mbl.is


Telja bóluefni Johnsons & Johnson öruggt

Bandaríska lyfjaeftirlitið FDA telur að bóluefni bandaríska lyfjarisans Johnson & Johnson sé bæði öruggt og veiti mikla vernd gegn kórónuveirunni, þar á meðal nýrri og skæðari afbrigðum hennar. Er talið líklegt að FDA muni veita bóluefninu samþykki sitt á sérstökum fundi, sem boðaður hefur verið á föstudaginn.

Styrki það að setja sig í þrot til að losna undan ábyrgð

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar telur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fjögurra Rúmena gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu vekja upp margar spurningar. Telur hann dóminn styrkja hegðun þeirra sem fara í þrot til þess að reyna að komast undan ábyrgð í kjaramálum.
frettir/innlent

Vilja að lífslokameðferð verði rannsökuð sem manndráp

Fjölskylda konu sem lést á Heilbrigðisstofnu Suðurnesja telur að rannsaka beri meðferð sem móður þeirra fékk sem manndráp. Móðir þeirra hafi verið send í lífslokameðferð án sýnilegrar ástæðu. Er vísað í álit Landslæknis málinu til stuðnings.
frettir/innlent

Mega deila upplýsingum um óbólusetta

Ísraelska þingið samþykkti í dag lög sem leyfa stjórnvöldum landsins að deila upplýsingum um þá sem ekki hafa fengið bólusetningu gegn Covid-19 með öðrum yfirvöldum. Þetta hefur vakið upp spurningar um friðhelgi einkalífs óbólusettra borgara.
frettir/erlent

Rannsókn á bílnum stendur enn yfir

Niðurstöður eru enn ekki komnar úr rannsókn á bílnum sem hafnaði í sjónum í Skötufirði um miðjan janúar með þeim afleiðingum að kona og sonur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst lífs af.
frettir/innlent

„Eitthvað sem okkur þykir miður“

„Það er alveg ljóst að flutningurinn frá Krabbameinsfélaginu til hins opinbera skapaði óvissu og óróleika hjá fólki og það er eitthvað sem okkur þykir miður, öllum sem komum að þessu verkefni,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við mbl.is.
frettir/innlent

Sjö tilboð í byggingu Kársnesskóla

Sjö tilboð bárust í byggingu nýs Kársnesskóla í Kópavogi. Tilboð voru opnuð í útboðskerfi Ríkiskaupa og bárust sjö tilboð í verkið. Verið er að yfirfara tilboðin. Að lokinni yfirferð verður niðurstaðan lögð fyrir bæjarráð Kópavogs.
frettir/innlent

Augnaðgerðum frestað vegna skjálfta

Augnaðgerðum á Landspítala var frestað vegna jarðskjálftahrinu sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta staðfestir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í samtali við mbl.is.
frettir/innlent

Maður féll í sjóinn við Kópavogshöfn

Töluverður viðbúnaður var við Kópavogshöfn um klukkan átta í kvöld vegna tilkynningar sem barst um að maður hafi fallið í sjóinn. Kafarar, dælubílar slökkviliðs og sjúkrabílar voru ýmist sendir af stað eða voru í viðbragðsstöðu.
frettir/innlent

Guðrún Hafsteinsdóttir vill oddvitasæti sjálfstæðismanna

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði fyrr í kvöld.
frettir/kosning

Óþekkjanleg eftir myndvinnsluárás

Raunveruleikaþáttastjarnan Khloé Kardashian er alveg óþekkjanleg í nýrri auglýsingu fyrir gallabuxnamerki sitt Good American. Hún lítur einna helst út fyrir að hafa orðið fyrir myndvinnsluárás.
smartland

Hannes og Karen Ósk eru nýtt par

Hannes Steindórsson fasteignasali og einn af eigendum Lindar fasteignasölu er búinn að finna ástina. Sú heppna heitir Karen Lind Þorsteinsdóttir og er flugfreyja og naglasérfræðingur.
smartland

Gordon Ramsay skipað að hægja á sér

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay slasaðist á dögunum á hlaupum og þurfti í kjölfarið að fara í aðgerð vegna
matur

Telja bóluefni Johnsons & Johnson öruggt

Bandaríska lyfjaeftirlitið FDA telur að bóluefni bandaríska lyfjarisans Johnson & Johnson sé bæði öruggt og veiti mikla vernd gegn kórónuveirunni, þar á meðal nýrri og skæðari afbrigðum hennar. Er talið líklegt að FDA muni veita bóluefninu samþykki sitt á sérstökum fundi, sem boðaður hefur verið á föstudaginn.

