mbl.is


„Menn hefðu auðvitað viljað Þjóðhátíð“

Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum gengu síðustu tvær nætur prýðilega. Eitthvað var þó um hávaðakvartanir, þá ýmist í heimahúsum eða á tjaldsvæðum og um það að of margir væru saman komnir í samkvæmum.

Snúið heim frá Tókýó gegn vilja sínum

Hvítrússneska íþróttakonan Kristína Timanovskaja var neydd til þess að yfirgefa Ólympíuleikana í Tókýó í kjölfar þess að hún gagnrýndi vinnubrögð Íþróttasambands Hvíta-Rússlands.
frettir/erlent

Björgvin Karl vann þrettándu keppnisgreinina

Björgvin er því með 899 stig þegar tvær keppnisgreinar eru eftir og situr í fjórða sæti. Hann er eini íslenski keppandinn í karlaflokki á leikunum í ár. Þrír íslenskir keppendur að auki keppa á leikunum, allir í kvennaflokki; Annie Mist Þórisdóttir er í fjórða sæti með 909 stig, Katrín Tanja Davíðsdóttir er ellefta með 776 stig og Þuríður Erla Helgadóttir er í fimmtánda með 643 stig.
frettir/innlent

Þyrlan flutti slasaðan frá Vestfjörðum í bæinn

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í bæinn manneskju sem slasaðist í bílslysi á Vestfjörðum nú á fjórða tímanum.
frettir/innlent

Þjóðverjar munu bjóða upp á örvunarskammt

Þjóðverjar munu koma til með að bjóða upp á svokallaða örvunarskammta af bóluefni, fyrir eldra fólk og fólk sem tilheyrir áhættuhópi, frá fyrsta september. Þetta meðal annars á að vera í minnisblaði sem heilbrigðisráðherra Þýskalands, Jens Spahn, mun ræða við sextán svæðisbundna heilbrigðisráðherra nú á morgun. Þetta herma heimildir AFP.
frettir/erlent

Fimmtán smitaðir farþegar í Herjólfi

Fimmtán erlendir ferðamenn sem um borð voru í Herjólfi í gær greindust allir smitaðir af Covid-19. Ferðamennirnir fengu jákvæðar niðurstöður úr sýnatöku er komið var í Heimaey.
frettir/innlent

Ítalinn vann afar óvænt

Ítalski spretthlauparinn Lamont Marcel Jacobs er ólympíumeistari í 100 metra hlaupi karla eftir að hafa sett Evópumet með því að hlaupa á 9,80 sekúndum í úrslitunum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.
sport

„Við fáum bara eitt tækifæri“

Bræður, sem báðir eru í doktorsnámi í gervigreind í Bretlandi, vinna nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun sem kaupir landsvæði í skyni náttúruverndar. Stofnunin, sem hefur fengið nafnið Ice Trust, mun byggja á fjármagni frá almenningi og mun fólk þannig geta keypt lítinn skika úr hverri jörð, þótt jarðirnar verði í eigu sjálfseignarstofnunarinnar. Markmiðið er að leyfa ósnortinni náttúru að vera.
frettir/innlent

Fannst látinn í Lørenskog

Sex manns eru í haldi lögreglu eftir að maður á sextugsaldri fannst látinn í íbúð í Fjellhamar í Lørenskog, skammt frá Ósló í Noregi, í nótt. Liggur einn sexmenninganna helst undir grun um að tengjast málinu en lögregla lokaði allstóru svæði í hverfinu vegna rannsóknar á vettvangi.
frettir/erlent

Svona borðaði prinsessan fyrir brúðkaupið

Beatrice prinsessa gekk í hjónaband í fyrra. Næringarfræðingurinn Gabriela Peacock er vinkona hinnar 32 ára gömlu prinsessu og þekkt fyrir að hjálpa kóngafólkinu fyrir merkisviðburði.
smartland

