Í mars voru 249 fólks- og sendibílar af merkjum BL nýskráðir hér á landi, tæpum 53% fleiri en í mars 2020 þegar þeir voru 163. Mikill meirihluti bílanna, 181, fór til einstaklinga og fyrirtækja. Á markaðnum í heild voru 1.067 fólks- og sendibílar nýskráðir, sem er 8,4% samdráttur frá sama mánuði 2020 þegar þeir voru 1.165. Hlutdeild BL á markaðnum í mars nam 23,3% og var BL jafnframt stærst umboða á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði.