mbl.is


„Langar að kveikja von og vilja“

Helga Hlín Hákonardóttir, héraðsdómslögmaður frá Akureyri og þrautreynd kempa í ólympískum lyftingum, gerði sér lítið fyrir og hrifsaði til sín silfurverðlaun á Evrópumeistaramóti í -59 kg flokki í sínu sporti í Alkmaar í Hollandi í dag. Hún sagði mbl.is frá brjósklosi og tímabili sem hún lagði nánast árar í bát en kom margefld til baka og vill nú blása öðrum von í brjóst.

Í áfalli yfir sektinni

„Ég er í mjög miklu áfalli og á sama tíma mjög ringlaður,“ segir Alan Talib í samtali við mbl.is. Auglýsingar hans á teppum eru að mati Neytendastofu villandi og var honum bannað í dag að auglýsa áfram með sama hætti.
vidskipti

Kom ekki til greina að borga gjaldið

Unnið er að því að finna út hvað fór úrskeiðis í netöryggiskerfi Háskólans í Reykjavík eftir að skólinn sætti netárás í síðustu viku. Þetta segir Ragnhildur Helgadóttir rektor í samtali við mbl.is.
frettir/innlent

Brautryðjandi fallinn frá

Framámenn í bandarískum stjórnmálum hafa í dag lýst lýst yfir sorg sinni vegna fráfalls Colins Powell. Honum er lýst sem bæði stríðshetju og stjórnmálaskörungi, en fyrst og síðast var hann brautryðjandi í bandarísku samfélagi, sem varð nánast að táknmynd fyrir „bandaríska drauminn“.
frettir/erlent

„Besta veðrið er ekki að finna á Íslandi“

„Ég hafði satt best að segja áhyggjur í byrjun. Besta veðrið er ekki að finna á Íslandi. Það er ellefu stiga hiti, stundum blæs vindurinn 16 metra á sekúndu og það rignir svo gott sem daglega.“
frettir/innlent

„Gleymi aldrei vonbrigðasvipnum á Balta“

Veitingastaðurinn Flatey fagnar um þessar mundir fjögurra ára afmæli sínu og verður haldið upp á tímamótin með ýmsum hætti.
matur

Fjögurra ára lifði af 21 metra fall

Fjögurra ára drengur sem féll niður rúmlega 21 metra klett við Red River Gorge í austurhluta Kentucky hlaut einungis nokkrar skrámur og marbletti en hann sakaði að öðru leyti ekki.
frettir/erlent

Borgin greiðir 27 milljónir vegna endurbyggingar

Borgarráð samþykkti á fundi sínum nú á fimmtudag að veita heimild til þess að ganga frá uppgjöri um eignina Starhaga 1 sem áður var staðsett á Laugavegi 36.
frettir/innlent

Donald Trump hakkaður

Svo virðist sem tölvuþrjótur hafi hakkað hluta af heimasíðu Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og skipt út efni af síðunni fyrir slagorð og ræðu frá forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, að því er kemur fram á vef CNN.
frettir/erlent

Segja að Bezos gæti hafa logið að þinginu

Stjórnendur hjá Amazon, þar á meðal stofnandinn og fyrrverandi forstjórinn Jeff Bezos, kunna að hafa afvegaleitt eða logið að þinginu um viðskiptahætti fyrirtækisins, að sögn bandarískra þingmanna.
frettir/erlent

Storytel leitar að næsta stóra hlaðvarpi

Á hverju ári stendur Storytel fyrir handritasamkeppninni Eyranu. Valin verður ein hugmynd úr innsendum tillögum sem unnin verður áfram og gefin út hjá Storytel. Innsendingum er nú lokið en dómnefndin fer nú yfir þær tillögur sem bárust og velur þá bestu sem hlýtur 1.000.000 krónur í verðlaunafé. Sigurvegarinn verður kynntur opinberlega þriðjudaginn 26. október.
smartland

Mörkin: Lacazette jafnaði í uppbótartíma

Alexandre Lacazette reyndist hetja Arsenal þegar hann kom inn á sem varamaður og jafnaði metin í 2:2 á fimmtu mínútu uppbótartíma gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
sport

Léttgeggjuð gráhærð „femme fatale“

Breska leikkonan Jacqueline Bisset er enn í fullu fjöri, 77 ára, og fer mikinn í nýjum frönskum spennutrylli, The Lodger, þar sem hún blandar geði við lifandi fólk jafnt sem framliðna.
folk

Fátækt hvergi minni í OECD en á Íslandi

Hlutfallsleg fátækt er hvergi minni en á Íslandi, á meðal landa Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og er raunar langminnst hér á landi. Þetta var dregið fram af stofnuninni í gær, í tilefni alþjóðlegs dags um útrýmingu fátæktar.

Svona djúphreinsar þú þvottinn þinn

Djúphreinsun á þvotti viðgengst í raunveruleikanum og er það allra heitasta á TikTok þar sem blásaklaust fólk er farið að ...
matur

Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum

Síðustu fimm leikir 32-liða úrslita VÍS-bikars karla í körfuknattleik fóru fram í kvöld. Búið var að draga í 16-liða úrslitin og því ljóst hvaða lið munu mætast í þeim.
sport

„Af hverju megum við ekki læra?“

Afganska unglingsstúlkan Amena varð vitni að því þegar tugir bekkjarfélaga hennar fórust í spengjuárás Ríkis íslams á skólann hennar í maí.
frettir/erlent

Fórnarlömbin myrt með eggvopni, ekki örvum

Lögreglan í Noregi segir að fórnarlömbin fimm sem létust í árásinni í Kongsberg í Noregi í síðustu viku hafi verið myrt með eggvopni, en ekki boga og örvum eins og upphaflega var talið.
frettir/erlent

Allt eftir bókinni í bikarnum

Úrvalsdeildarfélögin KR, ÍR, Þór Akureyri og Vestri eru öll búin að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfuknattleik ásamt 1. deildarliði Selfoss eftir að hafa borið sigur úr býtum í viðureignum sínum í 32-liða úrslitunum í kvöld.
sport

Datt ekki í hug að hlaupa á eftir ræningjanum

„Ég bara titraði og skalf þegar ég kom út í bíl. Ég hef aldrei séð svona áður. Ég fékk bara algjört sjokk,“ segir kona sem varð vitni að ráninu í Apótekaranum Vallakór fyrr í dag, þegar ungur maður veittist að starfsfólki með dúkahníf.
frettir/innlent

Arsenal bjargaði stigi á ögurstundu

Arsenal og Crystal Palace skildu jöfn, 2:2, í æsispennandi leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld þar sem heimamenn í Arsenal jöfnuðu metin á fimmtu mínútu uppbótartíma.
sport

Varað við snörpum hviðum í Öræfum

Vegagerðin varar við snörpum hviðum í Öræfum en búist er við allt að 35 til 45 metrum á sekúndum þvert á veg frá klukkan 22 í kvöld og fram til hádegis á morgun.
frettir/innlent

Segir skæða flensu geta komið niður á spítalanum

„Það sem ég hef sagt og menn hafa svo sem svona túlkað það á ýmsa vegu, ég hef sagt að ef við fáum skæðan inflúensufaraldur núna í vetur að þá gæti það minnkað eða komið niður á getu spítalans til þess að fást við Covid.“
frettir/innlent

Segir mikilvægt að hugað sé að þjóðaröryggi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að hugað sé að þjóðar- og fjarskiptaöryggi í sölu fjarskiptafyrirtækisins Mílu til erlends sjóðastýringarfyrirtækis. Hún segir málið vera til umræðu á vettvangi þjóðaröryggisráðs en hún er sjálf með löggjöf í undirbúningi sem felur í sér rýni á erlendum fjárfestingum í mikilvægum innviðum landsins.
frettir/innlent

Stendur við ummæli sín um hræðsluáróður

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag vera komið á skrítinn stað þegar færa þurfi sérstök rök fyrir því að fólk lifi eðlilegu lífi. Hún segir umræðuna mikilvæga en stendur við fyrri ummæli sín.
frettir/innlent

Fasteignamat lúxusíbúða langt undir markaðsvirði

Dæmi eru um að uppsett verð á lúxusíbúðum í Austurhöfn í Reykjavík sé margfalt hærra en fasteignamatið. Þannig kostar 175 fermetra íbúð við Bryggjugötu 6 alls 223 milljónir króna á sama tíma og fasteignamatið er aðeins 39 milljónir króna.
frettir/innlent

Uppbygging í Keldum ávísun á „stóra stopp“

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við mbl.is að ekki sé unnt að flýta uppbyggingu íbúabyggðar á ýmsum svæðum borgarinnar án þess að framkvæmd borgarlínu sé flýtt fyrst. Meginuppbyggingin verði á svæðum „þar sem eru og verða öflugar almenningssamgöngur“.
frettir/innlent

Smekkspilling og vítisstefna

„Ekki hefði mér til hugar komið, að starfa hér að orkestursstofnun, ef aðrir hefðu farið rétt að, en það sem þeir gera hér í slíkum málum, miðar í öfuga átt. Það skal enn endurtekið, að synfóníuorkestri verður aldrei komið hér upp fyr en til er stórt og gott strokorkestur.“
frettir/innlent

Ræninginn kominn í hendur lögreglu

Maðurinn sem grunaður er um að hafa framið vopnað rán í apóteki í Vallakór var handtekinn upp úr klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
frettir/innlent

Legurýmum fjölgar um 82

Landspítalinn hefur ráðist í og hyggst ráðast í hinar ýmsu aðgerðir sem eru allar til þess fallnar að létta álagi af Landspítala, að því er segir í tilkynningu.
frettir/innlent

Fórnarlambið komið úr aðgerð

Ungi maðurinn sem stunginn var fyrir utan Breiðholtslaug í dag er kominn úr aðgerð og gekk hún vel, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Hann segir ekki alveg ljóst hvert ástandið á drengnum sé en það líti ágætlega út.
frettir/innlent

Íbúðir á glærum þýði ekki neitt

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gefur lítið fyrir gagnrýni borgarstjóra á tillögu sjálfstæðismanna um uppbyggingu 3.000 íbúða. Hann segir í samtali við mbl.is að 10.000 íbúðir á glærum þýði jafn mikið og 100.000 íbúðir á glærum. Raunveruleikinn sé sá að það vanti íbúðir strax.
frettir/innlent

Sektaður um þrjár milljónir fyrir teppaauglýsingar

Auglýsingar á Cromwell Rugs-teppum sem birtust í Morgunblaðinu fyrr í október eru að mati Neytendastofu villandi. Þetta kemur fram í stjórnvaldsákvörðun frá stofunni.
frettir/innlent

Vettvangsathugun á Hótel Borgarnesi á morgun

Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fer í vettvangsathugun á Hótel Borgarnes á morgun, þar sem talning atkvæða fyrir Norðvesturkjördæmi fór fram eftir síðustu alþingiskosningar.
frettir/innlent

Vísar ásökunum um hræðsluáróður aftur heim

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segist ekki vita á hverju Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, byggir orð sín um tilhæfulausan hræðsluáróður.
frettir/innlent