mbl.is


Launavísitala hækkar verulega þrátt fyrir faraldur

Mikil hækkun varð á launavísitölu í október, samkvæmt hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að hækkun launavísitölu síðustu mánuði sé „óneitanlega dálítið sérstök“. Vísitalan hækkaði um 0,7% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,1% en það er mesta ársbreyting frá því í apríl árið 2018.

Breytt nafn hugsanlegt

Hugsanlegt er að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði lagt niður innan tíðar. Þetta er meðal atriða sem nú eru í skoðun hjá Icelandair, sem tók starfsemina yfir fyrr á þessu ári. Nafnið Icelandair kæmi þá í staðinn.
frettir/innlent

Danir feta í fótspor Íslendinga

Frá og með deginum í dag geta Danir sótt sér ökuskírteini í farsímann. Samgönguráðuneyti Danmerkur gaf í dag út appið Kørekort, sem leysir danska bílstjóra undan því að þurfa að bera plastskírteinið við akstur.
frettir/erlent

Kristján uppfyllir ósk sauðfjárbænda

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að haldinn verði aukainnlausnarmarkaður með greiðslumark í sauðfé í desember 2020. Markaðurinn er haldinn að tillögu Landssamtaka sauðfjárbænda um að auka greiðslumark á markaði fyrir sauðfjárbændur.
frettir/innlent

Býst við slæmu ferðaveðri og gulum viðvörunum

Búast má við að fljótt verði „ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ annað kvöld, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Spá gerir ráð fyrir því að snjóa fari úr skilum sem koma úr vestri annað kvöld og vindstyrkur verði nærri stormstyrk.
frettir/innlent

Sinntu 111 sjúkraflutningum á einum sólarhring

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 111 sjúkraflutningum á síðasta sólarhring. Þar af voru 22 forgangsflutningar og 10 vegna Covid-19.
frettir/innlent

Andlát: Páll Pétursson, fyrrverandi ráðherra

Páll Pétursson á Höllustöðum, bóndi, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést á Landspítalanum í gær, 23. nóvember, 83 ára að aldri.
frettir/innlent

Andlát: Halldór Grönvold

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, lést á Landspítalanum þann 18. nóvember sl. eftir stutt veikindi, 66 ára að aldri.
frettir/innlent

Á bletti í Ystakletti í um 30 ár

Merkingar fugla og endurheimt merkjanna gefa margvíslegar upplýsingar um ferðir fugla, aldur og fleira.
frettir/innlent

Fór í brjóstaminnkun 16 ára

Fyrirsætan Amelia Hamlin fór í brjóstaminnkun 16 ára. Aðgerðina fór hún í eftir að upp kom sýking í kjölfar þess að hún fékk sér gat í geirvörtuna sem breytti stærð brjósta hennar.
folk

Lykilmenn snúa aftur

Kai Havertz og Thiago Silva, leikmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea, eru báðir í leikmannahópi Chelsea sem mætir Rennes í Meistaradeildinni í kvöld.
sport

Sonurinn gjörbreyttur eftir klippingu

Clueless-leikkonan Alicia Silverstone er þekkt fyrir óhefðbundnar uppeldisaðferðir. Einkasonurinn fær þó sínu framgengt og á dögunum ákvað hann að fara í klippingu eftir að hafa safnað hári ansi lengi.
born

Hvernig getur þú gefið af þér?

Guðni Gunnarsson segir að líf fólks verði betra ef það iðkar þakklæti. Í sinni nýjustu bók, Máttur þakklætis, sem er verkefnabók, kennir Guðni fólki að setja fókusinn á þakklæti. Hann segir að þakklæti sé frelsi, þakklæti sé auðlegð, þakklæti sé jákvæð orka og að þakklætið sé lykillinn að velsæld.
smartland

Launavísitala hækkar verulega þrátt fyrir faraldur

Mikil hækkun varð á launavísitölu í október, samkvæmt hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að hækkun launavísitölu síðustu mánuði sé „óneitanlega dálítið sérstök“. Vísitalan hækkaði um 0,7% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,1% en það er mesta ársbreyting frá því í apríl árið 2018.

Sökuð um að stela útlitinu og atriðinu

Jennifer Lopez mætti á svið á American Music Awards sem haldin voru með pomp og prakt á sunnudagskvöldið.
k100

Verður sæmdur riddaratign

Formúlu-1-ökuþórinn Lewis Hamilton verður sæmdur riddaratign á næstu vikum og verður því sir Lewis Hamilton. BBC greinir frá því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að Hamilton yrði sleginn til riddara.
sport

Meistarinn þarf að vinna fyrir sér á Íslandi

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili náði sínum besta árangri frá upphafi á Evrópumótaröðinni í golfi á The Saudi Ladies Team International-mótinu á Royal Greens-vellinum í Sádi-Arabíu á dögunum.
sport

Hverjir verða í ríkisstjórn Bidens?

