi gefa heimilislausum og bótaþegum lager af ónýtum grímum

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, er í vandræðum eftir að hann pantaði í upphafi kórónuveirufaraldursins milljónir sóttvarnagríma frá asískum framleiðendum, sem reyndust ónothæfar þegar til kastanna kom.

Sam­tök Naval­nís lýst ó­lög­leg öfga­sam­tök

Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september.

Norðanáttir valdi því að júní verði kaldur

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að búast megi við því að júnímánuður verði nokkuð kaldur hér á landi, sökum norðanáttar sem verði ríkjandi.

Ís­lendingur vann tæplega 1,3 milljarða

Íslenskur þátttakandi í Vikinglottó vann í kvöld langhæsta vinning sem komið hefur til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Bæta við mann­skap til að mæta neyðar­á­standi á bráða­mót­töku

Landspítalinn mun bæta við mannskap á bráðamóttöku til að mæta því neyðarástandi sem þar hefur ríkt að undanförnu. Forstöðumaður á spítalanum telur að með því sé öryggi sjúklinga tryggt. Þetta sé þó tímabundin lausn og í höndum stjórnvalda að ráða úr vandanum.

Frakkland býður fullbólusetta ferðamenn velkomna

Fullbólusettir ferðamenn geta ferðast til Frakklands frá og með deginum í dag og veitingastaðir geta nú leyft gestum að vera innanhúss. Fólki frá sextán ríkjum þar sem staða kórónuveirufaraldursins er slæm eru þó enn meinað að koma til Frakklands.

Rætt við röðina: „Það stóð nú til að fá sprautu þarna í þessu húsi“

Aldrei hefur myndast lengri röð eftir bólusetningum við Laugardalshöll eins og í dag. Þrátt fyrir mikinn ágang tókst að bólusetja um tíu þúsund manns, þeirra á meðal fjármálaráðherra. Margir sem ekki höfðu verið boðaðir þurftu frá að hverfa.

Sjónar­spilið verður sí­fellt minna

Sjónarspilið við gos­stöðvarnar verður sífellt minna að sögn Þor­valdar Þórðar­sonar, prófessors hjá Jarð­vísinda­stofnun. Hann segist hafa það á til­finningunni að gosið eigi eftir að halda á­fram í nokkur ár en hraun myndi þá ó­hjá­kvæmi­lega renna yfir Suður­stranda­rveg.

Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur

Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti.

Kölluðu eftir fleira fólki í bólu­setningu undir lok dags

Um tíu þúsund manns fengu seinni skammt af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni segir daginn hafa verið nokkuð tvískiptan. Hluta dags var mikil umferð og nánast örtröð í og við höllina en seinna um daginn þurfti að auglýsa skammta sem annars hefðu farið til spillis.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá karlmanni á sjötugsaldri sem lögreglan handtók eftir að hann setti sig í samband fimm ólögráða stúlkur og klæmdist við þær og reyndi að mæla sér mót við þær. Eftir að honum var sleppt hélt hann uppteknum hætti.

Hættir á skrif­­stofu borgar­­stjóra vegna Vig­­dísar

Helga Björg Ragnars­dóttir, fyrrum skrif­stofu­stjóri skrif­stofu borgar­stjóra, hefur verið færð til í starfi að eigin ósk. Hún segist hafa orðið fyrir stöðugu á­reiti og of­sóknum af hálfu borgar­full­trúa Mið­flokksins, Vig­dísar Hauks­dóttur. Hún telur að kerfið hafi brugðist sér í málinu.

Ók Angjelin í Rauðagerði en segist ekkert hafa vitað um tilganginn

Shpetim Qerimi, einn fjögurra sem ákærður er fyrir manndráp í Rauðagerðismálinu svokallaða, hefur verið úrskurðaður í farbann til 1. október. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í september.

Tveir fluttir með sjúkraflugi eftir harðan árekstur

Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Siglufjarðarvegi við Kýrholt í dag. Að sögn lögreglu voru ökumennirnir báðir einir í bifreiðum sínum.

Arna McClure ekki lengur kjörræðismaður Kýpur á Íslandi

Utanríkisráðuneytinu barst tilkynning þar um 2. júní síðastliðinn að aðallögfræðingur Samherja væri ekki lengur ræðismaður Kýpur.

Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu

Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Brenna inni með bunka af málum

Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð.

Lýsa Or­tega sem ein­ræðis­herra eftir hand­tökur á and­stæðingum

Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald.

Lögregla lýsir eftir Mantas Telvikas

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Mantas Telvikas, 40 ára.

Níu látnir þegar hús hrundi í Suður-Kóreu

Níu manns hið minnsta eru látnir og óttast er um líf átta til viðbótar eftir að fimm hæða hús sem verið var að rífa, féll saman og hrundi í suðurkóreska bænum Gwangju í morgun.

Anton Kristinn ákærður fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Anton Kristinn Þórarinsson fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum sem rekja má til húsleitar lögreglu á heimili hans í Akrahverfinu í Garðabæ í mars 2019. Þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, fundust á heimili Antons Kristins auk kókaíns og lítilræði af tóbaksblönduðu kannabisefni.

Gæti glitt í sól­myrkvann á milli rigningar­skýjanna

Útlit er fyrir að það rigni víðast hvar um landið þegar deildarmyrkvi á sólu gengur yfir í fyrramálið. Sérfræðingur Veðurstofu Íslands segir þó mögulegt að það rofi til inn á milli þannig að myrkvinn verði sjáanlegur, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu.

Nýtt fjáröflunarátak UNICEF til að koma bóluefnum til efnaminni ríkja

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu bóluefnanna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins.

Hannes beið og beið og fékk enga bólu­setningu

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu.

Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar

Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar.

Cztery nowe infekcje w kraju

Wszystkie osoby w momencie rozpoznania znajdowały się na kwarantannie.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um hina gríðarmiklu ásókn í seinni sprautu með Astra Zeneca en röðin fyrir utan Laugardalshöllina hefur aldrei verið eins mikil og það sem af er morgni.

Fjórir greindust innan­lands

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví.

Samtök Navalní líklega bönnuð í dag

Búist er við því að dómstóll í Moskvu fallist á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga, ólögleg öfgasamtök í dag. Félagar í samtökunum gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóma auk þess sem þeim yrði bannað að bjóða sig fram í kosningum í haust með nýjum lögum.

Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags

Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar.

Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta

Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn.

Raf­magni aftur komið á á Norð­austur­landi

Rafmagnslaust var á stórum hluta Norðurlands í gærkvöldi og í nótt eða í Kelduhverfi, Öxarfirði, á Kópaskeri, Raufarhöfn, Þistilfirði, Þórshöfn og Bakkafirði.

Einungis búið að bólu­setja um 0,8 prósent Suður-Afríku­manna

Á meðan vestræn ríki eru komin vel á veg með að bólusetja stóran hluta landsmanna hafa ríki Afríku setið á hakanum.

Skiptast á skin og skúrir næstu daga

Næstu daga skiptast á skin og skúrir þar sem spár gera ráð fyrir lægðagangi. Skil með rigningu ganga þá allreglulega yfir landið en ólíkt stöðunni að undanförnu þar sem varla hefur sést til sólar sunnantil á landinu ætti að geta létt ágætlega til á milli lægðakerfa.

Harry og Meghan sögð ekki hafa borið nafngiftina undir drottninguna

Harry og Meghan, hertogahjónin af Sussex, báðu Elísabetu drottningu ekki um leyfi áður en þau ákváðu að nefna dóttur sína Lilibet, Lísbet upp á íslensku, en um er að ræða fjölskyldu-gælunafn drottningarinnar frá því hún var stúlka.

Frið­lýsing sem verndar lunda­varp rétt utan borgarinnar

Lundey í Kollafirði var friðlýst í dag. Í eynni er fjölskrúðugt varp sjófugla, þar á meðal sumra sem eru í bráðri útrýmingarhættu.

Breskir tón­listar­menn æra­st ekki af fögnuði yfir auknu að­gengi að Ís­landi

Innanríkisráðherra Bretlands, Oliver Dowden, tilkynnti keikur á föstudag að breskir tónlistarmenn gætu nú ferðast til og spilað á Íslandi, í Noregi og Liecthenstein án þess að þurfa vegabréfsáritun, vegna nýs fríverslunarsamnings sem Bretland hefur gert við ríkin. Viðtökur breskra tónlistarmanna hafa þó ekki verið dynjandi lófatak og þakkir.

Kjörin for­maður Ferða­fé­lags Ís­lands fyrst kvenna

Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur verið kjörinn nýr forseti Ferðafélags Íslands og tekur við af Ólafi Erni Haraldssyni, sem gegnt hefur embættinu síðustu sautján ár. Anna Dóra er fyrsta konan til að taka við embætti forseta FÍ í 94 ára sögu félagsins.

Poszukiwany mężczyzna zostanie deportowany do Polski

Mężczyzna został skazany za napaść w listopadzie 2018 roku, a na Islandię przyjechał w 2019 roku aby rozpocząć nowe życie.

For­eldrar kenni börnum sjálfs­vörn og kynni þau fyrir „veikum punktum karl­­mannsins“

Ey­þór Víðis­son, öryggis- og lög­gæslu­fræðingur hjá Lotu ráð­gjöf, hvetur for­eldra til að ræða við börnin sín og kenna þeim rétt við­brögð við því ef ein­hver reynir að nema þau á brott. Hann segir eðli­legt að börnum sé kennd ein­hver sjálfs­vörn og þau kynnt fyrir „veikum punktum karl­mannsins“.

Kvartað vegna þátt­töku Ás­laugar og Víðis í „Ég trúi“

Kvartað var til um­boðs­manns Al­þingis yfir þátt­töku Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra og Víðis Reynis­sonar, yfir­lög­reglu­þjóns al­manna­varna, í mynd­bandinu „Ég trúi“, sem hlað­varpið Eigin konur gaf út til stuðnings þol­endum of­beldis.

Hraun­fossar og kraumandi hraun í ó­trú­legum loft­myndum af gosinu

Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum.

Hátt í tíu þúsund um­sóknir bárust Há­skóla Ís­lands

Tæplega tíu þúsund umsóknir bárust Háskóla Íslands í grunn- og framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Umsóknir um nám við skólann hafa aldrei verið fleiri, ef frá er talið síðasta skólaár.

„Við af­greiðum svona mál innan­húss í Sjálf­stæðis­flokknum“

„Það væri lítið varið í prófkjör ef það væri ekkert kapp í fólki sem er að bjóða sig fram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um nýafstaðið prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem hann bar sigur úr býtum.

Mladic verður aldrei sleppt úr fangelsi

Áfrýjunardómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag ævilangan fangelsisdóm yfir Ratko Mladic fyrir þjóðarmorð og aðra stríðsglæpi í stríðinu í Bosníu á árunum 1992 til 1995.

Maðurinn enn ó­fundinn og for­eldrar kalla eftir eftir­lits­mynda­vélum

Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni.

Vilja fjar­lægja minningu um hörmu­lega at­burði og reisa eitt­hvað fal­legt

Framkvæmdir við að rífa brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1 í vesturbæ Reykjavíkur hófust í dag. Húsið brann seint í júnímánuði á síðasta ári með þeim afleiðingum að þrjú létu lífið. Talsmaður nýrra eigenda hússins segir vonir standa til að hægt verði að klára niðurrif hratt og vel.

Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu

Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar heyrum við í föður sjö ára stúlku sem brást hetjulega við þegar maður gerði tilraun til að nema hana á brott af leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi.

Stjórn Biden heldur áfram að verja Trump í meiðyrðamáli

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna heldur því enn fram að þegar Donald Trump kallaði konu sem sakaði hann um nauðgun „dræsu“ og „lygari“ hafi það verið hluti af störfum hans sem forseti. Afstaða ráðuneytisins er óbreytt þrátt fyrir stjórnarskiptin í janúar.

Hinn eftir­lýsti verður sendur til Pól­lands vegna stór­felldrar líkams­á­rásar

Sebastian Kozlowski, sem lýst var eftir af lögreglu í gær, verður sendur til Póllands til að sæta fangelsisvist vegna stórfelldrar líkamsárásar sem leiddi til dauða brotaþola. Hann var dæmdur fyrir málið í nóvember 2018 en hann kom hingað til lands árið 2019 til þess að hefja nýtt líf.

Höfðu spurnir af á­formum stuðnings­manna Trump vikum fyrir á­rásina

Bandaríska þinglögreglan hafði njósnir af því að stuðningsmenn Donalds Trump forseta ætluðu sér að fara með vopnum í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgur réðst þar inn í janúar. Þeim upplýsingum var þó aldrei komið til lögregluliðsins í framlínunni.