Sárt að komast að óléttunni

Brody Jenner var ekki ánægður með að heyra það frá öðrum að fyrrverandi eiginkona hans ætti von á barni.
born

„Ekki verið dauð stund síðan við opnuðum“

„Við sérhæfum okkur í hamborgurum og handverksbjór,“ segir Bárður Árni Wesley Steingrímsson, vaktstjóri hjá Smiðjunni brugghúsi, þegar blaðamaður leit við í upphaf vikunnar.
matur

Verk forsetasonarins verðlögð hátt

Ellefu listaverk eftir Hunter Biden, son Joes Bidens Bandaríkjaforseta, eru nú til sölu og sýnis á listaverkagalleríi George Bergés. Verk forsetasonarins eru með háum verðmiða en þau ódýrustu kosta rúmar níu milljónir króna en það dýrasta yfir 60 milljónir.
folk

Eystri-Rangá fyrst yfir þúsund laxa

Eystri-Rangá varð fyrsta laxveiðiáin í sumar til að brjóta þúsund laxa múrinn. Jafnvel var búist við að Norðurá yrði fyrsta áin til að ná þessari tölu, en Eystri-Rangá er að skila sjötíu til áttatíu löxum á dag þessa dagana.

Naumt tap í fyrsta leik

Íslenska U16 ára landslið stúlkna í körfubolta mátti þola 57:62-tap í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi í dag er liðið mætti Eistlandi.
sport

Chelsea hafði betur gegn Arsenal

Chelsea vann 2:1-sigur á Arsenal í dag er liðin mættust á Emirates-velli Arsenal í undirbúningsleik fyrir komandi tímabil í enska fótboltanum.
sport

Frá Selfossi til Bandaríkjanna

Körfuknattleiksmaðurinn Gunnar Steinþórsson mun leika með bandaríska háskólaliðinu St. Cloud State Huskies á næsta tímabili.
sport

Ocon vann jómfrúrsigur

Franski ökumaðurinn Esteban Ocon á franska Alpine bílnum var í þessu að vinna glæsilegan sigur í ungverska kappakstrinum í formúlu-1. Var það fyrsti sigur sem hann vinnur í íþróttinni.
sport

Í fyrsta sinn í yfir hundrað ár sem gullinu er deilt

Katarinn Murtaz Essa Barshim og Ítalinn Gianmarco Tamberi skráðu sig í sögubækur Ólympíuleikanna í dag þegar þeir tóku sameiginlega ákvörðun um að deila gullverðlaunum í hástökki karla.
sport

Suðupottur þar sem allt kúgað fólk kemur saman

Bandaríski kúluvarparinn Raven Saunders hefur vakið athygli fyrir að vera litrík í orðsins fyllstu merkingu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hún vann til silfurverðlauna á leikunum í morgun og fagnaði með því að gera X-tákn.
sport

90 ára með prinsessuþema

Ekki amalegt að fá prinsessuþema á 90 ára afmælinu.
k100

Ljóst hvaða lið mætast í fjórðungsúrslitum

Lokastaða beggja riðla í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú orðin ljós þótt enn eigi Danmörk og Svíþjóð eftir að mætast í lokaleik B-riðilsins.
sport

Svíar unnu Dani í lokaleik riðilsins

Svíþjóð vann sterkan 33:30 sigur á heimsmeisturum Danmerkur í síðasta leik B-riðilsins í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.
sport

Lifa í vellystingum á Ítalíu

Stjörnuhjónin George og Amal Clooney kunna að gera vel við sig í fríinu. Þau fóru út að borða án barnanna á lúxusveitingastað á dögunum.
ferdalog

Starfsmaður á Grund smitaður

Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund greindist með kórónuveiruna í gær. Þegar eru tveir heimilismenn og einn starfsmaður með veiruna.
frettir/innlent

Björgunarsveitir kallaðar út

Björgunarsveitir í Árneshreppi voru kallaðar út í hádeginu vegna slyss sem varð á svæðinu.
frettir/innlent