Skölluð af þriggja ára gömlum syni sínum

Heidi Löke, hin sigursæla norska landsliðskona í handknattleik, hefur ekki getað spilað handbolta síðan í desember eftir að hafa orðið fyrir slysi þegar hún lék sér við þriggja ára gamlan son sinn.
sport

Miklar kempur tilnefndar til Laureus-verðlaunanna

Laureus verðlaunin verða afhent í maí en í dag var kynnt hvaða íþróttafólk er tilnefnt sem fólk ársins 2020.
sport

Vörumerki hámarki arðsemi

Á morgun mun Brandr vörumerkjastofa veita bestu íslensku vörumerkjunum 2020 viðurkenningu í fjórum flokkum, en að sögn Friðriks Larsen, dósents við Háskóla Íslands og eiganda Brandr, er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem slíkar viðurkenningar eru veittar.
vidskipti

Haukar skoruðu 18 stig í síðari hálfleik

Valur vann Hauka með fimmtán stiga mun 79:64 í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik á Hlíðarenda í kvöld.
sport

City miklu betri í Búdapest

Manchester City vann þægilegan 2:0-sigur á Borussia Mönchengladbach í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta. Leikið var á Puskás Arena í Búdapest þar sem ekki má ferðast frá Englandi til Þýskalands.
sport

Hressir með 10 tonn í trollinu á Selvogsbanka

„Búin að vera fínasta veiði,“ segir Hlynur Ágústsson í skeyti til 200 mílna og sendir hann einnig stór skemmtilegar myndir af því er trollið var tekið.
200milur

Skjálftar finnist engu minna á höfuðborgarsvæðinu

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var staddur í Reykjanesbæ þegar skjálftinn í morgun reið yfir. Hann telur að ekki sé síður tilefni til varúðar á höfuðborgarsvæðinu en á Suðurnesjum, þar sem byggð er hvað næst skjálftamiðjunni. Hann segir að skjálftarnir finnist ekkert síður í bænum en á Suðurnesjum og jafnvel meira.
frettir/innlent

Engin merki um kvikuinnskot og virkni minnkar

Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að enn séu engin merki um kvikuinnskot í kjölfar skjálftahrinunnar sem riðið hefur yfir Reykjanes í dag.
frettir/innlent

Mikil spenna hjá Vesturlandsliðunum

Skallagrímur náði í tvö stig í Stykkishólm í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld eftir mikla spennu. Skallagrímur vann nauman sigur 66:65.
sport

Forskot KR gufaði upp

Breiðablik vann KR í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld í Smáranum í Kópavogi 74:49 en KR hafði níu stiga forskot að loknum fyrri hálfleik.
sport

Mikið um umferðaróhöpp síðdegis

Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag milli klukkan 11 og 17 þar sem tilkynnt var um sjö umferðaróhöpp.
frettir/innlent

Fleiri tilkynningar í janúar en yfirleitt á ári

Tilkynningar um aukaverkanir lyfja sem bárust Lyfjastofnun í janúar voru fleiri en nokkru sinni á mánaðartímabili. Þær voru 235 talsins, fleiri en berast að jafnaði á heilu ári.
frettir/innlent

Mikið um grjóthrun á Reykjanesskaga

Skriður hafa fallið víða á Reykjanesskaga vegna jarðhræringanna þar í dag eins og sjá má á mynd sem Veðurstofan birti á facebooksíðu sinni. Þar segir að grjóthrun hafi orðið á gamla Suðurstrandaveginum sem nú er aflagður.
frettir/innlent

Hættustig nú einnig í gildi í Árnessýslu

Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar í dag nær nú einnig til Árnessýslu, en greint var frá því fyrr í dag að hættustigi hafi verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga.
frettir/innlent

Landspítalinn harmar óvissu

Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem viðurkennt var að yfirfærsla verkefna frá Krabbameinsfélagi Íslands yfir til Heilsugæslunnar, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri, hafi ekki verið hnökralaus.
frettir/innlent

Gufan reyndist stafa af brostnu hitaveituröri

Gufan sem sést stíga upp úr jörðu nærri fjallinu Þorbirni í Grindavík reynist stafa af gömlu hitaveituröri sem farið hefur í sundur þegar sprunga myndaðist í jarðskjálftahrinunni sem nú ríður yfir Reykjanesið.
frettir/innlent

Eldum rétt og Menn í vinnu höfðu betur í máli Rúmena

Dómur féll í máli fjögurra Rúmena, sem störfuðu fyrir Eldum rétt í gegnum starfsmannaleiguna Menn í vinnu, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Niðurstaða dómsins var að vísa frá öllum kröfum á hendur Eldum rétt og þrotabúi Manna í vinnu og sýkna fyrrverandi stjórnendur Manna í vinnu. Málið var rekið með aðstoð Eflingar, en starfsmenn félagsins höfðu meðal annars gert margvíslegar athugasemdir við uppgjör launa og aðbúnað starfsfólksins.
frettir/innlent

Gufa stígur upp úr sprungu nærri Þorbirni

Sprunga hefur opnast nærri fjallinu Þorbirni í Grindavík. Svo virðist sem gufustrókur komi úr jörðinni en um er að ræða háhitasvæði.
frettir/innlent

Útivistafólk vari sig á grjóthruni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem útivistafólk á Reykjanesi er hvatt til þess að fara með gát vegna hættu á grjóthruni í kjölfar jarðskjálfta. Áríðandi ábending varðandi útivist í fjalllendi á höfuðborgarsvæðinu! Vegna grjóthruns í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi hvetjum við alla að gæta varúðar í fjalllendi á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.
frettir/innlent

Hrósaði Veðurstofunni og missti af tölvupósti

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hrósaði Veðurstofu Íslands undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag.
frettir/innlent