Dómur yfir „Bosníu-slátraranum“ stendur ó­ra­skaður

Dómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag lífstíðardóm yfir bosníuserbneska herforingjanum Ratko Mladic. Maldic hafði áfrýjað dómi, sem féll árið 2017, þar sem hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þátt sinn í þjóðernishreinsunum í Bosníu.

Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunar­rof

Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum.

Fimm slösuðust í á­rekstri á mótum Hring­vegar og Ólafs­fjarðar­vegar

Umferðarslys varð á gatnamótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar laust fyrir klukkan 14. Fimm slösuðust í tveimur bílum þegar áreksturinn varð. Ekki er vitað um ástand þeirra.

Dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa selt ung­lings­stúlkum fíkni­efni

Karlmaður var sakfelldur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa selt þremur stúlkum, sem voru fjórtán og sextán ára gamlar, kannabis og gefið einni þeirra amfetamín heima hjá sér. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir brotin sem framin voru í Fjarðabyggð.

Heilbrigð höf lykill að heilbrigðu mannkyni

Dagur hafsins er að þessu sinni haldinn við upphaf áratugar hafrannsókna í þágu sjálfbærrar þróunar.

Átta taka þátt í próf­kjöri Fram­sóknar í Suður­kjör­dæmi

Alls eru átta manns í framboði hjá Framsóknarflokknum í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn19. júní. Kosið verður um fimm efstu sætin á lista flokksins.

Starfsáætlun Alþingis tekin úr sambandi

Starfsáætlun Alþingis hefur verið tekin úr sambandi og unnið er að samkomulagi um þinglok.

Bjarni um Guðlaug: „Orð sögð í hita leiksins“

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skilning á að mönnum hlaupi kapp í kinn í prófkjörsbaráttu, eins og raunin varð með Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á sigurfögnuði um helgina.

Hand­tekinn fyrir að löðrunga Frakk­lands­for­seta

Lögregla í Frakklandi handtók í morgun mann sem hafði löðrungað Emmanuel Macron Frakklandsforseta í bænum Tain-l’Hermitage.

Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára

Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins.

Svanasöngur og kosningaloforð í síðustu eldhúsdagsumræðum kjörtímabilsins

Kosningaloforð og gagnrýni á ríkisstjórnina lituðu síðustu eldhúsdagsumræður kjörtímabilsins sem fóru fram á Alþingi í gærkvöldi. Steingrímur J. Sigfússon flutti þar hinstu uppgjörsræðuna eftir hátt í fjörtíu ára þingsetu.

Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17

Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu.

Blæs á gagnrýni SFS og telur sig hafa verið einmana í viðræðum við Breta

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja nýjan fríverslunarsamnning við Breta vonbrigði. Verðmæti sem hefði verið hægt að sækja með bættum tollakjörum séu ekki í samningnum. Utanríksiráðherra fagnar áhuga samtakanna á málinu, barátta hans hafi verið einmannaleg til þessa

Stefnt að því að gefa starfsfólki frí um miðjan júlí

Hátt í tólf þúsund verða bólusettir í Laugardalshöll í dag. Stefnt er að því að gefa starfsfólkinu í höllinni frí um miðjan júlí. Enginn greindist með Covid-19 í gær.

Couzens játar að hafa rænt og nauðgað Söruh E­verard

Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens játaði að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard þegar hann mætti fyrir dómara í morgun.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um bólusetningarátakið í Laugardalshöll sem hófst í morgun af fullum krafti með bólusetningu í árgöngum sem dregnir voru út í síðustu viku. Stefnt er að því að starfsfólk átaksins fái síðan frí um miðjan júlí.

Ekkert bendir til netárásar

Bilun hjá fyrirtækinu Fastly olli því að mikill fjöldi vefsíðna lá niðri um heim allan í morgun. Forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunnar segir bilunina áhyggjuefni.

Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“

Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott.

Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir

Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara.

„Covid nie skończy się, dopóki nie skończy się wszędzie”

Normalne jest to, że na początku skupiamy się na sobie, ale kiedy wszyscy zostaną zaszczepieni w tym kraju, bitwa przesunie się poza kraj.

Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar

Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar.

Enginn greindist smitaður í gær

Enginn greindist með Covid-19 í gær. Einn liggur inni vegna sjúkdómsins.

Fjöldi vefsíðna lá niðri

Vefsíður breska ríkisútvarpsins, CNN, New York Times sem og Amazon, Reddit og Twitch hafa legið niðri í morgun ásamt fjölmörgum öðrum. Þá má sjá röskun á virkni Twitter og Youtube.

800 handteknir og hald lagt á mörg tonn af eiturlyfjum

Fyrirtækið ANOM, sem rekið var af bandarísku alríkislögreglunni og lögregluyfirvöldum í Ástralíu, þjónustaði um það bil 12 þúsund síma sem lögregla kom í dreifingu meðal glæpamanna til að hlera samskipti þeirra.

30 milljónir til stríðshrjáðra kvenna og barna í Eþíópíu

Mannskæð átök hafa staðið yfir í Tigray-héraði í Eþíópíu í hálft ár.  Milljónir þurfa daglega mannúðaraðstoð.

Bólusetja börn í áhættuhópum

Bólusetningaráð þýskra yfirvalda hefur mælt með bólusetningu barna á aldrinum 12-17 ára sem eru í sérstökum áhættuhópi vegna Covid-19.

Fjórir látnir eftir að ekið var á fjöl­skyldu múslima í Ontario

Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna.

„Co­vid lýkur ekki fyrr en því lýkur alls staðar“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir baráttuna við kórónuveiruna hvergi nærri búna, þrátt fyrir að bjartari tímar séu fram undan hér á landi. Enn sé langt í land og segir Víðir að við verðum að taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn veirunni.

Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti

Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu.

Fimm ára fangelsi fyrir í­trekaðar nauðganir gegn fyrr­verandi sam­býlis­konu og barns­móður á Akur­eyri

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotin, sem eru í áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin föstudaginn 18. september á síðasta ári.

Upptaka af símtali Giuliani og ráðgjafa Úkraínuforseta komin í leitirnar

CNN hefur upptökur undir höndum þar sem Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump Bandaríkjarforseta, þrýstir á stjórnvöld í Úkraínu að rannsaka tilhæfulausar ásakanir á hendur Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum.

Dóms að vænta í máli „Bosníu-slátrarans“

Dómstóll hjá Sameinuðu Þjóðunum mun í dag fella úrskurð sinn um áfrýjun bosníuserbneska herforingjans Ratko Mladic.

Ró­leg­heita­veður í dag en rigning um allt land á morgun

Veðurstofan spáir rólegheitaveðri í dag en allvíða smá skúrir, þó síst norðaustantil. Í kvöld koma skil lægðar upp að landinu og mun rigna um allt land frá þeim á morgun.

Stórfelldur lyklaþjófnaður í Grafarvogslaug

Óprúttnir aðilar hafa á aðeins þremur vikum stolið um 60 lyklum úr búningsklefa karla í Grafarvogslaug. Tjón laugarinnar vegna þessa nemur um hálfri milljón króna en það kostar í kringum 9 þúsund krónur að endurnýja hvern lykil og skrá.

Bíll ársins - Volkswagen ID.4

Volkswagen ID.4 varð hlutskarpastur í vali BÍBB (Bandalags íslenskra bílablaðamanna) á Bíl ársins. Verðlaunin voru veitt í höfuðstöðvum Blaðamannafélags Íslands í gærkvöldi.

Stálu bandarísk yfirvöld lausnargjaldinu til baka?

Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að þar á bæ hafi mönnum tekist að ná til baka mest öllu lausnargjaldinu sem greitt var á dögunum til tölvuþrjóta sem höfðu lokað Colonial eldsneytislínunni á austurströnd Bandaríkjanna.

Tveir beinbrotnir skipverjar fluttir á sjúkrahús

Lögreglu barst tilkynning um kl. 3.30 í nótt um að tveir skipverjar um borð í togara hefðu slasast. Togarinn var við veiðar en hélt í land með skipverjana, sem voru fluttir með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítala.

Kalla bjórinn heim frá Afgan­istan

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan.

„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi.

Ríkis­stjórnin hafi staðist prófið með prýði

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórninni hafi tekist að leysa þau óvæntu og gríðarstóru verkefni sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum og hún hafi staðist prófið „með prýði.“ Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld.

„Það búa tvær þjóðir í landinu og það er risa gjá á milli þeirra“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir með ólíkindum að hlusta á þær ræður sem fluttar hafa verið á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sakar þingmenn um að láta sem ekkert sé þegar kemur að ástandinu í samfélaginu.

Segir á­hyggjurnar af stjórnar­sam­starfinu hafa raun­gerst

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lýsti því í ræðu á eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld hvers vegna hann sagði skilið við þingflokkinn í nóvember 2019. Hann gekk til liðs við þingflokk Pírata í febrúar 2021.

Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu

Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu.

Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi.

„Faðm­lag stjórnar­flokkanna er kæfandi fyrir einka­rekstur“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að ríkisstjórnarsamstarfið sem hún kallar „faðmlag íhaldsflokkanna þriggja“ hafi verið „svo nærandi að hægri deild stjórnarsamstarfsins hefur ekki gert neinar athugasemdir við það þegar vinstri deild stjórnarsamstarfsins sýnir sitt rétta andlit.“

„Bilið milli al­mennings og fárra auð­jöfra eykst“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir heildarmyndina af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nú vera að koma í ljós. Allt stefni í kreppu þar sem sumir verða miklu efnaðri á meðan aðrir hafi enn minna milli handanna en áður.

Hægt að spá fyrir um hvenær maður deyr með blóðprufu

Hægt er að spá fyrir um það með talsverðri nákvæmni hvað fólk á langt eftir ólifað með því að skoða prótein í blóði, samkvæmt nýrri rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöðurnar gætu til dæmis nýst til lyfjaþróunar.

„Því minna sem rætt var um stjórn­mál því betra fyrir ríkis­stjórnina“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir núverandi ríkisstjórn ekki hafa reynst vel og að hún hafi átt sína bestu daga í skjóli kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli hans úr ræðustól Alþingis á eldhúsdagsumræðum þar nú í kvöld.

Óttast alvarleg atvik vegna stöðunnar á bráðamóttökunni

Yfirlæknir óttast alvarleg atvik þar sem fólk verði fyrir varanlegum skaða vegna stöðunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Fyrir hádegi í dag dvöldu tíu sjúklingar á göngum bráðamóttökunnar.

Yfir­lýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökku­sögur“ á Twitter

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því.

Tæpur fjórðungur á þunglyndis-og eða róandi lyfjum, kostnaður tvöfaldast

Tæplega fjórðungur fullorðinna Íslendinga fékk þunglyndis- og eða kvíðalyf á síðasta ári. Það er mun hærra hlutfall en í nágrannalöndum okkar. Konur eru tvöfalt líklegri en karlar til að fá slík lyf og eldri borgarar eru hlutfallslega fjölmennasti aldurshópurinn.

Bein út­sending: Eld­hús­dags­um­ræður á Al­þingi

Almennar stjórnmálaumræður, oft nefndar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:30 í kvöld og er áætlað að þær standi yfir til klukkan 22. Alls eru 23 þingmenn á mælendaskrá – þrír úr hverjum flokki að frátöldum Flokki fólksins, þar sem báðir þingmenn þess flokks munu taka til máls.

Níu hópnauðgunarmál í ár: „Það er sláandi“

Níu hópnauðgunarmál hafa komið á borð Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári, með allt að fimm gerendum. Verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar segir stöðuna sláandi.

Leggur til sjálfsmyndabann við ferðamannastaði

Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri hættu sem geti skapast við sjálfsmyndatökur ferðamanna. Hann segir að annað hvort þurfi að koma upp öruggum útsýnispöllum eða banna sjálfsmyndatökur.

Býst við að farið verði að tillögum þingnefnda um skorður á hámarkshlut fjárfesta

Tvö erlend fjármálafyrirtæki og tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins eru kjölfestufjárfestar í Íslandsbanka - og hafa skuldbundið sig til að kaupa 10% hlutafjár. Hlutafjárútboð bankans hófst í morgun og bankastjóri segir stjórnvalda að ákveða hver hámarkshlutur hvers og eins megi verða.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Níu hópnauðgunarmál hafa komiðá borð Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári - með allt að fimm gerendum. Verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar segir stöðuna sláandi.

Stjörnu-Sævar dúsir í bólusetningu í miðjum sólmyrkva

Sævar Helgi Bragason var í dag boðaður í bólusetningu á fimmtudaginn, sem kann að reynast óheppilegur dagur fyrir stjörnufræðing til að fara í bólusetningu.

Samþykkja fyrsta nýja Alzheimers-lyfið í 20 ár

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt notkun Alzheimers-lyfsins Aducanumab. Lyfið er það fyrsta sem fær samþykki sem meðferð við Alzheimers í 20 ár.

UN Wo­men fjar­lægir allt markaðs­efni með Auði

UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu.

Hafþór Logi fékk leyfi hjá Hæstarétti

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Hafþórs Loga Hlynssonar sem sakfelldur var fyrir peningaþvætti í Landsrétti í janúar. Ríkissaksóknari var samþykkur áfrýjunarbeiðninni og taldi Hæstiréttur að úrlausn um beitingu tiltölulega nýrra lag gæti haft verulega almenna þýðingu.

„Upp­á­halds­tölvu­pósturinn til mín í dag kom frá Dis­n­ey+“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fagnar því að Disney hafi brugðist við beiðni ráðuneytisins um að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Disney segir að 600 þættir og kvikmyndir séu á leiðinni og ættu langflestir að vera aðgengilegir fyrir júnílok.

Stelpur rokka, Röskva og Samtökin '78 telja ummæli Þórólfs ala á ótta og fordómum

Tuttugu félagasamtök úr ólíkum áttum telja að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi alið á ótta og fordómum í garð flóttafólks og hælisleitenda í svörum sínum við spurningum blaðamanns um sjö smitaða einstaklinga fyrir helgi utan sóttkvíar. Allir voru hælisleitendur á höfuðborgarsvæðinu.

Mjótt á munum í Perú

Talning atkvæða stendur nú yfir í Perú en forsetakosningar fóru fram í landinu í gær. Keiko Fujimori hefur naumt forskot á andstæðing sinn, Pedro Castillo, þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin.

Guðlaugur í sigurvímu á kosningavöku: „Þeir töpuðu!“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á laugardagskvöld. Hann fagnaði árangrinum ásamt stuðningsmönnum fram á rauða nótt og í sigurræðu sinni sem horfa má á hér á Vísi lét hann stór orð falla um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum.

Lög­regla lýsir eftir Sebastian Kozlowski

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára.

Hunda­eig­andinn í Noregi á­kærður vegna dauða barnsins

Lögregla í Noregi hefur ákært eiganda hundanna tveggja sem urðu átján mánaða barni að bana í Brumunddal, um 130 kílómetra norður af Osló, á laugardaginn. Barnið var í heimsókn hjá ættingjum þegar atvikið átti sér stað.

Átján árgangar bólusettir í vikunni og útlitið gott fyrir sumarið

Karlar og konur úr átján árgöngum fá bólusetningu gegn kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis segir útlitið ágætt fyrir sumarið.

Kristilegir demókratar höfðu sigur í Sachsen-Anhalt

Kristilegir demókratar í Þýskalandi fengu flest sæti í kosningum til ríkisþings í sambandsríkinu Sachsen-Anhalt í gær. Niðurstöðurnar fyrir flokkinn voru mun betri en kannanir bentu til.

Efast um getu landlæknis

Geðhjálp gerir alvarlegar athugasemdir við getu landlæknisembættisins til að sinna eftirliti með réttindum sjúklinga. Samtökin kalla eftir óháðri úttekt á starfsemi allra deilda á geðsviði Landspítala.

Lík 15 mánaða gamals drengs fannst við strendur Noregs

Líkamsleifar fimmtán mánaða gamals drengs, sem hvarf á Ermarsundi í fyrra, hafa fundist við strendur Noregs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá norsku lögreglunni.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka en útboð hófst í morgun. Markaðsvirði bankans er talið um 150 milljarðar króna.

Ryzykują życie dla zdjęcia

Przy wodospadzie Dettifoss zaobserwowano dwie osoby, które zbliżyły się za bardzo do krawędzi klifu.

Konsumpcja kokainy w czasie Covid-19

W pierwszej fali epidemii koronawirusa zażywanie kokainy wśród mieszkańców stolicy spadło o 60 proc.

Luksusowe jachty rosyjskich milionerów w porcie w Reykjaviku

W porcie w Reykjaviku stoją obecnie dwa luksusowe jachty należące do rosyjskich milionerów.

„Ekki bara einhver djöfulskapur hjá ungmennum að vaka fram eftir“

Nýtt tilraunaverkefni mun fara af stað hjá Reykjavíkurborg í haust þar sem nokkrum grunnskólar munu seinka skóladeginum. Vonir eru um að verkefnið mun skila sér í bættri líðan, bættum námsárangri og aukinni einbeitingu hjá börnum og ungmennum.

Enginn greindist innan­lands í gær

Enginn greindist með kórónu­veiruna innan­lands í gær.

Felldu styttu af hönnuði heima­vistar­skólanna

Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum.

Aðdáendur erlendra sjónvarpsþátta og kvikmynda dæmdir til dauða

„Ég á sterkar minningar af manninum sem var með bundið fyrir augun; ég get enn séð tárin hans streyma. Þetta var trámatískt fyrir mig. Augnbindið var gjörsamlega gegnsósa í tárum hans.“

Framkvæmdum í Kömbunum frestað til morguns

Búið er að fresta vegaframkvæmdum í Kömbunum sem voru á dagskrá í dag vegna veðurs. Þess í stað er stefnt á að ráðast í framkvæmdirnar í fyrramálið.

Frelsaði fórnarlömb Auschwitz 21 árs og varð síðar heimsþekktur skylmingakappi

„Þau stóðu þarna, öll í fangaklæðum... augu, bara augu; þetta var hræðilegt, alveg hræðilegt.“ Þannig lýsti David Dushman aðkomunni þegar hann og félagar hans óku niður gaddavírsgirðingarnar í Auschwitz 27. janúar 1945.

Kona dæmd vegna bana­slyss á Þing­valla­vegi árið 2018

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í þriggja mánaða fangelsi vegna banaslyss sem varð á Þingvallavegi í Mosfellsbæ, nálægt Æsustöðum, í júlí 2018. Fullnusta refsingarinnar skal frestað í tvö ár, haldi dæmda almennt skilorð.

Guð­mundur og Bjarn­ey efst á lista Við­reisnar

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi. Listi flokksins í kjördæminu hefur nú verið birtur í heild sinni.

Flokkur for­setans missir meiri­hlutann

Flokkur Andres Manuel Lopez Obrador Mexíkóforseta virðist hafa misst meirihluta sinn í neðri deild mexíkóska þingsins í kosningum sem fram fóru í gær. Fyrstu tölur benda þó til þess að flokkurinn, Morena, auk stuðningsflokka hans, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að ná meirihluta.

Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar á skiptimynt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um kl. 2 í nótt vegna þjófnaðar á skiptimynt. Íbúðareigandi hafði kynnst meintum þjófum skömmu áður og boðið þeim heim en þeir hlaupið á brott með myntina.

Víða skúrir og hiti að átján stigum

Lægð dagsins er staðsett yfir Vesturlandi í morgunsárið og fylgir henni sunnan- og suðaustanátt víða á bilinu fimmtán til þrettán metrum á sekúndu. Sökum nálægðar við lægðarmiðjuna verður hægari vindur þó vestantil.

Fiat ætlar einungis að framleiða rafbíla árið 2030

Ítalski bílaframleiðandinn Fiat ætlar sér að vera einungis rafbílaframleiðandi árið 2030. Til stendur að láta alla sprengihreyfla hverfa frá 2025 og til 2030.

Segja leiðtoga Boko Haram hafa framið sjálfsvíg

Fullyrt er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna illræmdu Boko Haram í Nígeríu sé látinn.

Að minnsta kosti 30 látnir eftir lestarslys í Pakistan

Tvær farþegalestir skullu saman í morgun í suðurhluta Pakistans og fórust þrjátíu hið minnsta í slysinu. Tugir til viðbótar eru slasaðir og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka.

Neysla kókaíns jókst um helming fyrir Covid-19 en dróst aftur saman í fyrstu bylgju

Neysla kókaíns í höfuðborginni jókst um meira en helming frá því í febrúar 2017 til apríl 2019. Hún dróst hins vegar saman um 60 prósent í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins.

Segir missi að Brynjari og vill að hann endur­skoði á­kvörðun sína

Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra, sem sigraði í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík í gær, vonast til að þing­maðurinn Brynjar Níels­son endur­hugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í próf­kjörinu en hafnaði í því fimmta.

Vél Har­ris snúið við vegna tækni­­­legs vanda­­máls

Flug­vél vara­for­seta Banda­ríkjanna, Kamölu Har­ris, var snúið við skömmu eftir flug­tak í dag vegna tækni­legra vanda­mála. Har­ris var á leið í sína fyrstu opin­beru em­bættis­ferð út fyrir land­steinana en vélin átti að fljúga til Gvate­mala.

Enginn þing­stubbur verði stjórnar­skrár­frum­varp ekki af­greitt

Svo gæti farið að þing verði rofið í næstu eða þar næstu viku og ekkert verði af þing­stubbi í ágúst ef stjórnar­skrár­frum­varp for­sætis­ráð­herra verður ekki af­greitt úr nefnd. Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra segir ráð­herra verða að sætta sig við að mörg mál nái ekki fram að ganga fyrir kosningar.

Vill rann­sókn á and­láti eigin­konu sinnar sem lést degi eftir bólu­setningu

Fjöl­skylda konu sem lést sólar­hring eftir að hún var bólu­sett með AstraZene­ca vill að rann­sókn fari fram á því hvort and­látið hafi verið bólu­efninu að kenna.

„Erfið mál“ á kjörtímabilinu skýringin á slæmu gengi Sigríðar

Prófessor í stjórnmálafræði telur „erfið mál“ á kjörtímabilinu skýringu á slæmu gengi Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn

Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö er rætt við forstætisráðherra sem segir að mögulega muni þingið ljúka störfum sínum í næstu eða þarnæstu viku. Ekkert verði af þingstubb í ágúst ef stjórnarskrárfrumvarp hennar verður ekki afgreitt úr nefnd.

Logi fordæmir danska jafnaðarmenn

Þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Sprengisandi í morgun. Þar tókust þeir á um nýja stefnu danskra stjórnvalda í innflytjendamálum.

Síðustu dagar kjörtímabilsins að renna upp á Alþingi

Síðustu dagar þingstarfa á yfirstandandi kjörtímabili eru framundan í vikunni og setja svip sinn á Víglínuna á Stöð 2 í dag. Eldhúsdagsumræður fara fram á morgun og samkvæmt starfsáæltun á þingstörfum á vorþingi að ljúka næst komandi fimmtudag hinn 10. júní.

Harry og Meghan eignuðust dóttur

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex eignuðust dóttur á föstudaginn.

Wolf í bann á Twitter fyrir að dreifa rangfærslum um bóluefni

Samfélagsmiðillinn Twitter setti bandaríska rithöfundinn Naomi Wolf í tímabundið bann fyrir að brjóta notendaskilmála með því dreifa ítrekað rangfærslum um bóluefni. Wolf, sem varð fyrst þekkt fyrir feminísk skrif, hefur deilt framandlegum samsæriskenningum um bóluefni trekk í trekk.

Ó­víst hvort að sótt­varna­að­gerðum verður af­létt á Eng­landi

Heilbrigðisráðherra Bretlands segir of snemmt að segja til um hvort að ríkisstjórnin standi við áform sín um að aflétta þeim sóttvarnaaðgerðum sem eru enn í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 21. júní.

Á þriðja tug ófaglærðra lögreglumanna á Suðurlandi í sumar

Lögreglan á Suðurlandi fer ekki varhluta af mannaráðningum vegna styttingu vinnuvikunnar og nýs vaktaskiplags vegna þess. Í vor var auglýst eftir mannskap vegna styttingar vinnuviku og vegna sumarafleysinga.

Möguleg hræðsla við að lenda á jaðrinum í stærri byggð

Ekkert verður af sameiningu Skagabyggðar, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og sveitarfélagsins Skagastrandar eftir að íbúar Skagabyggðar höfnuðu henni í atkvæðagreiðslu í gær. Sjötíu voru á kjörskrá og greiddu 29 atkvæði gegn sameiningu en 24 með.

Baráttan bara rétt að byrja

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki.

Hættu lífi sínu fyrir sjálfsmynd við Dettifoss

Tvær gulklæddar verur hættu lífi sínu við brún Dettifoss í þeim tilgangi að taka sjálfsmyndir. Myndband af atvikinu vekur óhug.

Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf verður farið yfir niðurstöður úr prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík þar sem utanríkisráðherra hafði betur gegn dómsmálaráðherra um fyrsta sætið.

„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku.

Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin

Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur.

Einn greindist smitaður í sóttkví

Aðeins einn greindist smitaður af kórónuveirunni í gær og var hann í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum af af þeim bíða tveir niðurstaðna mótefnamælingar.