Guðlaugur fyrirliði í öruggum sigri

Guðlaugur Victor Pálsson fór fyrir sínum mönnum í Schalke þegar hann bar fyrirliðabandið í afar sterkum 3:0-útisigri gegn Holstein Kiel í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.
sport

Fyrsti brekkusöngurinn með tóma brekku

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins frá Selfossi, mun í dag stýra brekkusöngnum fræga af stóra sviðinu í Herjólfsdal.
frettir/innlent

Heilbrigðismálin eru átakalínan

„Ég hef áhuga á fólki og vil hafa áhrif á hvernig samfélag okkar þróast,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, sem skipar efsta sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í alþingiskosningum 25. september
frettir/innlent

83 smit innanlands

83 kór­ónu­veiru­smit hafa greinst inn­an­lands eft­ir sýna­töku gær­dags­ins. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is. 42 voru í sóttkví við greiningu eða rétt rúmur helmingur þeirra sem greindust.
frettir/innlent

Síðasta myndin úr myndavél Johns Snorra

Fjall­göngu­maðurinn Elia Saika­ly birti í dag ramma úr síðasta myndbandinu sem tekið var á GoPro-mynda­vél Johns Snorra.
frettir/innlent

Bætir í úrkomu og vind í næstu viku

Í dag er spáð er áframhaldandi hægviðri með dálítilli rigningu eða skúrum sunnan- og vestanlands, en annars yfirleitt bjart og fremur hlýtt veður.
frettir/innlent

56 flutningar vegna Covid-19

Mikið var um að vera síðasta sólarhringinn hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
frettir/innlent

Tekinn réttindalaus í níunda sinn

Um klukkan 21:40 í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn reyndist vera réttindalaus, þ.e. með útrunnin ökuréttindi, en maðurinn hefur verið stöðvaður átta sinnum áður fyrir sama brot.
frettir/innlent

Þegar Stuðmenn frestuðu Þjóðhátíð

Margir sitja eftir með sárt ennið eftir að Þjóðhátíð var frestað í ár. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hátíðinni er frestað en árið 1982 fengu Stuðmenn að fresta hátíðinni um eina viku, þó ekki vegna heimsfaraldurs.
frettir/innlent

Allir íslensku keppendurnir enn með

Allir íslensku keppendurnir á heimsleikunum í crossfit, sem standa nú yfir í Bandaríkjunum, leika áfram á næsta keppnisdegi á morgun.
frettir/innlent

Að vera faðmaður af ljúfum loðfíl

Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir hefur nú fundið heimili fyrir verk sitt Chromo Sapiens í safni sínu Höfuðstöðinni. Einnig opnaði hún sýninguna Boðflennu í Hrútey við Blönduós. Þar sýnir hún útilistaverk sem hún vann beint inn í náttúruna.
frettir/innlent

12 vinningshafar en enginn með þann stóra

Enginn var með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og gekk potturinn því ekki út að þessu sinni, en hann stóð í um 36 milljónum króna.
frettir/innlent

100 sjúkraflugsferðir í júlímánuði

Flugfélagið Mýflug flaug hundraðasta sjúkraflug mánaðarins nú í dag. Ársæll Gunnlaugsson, flugstjóri hjá Mýflugi, segir yfirleitt meira álag á sumrin en þó hafi aldrei verið flogið svo oft í einum mánuði frá upphafi sjúkraflugs í flugvélum hér á landi. Hann segir faraldurinn þó ekki ástæðu álagsins.
frettir/innlent

Engin Þjóðhátíð en nóg við að vera í Eyjum

Þrátt fyrir að Þjóðhátíð fari ekki fram þessa helgina í Vestmannaeyjum hefur verið mikið líf á eyjunni í dag. Töluvert hefur borið á því að gestir og gangandi jafnt sem heimamenn hafi gert sér ferð inn í Herjólfsdal og skoðað sig um.
frettir/innlent