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er byrjaður að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn sína. Teymi Bidens tilkynnti nokkrar tilnefningar í gærkvöldi eftir að bandaríska stjórnvaldið sem fer með mál sem varða inn­setn­ingu nýs Banda­ríkja­for­seta tilkynnti Biden að formlegt valdaskiptaferli gæti hafist. Hér má lesa um þau sem voru tilnefnd.
frettir/erlent

Ekki langt að sækja jólatréð í ár

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, felldi í gærmorgun og sótti jólatré sem prýða mun Thorsplanið í Hafnarfirði yfir jólahátíðina.
frettir/innlent

Krefjast bólusetningar farþega

Ástralska flugfélagið Qantas hefur gefið það út að í framtíðinni muni það krefjast þess að alþjóðlegir ferðamenn séu bólusettir fyrir kórónuveirunni áður en þeir mæta í flug. Forstjóri félagsins segir að um nauðsynlegt skref sé að ræða sem fleiri flugfélög muni líklega taka.
vidskipti

Ræðir stöðuna í ríkisstjórn

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun ræða stöðuna í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar innan ríkisstjórnarinnar í dag.
frettir/innlent

Grunsamlegar mannaferðir á Seltjarnarnesi tilkynntar

Nokkuð var um eril hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. M.a. var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir á Seltjarnarnesi klukkan korter í ellefu í gærkvöld. Enginn var sjáanlegur þegar lögregla kom á vettvang.
frettir/innlent

Vísbending um að botninum sé náð

Sérfræðingar telja hækkandi hrávöruverð benda til aukinnar bjartsýni eftir að greint var frá árangri við þróun þriggja bóluefna gegn kórónuveirunni. Vegna þessa árangurs kunni kórónuveirukreppan að hafa náð hámarki en hún er ein dýpsta efnahagskreppa síðustu hundrað ára.
frettir/innlent

Andlát: Erlendur Haraldsson

Dr. Erlendur Haraldsson, prófessor emeritus, lést á Hrafnistu við Sléttuveg að kvöldi 22. nóvember, 89 ára.
frettir/innlent

Óhapp tafði för

Mikið óveður gekk yfir Færeyjar um helgina. Það olli því að skipið Tukuma Arctica, sem lá við bryggju í Þórshöfn, losnaði frá hafnarbakkanum aðfaranótt laugardags, færðist til í höfninni og skorðaðist við hinn enda hennar.
frettir/innlent

„Gífurleg“ sala næstu vikuna

„Fyrirtæki stíla inn á það að dreifa álaginu í ljósi ástandsins í samfélaginu og þess óhagræðis sem því fylgir,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
frettir/innlent

Deilt á styrk borgarinnar til Rúv.

Samtök iðnaðarins deila hart á samning Reykjavíkurborgar og Ríkisútvarpsins (Rúv.) um samstarfsverkefnið UngRÚV, þar sem stjórnvald styrki opinbert fyrirtæki, sem þegar njóti hárra greiðslna af almannafé.
frettir/innlent

Stefnt að auknu samstarfi félaga

Norska fiskeldisfyrirtækið Måsøval gerir ráð fyrir að leitað verði leiða til að efla samstarf austfirsku fiskeldisfyrirtækjanna Laxa fiskeldis og Fiskeldis Austfjarða.
frettir/innlent

Þörf á inngjöf í skólamálum eftir veirutímann

Að brottfall úr skólunum hafi ekki aukist á tímum kórónuveirunnar segir eitt og sér takmarkaða sögu, segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
frettir/innlent

Lýsir upp myrkrið þegar mánuður er til jóla

Mánuður er nú til jóla og komandi sunnudagur verður sá fyrsti í aðventu.
frettir/innlent

Gjörónýt eftir eld nærri Smáralind

Eldur kviknaði í bifreið á bílastæði nærri Smáralind í Kópavogi í kvöld.
frettir/innlent

Frumvarpið kalli á „verulega yfirlegu“

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir margt við frumvarp til breytingar á sóttvarnalögum sem dreift var til Alþingis í dag vekja upp spurningar. „Það er kannski spurning hvort að verið sé að skjóta lagastoðum undir aðgerðir sem þegar er búið að grípa til,“ segir Sigríður.
frettir/innlent