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víðs vegar um land

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur víðs vegar um land í dag, þótt samkomutakmarkanir setji vissulega sinn svip á daginn. Ýmislegt verður um að vera í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum, á Ólafsfirði, Neskaupstað og Bolungarvík.

Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu

Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum.

Með­ferð Dana á hælis­leit­endum og af­glæpa­væðing í Sprengi­sandi

Rætt verður um útvistun danskra stjórnvalda á hælisleitendamálum til Afríkulanda, afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna og afstöðu almennings til einkareksturs í heilbrigðiskerfinu í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Allt að 18 stig á Norð­austur­landi en skúrir víða um land

Víða má búast við skúrum á landinu í dag en útlit er fyrir rigningu með köflum suðaustanlands. Lengst af verður þó bjartviðri og þurrt að kalla um norðaustanvert landið. Áfram verður milt veður og gæti hitinn á Norðausturlandi náð allt að átján stigum.

Fleiri en 130 drepnir í árás vígamanna á þorp í Búrkína Fasó

Vopnaðir menn drápu fleiri en 130 manns í árás á þorpið Solhan í norðanverðri Búrkína Fasó í nótt. Þeir brenndu heimili fólks og markað þorpsins en ríkisstjórn landsins segir árásina þá verstu um árabil.

Þing­eyjar­sveit og Skútu­staða­hreppur í eina sæng

Íbúar í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp samþykktu að sameina sveitarfélögin í kosningu sem fór fram í gær.

Hundar drápu ungt barn í Noregi

Eins og hálfs árs gamalt barn lést þegar tveir hundar réðust á það í bænum Brumunddal í austanverðum Noregi í gær. Hundarnir voru aflífaðir strax í kjölfar.

Allt sem þau heyrðu reyndist vera satt

Von er á 23 farþegavélum til landsins í dag og hafa þær ekki verið fleiri það sem af er þessu ári. Hröð aukning hefur verið í fjölda komuvéla á Keflavíkurflugvelli síðustu vikur og samhliða því berast fregnir af örtröð í landamæraskimun, starfsmannaskorti ferðaþjónustuaðila og yfirvofandi vöntun á bílaleigubílum.

Sóttu kalda og blauta göngu­menn á Fimm­vörðu­háls

Björgunarsveitarfólk af Suðurlandi fóru gangandi og á snjósleðum að sækja tvo göngumenn í vandræðum á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi. Mennirnir voru ekki slasaðir en voru orðnir blautir og kaldir og treystu sér ekki til að halda förinni áfram.

Ástin blómstraði í Tryggvaskála

Ástarævintýri, sem enduðu með farsælum hjónaböndum gerðust á böllum í Tryggvaskála á Selfossi. Þá gisti Kristján tíundi konungur Danmerkur í skálanum 1921. Sögusýning um Tryggvaskála, sem fagnaði 130 ára afmæli á síðasta ári hefur nú verið opnuð.

Í annarlegu ástandi að skjóta örvum í tré

Maður var kærður fyrir brot á vopnalögum eftir að lögreglumenn höfðu afskipti af honum þar sem hann var með boga og örvar á sér í póstnúmeri 110 í gær. Hann sagði lögreglu að hann hefði verið að æfa sig í að skjóta í tré.

Afsökunarbeiðni á leikskólaplani

Samherji baðst afsökunar í vikunni. Þeirri afsökunarbeiðni hefur verið tekið fálega ef ekki beinlínis illa. Og reyndar á það við um þær afsökunarbeiðnir sem fallið hafa á árinu.

Guð­laugur sigrar í leið­toga­slag Sjálf­­stæðis­­flokksins í Reykja­­vík

Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum.

Guð­laugur tekur af­gerandi for­ystu

Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra er aftur kominn með for­ystu í próf­kjöri Sjálf­stæðis­manna í Reykja­vík þegar um 1.500 at­kvæði eru ó­talin.

Ás­laug tekur for­ystuna af Guð­laugi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur tekið forystuna af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í prófkjöri flokksins þegar um tveir þriðju hlutar atkvæða eru taldir. Aðeins 55 atkvæði skilja ráðherrana að.

Skaga­byggð hafnar sam­einingar­til­lögu

Ekkert verður úr sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu eftir að íbúar Skagabyggðar felldu sameiningartillögu í íbúakosningu í dag. Þar mátti ekki muna mörgum atkvæðum en 29 kusu gegn tillögunni en 24 með henni.

„Ég er alveg af­slöppuð með þessa niður­­­stöðu“

Út­lit er fyrir að fyrsti þing­maður Reykja­víkur­kjör­dæmis suður, sem hóf kjör­tíma­bilið sem dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríðu Á. Ander­sen, sé á leið af þingi eftir kjör­tíma­bilið. Hún segir von­brigði að vera í áttunda sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík eftir að tæpur helmingur at­kvæða hefur verið talinn.

Guð­laugur leiðir með hundrað at­kvæðum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er enn með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að aðrar tölur voru gefnar út. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 101 atkvæði skilja þau að.

Fá greiddan launa­auka en enga yfir­­vinnu

Alma Möller land­læknir og Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hafa fengið greidda launa­auka vegna á­lags í heims­far­aldrinum upp á sam­tals tæpa fimm og hálfa milljón. Víðir Reynis­son og Rögn­valdur Ólafs­son hjá al­manna­vörnum hafa unnið rúma 2.500 yfir­vinnu­tíma samanlagt síðustu fimmtán mánuðum.

Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“

Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga.

Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti.

Kjör­staðir opnir lengur vegna langra raða

Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjör­staði Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfir­kjör­stjórn flokksins.

Vill nýja ríkis­­­stjórn í anda R-listans

Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, segist lesa það úr ný­legum skoðanakönnunum að flokkur hans geti haft for­göngu um að mynda ríkis­stjórn í anda R-listans eftir kosningar í haust.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá alvarlegri stöðu á bráðadeild Landspítalans vegna undirmönnunar. Læknar þar segja hættu á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum verði ekki úr þessu bætt.

Ný stjórn Miðflokksins kjörin

Ný stjórn Miðflokksins var kjörin á landsfundi flokksins í dag.

Willum Þór efstur á lista Framsóknar í suðvestri

Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti framboðslista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í dag og leiðir Willum Þór Þórsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins listann. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar, er í öðru sæti.

Greiða fyrir aug­lýsingu við gos­stöðvarnar eins og hvert annað bíla­stæði

Öskufallin bifreið sem stendur við gönguleiðina að eldgosinu í Geldingadölum hefur vakið talsverða athygli vegfarenda. Um er að ræða auglýsingu sem ætlað er að vekja athygli á Netflix-seríunni Kötlu.

Óttast verstu hungursneyð í áratugi í Tigray-héraði

Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna varar við því að hungursneyð sé nú yfirvofandi í Tigray-héraði og norðanverðri Eþíópíu sem gæti orðið sú versta í áratugi. Hundruð þúsundir manna gætu látist verði ekkert að gert.

Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn

Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum.

„Við höfum aldrei lent í svona alvarlegri undirmönnun áður“

Aldrei hefur verið alvarlegri undirmönnun á bráðadeild Landspítala í Fossvogi og stefnir í að verði í sumar, að sögn formanns félags bráðalækna. Yfirgnæfandi líkur séu á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum á deildinni. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því.

Komu sér saman um að skatt­leggja al­þjóða­fyrir­tæki

Fulltrúar sjö mestu iðnríkja heims skrifuðu undir samkomulag sem á að tryggja að stór alþjóðleg fyrirtæki geti ekki komið sér undan skattgreiðslum í dag. Samkomulagið kveður á um að þau þurfi að greiða að minnsta kosti 15% skatt í hverju ríki þar sem þau hafa starfsemi.

Pútín espir Banda­ríkja­menn upp fyrir leið­toga­fund með Biden

Vladímir Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að reyna að espa upp Bandaríkjamenn fyrir leiðtogafund hans og Joe Biden Bandaríkjaforseta í þessum mánuði. Lagði Pútín að jöfnu saksóknir á hendur stuðningsmanna Donalds Trump sem réðust á bandaríska þinghúsið í janúar og kúgun á stjórnarandstæðingum í Hvíta-Rússlandi.

Hópsýkingin tengd gömlum smitum sem ekki hefur tekist að rekja

Innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust í gær tengjast öll hópsýkingu meðal hælisleitenda á höfuðborgarsvæðinu. Sýkingin hefur verið rakin til eldri smita, sem ekki hefur tekist að rekja til landamæra.

Sóttkvíarbrjótar komu til landsins daginn áður en þeir létu greipar sópa í Smáralind

Karl og kona sem áttu að vera í sóttkví voru handtekin fyrir þjófnað úr verslunum í Smáralind. Þau komu frá Lettlandi deginum áður samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá hlaut lögreglumaður áverka á kinnbeini í átökum við karlmann á þrítugsaldri sem virti ekki reglur um sóttkví í gær.

Bein útsending frá landsþingi Miðflokksins

Landsþing Miðflokksins fer fram í dag, laugardaginn 5. júní og hefst fundurinn á ræðu formanns.

Tíu ár frá Grímsvatnagosinu – hátíðarhöld á Kirkjubæjarklaustri

Íbúar Skaftárhrepps minnast þess í dag með hátíðarhöldum á Kirkjubæjarklaustri að nú er tíu ár liðin frá því að eldgos hófst í Grímsvötnum. Mikið öskufall fygldi gosinu, sem hafði áhrif á lífið í sveitarfélaginu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf segjum við frá því að aldrei hefur verið alvarlegri undirmönnun á bráðadeild Landspítala í Fossvogi og stefnir í að verði í sumar, að sögn formanns félags bráðalækna.

Hart barist um efstu sætin

Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn voru 3.700 manns búnir að kjósa í gær í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og er það betri kjörsókn en 2016. Hart er barist um efstu sætin en prófkjörinu lýkur í dag.

Þrír smitaðir en allir í sóttkví

Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna.

Fjöru­tíu sjúkra­flutningar tengdir hóp­smitinu

Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær.

Telja líkur á manns­látum vegna undir­mönnunar

Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því.

Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu

Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands.

Torfa­jökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur

Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum.

Rigning, hvasst og slæmt skyggni á gossvæðinu í dag

Ekki viðrar vel fyrir gönguferðir að gossvæðinu á Reykjanesi í dag. Spáð er suðaustan 10-18 metrum á sekúndu með rigningu og slæmu skyggni. Á Norðurlandi gæti hitinn náð allt að tuttugu stigum um helgina.

Telur umræðuna um Samherja smita út frá sér

Neikvæð umræða um stórútgerðina Samherja smitar út frá sér og hefur áhrif á tiltrú almennings á sjávarútveginn í heild sinni, að mati Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra. Hann telur Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum.

Átti að vera í sótt­kví en veittist að lög­reglu­mönnum

Lögreglumaður þurfti að fara á slysadeild vegna minniháttar meiðsla sem hann hlaut þegar einstaklingur sem átti að dvelja í sóttvarnahúsi veittist að lögreglumönnum sem voru kallaðir til að flytja hann þangað.

Skemmtanaglaðir hegðuðu sér vel

Nokkuð fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt nú þegar slakað hefur verið á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi að meira eða minna leyti í meira en ár. Þrátt fyrir það segir lögregla að allt hafi gengið vel fyrir sig.

Volvo XC40 Recharge 100% hreinn rafmagnsjepplingur

Brimborg hefur hafið sölu á netinu á Volvo XC40 Recharge, nýjum, sjálfskiptum, fjórhjóladrifnum jeppling sem gengur 100% fyrir hreinu rafmagni. Volvo XC40 Recharge er yfir 400 hestöfl, aðeins 4,9 sekúndur í 100 km hraða og með drægni á hreinu rafmagni allt að 418 km skv. WLTP mælingu. Snögg hraðhleðslan kemur 78 kWh tómri drifrafhlöðu í 80% hleðslu eða 334 km drægni á aðeins 40 mínútum.

Afsökunarbeiðni á leikskólaplani

Samherji baðst afsökunar í vikunni. Þeirri afsökunarbeiðni hefur verið tekið fálega ef ekki beinlínis illa. Og reyndar á það við um þær afsökunarbeiðnir sem fallið hafa á árinu.

„Hvert leita ég ef ég hef beitt barn kynferðisofbeldi?“

Hópurinn Taktu skrefið er nýtt úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn leggur hópurinn áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Forsvarsmaður hópsins vonast til þess að hópurinn geti víkkað út starfsemi sína með tímanum.

Delta-af­brigðið greinist í Ástralíu

Yfirvöld í Viktoríu í Ástralíu tilkynntu í dag að Delta-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst í fyrsta skipti í landinu í Melbourne. Kórónuveirutilfellum hefur farið fjölgandi í Ástralíu undanfarna viku og hafa yfirvöld áhyggjur af nýjustu vendingum.

Krefst þess að Páfa­garður biðjist af­sökunar á of­beldi í heima­vistar­skólum

Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun.

Spenntar fyrir sprautunni þótt þær séu með þeim síðustu í röðinni

Margir hafa eflaust beðið spenntir þegar árgangar voru dregnir upp úr potti í dag til að ákveða röð bólusetninga næstu þrjár vikurnar. Karlar fæddir 1979 voru fyrstir upp úr pottinum og konur fæddar 1985 síðastar. Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir.

Mælir ekki með að bólu­settir láti mæla mót­efna­svar

Rannsóknarstofan Sameind býður nú bólusettum að koma til sín og láta mæla hversu sterkt mótefnasvar þeir eru með við Covid-19 eftir bólusetningu. Sóttvarnalæknir mælir ekki með því að fólk nýti sér það og segir verndina, sem bóluefnið veitir, háða öðrum þáttum en mótefnasvari.

Sest í helgan stein eftir far­sælan feril sem sprengju­leitar­rotta

Rottan Magawa, sem hlotið hefur gullna medalíu fyrir hetjudáðir sínar, hefur sest í helgan stein og lætur af störfum sem sprengjuleitarrotta.

Minningar­at­hafnir um mót­mælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð

Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár.

Smituðum í Bret­landi fjölgar um 66 prósent á einni viku

Kórónuveirusmituðum hefur fjölgað gífurlega í Bretlandi undanfarnar vikur. Um 100 þúsund manns hafa greinst smitaðir af veirunni í Bretlandi frá 23. til 29. maí en vikuna þar áður greindust 60 þúsund manns.

Breytingin þýði að lögreglan geti starfað eftir geðþótta

Dómsmálaráðherra hefur gefið lögreglu heimild til að nota tálbeitur, dulargervi, flugumenn og uppljóstrara til að veita grunuðum stöðuga eftirför án þess að hafa rökstuddan grun um glæp.

„Þetta fólk á að vera í há­sæti á nýjum spítala“

Öldrunarfordómar eru eitt stærsta vandamál í öldrunarþjónustu hér á landi, að mati öldrunarlæknis. Úr sér gengið húsnæði sé ein birtingarmynd þessara fordóma, sem komið hafi skýrt fram þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp á Landakoti í haust.

Face­book-að­gangur Trumps verður lokaður í tvö ár

Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið.

Læknir braut lög með því að senda ófríska konu úr landi

Landlæknir hefur úrskurðað um að læknir á vegum Útlendingastofnunar hafi brotið lög og reglur með útgáfu vottorðs um að albönsk kona sem gengin var 36 vikur á leið mætti fara í flug. Þetta segir lögmaður albönsku konunnar sem mun taka málið lengra.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá auknu valdi sem dómsmálaráðherra hefur veitt lögreglu til að fylgjast með fólki sem hún grunar um glæpsamlega starfsemi án þess að lögreglan þurfi að færa rök fyrir aðgerðum eins og beitingu tálbeita, dulargervis og eftirför. Þingmaður Pírata gagnrýnir harðlega að ráðherra skuli hafa svo víðtækar heimildir án aðkomu Alþingis.

Egill Þór glímir við eitil­frumu­krabba­mein

Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur greinst með eitilfrumukrabbamein. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist hafa byrjað í meðferð við meininu í dag.

Dæmdur í fimm mánaða skil­orðs­bundið fangelsi fyrir kynferðislegt áreiti

Karlmaður var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kynferðislega áreitt konu fyrir utan skemmtistað. Þá er honum jafnframt gert að greiða þolanda 500 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir nauðgun, fyrir að hafa stungið fingrum í leggöng konunnar, en hann var sýknaður af þeirri ákæru.

Biden lengir bannlista Trumps

Joe Biden undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að fleiri kínverskum fyrirtækjum verði bætt á lista yfir fyrirtæki sem Bandaríkjamenn mega ekki fjárfesta í.

Ráðherra heimilar stöðugt eftirlit lögreglu án rökstudds gruns um glæp

Lögregluyfirvöld á Íslandi þurfa ekki lengur rökstuddan grun um að verið sé að fremja alvarlegt lögbrot til þess að beita sérstökum rannsóknaraðferðum á borð við tálbeitur, dulargervi, flugumenn, uppljóstrara og stöðuga eftirför með grunuðum án þeirra vitundar.

Stjórn­mála­menn ekki lengur undan­þegnir banni við hatur­s­orð­ræðu

Samfélagsmiðlarisinn Facebook ætlar ekki lengur að líta fram hjá því ef stjórnmálamenn brjóta skilmála miðilsins sem banna hatursorðræðu. Fyrirtækið ætlar þó áfram að gera undantekningu ef ummæli stjórnmálamannanna þykja sérstaklega fréttnæm.

Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa

Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972.

Borgarstjóri leitar Reykvíkings ársins

Borgarstjóri óskar nú eftir tilnefningum um Reykvíking ársins 2021.

Skoða að fjölga frambjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Íran

Sérstök kjörnefnd sem fer yfir hæfi forsetaframbjóðenda í Íran segist ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hafna nokkrum þekktum frambjóðendum. Rouhani forseti er á meðal þeirra sem hafa mótmælt fákeppni í frambjóðendahópnum.

Ás­laug og Guð­laugur ó­sam­mála um niður­stöðu yfir­kjör­stjórnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti.

Bid­en gef­ur eft­ir gagn­vart öld­ung­a­deild­inn­i

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur neyðst til að draga nokkuð úr áformum sínum um hækkun fyrirtækjaskatts og fjárveitingu í innviðauppbyggingu.

Dacia Duster powraca na drogi

Policja w obszarze stołecznym informuje, że ​​w ostatnich tygodniach liczba samochodów wypożyczanych przez turystów znacznie wzrosła.

Býðst til að segja af sér vegna barna­níðs­mála innan kirkjunnar í Þýska­landi

Erkibiskupinn af Munchen hefur boðist til þess að segja af sér vegna fjölda kynferðisbrotamála sem komið hefur upp innan kaþólsku kirkjunnar í Þýskalandi. Páfinn er sagður vera að íhuga boðið.

Guðni og Eliza heim­sækja Ölfus

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Ölfuss á mánudaginn. Heimsóknin stendur í einn dag en þar munu þau kynna þau sér ýmsa starfsemi í sveitarfélaginu og heimsækja grunnskólann, fyrirtæki og stofnanir.

Hópsýking hjá hælisleitendum

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um útdráttinn sem fram fór í morgun og beðið var með mikilli eftirvæntingu en dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Frí­verslunar­samningur við Bret­land í höfn

Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum.

Hraun komið yfir gönguleiðina upp á útsýnishólinn

Hraun er komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar í Geldingadölum.

Verktökum Veitna umbunað fyrir námssamninga

Veitur, Samtök iðnaðarins og Skólameistarafélag Íslands hafa tekið höndum saman um útfærslu á því hvernig umbuna megi verktökum í útboðum Veitna fyrir að vera með iðnnema á námssamningi.

Czas na zburzenie ruin budynku przy Bræðraborgarstígur

Patrzenie na prywatne rzeczy osób, które zginęły w pożarze jest przygnębiające, mówi mieszkająca koło spalonego budynku Astrid.

Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar

Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu.

Umdeildur Guðni opnar Norðurá með að setja í vænan hæng

Ekki eru allir stangveiðimenn jafn ánægðir með að Guðna Ágústssyni fyrrverandi landbúnaðarráðherra hafi hlotnast sá heiður að hefja laxveiðitímabilið.

Google biðst afsökunar vegna „ljótasta tungumálsins“

Forsvarsmenn netrisans Google hafa beðist afsökunar á niðurstöðu leitarinnar „ljótasta tungumálið á Indlandi“. Leitin skilaði svarinu „Kannada; tungumál sem talað er af 40 milljón manns í suðurhluta Indlands“.

Langflestir segja lífsgæði hafa aukist á verkefnatímanum

SOS Barnaþorpin á Íslandi styðja við 560 foreldra og 1562 börn þeirra á Eteya svæðinu í Eþíópíu.

Nafn mannsins sem lést á Pat­reks­firði

Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972.

Greiða Hillsbor­ough-fjöl­skyldum bætur vegna yfir­hylmingar

Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins.

Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní.

Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur

Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 klukkan tíu í morgun. Vísir var í beinu streymi frá drættinum.

Hvetur vestur­veldin til að setja meiri þrýsting á Lúka­sjenka

Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar.

Segir Delta afbrigðið 30 til 100 prósent meira smitandi

Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar SARS-CoV-2, áður kennt við Indland, er 30 til 100 prósent meira smitandi en Alfa-afbrigðið, áður kennt við Bretland. Þetta segir einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum.

Panta 300 milljónir skammta af ó­sam­þykktu bólu­efni

Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi.

Ekkert sem bendir til gesta úr geimnum en geta ekki útilokað það

Bandarísk yfirvöld hafa ekki fundið neinar vísbendingar um að óútskýrð fljúgandi fyrirbæri sem herflugmenn hafa orðið varir við séu gestir utan úr geimnum. Þeir hafa hins vegar ekki getað útskýrt hvað um ræðir.

Ekki lengur jarð­sett á eftir­sóttasta tímanum vegna styttingar vinnu­vikunnar

Ekki verður lengur jarðsett í Reykjavík síðdegis á föstudögum, sem hefur verið eftirsóttasti tími vikunnar til útfara, vegna styttingar vinnuvikunnar hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur.

Hiti allt að tuttugu stigum norðan­lands

Veðurstofan spáir suðvestanátt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, þar sem hvassast verður með suðurströndinni. Skýjað að mestu um landið og víða dálítil rigning með köflum.

Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong

Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg.

Mazda fagnar afmæli

Mazda fagnar 15 árum hjá Brimborg með veglegum afmælistilboðum til 30. júní. Mazda bílar hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi og eru þeir í sérflokki hvað varðar hönnun og framúrskarandi gæði enda hefur Mazda hlotið yfir 350 verðlaun fyrir hönnun og nýsköpun.

Ás­geir Þór hættir sem fram­kvæmda­stjóri eftir ára­tuga starf

Ásgeir Þór Árnason hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla, Landssamtaka hjartasjúklinga eftir áratuga starf hjá félaginu. Hann hætti um nýliðin mánaðamót.

Domus Medica hættir rekstri í árslok

Framkvæmdastjóri Domus Medica hf. segir að rekstri heilbrigðismiðstöðvarinnar við Egilsgötu verði hætt um áramót og segir „íslenskt ráðherraræði“ vera að fara illa með lýðræðið.

Skammbyssa reyndist Stjörnustríðs geislabyssa

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um einstakling með skammbyssu í Hafnarfirði. Þegar betur var að gáð kom hins vegar í ljós að um var að ræða eftirlíkingu af Star Wars geislabyssu.

Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans

Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði.

Vitna­leiðslur um meint mann­réttinda­brot í Kína hefjast í Lundúnum á morgun

Á morgun hefjast vitnaleiðslur í Lundúnum þar sem markmiðið er að safna gögnum um það hvort meint mannréttindabrot kínverskra yfirvalda í Xinjang héraði séu þjóðarmorð.

Guð­mundur Ingi og Una leiða lista VG í Kraganum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun leiða lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Una Hildardóttir, varaþingmaður of forseti LUF, situr í öðru sæti á listanum.

Níu og fjögurra ára keyrðu af stað til Kali­forníu til að synda með höfrungunum

Tvær barnungar stúlkur í Utah í Bandaríkjunum tóku sig til og óku af stað til Kaliforníu, á bíl foreldra sinna, til þess að synda með höfrungunum.

Eldræða dúx um þungunarrof í Texas vakti gífurlega athygli

Paxton Smith, dúx Lake Highlands skólans í Texas, hætti við að halda þá ræðu sem skólastjórnendur höfðu samþykkt og hélt þess í stað ræðu um lög um þungunarrof í ríkinu íhaldssama. Eldræða hennar, þar sem hún talaði um „stríð gegn líkömum og réttindum“ hennar og annarra stúlkna og kvenna, hefur náð gífurlegri dreifingu á netinu.

Lögðu ekki nóg á sig við að ná í sprengjumanninn í Nashville

Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum hefði átt að gera meira til að ná sambandi við Anthony Q. Warner eftir að tilkynning barst árið 2019 um að hann væri að smíða sprengjur. Warner sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville í desember í fyrra.

Fyrsta skemmti­ferða­skipið frá upp­hafi far­aldursins leggur að bryggju í Fen­eyjum

Fyrsta skemmtiferðaskipið hefur lagt að bryggju í Feneyjum frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á, þrátt fyrir að slík skip megi ekki koma nálægt miðborg Feneyja.

Borholan gaus eftir að bóndinn dældi upp úr henni

Goshverinn sem opnaðist á Reykjavöllum í Biskupstungum er í raun borhola frá 1947, sem áður var notuð til að hita upp gróðurhús á svæðinu. Jarðfræðingur segir að ekki sé um að ræða eitthvað sem gerist af náttúrunnar hendi, heldur hafi holan farið að gjósa heitu vatni þegar hreinsað var upp úr henni.

Sigmundur Davíð vill feta flóttamannaleið Dana

Formaður Miðflokksins hvetur íslensk stjórnvöld að fara sömu leið og Danir, sem samþykktu lög í dag sem heimila að hælisleitendur verði vistaðir í öðru landi á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið hafa áhyggjur af stefnu Dana.

Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember

Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári.  Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér.

Sví­þjóð orðin grá á Covid-kortinu

Ísland er enn flokkað grænt á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem segir til um stöðuna í hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Stór hluti Finnlands er nú einnig flokkaður sem grænt svæði.

Segja athugasemdir gegn bróður Áslaugar ekki eiga við rök að styðjast

Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins segir Magnús Sigurbjörnsson, bróður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, ekki hafa nýtt sér aðgang að flokksskrá flokksins fyrir prófkjör sem stendur nú yfir. Reglur hafi ekki verið brotnar.

„Hann hoppaði upp á þennan stall með glóandi hraunið undir sér“

Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, var staddur við gosstöðvarnar í Geldingadal rétt fyrir klukkan hálf tvö í nótt þegar hann varð vitni að því að karlmaður steig upp á hraunið sem vall úr eldfjallinu. Undir storknuðum pallinum, sem maðurinn stóð á, má sjá glóandi hraun vella fram.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Marek Moszczynski var í Héraðsdómi í dag metinn ósakhæfur vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Honum er gert að sæta öryggisvistun. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Bandaríkin ætla að gefa 80 milljónir skammta í júní

Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að til stæði að gefa 80 milljónir skammta bóluefna til annarra ríkja í júní. Mest allt af því mun fara til COVAX-áætlunar Sameinuðu þjóðanna en hingað til hafa ríki þar sem þörfin er mikil fengið 76 milljónir skammta í gegnum áætlunina.

Minnst hundrað hafa yfir­gefið heimili sín vegna gróður­bruna í Noregi

Minnst hundrað hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Kårtveit í Øygarden í Noregi. Eitt hús hefur orðið eldinum að bráð og nokkur hús eru í hættu á að brenna. Slökkviliðið er nú að vinna í því að koma fjögur hundruð íbúum í Kårtveit af heimilum sínum og í öruggt skjól.

Gul við­vörun á Suður­landi

Gul viðvörun tekur gildi klukkan sex á Suðurlandi vegna hvassviðris. Austan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu eru frá Markarfljóti austur að Vík í Mýrdal og einnig á Hellisheiði. Vindhviður gætu náð 30 metum á sekúndu sem gæti valdið ökutækjum, sem taka á sig mikinn vind, vandkvæðum.

Disney+ byrjuð að setja inn myndir á íslensku

Streymisveitan Disney+ hefur orðið við beiðni Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um að bjóða upp á efni með íslenskri talsetningu. Nú eru myndir á borð við Aladdin, Ísöld og Herkúles í boði með íslensku tali.

Átta greindust í Færeyjum í gær

Átta kórónuveirusmit greindust í Færeyjum í gær. Landlæknir Færeyja segir veiruna leika lausum hala í samfélaginu.

Kvartað undan bróður Ás­laugar til yfir­kjör­stjórnar

Kvartað hefur verið til yfir­kjör­stjórnar Sjálf­stæðis­flokksins vegna próf­kjörs flokksins í Reykja­vík vegna gruns um að bróðir dóms­mála­ráð­herra hafi nýtt sér beinan að­gang að fé­laga­skrá flokksins í próf­kjörs­bar­áttunni sem nú stendur yfir í Reykja­vík.

Furðuleg froða í læk við Vog

Mikil froða gaus upp við frárennsli í læk við Vog, sjúkrahús SÁÁ við Stórhöfða í Reykjavík, í dag.

Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg

Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu.

Borgar­búar skyldugir til þess að flokka eld­hús­úr­gang á næstu árum

Sérstök söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi mun hefjast í Reykjavík í september. Byrjað verður í fjórum hverfum borgarinnar en stefnt er á að geta boðið öllum íbúum þjónustuna fyrir mitt ár 2022. Stefnt er að því að brúna tunnan verði orðin að skyldu innan nokkurra ára.

Á­byrgð á eftir­­liti með vott­orðum færð yfir á flug­­fé­lög

Flug­fé­lög sem fljúga til Ís­lands verða frá og með næsta laugar­degi að neita þeim um flutning til landsins sem geta ekki sýnt fram á full­gilt vott­orð um bólu­setningu fyrir Co­vid-19, fyrri sýkingu eða nei­kvæða niður­stöðu úr sýna­töku.

Börnum forðað frá kynferðisbrotamönnum í Tógó

Verkefnið er til þriggja ára og að fullu fjármagnað frá Íslandi.

Draga alla hópana á morgun og raða niður í bólu­­setningar­röð

Á morgun verður dregið um hvernig hópar í handahófskenndri bólusetningarboðun á höfuðborgarsvæðinu raðast niður. Fyrirkomulagið verður því ekki með þeim hætti að hópar verði dregnir og boðaðir samstundis, heldur mun röð hópanna liggja fyrir.

Bein út­sending: Ekkert of­beldi án ger­enda

Hvernig náum við til gerenda í ofbeldisbrotum? Öll vitum við að til þess að koma í veg fyrir ofbeldisbrot þurfa gerendur að hætta að beita ofbeldi. Hingað til hafa úrræði fyrir gerendur verið afar takmörkuð.

Sérfræðingar hafa helst áhyggjur af súrnun sjávar

Horfur á ástandi sjávar í kringum Ísland eru almennt góðar næstu áratugina samkvæmt nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Súrnun sjávar er þó áhyggjuefni sem sérfræðingar segja að auka þurfi þekkinguna á.

Nýr goshver í Biskupstungum

„Goshver opnaðist í bakgarðinum hér á Reykjavöllum í hádeginu. Án gríns, og gýs á 17 mínútna fresti.“

Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum

Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum.

Sænsk þing­nefnd segir ríkis­stjórnina hafa brugðist

Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur brugðist þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þetta er niðurstaða rannsóknar stjórnarskránefndar sænska þingsins sem kynnt var í dag.

Ís­­lendingur á gjör­­gæslu eftir Co­vid-smit á E­verest

Ís­lensk-kúb­verski fjall­göngu­maðurinn Y­an­dy Nu­nez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi E­verest í síðasta mánuði, er nú á gjör­gæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóð­tappa í lungu ofan í Co­vid-19 smit. Eigin­kona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á bata­vegi.

Helmingur alvarlegra tilvika felur í sér aðgerðir á röngum sjúkling eða líkamspart

Kona gekkst undir leghálsspeglun á spítala, þegar hún var í raun og veru mætt til að láta kanna hvort hún væri hepplegur kandídat til að gangast undir ákveðna frjósemismeðferð.

Nowe stanowiska do pobierania próbek od przyjezdnych

W tym tygodniu na lotnisku w Keflavíku oddano do użytku nowe stanowiska do przeprowadzania testów.

Dómur í Bræðra­borgar­stígs­málinu kveðinn upp í dag og húsið rifið fyrir 17. júní

Stefnt er að því að niðurrifi og hreinsun á brunarústunum við Bræðraborgarstíg 1 verði lokið fyrir 17. júní næstkomandi. Dómur yfir Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir manndráp og manndrápstilraun með því að kveikja í húsinu, verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Gefast upp á dóna­legum og ó­hlýðnum ferða­mönnum

Björgunarsveitarfólk við gosstöðvarnar á Reykjanesi mætir nokkrum dónaskap þegar það reynir að leiðbeina fólki um hvar sé óhætt að vera á gosstöðvunum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um brunareitinn á Bræðraborgarstíg en eigendur bíða nú eftir grænu ljósi til að fá að rífa húsið og hefja uppbyggingu á reitnum.

Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur

Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum.

Tæplega 300 milljarðar króna söfnuðust á áheitaráðstefnu

Mögulega verður unnt að bólusetja um 30 prósent fullorðinna í þeim rúmlega 90 þjóðríkjum sem COVAX samstarfið nær til.

Einn greindist innan­lands

Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví við greiningu.

Smokkfiskar verða geimfarar

Næsta geimskot NASA verður farþegaflug en 128 smokkfiskar verða þá geimfarar.

Bein útsending: Staða um­hverfis og vist­kerfa í hafinu við Ís­land

Í dag fer fram kynning á nýrri skýrslu Hafrannsóknarstofnunar sem kallast „Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland og horfur næstu áratuga.“ Fundurinn hefst klukkan 10 og verður streymt beint á Vísi og YouTube.

Danir sam­þykkja að geta út­vi­­stað hælis­­leit­enda­­kerfinu til þriðja ríkis

Meirihluti danska þingsins samþykkti í morgun umdeilt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendakerfi landsins til þriðja ríkis. Yfirlýst markmið danskra stjórnvalda er að engir sæki um hæli í landinu.

Sýknuð af því að hafa sigað Dober­mann-hundi á aðra konu

Landsréttur sýknaði á dögunum konu af því að hafa sigað Dobermann-hundi á aðra konu og sparkað í andlit hennar, en héraðsdómur hafði áður sakfellt hana fyrir þessi atriði.

„Konur geta ekki pantað skimun að eigin ósk“ segir landlæknir

Ef ágreiningur skapast milli lækna um framkvæmd krabbameinsskimana væntir landlæknir þess að hlutaðeigandi ræði málin og komist að sameiginlegri niðurstöðu þannig að öryggi konunnar sé gætt.

Vís­bendingar um tengsl milli bólu­efnis Pfizer og hjarta­vöðva­bólgu

Heilbrigðisráðuneyti Ísraels hefur greint frá því að vísindamenn þar í landi hafi séð nokkur tilfelli hjartavöðvabólgu meðal ungra karlmanna sem hafa fengið bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni og að tengsl kunni að vera þar á milli.

Sak­felldir fyrir fjár­svik gagn­vart Bau­haus

Tveir menn voru í síðasta mánuði dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Þá voru þeir dæmdir til að greiða Bauhaus ríflega 2,2 milljónir króna auk vaxta.

Krefst þrjá­tíu ára fangelsis­dóms yfir Chau­vin

Saksóknari í Bandaríkjunum hefur krafist þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn fyrrverandi sem sakfelldur var fyrir að hafa orðið hinum 46 ára George Floyd að bana í Minneapolis í maí á síðasta ári, verði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi.

Vaxandi suð­austan­átt, þykknar upp og fer að rigna

Lægð nálgast nú landið og er því vaxandi suðaustanátt í dag. Veðurstofan spáir því að þegar líður á daginn muni þykkna upp og fara að rigna.

Íbúum fjölgar í Reykjavík og Kópavogi en fækkar í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 721 á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. júní sl. og í Kópavogi fjölgaði um 439 á sama tímabili. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá um fjölda íbúa eftir sveitarfélögum.

Starfsmenn vöruhúsa Amazon slasast oftar og alvarlegar en aðrir

Starfsmenn vöruhúsa netsölurisans Amazon meiðast oftar og alvarlegar en starfsmenn vöruhúsa annarra fyrirtækja. Alls slasast 5,9 starfsmenn af hundrað alvarlega hjá Amazon, nærri 80 prósent fleiri en hjá öðrum fyrirtækjum.

Enginn upplýsingafundur vegna Covid-19 í dag

Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa tekið þá ákvörðun að sleppa í dag vikulegum upplýsingafundi vegna stöðu kórónuveirufaraldursins, sem jafnan hefur verið haldinn á fimmtudögum.

Verka­­lýðs­hreyfingin óttast gull­grafara­æði innan ferða­­þjónustunnar

For­ystu­fólk verka­lýðs­hreyfingarinnar er ekki sér­lega spennt fyrir því að ferða­þjónustan fari aftur á fullt. Þau eru viss um að brotum á vinnumarkaði taki aftur að fjölga mjög á næstu mánuðum.

Ætla að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum. Með því vilja vísindamenn öðlast þekkingu um það hvernig reikistjarnan varð að þeim bakaraofni sem hún er, ef svo má að orði komast, þrátt fyrir að hún líkist á margan hátt jörðinni og var mögulega fyrsta lífvænlega reikistjarna sólkerfisins.

Þurfa að hand­vinna gögn úr leg­háls­sýna­tökum

Tæknilegir erfiðleikar við úrvinnslu leghálssýna hafa orðið til þess að biðtími eftir niðurstöðum úr leghálssýnatöku hefur lengst talsvert frá því að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við verkefninu. Forstjóri heilsugæslunnar segir að ekki verði hægt að laga þetta fyrr en á síðari hluta þessa árs.

Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum

Nýmóðins og óhefðbundið geimkapphlaup virðist vera hafið milli Rússlands og Bandaríkjanna. Á árum áður kepptu Rússar og Bandaríkjamenn um það að verða fyrstir til að senda gervihnött á braut um jörðu, menn á braut um jörðu og jafnvel menn til tunglsins. Að þessu sinni er hins vegar keppt um að taka upp kvikmynd í geimnum.

Innlit inn í nýja sýnatökugáminn á Keflavíkurflugvelli

Nýr sýnatökugámur var tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn vonar að afkastageta aukist um helming en með auknum straumi ferðamanna sé þó spurning hvenær starfsemin sprengi utan af sér þessa nýju aðstöðu.

„Baga­legt að þurfa að reka em­bætti á lof­orðum“

Formaður Lögreglustjórafélags Íslands segir bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum. Hann segir styttingu vinnuvikunnar hjá lögreglumönnum þýða að ráða þurfi tugi nýrra lögreglumanna til starfa og enn fáist engin skýr svör um fjármagn frá fjármálaráðuneytinu.

Ný ríkis­stjórn hefur verið mynduð í Ísrael

Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.

Segir átakanlegt að horfa daglega á persónulegar eigur hinna látnu

Íbúi sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann fyrir tæpu ári síðan segist afar ósáttur við að húsið standi enn með öllu innbúi. Hún segir átakanlegt að horfa á persónulegar eigur hinna látnu og gagnrýnir að svæðið sé ekki þrifið.

Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“.

Helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku

Um helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku. Verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar hefur áhyggjur af stöðunni. Börnin séu að horfa á brenglaða hluti og klámáhorfið leiði til breyttrar hegðunar.

Telur frumvarp um hálendisþjóðgarð dautt og að því verði skipt út fyrir þingsályktun

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs dauðadæmt. Hann á von á því að málinu verði skipt út fyrir þingsályktunartillögu.

Grunur um leka á við­kvæmum gögnum til sak­borninga um af­léttingu banka­leyndar og hleranir

Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum, sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir, hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Um er að ræða á annan tug dómsúrskurða sem lögregla, bankastarfsmenn og starfsmenn héraðsdóms höfðu aðgang að.

Drottningin meinaði þel­dökku fólki að vinna skrif­stofu­störf í höllinni

Breska dagblaðið Guardian hefur komist yfir skjöl sem leiða í ljós að Elísabet Englandsdrottning meinaði útlendingum og innflytjendum úr minnihlutahópum að starfa við skrifstofustörf í Buckingham höll.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við lögreglu sem lítur málið alvarlegum augum.

Ís­land verður síðasta þróaða ríkið til að endur­­heimta fyrri efna­hags­­styrk

Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endur­heimta fyrri efna­hags­styrk eftir heims­far­aldurinn og Ís­land, sam­kvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg lands­fram­leiðsla á mann notuð sem mæli­kvarði á þetta.

Óttast að skips­bruni hafi al­var­legar af­leiðingar fyrir um­hverfið

Skipið X-Press Pearl stóð í ljósum logum í tæpar tvær vikur undir ströndum Srí Lanka áður en tókst að slökkva eldinn. Óttast er að skipsbruninn muni hafa skelfilegar umhverfislegar afleiðingar.

Stjórnar­and­stöðu­leið­togar í kapp­hlaupi við tímann

Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins.

Sex hópar verið dregnir og boðaðir í bólu­setningu

Nú hafa alls sex hópar af sextíu verið boðaðir til bólusetningar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Réttur þeirra sem fá boðun samkvæmt handahófskennda kerfinu helst áfram, þótt það komist ekki á tilsettum boðunartíma.

500 milljóna viðbótarframlag til COVAX

Íslensk stjórnvöld hafa talað fyrir mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu um þróun og framleiðslu bóluefnis og jafns aðgangs ríkja óháð greiðslugetu þeirra.

Sigurður Örn rís til formennsku í Lögmannafélaginu

Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og eigandi á Rétti - Aðalssteinsson & Partners, er nýkjörinn formaður Lögmannafélags Íslands. Aðalfundur félagsins fór fram á Hilton Hótel Nordica í síðustu viku.

Biden stendur þétt við bakið á hinsegin fólki í upphafi Pride-mánaðarins

„Við sjáum ykkur, við styðjum ykkur og við drögum innblástur af hugrekki  ykkar til að sætta ykkur ekki við neitt annað en fullt jafnrétti,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu og samfélagsmiðlum Hvíta hússins í gær.

Stigið á bensínið og tekið á sprett til að ná í Laugar­dals­höll

Nokkuð óðagot greip um sig í og við Laugardalshöll í gær eftir að handahófskenndar bólusetningarboðanir árganga eftir kynjum hófust á höfuðborgarsvæðinu.

Ákært í Eyjum fyrir nauðgun um verslunarmannahelgi

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun gegn fimmtán ára stúlku. Stúlkan hlaut áverka á kynfærum og endaþarmi og klórför á baki.

Vill lobbía fyrir veiði­manninum og fram­bjóðandanum Guð­laugi Þór

Skotveiðimenn sumir hverjir vilja styðja Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í prófkjörsslag en það er umdeilt.

Rætt um útlilokanir og vinsæla flokka á þingi

Rætt var um möguleg stjórnarsamstörf og útilokanir flokka í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagðist ekki treysta Miðflokknum til þess að standa við orð sín og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa farið vel með völd. Lilja Rafney Gunnarsdóttir, þingmaður VG, telur ljóst að flokkurinn verði vinsæll samstarfskostur eftir kosningar.

Pfizer gefur í og eykur bólu­efna­fram­boð í Evrópu

Gert er ráð fyrir að framboð á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn Covid-19 muni aukast verulega á EES-svæðinu með tilkomu framleiðsluaukningar í Belgíu. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) gaf út í gær að hún hafi mælt með samþykkt nýrra framleiðslulína í bænum Puurs þar sem ein stærsta verksmiðja Pfizer er starfrækt.

Ís­lensku öndunar­vélarnar komnar til Ind­lands

Fimmtán öndunarvélar og tólf þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir lentu í Delí á Indlandi snemma í morgun að staðartíma. Um er að ræða gjöf frá Landspítala og íslenskum stjórnvöldum vegna alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi.

Sérfræðingar uggandi yfir andlegri heilsu flugáhafna

Sérfræðingar segja hættu á því að flugfélög horfi ekki til andlegrar heilsu og velferðar flugmanna og annara áhafnameðlima nú þegar allt kapp er lagt á að koma vélum aftur í loftið.

Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels

Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz.

Sjálf­stæðis­flokkur, Píratar og Fram­sókn með mest fylgi

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 24,6 prósent í nýrri könnun MMR. Það er rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi en þar á eftir koma Píratar og Framsóknarflokkurinn.

Mjöll bar þremur sprelllifandi kálfum

Sá óvenjulegur atburður átti sér stað í gær að kýrin Mjöll á bænum Miðskógi í Dalabyggð bar þremur kálfum, tveimur nautum og einni kvígu. Þríkelfingnum og móður þeirra heilsast vel.

Lykilatriði að notendur samfélagsmiðla viti og samþykki að flokkarnir séu að vinna með upplýsingar

Póst- og fjarskiptastofnun hafa borist kvartanir vegna óumbeðinna símtala í tengslum við prófkjör sem nú fara fram. Forstjóri Persónuverndar segir að stofnunin muni fylgjast vel með notkun stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar. Fólk þurfi að samþykkja vinnslu á persónuupplýsingum sem eru fengnar þaðan.

Fimm táningar í Belgíu handteknir fyrir hópnauðgun

Fimm táningar hafa verið handteknir í Belgíu í tengslum við meinta hópnauðgun 14 ára stúlku sem lést minna en viku eftir árásina. Samkvæmt belgískum miðlum var myndum af árásinni deilt á netinu og stúlkan framdi sjálfsvíg fjórum dögum seinna.

„Allir fá sitt rafmagn“ þrátt fyrir bilun

Starfsmenn HS Orku slökktu á annarri af þeim vélum sem tryggja raforkuframleiðslu Reykjanesvirkjunar vegna bilunar sem kom upp í gær. Bilunin mun ekki hafa áhrif á viðskiptavini HS Orku þó að það dragi úr framleiðslugetu fyrirtækisins.

Inflúensufaraldrar og hjarta- og æðasjúkdómar draga úr aukningu lífslíka

Meðallífslíkur íbúa í ESB-ríkjunum er nú 81 ár, að því er fram kemur í Talnabrunni Embættis landlæknis. Lífslíkur hafa aukist minna í Vestur-Evrópu síðustu ár en áratugina þar á undan, meðal annars vegna skæðra inflúensufaraldra og dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.

Już za tydzień zaćmienie Słońca

Będzie to największe zaćmienie Słońca widziane z Islandii od marca 2015 roku.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um bólusetningar í laugardalshöll þar sem um 5500 fá sprautu í dag.

Þrír greindust með Covid-19 í gær og einn utan sóttkvíar

Þrír greindust með Covid-19 í gær, samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Tveir voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Alls eru 44 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi.

Wszystkie banki podniosły oprocentowanie kredytów hipotecznych

Oprocentowanie niektórych kredytów wzrośnie od 0,15 do 0,25 punktu procentowego, a zmiany weszły w życie wczoraj, 1 czerwca.

Segir útbreidda sögu af frelsissviptingu og hópnauðgun ekki á borði lögreglu

Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir útbreidda frásögn sem gengið hefur um samfélagsmiðla í gær og í dag um hrottalega hópnauðgun og frelsissviptingu erlendra karlmanna gegn ungri íslenskri konu ekki á borði lögreglu.

Drífa yfirheyrir Ingu Sæland

Alþýðusamband Íslands stendur í aðdraganda Alþingiskosninganna í haust fyrir röð samtala við forystufólk flokkanna.

Jafnréttismál og sköpun nýrra starfa rædd á fundi með forseta Alþjóðabankans

„Græn enduruppbygging á sjálfbærum forsendum“ var yfirskrift fundar norrænu þróunarmálaráðherranna.

Gerir ráð fyrir að vera orðinn for­seti aftur í ágúst

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur sagt nokkrum fjölda fólks að hann geri ráð fyrir að verða settur aftur í embætti forseta fyrir ágúst á þessu ári. Trump tapaði forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári fyrir Joe Biden, sem var kjörinn til fjögurra ára.

Ræðst fram­tíð Sjálf­stæðis­flokksins á Insta­gram?

Hörð bar­átta tveggja ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins um að verða leið­togar flokksins á þingi fyrir Reyk­víkinga hefur ó­lík­lega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa aug­lýst sig ágætlega í að­draganda próf­kjörs flokksins, sem fer fram á föstu­dag og laugar­dag, raunar svo mikið að dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands finnst aug­lýsinga­flóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.

Bíl­slys við Grundar­tanga

Tveir bílar lentu saman á gatnamótum við iðnaðarsvæðið á Grundartanga í morgun. Slökkvilið þurfti að klippa eina konu út úr öðrum bílnum.

Maður greinist með sjaldgæft afbrigði fuglaflensu

Fertugur kínverskur karlmaður hefur greinst með sjaldgæft afbrigði fuglaflensunnar svokölluðu, fyrstur manna. Engar upplýsingar liggja fyrir um það hvernig maðurinn smitaðist en afbrigðið, H10N3, er ekki talið smitast auðveldlega milli manna.

Sólmyrkvi sjáanlegur á öllu landinu í næstu viku

Deildarmyrkvi á sólu sést alls staðar á Íslandi ef veður leyfir að morgni fimmtudagsins 10. júní. Þegar mest lætur hylur tunglið 69% af skífu sólarinnar frá Reykjavík séð.

Allt að sautján stigum á Norðausturlandi

Veðurstofan spáir minnkandi sunnanátt vestantil á landinu og verður hæg suðlæg átt og áfram skúrir á þeim slóðum síðdegis.

Sérfræðingar hafa áhyggjur af vanþekkingu Breta á píkunni

Meirihluti Breta veit ekki hvað allir hlutar píkunnar heita og þá vita nærri 40 prósent ekki hvar snípurinn er. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var meðal einstaklinga á biðstofum heilbrigðisstofnana.

Mun meira fjármagn fór í að styðja við framleiðslu jarðefnaeldsneytis en græna orku

Þjóðirnar sem skipa G7 hópinn, stærstu vestrænu iðnríkin, settu í kórónuveirufaraldrinum mun hærri upphæðir í stuðning við framleiðslu jarðefnaeldsneytis en þær settu á sama tíma í hreina orkugjafa, þrátt fyrir loforð um aukna áherslu á græna orku.

50% aukning á nýskráningum á milli mánaða

Alls voru 1898 ökutæki nýskráð í maí, það er aukning um 50% frá síðasta mánuði, þegar 1264 ökutæki voru nýskráð. Flest nýskráð ökutæki í nýliðnum maí mánuði voru af Toyota gerð, eða 263 ökutæki. Kia var í öðru sæti með 237 og Suzuki í þriðja með 163 ökutæki.

Þurftu að slökkva á annarri túrbínu Reykjanesvirkjunar

Starfsmenn HS Orku þurftu að grípa til þess ráðs á mánudag að slökkva á annarri af tveimur túrbínum Reykjanesvirkjunar sökum bilunar.

Skúta brann á Seyðisfirði í gærkvöldi

Skútan Stephima varð alelda í gærkvöldi, þar sem hún lá við Bæjarbryggjuna á Seyðisfirði. Skútan var mannlaus þegar eldurinn kom upp en hún er mjög illa farin. Eldsupptök eru óljós.

Leituðu blóðugs manns í Smárahverfinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í nótt blóðugs manns en án árangurs. Tilkynning barst um „illa farinn“ mann í Smárahverfinu rétt fyrir kl. 4 en hann fannst ekki.

Skaut á tvo á­hrif­a­mikl­a Dem­ó­krat­a í öld­ung­a­deild­inn­i

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk.

Enskur táningur dæmdur fyrir að hafa ráðist á ís­lenska ferða­menn

Enskur táningur var dæmdur á föstudag í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo íslenska karlmenn í Brighton á Englandi. Dómari í málinu sagði að árásin væri þess eðlis að hann ætti að sitja í fangelsi en erfið fortíð piltsins hafi haft áhrif á ákvörðun hans um refsingu.

Wysłano tysiące zaproszeń na szczepienia

W związku z dużą liczbą niewykorzystanych szczepionek odbyło się dziś losowanie grup wiekowych, które zostały jeszcze dziś zaproszone na szczepienia.

Geimstöðin varð fyrir geimrusli

Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans.

Vona að lyf úr ofskynjunarsveppum komist á markað: „Ein meðferð eins og tíu ára sálfræðimeðferð“

Sérfræðingar segja byltingu framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og fíknisjúkdómum með lyfi sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Þau muni jafnvel leysa af hólmi stóran hluta kvíða- og þunglyndislyfja sem 13% landsmanna nota. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komist á markað en það þurfi fleiri rannsóknir.

Sakfelldur fyrir nauðgun í héraðsdómi, sýknaður í Landsrétti og Hæstiréttur tekur áfrýjun ekki fyrir

Hæstiréttur Íslands hefur neitað að taka fyrir áfrýjun máls þar sem maður var sýknaður í Landsrétti af nauðgun. Landsréttur sneri niðurstöðu Héraðsdóms, sem hafði sakfellt manninn en honum var gert að hafa stungið fingrum inn í leggöng konu á meðan hún var sofandi.

Sendu út 10 þúsund skyndi­boðanir í bólu­setningu

Það var heldur betur handagangur í öskjunni þegar fyrstu hópanir sem valdir voru af handahófi fengu lítinn fyrirvara til að koma sér í bólusetningu í Laugardalshöllinni í dag. Árgangar voru dregnir út úr fötu og þurfti að hafa hraðar hendur áður en bóluefnið fyrndist.

Níu mánaða fangelsi fyrir að brjóta á þremur börnum í Austur­bæjar­­skóla

Karlmaður var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á þremur börnum í Austurbæjarskóla haustið 2019. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða einu barnanna, sem var níu ára þegar brotið átti sér stað, hálfa milljón króna í miskabætur.

Rúmur fjórðungur stefnir til út­landa á þessu ári

Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út.

Enginn dó á Bretlandi í fyrsta sinn frá mars í fyrra

Enginn dó Bretlandi vegna Covid-19 í gær, samkvæmt opinberum tölum dagsins. Það er í fyrsta sinn frá 7. mars í fyrra, áður en gripið var til fyrsta samkomubannsins á Bretlandi. Heilbrigðisráðherra Bretlands varar íbúa þó við því að baráttunni sé ekki lokið enn.

Kara Guð­rún Mel­stað er látin

Kara Guðrún Melstað lést á heimili sínu í Þýskalandi í gær, 61 árs að aldri. Kara hafði verið búsett um árabil í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands í handbolta.

Að ganga fram hjá ný­dánum klifrurum breytti í­myndinni af Everest

Sigurður B. Sveinsson og Heimir Hallgrímsson, sem klifu Everest í maí, segja upplifunina við það að ná á toppinn ekki hafa verið eins og þeir ímynduðu sér. Toppur fjallsins hafi verið skrítinn staður til að vera á.

Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum

Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum.

Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár

Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur.

Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal

Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan.

Karlar fæddir 1987 og konur fæddar 1996 fá skyndiboð í bólusetningu

Ákveðið hefur verið að draga aftur árganga sem fá skyndiboðun í bólusetningu í Laugardalshöll í dag.

Annað kínverskt bóluefni fær neyðarskráningu

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur skráð bóluefni kínverska fyrirtækisins Sinovac gegn kórónuveirunni til neyðarnotkunar fyrir fólk eldra en átján ára. Það er annað kínverska bóluefnið sem fær slíka heimild.

Ás­mundur segir at­vinnu­leysis­bætur ekki vera fram­færslu­styrk

Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis.

Þrengt var að hálsi Söruh Everard

Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag.

Karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 fá skyndiboð í Laugardalshöll

Karlar fæddir árið 1999 og konur fæddar árið 1982, búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega eiga von á boði á næstu mínútum í fyrri Pfizer-sprautu í Laugardalshöll. Þessir árgangar komu upp úr pottinum í sögulegu bólusetningalottói í Laugardalshöll í dag.

Þingmenn skulda Samherja engar skýringar

Rætt var um Samherjamálið í umræðum um störf þingisins á Alþingi í dag og gerði Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, bréf sem fyrirtækið sendi menntamálaráðherra að umtalsefni.

Tveir greindust með Co­vid-19 á Vopna­firði

Tveir einstaklingar sem búsettir eru á Vopnafirði hafa greinst með Covid-19. Báðir voru í sóttkví við greiningu.

Býst við svipuðum smit­tölum næstu daga

Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og af þeim voru fjórir í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að búast megi við svipuðum smittölum næstu daga.

Banna prestum að misnota fullorðna

Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot.

Falla frá skaða­bóta­máli vegna skemmdar­verka á Akur­eyrar­kirkju 2017

Akureyrarkirkja hefur fellt niður skaðabótamál á hendur manni vegna skemmdaverka sem hann vann á kirkjunni í upphafi árs 2017. Málinu er því að fullu lokið.

Von á lúsmýi á næstu dögum

Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní.

Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum.

Mennta­sjóður námsmanna á­frýjar dómi héraðs­dóms í á­byrgðar­manna­máli

Menntasjóður námsmanna hyggst áfrýja nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem sjóðurinn tapaði máli gegn ábyrgðarmanni námsláns.

Skólastjóraskipti í Melaskóla

Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn skólastjóri í Melaskóla. Hann lætur af störfum sem aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hvar hann hefur starfað um árabil, meðal annars sem skólastjóri. Þá var Jón Pétur aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um tíma.

Bein útsending: Vegvísir kynntur til leiks

Vegvísir.is er nýr gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.

Á bak við lás og slá eftir alvarlegar hótanir í garð blaða- og lögreglumanna

Karlmaður sem hafði í hótunum við ýmsa aðila í gær, þeirra á meðal fréttamenn DV, starfsmenn Ríkisútvarpsins og lögreglu, er kominn bak við lás og slá. Hann verður yfirheyrður vegna málsins á næstu dögum eða vikum.

Bein útsending: Yfirstandandi tæknibylting

Ari Kristinn Jónsson, rektor, heldur síðasta þriðjudagsfyrirlestur vorsins þann 1. júní klukkan 12:00 og mun þar ræða yfirstandandi tæknibyltingu.

Allir starfs­menn H&M í Kringlunni í sótt­kví og versluninni lokað í dag

Kórónuveirusmit hefur greinst í starfsmannahópi H&M; verslunar í Kringlunni. Allir starfsmenn verslunarinnar hafa verið sendir í sjö daga sóttkví og verður verslunin lokuð í dag.

350 osób straciło świadczenia z Urzędu Pracy

W ciągu ostatnich dwóch miesięcy, 350 osoby straciły tymczasowo lub całkowicie prawo do pobierania zasiłku z Urzędu Pracy.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fimm greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og voru fjórir þeirra í sóttkví en einn ekki. Við ræðum í hádegisfréttum við sóttvarnalækni um stöðu faraldursins en hann býst við svipuðum tölum næstu daga.

Hús bandaríska sendiráðsins til sölu: Birtir yfir Þingholtunum við brotthvarf hinnar bandarísku njósnastarfsemi

Benedikt Erlingsson leikstjóri grætur ekki brotthvarf sendiráðsins úr hverfinu. Hann segir guðsþakkarvert að losna við njósnastarfsemi og fyrirferð sem fylgt hefur Bandaríkjamönnunum.

Óska eftir vitnum að um­ferðar­slysi í Mos­fells­bæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi sem varð á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á móts við Leirvogstungu, fimmtudaginn 27. maí.

Fimm greindust innan­lands og einn utan sótt­kvíar

Fimm greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar.

Þættir Sjávarútvegsskólans um heimsmarkmið fjórtán sýndir á Hringbraut

Þættirnir eru byggðir á rúmlega tuttugu ára reynslu Sjávarútvegsskóla GRÓ í að aðstoða fátækar þjóðir heims í nýtingu á sjálfbæran hátt lifandi auðlinda sjávar og vatna.

Í­búar höfnuðu hugmyndum um há­hýsi með af­gerandi hætti

67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit.

Enn einn stjórnar­and­stæðingurinn hand­tekinn í Rúss­landi

Rússnesk yfirvöld handtóku fyrrverandi forsvarsmann stjórnarandstöðuhóps sem olíufurstinn Mikhail Khodorkovsky stofnaði. Samtökin sögðust ætla að hætta starfsemi til þess að forða félögum frá því að vera handteknir í síðustu viku.

Þessi sóttu um stöðu upp­lýsinga­full­trúa dóms­mála­ráðu­neytisins

Alls bárust 34 umsóknir um stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins sem auglýst var þann 14. maí 2021. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins en umsóknarfrestur rann út 25. maí síðastliðinn.

Sakaði ekki eftir að lítil vél brot­­lenti á Kefla­víkur­flug­velli

Engan sakaði þegar lítil flugvél brotlenti skömmu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli í morgun. Vélin var á leið til Kanada og brotlenti í móa, sunnan vallarins.

Segir gosið malla áfram líkt og síðustu vikur

Ekki hafa orðið miklar breytingar á gosinu í Fagradalsfjalli og er bæði virknin og óróinn svipuð og verið hefur síðustu daga og vikur. „Þetta mallar bara áfram.“

Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir

Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði.

Tak­mörkunum af­létt á Græn­landi

Ekki hafa komið upp nein ný tilfelli kórónuveirusmita í grænlensku höfuðborginni Nuuk og hefur landsstjórnin því ákveðið að aflétta þeim takmörkunum sem komið var á fyrir helgi.

Tvær lægðir stjórna veðrinu á fyrsta degi júní­mánaðar

Tvær lægðir stjórna veðrinu á landinu í dag. Önnur þeirra er um 300 kílómetra vestur af Reykjanesi á hægri leið norður, en henni fylgja suðlægar áttir, fimm til þrettán metrar á sekúndu, með skúrum um vestanvert landið.

Mannanafnanefnd samþykkir Gosa og Egilínu

Mannanafnanefnd samþykkti á dögunum eiginnöfnin Gosi og Egilína. Þá geta foreldrar nú nefnt börn sín Haron og Martel, samkvæmt úrskurðum nefndarinnar.

Dusterinn er kominn aftur á kreik

Þeir sem fara akandi um stræti Reykjavíkur nú um mundir fara fæstir varhluta af kunnuglegri þróun sem orðið hefur í borginni á allra síðustu vikum. Dacia Duster, uppáhaldsbílaleigubíll ferðamannsins, er aftur kominn á kreik.

Dauðsföll af völdum Covid-19 tvöfalt fleiri en áður var talið

Dauðsföll í Perú af völdum kórónuveirunnar eru meira en tvöfalt fleiri en áður var talið.

Sagðist ekki hefðu stolið af barni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á vettvang um klukkan 22 í gærkvöldi vegna þjófnaðar á rafmagnshlaupahjóli. Atvik máls voru á þá leið að eigandi hjólsins, sem var tíu ára, hafði farið inn í verslun og skilið hjólið eftir fyrir utan.